Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
r
Sveit Armanns vann
BRIDGE
Umsjón:
Baldur Kristjánsson
ólafur Lárusson
Um siöustu helgi, var spilaöur
til lirslita siðasti bikarleikur
sveita 1977 og áttust við sveitir
Armanns J. Lárussonar og
Jóhannesar Sigurðssonar. Er
skemmst frá þvi að segja, að
sveit Armanns úr Kópavogi bar
sigur úr býtum. Leiknum lauk
þó með jafntefli o-oimp, en
samkv. reglugerð sigraði sveit
Armanns, þar sem hún var yfir I
meiri hluta mótsins, og einnig
fyrir 8 siðustu spil.
Sigursveitina skipuðu þessir:
Ármann J. Láruss., fyrirl., Jón
Páll Sigurjósson, Haukur
Hannesson, Sævin Bjarnason og
Vilhjálmur Sigurðsson. Óskar
þátturinn þeim til hamingju
með þennan árangur, sem er i
alla staði hinn gæslilegasti.
Alls tóku 32 sveitir þátt i
keppninni i upphafi, en flestar
„bestu” sveitirnar heltust fljót-
lega úr leik, sumar i fyrstu
umferð. Þar af leiðandi, var
hiutur utanbæjarsveita stór i
bikarkeppninni, sem er vel.
Næsta bikarkeppni hefst eftir
15. mai ’78.
Skrá yfir
nýútkomin
meistarastig
Nýlega kom út skrá BSl, yfir
meistarastig á landinu öllu. Við
gripum aðeins niður i henni: -
BR: stig
1. örn Arnþórsson 101
2. Guðlaugur R. Jóhannss. 99
3. Þórarinn Sigþórsson 96
4. Hörður Arnþórsson 94
5. Ásmundur Pálsson 90
6. Stefán Guðjohnsen 75
7. Hjalti Eliasson 74
8. Einar Þorfinnss. 70
9. Simon Simonarson 58
Allir með hjartanál (sem er 50
og yfir)
TBK: stig:
1. Gestur Jónsson 53
2. Sigurjón Tryggvason 52
Ásarnir:
1. ÓlafurLárusson 50
Fleiri eru ekki með hjartanál
á Islandi.
Aðrir háir i félögum almennt
eru:
BR: stig:
Sigurður Sverrisson 40
Sigtryggur Sigurðsson 36
Benedikt Jóhannsson 35
Hannes Jónsson 31
Guðmundur Sveinsson 30
Asarnir:
Hermann Lárusson 45 stig
Ragnar Björnsson 26 stig
Lárus Hermannsson 25 stig
Bridgefélag Kópavogs:
Sævin Bjarnason 20 Stig
Bridgefél. Hafnarfj.:
Þorgeir Eyjólfsson 41 stig
Bridgefél. Suðurnesja: Logi Þormóðsson 33 stig
Selfoss:
Sigfús Þórðarson 21 stig
Vilhjálmur Þ. Pálsson 21 stig
B.fél Akranes:
Valur Sigurðsson 43 stig
Jón Alfreðsson 43 stig
Olafur G. Olafsson 22 stig
Guðjón Guðmundsson 20 stig
B.fél Vestm.eyja:
Jón Hauksson 21 stig
Pálmi Lórenz 20 stig
Siðan eru 8 spilarar aðrir frá
BR, með yfir 20 stig. Fleiri eru
þvi ekki . komnir yfir 20
meist.stig
Af Selfyssingum
Atta sveitir tóku þátt i Haust-
móti Bridgefélags Selfoss. Sveit
Vilhjálms Þ. Pálssonar sigraði.
Hlaut 117 stig. Næstar urðu:
2. Sv. Arnar Vigfúss. 111 st.
3. Sv. Jónasar Magn. 106 st.
4. Sveit Brynjólfs Gestss. 74
st.
1 sveit Vilhjálms spiluðu auk
hans.Sigfús Þórðarson, Harald-
ur Gestsson, Halldór Magnús-
son, Haukur Baldvinsson og
Svavar Hauksson.
Þátturinn óskar þessum
mönnum til hamingju með sig-
urinn.
Meistaramót félagsins i
tvimenning, 3 kvöld, hefst
fimmtudaginn 10. nóv.
Frá Baröstrend-
ingafélaginu
Efstir eftir fyrstu umferð
hraðsveitarkeppni félagsins.
1. sv. Ragnars Þorsteinss.
314 stig
2. sv. Sigurðar ísakss.
288 stig
3. sv. Guðbjartar Egilss.
271 stig
4. sv. Sigurðar Kristjánss.
267 stig
Frá Fljótsdalshéraöi
Tveimur umferðum er nú lok-
ið i tvimenningskeppni félags-
ins. Efstir eru:
1. Hallgr. og Kristján 317 st
2. Aðalsteinn og Sölvi 303 st
3. Pálmi og Sigfús 290 st
Yfirlit yfir mót
BSÍ 1978
1. tslandsmót i Sveitakeppni —
undanúrslit.
1. -5. umferð dagana 22-24 marz
að Loftleiðum.
2. Orslit
1.-7. umferð dagana 3.-7. mai
að Loftleiðum
3. tslandsmót i Tvimennings-
keppni.
Úrslit 1.-3. umferð dagana 22.-
23. april að Loftl.
4. Landstvimenningur.
Spilað um allt land dagana 2.-12.
jan. ’78. v
5. Firmakeppni BSÍ-tslandsmót
i einmenningi.
1. umf. 17. mai., 2. umf. 22. mai.,
3. umf. 24. mai ’78.
Spilað i Dómus Medica.
6. Bikarkeppni 1978-sveita-
keppni.
Frá 15. mai-úrslita 22. okt.
7. Norðuriandamót i Sveita-
keppni 1978.
Spilað að Loftleiðum dagana 9-
15 júni.
Opinn flokkur, unglingaflokkur,
kvennaflokkur.
Frá BH
1. umferð aðalsveitarkeppni
félagsins var spiluð sl. mánu-
dag. Úrslit urðu þessi:
Sv. Alberts Þorsteinss. vann
A lið Flensborgar 20:0
Sv. Þórarins Sófuss. vann
B. liðFlensborgar 20:0
Sv. Sævars Magnúss. vann
sv. Ólafs Gislas. 18:2
Sv. óskars Karlss. vann
sv. ólafs Ingimundars. 16:4
Sv. Björns Eysteinss. vann
sv. Drafnar Guðmundsd. 20:0
Frá BR
Sl. þriðjudag, hófst hjá féíag-
inu hraðsveitakeppni. Geysigóð
þátttaka er, því alls mættu 17
sveitir til leiks. Staða efstu
sveita, eftir fyrsta kvöldiö:
1. Hjalti Eliasson 675stig
2. Guðmundur T. Gislason 648
stig >
3. Steingrimur Jónasson 643 stig
4. Vigfús Pálsson 626 stig"
5. Páll Valdimarsson 619 stig
6. Esther Jakobsd. 603stig
Næst verður spilað á miðviku-
daginn kemur.
r
Frá Asunum
Eftir tvær umferðir i hrað-
sveitakeppni Ásanna, hefur
„feðgasveitin” tekið forystuna.
Keppni lýkur á mánudaginn
kemur, en staða efstu sveita er:
1. Ólafur Lárusson —
Rúnar Lárusson
Hermann Lárusson —
Lárus Hermannsson 575stig
2. Vigfús Pálsson —
Skúli Einarsson
Haukur Ingason —
Þorlákur Jónsson 574stig
3. Sævar Þorbjörnsson —
Egill Guðjohnsen
Guðmundur Hermannsson —
Sigurður Sverrisson
Skafti Jónsson 562stig
4. Páll Valdimarsson —
Tryggvi Bjarnason
Steinberg Rikharðsson —
Guðm. Páll Arnarsson
Rikharður Steinbergsson 561
stig
5. Armann J. Lárusson —
Sverrir Armannsson
Einar Þorfinnsson —
Sigtryggur Sigurðsson556stig
Meðalskor er 540 stig
Næsta keppni Asanna, er
aðalsveitakeppni félagsins, og
er skráning þegar hafin i hana, I
s: 41507-81013.
Frá Bridge-félagi
Breiðholts
Að 12 umferð-
um loknum, af 17, er staða efstu
para þessi:
1. Kristján Blöndal —
Valgarð Blöndal 219 stig
2. Baldur Bjartmarsson —
Helgi Fr. Magnúss. 202stig
3. Guðlaugur Karlsson —
Óskar Þráinsson 195stig
4. Friðrik Guðmundsson —
Hreinn Hreinsson 190 stig
5. Finnbogi Guðmundsson —
Sigurbjörn Armanns 186stig
Hæstu skor þ. 8/11 tóku Gest-
ur Jónsson og Sverrir Kristins-
son (og þarmeð komnir á
blað....)
Tryggvi og
Guölaugur unnu
Tryggvi Gislason og Guðlaug-
ur Nielsen, báru sigur úr býtum
i tvimenningskeppni TBK, sem
lauk fyrir skemmstu. 1 öðru
sæti, eftir mikla baráttu. urðu
Hafnfirðingarnir Albert Þor-
steinsson og Sigurður Emilsson,
og skildu aðeins tvö stig efstu
pörin...
Annars varð röð efstu para
1. Guðlaugur —
Tryggvi 1219
2. Albert —
Sigurður 1217
3. Hilmar Ólafsson —
Ólafur Karlss. 1191
4. Björn Kristjánsson —
Þórður Eliass. 1181
5. Sigtryggur Sigurðsson —
Sverrir Kristinss. 1162
6. Arni Guðmundsson —
Margrét Þórðard 1154
7. Helgi Einarsson —
Sigurbjörn Armanns 1118
Tropicana?-keppni TBK,
hófst á fimmtudaginn var, og
verður nánar skýrt frá henni
siðar.
Formannaráðstefna
BSÍ
Um þessa helgi, fer fram á
Akureyri svonefnd formanna-
ráðstefna BSt, með þátttöku
allra formanna bridgefélaga á
landinu, þeirra sem geta séð sér
fært að mæta i slaginn. Að
sunnan koma um 20 fulltrúar, og
vonandi verður hlutur lands-
byggðarinnar ekki siðri.
Nauðsyn er, fyrir bridgeþróun i
landinu, að koma saman og
ræða málin i heild, stefnu
stjórnar BSt og hlut lands-
byggðar i henni. Framtiðar-
áætlun og undirbúning ein-
stakra móta, þ.á.m. Norður-
landamótið o.fl.
Nánar verður skýrt frá ráð-
stefnunni siðar.
X
Örnefnagæsla mikil-
vægt hagsmunamál.
„örnefni eru mikilvægurhluti
umhverfis okkar og menningar.
Þau auðkenna hvers konar staði
og eru i sjálfum sér ómetanleg
menningarverðmæti, sem mikil
áhrif hafa á heimúð manna og
unan.
ömefnagæsla er þvi mikil-
vægt hagsmunamál samfélags-
ins. Samfélagið verður að sjá
örnefnaarfinum borgið og gæta
þess, að nýjar nafngiftir fari
þannig úr hendi að örnefnin
verði vel nothæf og menningar-
arfurinn varðveitist i samfélagi
sem er sifelldum breytingum
undirorpið.
1 öllum norrænum löndum
hafa þjóðfélögin komiö á fót
stofnunum, sem hafa það hlut-
verk að safna örnefnum, vinna
úr þeim og gera þau aögengileg
almenningi. Allir þeir aðiljar,
sem fjalla um nafngiftir, eiga
kost á að notfæra sér efnivið og
sérþekkingu örnefnastofnana og
ættu ekki að láta það undir
höfuð leggjast”.
Þetta er ályktun sem Nor-
ræna samvinnunefndin um
nafnarannsóknir samþykkti á
ráöstefnu sem hún gekkst fyrir
á Hanöholmen í Finnlandi I
haust. A ráðstefnunni voru 50
þátttakendur frá Noröurlöndum
og Vestur-Þýskalandi. 15 erindi
voru lögð fram á ráðstefnunni
og m.a. erindi Þórhallar Vil-
mundarsonar, forstööumanns
Ornefnastofnunar Þjóðminja-
safnsins um nýnefni og örnefna-
vernd á Islandi.
Háskólatónleikar i dag
Aörir Háskólatónleikar
vetrarins verða i Félagsstofn-
un stúdenta við. Hringbraut
laugardaginn 12. nóvember og
hefjast þeiraðþessu sinnikl. 16.
Fram koma fjórir ein-
söngvarar og tveir pianóleikar-
ar. Sigurður Björnsson syngur
lög eftir Emil Thoroddsen við
undirleik Guðrúnar A. Kristins-
dóttur, Halldór Vilhelmsson
syngur lög úr Söngbók Garðars
Hólm eftir Gunnar Reyni
Sveinsson við undirleik ólafs
Vignis Albertssonar, Sieglinde
Kahmann syngur lög eftir Hugo
Wolf við undirleik Guðrúnar og
Rut Magnússon syngur ensk
sönglög við undirleik ólafs
Vignis.
Að lokum syngja allir
söngvararnir Astarljóðavalsa
op. 52 eftir Brahms og Guðrún
og Ólafur leika undir fjórhent á
pianó.
Astarljóðavalsar Brahms
hafa sjaldan heyrst hér, en
þessir listamenn sungu þá á
Akureyri i vor, og nú gefst ibú-
um höfuðborgarsvæðisins tæki-
færi til þess að heyra þá.
Aðgangur er öllum heimill.
Miðar fást við innganginn og
kosta 600 kr.
Minningarkvöld um
tvo organista i Dóm-
kirkjunni
Annað kvöld kl. 20.30 verður
minningarkvöld i Dómkirkjunni
um tvo fyrrverandi organleik-
ara hennar, Pétur Guðjohnsen
og Sigfús Einarsson.
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá
andláti Péturs Guðjohnsens og
100 ár frá fæðingu Sigfúsar
Einarssonar og þykir hlýða að
minnast þessara mætu manna i
Dómkirkjunni, sem þeir helg-
uðu svo mjög starfskrafta sina.
Pétur Guöjohnsen var hvata-
maður að þvi, að orgel var
keypt til Dómkirkjunnar áriö
1840 og gerðisthann þá organisti
kirkjunnar og gegndi þvi starfi
til dauðadags 1877.
Sigfús Einarsson varð organ-
isti við Dómkirkjuna árið 1913
og gegndi þvi starfi til dauða-
dags árið 1939.
Þórhallur Vilmundarson.
Borgþór Kjærnested.
A minningarkvöldinu flytur
Haukur Guðlaugsson söngmála-
stjóri erindi um Pétur Guðjohn-
sen og Sigrún Gisladóttir um
Sigfús Einarsson, en hún hefur
skrifað bók um ævi Sigfúsar.
Dómkórinn flytur nokkur
verka Sigfúsar Einarssonar
undir stjórn Ragnars Björns-
sonar dómorganista. Þá leikur
Rut Ingólfsdóttir á fiðlu við
undirleik Ragnars Björnssonar
tvö lög eftir Sigfús Einarsson.
Flest eru þetta tónverk, sem
sjaldan heyrast flutt opinber-
lega.
Einnig verða flutt nokkur
sálmalög úr sálmasöngbók
þeirri, sem Pétur Guðjohnsen
gaf út fyrir þrjár raddir árið
1878, svo og hið tignarlega
sálmalag hans Lofið Guð.
Fréttastofa Borgþórs
I ársbyrjun 1976 stofnaði
Borgþór S. Kjærnested frétta-
stofu i Reykjavik, með það fyrir
augum að sjá erlendum frétta-
stöðvum fyrir fréttum af Is-
landi.
Nú er svo komið að fastir
samningar hafa tekist við hinar
norrænu fréttastöðvar, Ritzau
RB í Danmörku, NTB i Noregi,
TT I Sviþjóð og STT/FNB i
Finnlandi.
Þar fyrir utan er i gildi svo-
kallaður freelancefréttaritara-
samningur við finnska útvarpið
og sjónvarpið.
Þjónusta allra þessara frétta-
stöðva er nýtt af 134 dagblöðum
áNorðurlöndumaukútvarps og
sjónvarps.
Fréttastofa Borgþórs S.
Kjærnested byggir starfsemi
sina á daglegum fréttaflutningi
af islenskum atburðum, sem
hafa heildaráhrif á islenska
þjóðfélagsþróun, atburðum i
menningarlifi þjóðarinnar, at-
burðum sem á einn eða annan
hátt verða samskipti tslands og
annarra Norðurlanda.