Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJXNN — SIÐA 13
Það er sérstök list aðhjóla á svelli meö halarófu af skautakrökkum í togi <Ljósm.:-eik)
ALLIR Á SKAUTUM
GAMAN, GAMAN.
Þegar blaðamaður og ljós-
myndari Þjóðviljans komu nið-
ur á Tjörn i gærdag var þar lif
og fjör. Á Tjörninni var hið
ágætasta skautasvell og hópur
krakka ærslaöist þar. Margir
krakkanna voru langt að komn-
ir og er það tii skammar að bæj-
aryfirvöld skuli ekki búa til
svell víðar eins almenn og
skemmtileg þessi iþróttagrein
er. Nýir skautar munu nú kosta
9-10 þúsund krónur en t.d. i
versluninni Goðaborg er hægt
að setja gamla skauta upp i
nýja. Fyrir vel farna gamla
skauta er borgaðar 3000 krónur
þar. Ekki voru blaðamenn fyrr
komnir en krakkar hópuðust I
kringum þá og voru þeir að
sjálfsögðu eins og beljur á svelli
innan um öil þessi ærsl þvers og
kruss. Ekki hlömmuðust þeir þó
á rassinn eins og sumir krakk-
arnir gerðu með glæsibrag. Milt
frost var og ferskt loft.
—GFr
Þeir Gunnar Gunnarsson, Agúst Guðmundsson og Hróar Högni
Hróarsson voru komnir alla leið innan úr Kleppshoiti til að fara á
skauta enda ljómar af þeim ánægjan. Þeir sögðust vonast til aö
komiðyrði upp sv^lli i Laugardalnum i vetur. (Ljósm.:-eik)
Við báðum ólöfu Óladdttur, 9 ára, að detta fyrir okkur og gerði hún
það með sérstökum glæsibrag en Ijósmyndarinn var fullseinn að
munda vélina og lá hún þá á svellinu og hélt um hnéö en sagöist þó
ekkert hafa meitt sig —sem betur fer fyrir okkur (Ljósm.:-eik)
Þessir félagar Kammersveitar Reykjavikur leika i „Introduction et
Allegro” eftir Maurice Ravel, sem flutt verður á tónleikunum á sunnu-
dag. Frá v.: Pétur Þorvaldsson, Heiga Hauksdóttir, Páll P. Pálsson,
Sesselja Halldðrsdóttir, Gunnar Egilson, Rut Ingólfsdóttir, Jón H.
Sigurbjörnsson, og sitjandi er hörputeikarinn Monica Abendroth.
Fyrstu tónleikar Kammersveitarinnar á sunnudag:
Flutt verk eft-
ir Jón Ásgeirsson
Kammersveit Reykjavikur er
nú að hefja sitt fjórða starfsár og
veröur það með svipuöu sniði og
undanfarin ár. Haldnir verða
fernir tónleikar fyrir áskrifendur
og munu þrennir þeirra verða
haldnir i samkomusal Hamra-
hliðarskóla, en jólatönleikarnir
verða að þessu sinni haldnir i
Bústaðakirkju. Fyrstu tónleikar
Kammersveitarinnar I vetur
verða næsta sunnudag, 13.
nóvember og hefjast þeir kl. 17.
A fyrstu tónleikunum verða
einvörðungu flutt tónverk samin
á þessari öld, þrjú frönsk, eftir
tónskáldin Ravel, Ibert og
Poulenc, og eitt islenskt, Oktett
fyrirtréblásara eftir Jón Ásgeirs-
son. Er þetta frumflutningur
verksins.
Kammersveitin býður áskrift
að öllum fernum tónleikunum á
kr. 3000, en aðgangur að einstök-
um tónleikum verður seldur á kr.
1000. Börnum og skólanemendum
verður veittur afsláttur þannig áð
þau greiði kr. 2000 fyrir áskrift og
kr. 700 fyrir staka miða.
Askriftarkort verða til sölu i
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar og á fyrstu tónleikunum.
Kammersveitin hefur haft það
á stefnuskrá sinni að stuðla að
kynningu islenskra kammer-
verka, nýrra jafnt sem eldri og
verða i þetta sinn frumflutt þrjú
ný islensk kammerverk á starfs-
árinu, sem samin hafa verið fyrir
tilstuðlan Kammersveitarinnar.
Starf Kammersveitarinnar er
áhugastarf. Forsvarsmenn henn-
ar sögðu á fundi með blaðamönn-
um, að mikill kostnaöur væri viö
hverja tónleika og væri naumast
að endar næðu saman. Borgin
hefur styrkt starfsemina með 100
þúsund krónum á hverju ári, en
Kammersveitin fékk vilyröi fyrir
200 þús. kr. i vetur.
—eös
RANNSÓKNIR í HÁSKÓLA
Líffrœðistofnun kynnt
Einn þáttur i starfsemi Verk-
fræði- og raunvisindadeiidar
Háskóians er kennsia og rann-
sóknir i liffræöi.
Á fundi með fréttamönnum i
vikunni kynnti prófessor Agnar
Ingólfsson formaður liffræöi-
stofnunar háskólans starfsemi
hennar.
Liffræðistofnun er ein þriggja
rannsóknarstofnana Háskólans,
hinar tvær eru Raunvisinda-
stofnun og ný Verkfræðistofnun
sem kynntar voru i Þjóðvilj-
anum i gær.
Kennsla hófst fyrst i liffræði-
greinum i Háskólanum haustið
1968, sagði Agnar. Næsta ár
voru fyrstu kennarar fast-
ráðnir, en þá voru engar fjár-
veitingar til rannsókna i lif-
fræði.
Það var til þess að stofnuð var
við Skorina sérstök Liffræði-
stofnun og var henni veitt fé i
fyrsta skipti árið 1974 á fjár-
lögum, en stofnunin tók til
starfa árið 1972.
Nú eru fastráönir 8 kennarar
við liffræðiskor, og helmingur af
vinnu þeirra er rannsóknar-
vinna.
Yfir sumartimann starfa þó
um 30 manns við stofnunina en
10-15 yfir veturinn. Meirihluti
þessa fólks er þvi lausráðið
aðstoðarfólk og sérfræöingar
sem fást við ákveöin verkefni.
Mamnaskipti eru mjög mikil
við liffræðisskorina, sagði
Agnar, og hefur það háð starf-
seminni nokkuð.
Þáttur liffræðinema i rann-
sóknarstörfum er mikill og er
það hluti af námi þeirra. Þeir
takast þá á hendur ákveðin
rannsóknarverkefni, ýmist
launuð undir umsjón kennara
eða ólaunuð sem hluta úr námi.
Rannsóknarstarfsemi Lif-
fræðistofnunar skiptist þvi i
þrennt.
1 fyrsta lagi eru þaö eigin
rannsóknir fyrir fé sem veitt er
af fjárlögum og eru þær rann-
sóknir oftast tengdar áhuga-
málum og sérsviðum einstaka
kennara.
í öðru lagi af kénnslufé, þ.e.
rannsóknarverkefni nemenda.
1 þriðja lagi framkvæmir
Liffræðistofnun þjónusturann-
sóknir fyrir ýmsa aðila, og
kosta beiðendur þá rannsókn-
irnar.
Agnar Ingólfsson sagði að
Framhald á 14. siðu