Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 20
DJOÐVIUINN Laugardagur 12. nóvember 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Flugleiðir kaupa flugskýli nr. 4 á Reykja- víkur- flugvelli i gær var gengið frá samn- ingum milli Flugleiöa h.f. annars vegar og Samgöngu- ráðuneytisins hinsvegar um kaup Flugleiða á flugskýli nr. 4 á Rcykjavikurflugvelli. Flugskýli nr. 4 á Reykja- vikurflugvelli var fljótlega eftir bruna skýlis nr. 5 breytt i viðgerðarskýli, en hafði áður eingöngu verið notað til geymslu. Flugmálastjórn sá um viðgerðir á ytra byrði skýlisins og einangrun þess. Flugleiðir létu leggja i það hita, nýja raflögn og vinnu- ljós og byggðu ennfremur millivegg i skýlið.Ennfremur byggðu Flugleiðir 1000 ferm. hús við hlið flugskýlisins sem notað er sfem lager, verk- stæði og skrifstofur. Banaslys í umferðinní Nú er svo komiö að hvert bana- slysið rekur annaö i umferðinni. i fyrradag varð 77 ára gamall maður, Ilermann Þorsteinsson, tii heimilis að llvassaleiti 87 fyrir bil á Háaleitisbraut og lést skömmu siðar. Nánari atvik eru þau, að bíll Hermanns heitins hafði bilað á Háaleitisbrautinni og fékk hann aðstoð við að koma honum I gang. Stóð Hermann aftan við bil sinn er bill kom eftir Miklubrautinni og var siðan ekið suður Háaleitis- braut. Okumaðurinn, sem átti undir sól að sjá, kom ekki auga á Hermann heitinn og afleiðingarn- ar urðu þessar. — mhg Athugasemd frá frétta- stjóra útvarps Hr. ritstjóri A miðvikudag hringdi til min blaðamaður Þjóðviljans og spurði hvort ég hefði eitt- hvað að segja vegna þeirra umrnæla fjármálaráðherra að sáttatillaga i kjaradeilu opinberra starfsmanna hefði verið felld vegna þess að hún hefði ekki verið kynnt nægi- lega vel á hlutlægan hátt, þar hefðu fjölmiðlar brugðist, einkum rikisfjölmiðlar. Ég svaraði blaðamanninum þvi til að ég hefði ekkert um þetta að segja, — og málið þar með útrætt af minni hálfu. I dag (föstudag) er mér siðan bent á „viðtal” við mig i fimmtudagsblaði Þjóðvilj- ans sem þvi miður hafði far- iö framhjá mér. Þar er ég látin segja: „Hún sagði að fréttastjórar útvarps og sjónvarps heföu það fyrir reglu að elta ekki ólar við slikar fullyrðingar”. Þetta hef ég einfaldlega aldrei sagt og þessi setning er algjör- lega út i bláinn. Margrét lndriöadóttir fréttastjóri Benedikt Daviðsson, formaður Verkalýösmálaráðs Alþýðubandalagsins, setur ráðstefnuna I gær. Ljósm. eik. Verkalýðsmálaráðstefna Alþýöubandalagsins hófst í gœr: Framtíðarstefna og baráttuaðferðír meðal umrœðuefna á ráðstefnunni i dag Verkalýðsmálaráð- stefna Alþýöubandalags- ins hófst í Tjarnabúð i Reykjavík í gær kl. 16. For- maður Verkalýðsmálaráðs flokksins/ Benedikt Davíðsson, setti ráðstefn- una með ræðu. Ráðstefnan stendur alla helgina. Á ráðstefnunni eru fulltrúar af öllu landinu. 1 gær var fjallað um þróun kjara og efnahagsmála frá sið- asta þingi ASl, og voru framsögu- menn Snorri Jónsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, og Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur sam- bandsins. Siðan voru almennar umræður. í dag hefst ráðstefnan kl. 10 og verður þá fyrst rætt um samstarf samtaka launafólks. Framsögu- menn eru Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins, Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafé- lagsins og Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB. Strax að þvi loknu hefjast framsögur i málefnaflokknum Begin segist tilbúinn að ræöa við Sadat — hvort heldur i ísrael eða Egyptalandi JERÚSALEM 10/11 Reuter — Menakem Begin, forsætisráð- herra Israels, sagði i kvöld að hann ínyndi ekki telja það eftir sér að taka i eigin persónu á móti Sadat Egyptalandsforseta á flug- vellinum við Tel Aviv, fylgja hon- um til Jerúsalem og auðsýna hon- um allan þann heiður, sem for- seta bæri, ef Sadat gerði alvöru úr þvi að heimsækja tsrael. Sagöist Sadat i dag reiöubúinn að fara til israels, ef það mætti greiöa fyrir sáttum i deilum tsraels og traba. Begin sagðist auk heldur vera reiðubúinn að fara til Kairó og ræða við Sadat þar, ef það gæti þjónað málstað friðarins. „Ef Sadat sýnir mér pýramidana, sem forfeður okkar hjálpuðu til að byggja og ég mun ekki krefjast neinnar greiðslu fyrir, verð ég honum þakklátur, en fyrst og fremst vil ég að við ræðum frið- inn,” sagði Begin. Með þessu mun Begin eiga við, að hann telji aö Hebrear hinir fornu hafi unnið við pýramidabyggingar, þegar þeir þrælkuðu hjá Faraó i gamla daga. framtiðarstefna og baráttuað- ferðir I kjaramálum. Framsögu- menn eru Guðjón Jónsson, for- maður Málm- og skipasmiðasam- bandsins, Helgi Guðmundsson, formaður Trésmiðafélags Akur- eyrar og Kolbeinn Friðbjarnar- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglufirði. Um kl. 13 hefst sameiginlegt borðhald ráð- stefnugesta i Tjarnarbúð, en kl. 14 hefst vinna i starfshópum um aðalmál ráðstefnunnar. A morgun hefst ráðstefnan kl. 10 með framsögum um tengsl faglegu og pólitisku verkalýðs- hreyfingarinnar, Alþýðubanda- lagið og verkalýðshreyfinguna. Um það fjalla þeir Kjartan Ölafs- son, ritsjóri, og Eðvarð Sigurðs- son, formaður Dagsbrúnar. Um kl. 13.30 á morgun hefjast umræður um þetta mál og loks verður rætt um niðurstöður starfshópa. Allir liðsmenn Alþýðubanda- iagsins eru velkomnir á ráðstefn- una. Begin Kambodía býöur Taílandi uppá sáttaviðræður Sakar tailendinga um árásir og dráp BANGKOK 11/11 Reuter — Kambódíska stjórnin sak- aði í dag taílensku stjórn- ina um að bera ábyrgðina á árekstrum þeim, er orðið hafa á landamærum ríkj- anna síðustu tvo mán- uðina, og stakk upp á við- ræðum til þess að leysa landamæradei lur. Vill stjórn Kambódíu að viðræðurnar verði í Vientiane, höfuðborg Laos. 1 tilkynningu frá kambódíska utanrikisráðuneytinu segir, ao utanrikisráðuneytinu segir, aö tailenskir herflokkar hafi farið inn á kambódiskt landsvæði i september, október og snemma i þessum mánuði, drepið fólk og valdið eignatjóni. Einnig eru tailensk yfirvöld i tilkynningunni sökuð um að halda hlífiskildi yfir kambódiskum föðurlandssvikur- um, eins og það er orðað. — Svip- aðar ásakanir hafa Tailendingar þráfaldlega borið upp gegn Kambódiumönnum. 1 október 1975 urðu rikin sam- mála um að taka upp stjórnmála- samband, og segja Kambódiu- menn að ekki standi á þeim að fylgja þvi samkomulagi eftir. Siðan það samkomulag var gert hafa samskipti rikjanna tveggja stöðugt versnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.