Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. nóvember 1977 t>JóÐVILJINN SIÐA 5 a/ erlendum vettvangi Erlendis nýtur Nóbelsrithöfundurinn Heinrich Böll ef til vill meiri virð- ingar en nokkur annar núlifandi Þjóðverji, en heimafyrir er hann sér- stakur skotspónn afturhaldsaflanna, VESTUR-ÞÝ SKAL AND sem nú hamast þar gegn vinstri- mönnum og lýðræðissinnum. „Þetta land er algerlega á valdi afla, sem eru gagnstæð skynseminni”, segir Böll i viðtali við timaritið Stern. Ofsóknir gegn Heinrich Þessi mynd er dæmigerð fyrir áróður vesturþýsku hægripress- unnar gegn virtasta rithöfundi landsins. Á teiknimynd þessari, sem birtist I Springer-blaðinu Welt am Sonntag, er Böli sýndur i gervi hirðfifls, sem rennir öðru auga til Bibliunnar en hinu til rit- verka Marx og Lenins. Tiðindin frá Vestur-Þýskalandi eru næsta voveifleg um þessar mundir. Þar er að verki hreyfing ofstækisfullra stjórnleysingja, sem virðast gera sér heldur tak- markaða grein- fyrir veruleika þjóðféiagsins, en eru engu að siðuar svo harðsnúnir að stjórnarvöldum sýnist lftiö miöa I þá átt að kveöa þá niður, og sætir það undrun I jafn þrautskipulögðu riki með voldugt lögreglubákn. En jafnframt manndrápum og mannránum villuráfandi ungmenna, sem I fréttum eru einatt kennd við Baader-Meinhof, stigmagnast öfgar og ofstæki hægra megin i stjdrnmálum landsins, enda aldrei verið djúpt á slfku þar i landi, sem nærri má geta.Kröfur hægriöfgamanna um skeröingu lýðræðis og auknar ofsóknir á hendur vinstri- og lýðræðissinnuðu fólki veröa stöðugt háværari og viöurstyggi- legri, svo að farið er að minna iskyggilega á ekki mjög löngu liðna tið þar f Iandi. Hver sá, sem varar við öfgunum frá hægri og tekur ekki eindregið undir þær, er hiklaust stimplaður stuðnings- maður Baader-Meinhof fólksins. Einn þeirra, sem hvað mest verður nú fyrir slíku aðkasti, er Heinrich Böll, virtasti rithöfund- ur Þjóöverja eftir siðari heims- styrjöld og eindreginn talsmaður lýðræðis og mannréttinda. — Hér fylgir með úrdráttur úr grein um ofsóknirnar á hendur Böll. Grein- in birtist i vesturþýska tímaritinu Stern. (millifyrirsagnir eru Þjóðviljans.) „Hvað er þessi kommúnisti að gera hingað? Hve.rsvegna fær hann yfirhöfuö kaffi?” Svo spyrja þrjár ungar konur gestgjafann i garöveitingahúsi i Eifel (héraöi vestan Rinar, viö landamæri Belgiu og Lúxemborgar). Þær hafa borið kennsl á rithöfundinn Heinrich Böll meðal gestanna. Alþýöa manna er farin að taka þátt i herferöinni gegn rithöfundi þessum og Nóbelsverölaunahafa. Siöan Hanns-Martin Schleyer, forseta atvinnurekendasam- bandsins, var rænt, hafa stjórn- málamenn, blaöaskrifarar og prófessorar keppst um aö skamma Böll, rægja hann og ofsækja. Böll ,,Andlegur brautryðj- andi hryðjuverkastefn- unnar” Myndablaðið Quick, sem gefið er út i Miinchen, stimplaöi Böll andlegan brautryöjanda og vit- orösmann þeirra, sem rændu Schleyer og drápu hann siöan. Springer-blaðiö Bild birti hverja niögreinina eftir aöra um Böll, þar sem hann var kallaöur ,,for- ustusauður” þeirra, sem sagöir eru hafa samúð meö Rote Armée Fraktion (Baader-Meinhof-hópn- um), og sakaður um aö „fegra” ofbeldi hryöjuverkamanna. Ýms- irstarfsbræöur Böll láta hér ekki sitt eftir liggja, svo sem Hans nokkur Habe, sem i Bild sakaöi Böll um aö „gera Meinhof dýr- lega” og mæltist til þess aö hann „klæddist sekk og ösku” i iðr- unarskyni. Matthias Walden, helsti fréttaskýrandi útvarps- stöðvarinnar Freies Berlin (Frjáls Berlin) og fastur dálka- höfundur Springer-blaöanna, lagöi fram eftirfarandi spurn- ingu: „Hvaöan koma dauöi og eyöilegging?” Walden svaraði spurningunni sjálfur: „Frá vinstri kantinum og Heinrich Böll.” Jafnvel sósialdemókratar taka þátt i þvi að mála Böll sem skrattanná vegginn. Einn þeirra, Jens Feddersen, aöalritstjóri Neuen Ruhrzeitung i Essen, skil- greinir af lærdómi sinum Böll sem „andlegan brautryöjanda hryöjuverkastefnunnar,” sem ár- um saman hafi boriö i bætifláka fyrir hryðjuverkamenn og þeirra athæfi. Sósialdemókrataþing- maðurinn Hermann Schmitt- Vockenhausen, varaforseti neöri deildar sambandsþingsins, lét sig hafa þaö aö viðhafa dylgjur um Böll I margnefndu blaði, Bild, og taldi aö rithöfundurinn væri grun- samlega fáorður um árásina á Schleyer i Köln, þegar hann var numinn á brott og lifverðir hans drepnir. Málsvari Soltsénitsins og Amalriks Maður sá, sem sætir þessum sóöalegu ofsóknum, er sá af núlif- andi Þjóðverjum sem hvað mestrar viröingar nýtur erlendis. Og til að fyrirbyggja allan mis- skilning er rétt aö taka fram, að hann hefur alla tiö tekið ein- dregna afstööu gegn ógnarverk- um og pólitiskum morðum. Þará ofan hefur hann undanfarin ár flestum eða öllum djarflegar gengið fram fyrir skjöldu til varnar þeim, sem ofsóttir eru og fangelsaöir i heimalöndum sinum vegna stjórnmálaskoöana, bæöi vestan tjalds og austan. Þannig tók hann svarihins fræga sovéska rithöfundar og andófsmanns, Alexanders Soltsénitsin, og tók hann fyrstur manna undir sinn verndarvæng eftir aö sovésk yfir- völd visuöu honum úr landi. Og þaö Var framgöngu Bölls að þakka, og sovéski eölisfræðingur- inn Andrei Amalrik, sem þarlend yfirvöld höföu lokaö inni á geð- veikrahæli, var látinn laus og fékk að fara til Vesturlanaa. „Herra Böll, þér hafiö bjargaö lifi minu,” sagöi Amalrik viö þaö tækifæri. Böll skrifaöi Bresjnef Sovétrikjaleiðtoga bréf og baö hann um aö láta lausan visinda- manninn Mikhail Sjtern, sem dæmdur hafði verið til nauö- ungarvinnu, pólskum andófs- mönnum sendi hann peninga. Hvað eftir annaö hefur Böll tekiö svari 77-hreyfingarinnar i Tékkóslóvakiu, sem berst fyrir mannréttindum þar i landi. Ekk- ertafþessu bætirnúúrskák fyrir rithöfundinum iheimalandi hans, þar er þessi djarfi og sivökuli mannvinur einhliða stimplaöur sem þjóöniöingur. Enn sem komiö er tekur Böll þessu öllu saman meö stillingu. „Ég hef ennþá von,” segir hann. „Ég lit svo á aö málið sé ekki enn tapað og ég sef ennþá vel.” En hann er farinn aö spyrja sjálfan sig, hvort svo muni verða lengi enn. Því aö hann telur, aö óhjá- kvæmilegt sé aö andstæöurnar skerpist milli „gagnrýninna lýö- ræðissinna og afturhaldsmanna.” Þeir óttast hann.... Hann gerir sér grein fýrir tveimur meginatriöum I ofsókn- um andstæðinga sinna. Þeir ótt- Karl Gústaf, þá Sviaprins, af- hendir Böll bókmenntaverðlaun Nóbels I Stokkhólmi 1972. Böll var fyrsti Þjóðverjinn, sem fékk þau verðlaun eftir slöari heims- styrjöld. Þess var þá getið af hálfu sænsku Nóbelsnefndar- innar, aö Böll fengi verðlaunin vegna þess, að verk hans væru si- gilt framlag I baráttunni fyrir mannúð. Böll (annar frá hægri) á göngu I Prag til stuðnings Dubcek og fylgismönnum hans. ast hann vegna mikilla áhrifa hans og viröingar og vita, aö ef þeim tekst aö slá hann niöur, er liklegt að aörir „gagnrýnir lýö- rasöissinnar” muni missa móðinn og að auðvelt veröi þá að ráða niðurlögum þeirra. I ööru lagi reyna afturhaldsmennirnir með glórulausri æsingaherferö á BöII (til hægri) og Alexander Soltsénitsin. BöII tók svari þessa kunna sovéska rithöfundar og andófsmanns og skaut yfir hann skjólshúsi eftir að sovésk yfirvöld visuðu honum úr landi. hendur Böll að æra þá liðsmenn Kristilega demókrataflokksins, sem eru tiltölulega frjálslyndir, þannig aö þeir skipi sér i liö meö Franz Josef Strauss, hinum aft- urhaldssama og ofstækisfulla for- ingja CSU-flokksins I Bæjara- landi. En æsingaherferöin er rek- in gegn betri vitund. „Enginn maöur, jafnvel ekki Strauss, heldur I alvöru aö ég sé hryöju- verkamaöur,” segir Böll. Vera kann að valdhafarnir og meðhlauparar þeirra hafi nú aö- eins gripiö tækifæri, sem þeir haf i lengi beöiö eftir, til þess aö ná sér niðri á Böll. Hann hefur aldrei verið viöhlæjandi neins og engum hli'ft viö gagnrýni. Hann er kaþól- ikki,enskáldsaga hans Und sagte kein einziges Wort (Sagöi ekki orö), sem kom út 1953 innihélt engu að siður gagnrýni á ka- þólsku kirkjuna fyrir ábyrgðar- leysi i stjórnmálum og félagsmál- um. Þá skáru biskupar kaþólsk- unnar upp herör gegn honum og i prédikunarstólunum helltu prestarnir yfir hann úr skálum reiði sinnar. Strax þá fékk Böll nafnlausar moröhótanir. „Þá var ég enn óþekktur og naut ekki verndar alþjóðlegrar frægðar,” segir Böll. „Þá heföu taugarnar getað brugöist mér.” Hætta á ferðum Þær hafa ekki brugðist honum enn. Enginn hefur verið djarfari en hann i' þvi að leggja áherslu á pólitiska ábyrgö rithöfunda. Þaö var fyrstogfremstþess vegna, aö hann var kjörinn forseti hins al- þjóðlega PEN-klúbbs 1971. Þegar hann lét af þvi embætti þremur árum siðar, skrifaði Helmut Schmidt sambandskanslari hon- um þakkarbréf fyrir viðhorf hans og afstöðu. En sama ár sendi Heinrich Böll frá sér söguna Die verlorene Ehre der Katharina Blum (Glötuö æra Katharinu Blum) og sagöi æsifréttablööun- um þar til syndanna fyrir þann mælikvaröa, sem þau leggja á rétt og rangt.Þá réðust Springer- blööin, stjórnmálamenn Kristi- legrademókrata og hægrisinnað- ir blaðamenn að honum meö miklum látum. Fyrrnefndur Hans Habe var þar i fylkingar- brjósti, og tilkynnti hann i Springer-blaðinu Welt am Sonn- tag að Böll væri dauöur sem rit- höfundur. Skömmu siöar hélt félagsfræöingur nokkur aö nafni Helmut Schelsky þvi fram, að Böllheföitviræöa og á annan hátt vafasama afstöðu til ofbeldis. Þegar von Drenckmann, dóms- forseti i Vestur-Berlin, var drep- inn af Baader-Meinhof-liðum, fullyrti fyrrnefndur Matthias Walden i sjónvarpi að Böll væri „andlegur frumkvöðull morðs- ins.” Siðan hefur Böll stööugt átt meira i vök að verjast. „Þetta land,” segir hann, „er algerlega á valdi geðhrifa, sem eru gagnstæö skynseminni.” Jafnvel blöð, sem gera kröfu til þess aö vera tekin alvarlega, láta dragast út i æs- ingarnar. „Þegar stjórnmála- menn geta safnað atkvæöum meö þesskonar skoðanamyndun og blööin aukiö söluna, þá erhætta á ferðum.” Hvatt til drápa utan dóms og laga Heinrich Böll gagnrýnir landa sina einnig harölega fyrir þaö, hve viökvæmir þeir séu fyrir gagnrýni. V'esturþýskir rithöf- undar, sem leyfa sér aö gagn- rýna, eru undireins reknir út i horn og fordæmdir fyrir að rægja og niöa land og þjóð. Og stjórn- málamennirnir eru hér ekki barnanna bestir. „Enginn stjórn- málamaður annarsstaöar á Vest- urlöndum, hversu litiö bók- menntalega sinnaður sem hann væri, myndi veitast ab rithöfund- um fyrir gagnrýni,” segir Böll. Springer-blööin ofsækja ekki einungis Böll sjálfan, heldur og veitast þau að fjölskyldu hans af ótrúlegum lákúruskap. Enda seg- ist hann óttast um öryggi sinna nánustu. Og hann hefur nokkra ástæðu til þess. 1974 gerði lögreglan húsleit i ibúð sonar hans, sem Raimund heitir, i Hamborg. Nokkru siöar átti sér stað sprengjutilræöi i opinberri byggingu i Köln, og sló blaðið Bild þvi þá upp, að ibúö Renés, annars sonar Bölls, væri i aðeins 600 metra fjarlægð frá sprengistaönum. Ritari Bölls verður fyrir ruddaskap af hálfu bilstjóranna, þegar hún tekur leigubil heiman frá rithöfundin- um. „Þegar ofsóknirnar gegn gyðingum hófust,” segir Böll, „var byrjaö með þvi að einangra þá frá nábúum þeirra. Sömu að- ferðinni er nú beitt gegn okkur.” Þegar Böll fékk bókmennta- verðlaun Nóbels 1972, minntist hann þess, að nærri þvi allir þeir •jóðverjar, sem þau verölaun löfðu fengiö, höfðu oröið ab yfir- gefa fööurland sitt og látist er- lendis. Heinrich Böll hyggst ekki fara að dæmi þeirra. Spurningin er hvort honum er óhætt heima. A siðasta flokksþingi CSU hvatti Franz Josef Strauss óbeint til þess að þeir, sem hægrimenn hafa vanþóknun á, yrðu tekn- ir af lifi án dóms og laga. „Það ætti að afhenda þá, sem þykjast berjast fyrir frelsi alþýð- unnar, alþýöunni sjálfri,” sagði Strauss. „Þá þyrftu lögreglan og dómsvaldið ekki aö gera sér neina reilu út af þeim framar.” Skömmu eftir að blaöamenn Stern ræddu viö Böll i Eifel, rudd- ust hvorki fleiri né færr en 40 lög- regluþjónar inn i ibúð René Böll, gerðu þar húsleit og brutu glugga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.