Þjóðviljinn - 12.11.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1977 AF FEIMNISMÁLUM Þegar ég var krakki voru hin svonefndu kynferðismál fiokkuð undir ,,feimnismál", mál sem ekki voru höfð í f limtingum, nema þá í þröngum hópi stráka (og þá væntanlega líka stelpna) og þóttu bólfarir svona öllu fremur einkamál þeirra, sem þær voru farnir að stunda. Ekki þótti hæfa að æpa mikið á torgum um slíka hluti. Þá var sérfræðileg kynf ræðsla ekki til á Islandi, enda ekki búið að finna upp félagsráðgjafa, félagsfræðinga, og sálgreinendur. Stöku geðlæknar höfðu að vísu heyrt um Freud og kenningar hans, en þeir sem uppvísir urðu að því að kíkja í þau fræði að ,,gannisínu" voru álitnir eitthvað skrítnir og þá helst Öfuguggar einhvers konar. Ætla mætti þvi að unglingar á þessum árum hafi vaðið í villu og svima um kynferðismál, strákarnir haf i haldið að tippið væri bara til að pissa með því og stelpurnar villtar í sama myrkviði fáviskunnar um sitt apparat. En þótt undarlegt megi virðast, vorum við strákarnir hérna vestur í bæ (og þá væntan- lega líka stelpurnar) furðu fróðir um lífsins gang strax uppúr sex ára aldri enda var sannarlega engum námsleiða fyrir að fara, þegar hinir eldri sérfræðingar í strákahópnum miðluðu okkur græningjunum af þeirri kyn- visku, sem þeir höfðu lært af sér eldri strákum, sem lært höfðuaf ennþá eldri strák- um og stelpum og jafnvel fullorðna fólkinu. Þannig gengu þessi visindi nokkurn vegínn rétta boðleið að mínu mati og enginn okkar, sem orðnir vorum sex gekk þess dulinn hve mikilvægt ónefnt líffæri var til að viðhalda lifinu á jörðinni, að ekki sé talað um að okkur þeim yngri var fortalið af þeim eldri og reyndari að: ,,Heimaleikfimi er heilsubót sem hressir upp og gerir mann stífan hvort sem undir er gras eða grjót gólfteppi eldhúsborð eða dívan". Bólfarir væru með öðrum orðum hið eina sanna ,,Gagn og gaman". Ég held að hjá f lest- um okkar krakkanna hér vestur í bæ hafi liðið áratugur frá því að við urðum því sem næst f ullnuma i kynf ræðum þar til okkur gafst kostur á því að sannreyna menntun okkar í praksís. Og úr því að okkur hér í Reykjavík tókst að af la okkur svo staðgóðrar menntunar í þessum fræðum strax á barnsaldri, þá má geta nærri hvort börn í sveit, sem hafa verk- lega sýnikennslu í feimnismálum fyrir augunum allan ársins hring hafi gengið þess dulin hvað kynferðismál snérust um. Nú virðist hafa orðið umtalsverð breyting eða þvísemnæst bylting í þessum efnum, ef marka má umsvif sérfræðinga varðandi það fyrirbrigði sem nefnt hef ur verið kynfræðsla. Sérfræðingar og sálfræðingar, uppeldis- fræðingar, félagsfræðingar og kynfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að allir ung- lingar og f lestir f ullorðnir vaði I villu og svíma um forsendu eilífs lífs, samfarirnar,og haf i af þeim í allt of fáum tilvikum bæði gagn og gaman. Má þetta f urðulegt teljast þar sem öll umræða um kynferðismál hefur stóraukist á síðustu áratugum. En eitthvað verða útlærðir kynf ræðingar að hafa fyrir stafni, þeir verða að lifa eins og aðrir. Og nú hafa tvær stúlkur, útlærðar og sér- fræðingar i kynfræðum, riðið á vaðið og stofnað sérstaka kynfræðsludeild og haft af því tilefni heillar opnu viðtal við eitt dagblað- anna undir yf irskriftinni „Að kynfræða íslendinga". Greinin skiptist í sex hluta eða „Aðstoð, Pillan, Vergirni, Gagn og gaman, Að vera fordómalaus og Konan er eyland'.' Greinin hefst á þvi að hinar útlærðu lýsa þeirri óhæfu að fólki skuli kennt „að draga kvaðratrót fram og til baka, lesa forngrískar bókmenntir, en þegar komiðer að likamanum, sérstakl. þeim hluta, sem er milli stórutánna (l.br. mín) þá klikkar allt." I greininni segja kynf ræðistöllurnar orðrétt m.a.; „Annars er mér óskiljanlegt þetta antípat á smokkum sem strákar hafa. Þeir halda að þetta hafi einhver truflandi áhrif". Svo mörg eru þau orðin. Ég get persónulega frætt sérfræð- ingana á því að í þessu efni er ég af anatóm- iskum ástæðum reynslunni ríkari en þær (þær eru stelpur) og var þetta mál mikið rætt í hóp- vinnu sérfræðikreðsa vesturbæjarins í kyn- ferðismálum á árunum. Voru allir, sem reynt höfðu, á einu máli um það að uppáferð með smokk væri eins og að éta karamellu með bréfinu á. Um þá staðhæfingu kynfræðinganna að konur fái, eins og sagt er orðrétt í greininni, „mikið betri fullnægingu með fingrunum heldur en með eðlilegum samförum" get ég ekki tjáð mig af því að ég er strákur. Þetta vita þær betur af því að þær eru stelpur. Ég held sattað segja, þegaröllu er á botninn hvolft, að nú sé svo komið að gróskan í kyn- lifinu blómstri alls staðar annars staðar en í bólinu og er það vel, þó sumir rriuni á annað hyggja. Hér fer ef til vill vel á því að rif ja upp vísu fröken Ragnheiðar: Sjálfs mín höndin hollust var, hætti ég brátt að daðra. Með löngutöng ég lék mér þar sem lokað var fyrir aðra. Flosi Þ j ónusta Á verkstæði okkar við Smiðjuveg er harð- snúið lið, sem annast alla almenna við- gerðarþjónustu á hjólbörðum. Ný dekk eða sóluð eru til sölu á sama stað i öllum stærðum. Vertu timaniega á ferðinni með vetrar- undirbúninginn, littu við á Smiðjuvegin- um. Smiðjuvegi 32-34 Simar 44880-43988 Strax í dag! eeiitscíseí Samtök sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi Framhaldsnám aðalumræduefni á aðalfundinum í Munaðarnesi Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga i Vesturlandskjördæmi verður haldinn i Munaðarnesi um helgina, 11.-12. nóvember. Rétt til fundarsetu eiga 50-60 full- trúar sveitarstjórna á Vestur- landi auk gesta. A dagskrá fundarins eru skýrslur stjórnarformanns, Hún- boga Þorsteinssonar, og fram- kvæmdastjóra Guðjóns Ingva Stefánssonar. Einnig verða flutt- ar skýrslur frá Fræðsluráði Vesturlands, samgöngunefnd samtakanna og Byggðadeild Framkvæmdastofnunar rikisins. Aðalmál fundarins að þessu sinni verður framhaldsnám á Vesturlandi og flýtja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og Ölafur Asgeirsson skólameistari fjölbrautaskólans á Akranesi framsöguerindi. Landsfundur AlþýðubandaLagsins 17.-20. nóvember 1977 Dagskrá fundarins Fundarstaður: Hótel Loftleiðir Fimmtudagur 17. nóvem- ber. Kl. 20 a) Fundarsetning: Formaður Alþýðubandalagsins setur fundinn og flytur skýrslu um flokksstarfið og stjórnmála- viðhorfið b) Kosning nefndanefndar og kjörbréfanefndar c) Avarp Verkalýðsmálaráð: Benedikt Daviðsson. Ávarp Æskulýðsnefndar: ArthUs Mortens d) Almenn umræða e) Kosning starfsnefnda fund- arins Föstudagur 18. nóv. Kl. 10 Framsöguræður um verkefni starfshópa: a) Efnahags- og atvinnumál LUðvik Jósepsson b) Lifeyrismál, Adda Bára Sig- fUsdóttir c) Skólamál, Svava Jakobsdótt- ir d) Vandamál lýðræðis og vald- dreifingar, Svanur Kristjáns- son. e) Flokksstarfið, reikningar flokksins og fjárhagsáætlun, Ölafur Jónsson. Kl. 14 Starfshópar og nefndir koma saman: a) Starfshópur um efnahags- og atvinnumálaályktun, um- ræðustjóri Ólafur Ragnar Grimsson. b) Starfshópur og lifeyrismál, umi''ðustjóri Hrafn MagnUsson. c) Starfshópur um skólamál, umræðustjóri Loftur Gutt- ormsson. d) Starfshópur um vandamál lýðræðis og valddreifingar i islensku þjóðfélagi, umræðu- stjóriSoffia Guðmundsdóttir. e) Starfshópur um almennt flokksstarf, umræðustjóri Sigurður Magnússon. f) Stjórnmálanefnd, er fjallar um ávarp fundarins. g) Laganefnd. h) Allsherjarnefnd. i) Kjornefnd. Laugardagur 19. nóv. Kl. 10 a) Lagabreytingar. b) Tillögur kjörnefndar lagðar fram og lýst eftir öðrum til- lögum. c) Alit flokksstarfsnefndar og tillögur um skatt flokksfé- laga til flokksins á næsta ári. Kl. 14. a) Kosningar b) Niðurstöður starfshópa kynntar og ræddar. Kl. 21. Kvöldfagnaður á Hótel Loft- leiðum fyrir landsfundarfull- trúa og gesti þeirra. Sunnudagur 20. nóv. Kl. 13.30 Framhaldsumræður og af- greiðsla mála. Stefnt verður að þvi að landsfundi ljúki fyr- ir kl. 18.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.