Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJóÐVILJINNLaugardagur 12. nóvember 1977 Blaðberabíó Hafnarbió i dag, laugardaginn 12. nóvem- ber kl. 13.00 RHINO. Spennandi mynd um villidýraveiðar i Afriku. Aðalhlutverk: Harry Guardino. Litur og cinemascope. íslenskur texti. Ath. hafið samband við af- greiðsluna ef þið hafið ekki fengið miða. VÚÐVIUINN simi 8 13 33 Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð Borgfirðingar — Mýramenn Almennt hlutafjárútboö i Mýra - og Borgarfjarðarsýslu vegna stofnunar Prestahnúks hf'. Upphæð hlutabréfa er krónur 5,10, 50 og 100 þúsund. Ahugaaðilar hafi samband við undirritaða fyrir 25. nóvember næstkomandi. Konráð Andrésson. Simar 7113 og 7155 Halldór Brynjúlfsson. Simar 7370 og 7355 Jón Þórisson, simi um Reykholt Sveinbjörn Blöndal, simi «m Varmalæk Erling Gissurarson. Sími 1094. ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i byggingu 18 f jölbýl- ishúsa (216) ibúðir) i Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B., Mávahlið 4, Reykjavik,gegn 100 þús- und króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 6. des- ember 1977, kl. 14.00. Happamarkaður Hinn vinsæli happamarkaður Soroptim- istaklúbbs Reykjavikur verður á morgun, sunnudag, kl. 13.30 i Iðnskólanum við Frakkastig. Lukkupakkar fyrir börn á kr. 200.00 Húsgögn, lampar, búsáhöld, gler og skrautmunir. Jólakerlingar, efnisbútar o. fl. o. fl. Allur ágóði rennur i málefnasjóð klúbbs- ins. Soroptimistakiúbbur Reykjavikur. Augiysing í Þjóðviljamim ber ávöxt — Hraðfrystihúsíð hér á Eyr- arbakka hefur verið lokað slðan seinast i ágúst, sagði Kjartan Guðjónsson, formaður verka- lýðsfélagsins þar i viðtali við Landpóst s.l. fimmludag. Hér eru tvær fiskverkunar- stöðvar. Fremur litil starfsemi er i annarri þótt betri sé en eng- in, en Hraðfrystistöðin er stærsti vinnuveitandinn. Karl- menn eru hér ekki almennt at- vinnulausir. Margir þeirra hafa leitað fyrir sér um vinnu ann- arsstaðar en hjá kvenfólkinu er ekkert að gera. Á milli 20 og 30 hafa verið á atvinnuleysisstyrk en nú er þvi að veröa lokiö þvi þetta er orðið það langvarandi að við erum að komast yfir markið. Svo þú sérð að þetta æði bágborið og ekki verður séð, að neitt rofi til enn. Mér finnst það undravert að húsinu skuli ekki hafa verið hjálpað strax i byrjun. Við þurftum þá mjög litla aðstoð til þess að geta haldið áfram að taka t.d. togarafiskinn. En vandamálið stækkar alltaf og verður erfiðara tii lausnar með hverjum deginum sem liður. Ég hef verið I sendinefndum, sem hafa farið til Reykjavikur að ræða þar við ráðamenn um þessi vandamál okkar. ,,Jú, við skiljum ykkar erfiðleika og viljum alít fyrir ykkur gera” er sagt þar. Gallinn er bara sá, að okkur gengur erfiðlega að lifa á svona orðum einum saman. Ég er ekkert myrkfælinn við að segja það að ég tel það stafa af algeru viljaleysi að þessu var ekki komið af stað strax. Vandamálið er orðið stórt en það var ekki stórt i byrjun. Það var ekki mikið fjárhagsspurs- mál að gera okkur fært að taka togarafiskinn. En i stað þess var byrjað á þvi að láta togarann sigla og siðan hefur hann landað á Stokkseyri. Það er svo sem á- gætt hjá þvi sem að hann sigli. Héðan hafa eitthvað 5 stúlkur farið I vinnu til Stokkseyrar en fæstar húsmæður hafa tök á þvi. Verið er nú að vinna að endur- bótum á húsinu en það mátti gera þótt fiskvinnsla færi þar fram. Mörg vandamál leiðir af svona rekstrarstöðvunum. Eitt þeirra er það vantraust, sem menn fá á viðkomandi fyrirtæki. Af þvi leiðir að enginn vill skipta við það, þorir það blátt áfram ekki.. Nú, og viðskiptabátar, sem þarna lögðu inn I sumar, eiga þar fast stórfé, geta svo ekki staðið i skilum við hreppsfélagið og þannig leiðir þetta hvað af öðru. Ég held bara, að þeir ágætu menn sem peningamálunum ráða, skilji þetta ekki. Jú svo ætla þeir að veita fé i að endur- byggja húsið og gera það þannig hæfara til að gegna sinu hlut- verki. Það er gott og blessað og á móti þvi er sist haft. En við getum bara ekki beðið atvinnu- laus á meðan. Ég vil sérstak- lega undirstrika það, að eftir þvi, sem biðin verður lengri vex vandinn bæði fyrir þá, sem ætla verður að muni þó leysa hann og verkafólk hér, sem ekkert hefur að gera. kg/mhg Aldarafmæli Stafholts- kirkju A þessu hausti verður Staf- holtskirkja eitt hundraö ára. Hún var byggö á árunum 1875- 1877 af þáverandi presti og próf- asti I Stafholti sr. Stefáni Þor- valdssyni og vigð i nóvember það ár. Þessa afmælis verður minnst meö sérstakri hábðarguöþjón- ustuá morgun, sunnudaginn 13. nóvember, Þar mun biskupinn yfir tslandi prédika en prestar prófastsdæmisins þjóna fyrir altari, Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Sverris Guðmundssonar i Hvammi. Að messu lokinni verður samsæti i Húsmæöraskóla Borgfirðinga á Varmalandi. Þangað býður sóknarnefnd öllu sóknarfólki núverandi og fyrr- verandi til kaffidrykkju, sem konur i sókninni munu veita. Þar mun sóknarpresturinn, sr. Brynjólfur Gislason, flytja er- indi um sögu staðar og kirkju. A undanförnum árum hefur kirkjan verið lagfærð og fegruð á ýmsan hátt. Það var og ætlun sóknarnefndar að setja upp nýja bekki f kirkjunni fyrir afmælið, en af ýmsum orsökum gat ekki af þvi orðið. Þegar liður á vetur mun veröa hafist handa, og ef að h’kum lætur verður þetta all kostnaðarsöm framkvæmd. En þá hefur þetta fagra guöshús lika fengið þann búning er hæf- ir. Rita sögu Akureyrar Akureyringar hafa nú i undir- búningi að skrá sögu bæjarins og hefur stjórn Menningarsjóðs Akureyrar kosið nefnd til að undirbúa ráðstefnu þar sem ræddar yrðu hugmyndir um framkvæmd þessa verks. Nefndina skipa: Valgarður Baldvinsson, bæjarritari, til- nefndur af bæjarráði, Gisli Jónsson, menntaskólakennari, tilnefndur af stjórn Amtsbóka- safnsins og Haraldur Sigur- geirsson, tilnefndur af Menn- ingarsjóði. Hugmyndin um að rita sögu Akureyrarbæjar er ekki ný af nálinni þótt ekki hafi úr þvi orð- ið ennþá. En hreyfing komst á málið nú er bæjarstjórn flutti tillögu um slikt ráðstefnuhald, sem nú er fyrirhugað. Til tals hefur komið að ráðstefnan verði haldin 19. og 20. nóv. n.k. Amts- bókasafnið á Akureyri á 150 ára afmæli á þessu ári en afmælis- dagurinn er raunar óþekktur. Þykir vel hljða að sameina ráö- stefnu um söguritunina hátiöa- haldi þar sem minnster afmælis Amtsbókasafnsins. —mhg Litla leikfélagiö í Garði sýnir HART í BAK Fyrir um það bil ári siðan var stofnað i Garðinum leikfélag er nefnist Litla leikfélagið. Hófst það þegar handa við æfingar á KOPPALOGNI Jónasar Árna- sonar sem það sýndi við mikinn orðstir I fyrravetur, jafnframt þvi, sem félagið kynnti ýmis önnur verk Jónasar. I vetur ætlar Litla leikfélagið að sýna Hart i bak eftir Jökul Jakobsson og eru æfingar þegar hafnar undir stjórn Sævars Helgasonar. Meö hlutverkin i Hart i bak fara: Ólafur Sigurðsson, Ingi- björg Gestsdóttir, Unnsteinn Kristinsson, Svavar Óskarsson, Hólmberg Magnússon, Ingi- björg Eyjólfsdóttir, Þórný Jó- hannsdóttir, Einar Tryggvason Sigurjón Kristinsson og Inga Sigriður Stefánsdóttir. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.