Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN- Laugardagur 12. nóvember 1977
Framtíd Handprjóna
sambandsins
Mikiöstarf er framundan i Handprjónasambandinu. Hér er fundur stjórnar og fleiri kvenna sem vinna að undirbúningi. F.v. Elin
Sigmarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Hulda Gislasóttir, Þuriður Einars dóttir, Dóra Mýrdal og Inga Einarsdóttir. Elin og Inga eru ekki I
stjórninni en hins vegar vantar eina stjórnarkonu, Elinu Pétursdóttur.
Stofnun Handprjónasambands
islands laugardaginn 5. nóvem-
ber sl. hefur vakið mikla athygli.
Þar rættist ioks langþráður
draumur fjöimargra prjóna-
kvenna um stofnun samtaka til
verndar hagsmunum þeirra og
leikur nú mörgum forvitni á
framhaldinu i kjölfar hins glæsi-
lega stofnfundar. Þjóðviljinn hitti
að máli Iluldu Gisladóttur sem
hratt þessari öldu af stað að þessu
sinni og var kjörin fyrsti formað-
ur Handprjónasambandsins.
— Hvert veröur framtiðarform
félagsins, Hulda?
— Við i stjórninni erum nú að
athuga alla möguleika og er það
ekki komið á hreint ennþá.
Hugsanlega stofnum við fram-
leiðslusamvinnufélag.
— Já, nú hafið þið fengið hús-
næði hjá öðru framleiðslusam-
vinnufélagi, hjá Rafafli að Skóla-
vörðustig 19.
— Já, ég veit ekki hvernig við
hefðum farið að ef við hefðum
ekki notið þessarar einstæðu vel-
vildar Sigurðar Magnússonar
stjórnarformanns Rafafls.
— En eruð þið farin að nýta
þetta húsnæði.
— Nei, við fáum það afhent á
morgun (viðtalið var tekið á mið-
vikudag) og ætlum við þá fljót-
lega að taka þar á móti peysum i
stofnsjóðsgjald en ákveðið var að
hver kona legði fram tvær peysur
i það eða andvirði þeirra auk ár-
gjaldsins sem er 3000 kr. Hins
vegar eru konurnar svo áhuga-
samar að þær eru þegar farnar að
streyma á Skólavörðustiginn
hlaðnar peysum. Það er eitt
helsta vandamál okkar núna að
þessar konur byrjuðu að safna
peysum á lager hjá sér i byrjun
október upp á væntanlega félags-
stofnun og eru nú margar komnar
með miklar birgðir. Flestar hafa
prjónið sem lifibrauð og þurfa þvi
að koma peysunum i verð fljót-
lega.
— Verður þá félagið söluaðili?
— Já, það er meiningin og eitt
fyrsta verk okkar nú er að reyna
að ná samningum við þau fyrir-
tæki sem hafa keypt peysur hing-
að til. Það er ekki hægt að ganga
fram hjá þeim þar sem þau hafa
lagt i mikinn kostnað við
markaðsöflun viða um heim.
— Hver eru þessi fyrirtæki?
— Það er t.d. Alafoss, Torgið,
Hilda, Rammagerðin, Islenskur
markaður og tslenskur heimilis-
iönaður.
— Nú hef ég frétt aö þið hafið
þreifað fyrir ykkur erlendis lika?
— Já, við erum i sambandi við
islenskan aðila i Kanada sem vill
gerast félagsmaður i Hand-
prjónasambandinu og kanna alla
moguleika þar vestra. Þetta yrði
til þess að við slyppum við ýmsa
milliliði. Það væri mjög æskilegt
að fá stóra pöntun erlendis frá
þar sem okkur er fjár vant núna
og getum ekki keypt peysur af
konunum.
— Ætlið þiö ekki að leita til ein-
hverra sjóöa.
— Jú, við höfum sterkan hug á
að leita til iðnrekstrarsjóðs en
iðnlánasjóður kemur vist ekki til
greina þar sem við notum ekki
Hulda Gisladóttir: „Hugsan-
lega stofnum við framleiðslu-
samvinnufélag”. Myndin er
tekin i húsnæði þvi sem fram-
ieiðslusamvinnufélagið Rafafl
lét Handprjónasambandinu ó-
keypis i té að Skólavörðustig 19
(Myndir tók — eik.)
önnur tæki til framleiðslunnar en
prjónana. Hins vegar ætlum við
að komast hjá að taka vixillán
eða önnur slik lán meðan starf-
semin er ekki komin i öruggari
skorður.
— Þið ætlið sjálfar að taka að
ykkur flokkun, gæðaprófun og
sölu á lopa. tJtheimtir það ekki
mikla vinnu?
— Já, við ætlum að útvega lopa
á heildsöluverði til að selja eins
og fyrirtækin hafa hingað til gert
og annast flokkun og gæðamat.
Við ætlum að hafa strangt gæða-
mat og ekki taka við öðru en 100%
unninni vöru. Til að byrja með
munum við vinna þetta allt i
sjálfboðaliðsvinnu en eitt af
fyrstu verkefnum okkar verður
að ráða framkvæmdastjóra. Ég
ermjög bjartsýn á þetta starf og
vonast til að samtökin verði brátt
mjög öflug og kraftmikil.
— Þið ætlið lika að löghelga
ykkur munstur?
— Já, og á stofnfundinum lýsti
einn hönnuður, Steinunn Berg-
steinsdóttir þvi yfir að hún ætlaði
að gefa munstur. Annars hafa
margar konur sin eigin munstur.
— Eru margir sem hafa hand-
prjónavinnu sem aðalatvinnu-
grein?
— Það er stór hópur sem lifir af
þessu, bæði konur og karlar sem
komast ekki út á hinn almenna
vinnumarkað. Það eru t.d. ein-
stæðir foreldrar, öryrkjar og lif-
eyrisþegar sem reyna að drýgja
tekjur sinar með þessu. Sjálf er
ég öryrki og þetta er min atvinna.
— Eru einhver inntökuskilyrði i
félagið?
— Nei, það er öllum opið.
— Hversu margir eru félags-
mennirnir orðnir?
— Ég gæti trúað að þeir væru
milli 6 og 7 hundruð og mjög mikl-
ar likur á að margir bætist við.
Inntökubeiðnir hafa borist viða
að. Við fengum t.d. skeyti frá
Skaftafelli þar sem hópur vinnur
við þetta. Bréf kom frá Dalvik
með 11 nöfnum, frá Strandasýslu
og viðar. Þetta sýnir að áhuginn
er geysimikill. Við erum nú að
koma upp spjaldskrá yfir félaga.
— Hvernig stóð á þvi að þú
byrjaðir á þessu?
— Það var búið að tala svo
lengi um nauðsyn svona félags
svo að einhver varð að taka af
skarið. Ég gerði það með þvi að
auglýsa i blaði eftir áhugafólki og
fékk strax 67 tilboð og voru allt að
10 nöfn i hverju tilboði. Siðan var
þetta fljótt að þróast þar til stofn-
fundurinn var haldinn. Mér
fannst nú samt ekki að endilega
hefði þurft að kjósa mig sem for-
mann fyrir það.
— Hefurðu ekki tekið þátt i
félagsstarfi fyrr?
— Ég hef ekki svo mikið sem
haldið ræðu fyrir 3 hræðum áður
og þess vegna var það undarlegt
að standa allt i einu fyrir framan
700 manns og þurfa að halda
ræðu.
Þjóðviljinn óskar handprjóna-
konum til hamingju með þennan
áfanga. Þær framleiða vandaða
handunna vöru og ótrúlegt annað
en hægt sé að greiða þeim mann-
sæmandi laun fyrir hana. Að fá
borgaðar 3000 krónur fyrir amk.
tveggja daga verk og þurfa af
þeim peningum að borga lopann
er langt fyrir neðan allar hellur.
Milliliðirnir taka til sin miklu
meira fé fyrir miklu minni vinnu.
Þannig kostar venjuleg peysa
milli 6 og 7 þúsund krónur út úr
búð. Þá munu vélprjónaðar peys-
ur vera dýrari og er það fáheyrt
að vélunnin vara sé dýrari en
handunnin. Ef vel er aö málum
staðið ætti að vera nægur mark-
aður fyrir svo vandaða og góða
vöru sem islenskar lopapeysur
eru þó að þær séu ekki seldar
langt undir framleiösluverði.GFi
Fjölmargar prjónakonur hafa safnað peysum á lager i nokkrar vikur
til að þurfa ekki að selja þær á Iágu verði. Hér er ein þeirra, Jensina
Jensdóttir.
Spjallað við Huldu
Gísladóttur formann
sambandsins