Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 Fyrirmyndardóttir eins og sæmir góöri fjölskyldu, en fákunnandi um allt sem fylgir þvi að vera að breytast úr barni i konu. „Ég var látin liggja á sjúkra- húsi frá þvi á nýjársdag og fram i miðjan ágúst meðan ég var ófrisk vegna þess að ég átti vanda til að fæða of snemma og það blæddi alltaf við og við. Ég hafði þegar eignast þrjú and- vana börn og mátti ekki fara heim fyrr en fæðingin var af- staðin. (...) Þetta olli mér mikl- um áhyggjum meðan ég gekk með Hinrik. Ég var alveg búin að gefa upp á bátinn að eignast annað barn (hún á 10 ára dóttur fyrir, þýð) en svo varð ég ófrisk og var raunar boðin fóstureyð- ing sem ekki var algengt á þeim tima. En ég vildi það ekki og þá var mér skipað að liggja á spitalanum þangað til barnið fæddist. (...) EngÍH endurhæfiflg — Fékkstu endurhæfingu eft- ir að hafa legið svona i 7 mán- uöi? — Það var eins og að klifa björg að ganga upp á þriðju hæð. — Fékkstu enga endurhæf- ingu? — Nei, ekki neina. (...) Ég mátti vera á fótum klukkutima á dag siðustu tvær vikurnar áð- ur en barniö fæddist. En þegar barnið var fætt var litið svo á að ég væri orðin heilbrigð, ég var jú búin að fæða ... Fæðingunni var komið af stað, og ég var heppinn að eignast heilbrigt barn. Það er mjög ánægjulegt þegar maður er búin að eignast andvana börn þrisvar sinnum. En það skildi enginn almenni- lega hvað ég var óumræöilega þreytt. Ég var afskaplega þreytt eftir þessa löngu legu og allar áhyggjurnar. Hinrik vildi ekki borða framan af, hann vildi alls ekki sjúga þótt ég hefði nægja mjólk. — Varstu ekki hrædd um að hann væri eitthvað afbrigðileg- ur? — Jú, ég var viss um það um tima, en svoleiðis þorir maður ekki að hafa orð á — þvi þá er maður hræddur um að þau haldi að maður sé galinn. — Þó hugsa þau kannski al- veg það sama sjálf. — Þau sögðu ekkert hvers vegna barn vill ekki borða, kannski vita þau þaö ekki. En þögnin er afar þvingandi ... Hann svaf alltaf og hefði dáið ef hann hefði ekki fengið fæðu i æð. í gamla daga dóu svona börn. Þegar ég kom heim þurfti ég að láta vekjaraklukkuna hringja á þriggja tima fresti til að gefa honum. Hann vaknaði ekki sjálfur. Og það tekur nærri klukkutima að gefa barni að borða sem vill ekki mat. — Þetta þurftirðu að sjá um hjálparlaust — og svo þurftirðu að fara út að vinna eftir 5 vikur. Hvaða dagheimili gat tekið við honum úr þvf að það var svona erfitt að passa hann? — Hann var i einkagæslu. Ég varð að fara á fætur tæplega fjögur á morgnana, baða hann og gefa honum, taka til matinn hans, fötin og koma honum i gæslu áður en ég komst á vinnu- stað klukkan sex. Ég var stundum svo þreytt að ég var alveg tilfinningalaus. Mig hafði langað að eignast þetta barn, en stundum þegar ég var búin að vakna oft til hans þá fannst mér ég geta fleygt honum út um gluggann. — Hvað með föður barnsins, langaði hann ekki til að gefa honum? — Nei! Þvi það var ég sem hafði viljað eiga barnið. Ég flýti mér að bæta við að ég vildi það ekki fyrr en ég var orðin ófrisk. Við vorum búin að ákveöa að eignast ekki fleiri börn. En þeg- ar ég varð svo ófrisk allt I einu þá vildi ég ekki láta eyða þvi. Það var þvi ég sem vildi eignast barnið og það var algerlega minn ábyrgðarhluti. — Hélt hann sig fast við það? — Já! — Lika þegar þú varst komin heim með þetta litla grey? — Já. Maður er afskaplega viðkvæmur þegar maður er bú- inn að liggja svona lengi. Ég fór heim á laugardegi og bjóst við Framhald á 14. siðu liannes Hafsteinsson, matvælaverkfræðingur sýnir fréttamönnum nýtt efnagreingartæki, sem keypt var fyrir Kelloggs styrkinn. Hjá honum standa Gunnar Ólafsson, Jón óttar Kagnarsson og Þuriður Þor- bjarnardóttir. — Ljósm. —eik. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Matvælarannsóknir á landbúnaðarafurðum Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur nú tekið upp nýjan þátt I rannsóknarstarfsemi, en það eru matvælarannsóknir. Árum saman höfum við rannsakað fóðrið, sem ofan i skepnurnar fer, sagði varafor- stjóri rannsóknarstofnunarinnar, Gunnar Ólafsson, á fundi með fréttamönnum i vikunni, en litið sem ekkert er vitað um það sem ofan i mannfólkið fer. Til þessa höfum við einbeitt okkur að rannsóknum i þágu framleiðendanna eða bændanna, fremur en neytenda, en nú miðum við að þvi að tengja þá vitneskju með frekari rannsóknum á afurð- um landbúnaðarins beint við neytendur. Stjórnandi rannsóknanna er dr. Jón óttar Ragnarsson, dósent, en honum til aðstoðar eru Hannes Hafsteinsson, matvælafræöingur og liffræðingarnir Þuriður Þorbjarnardóttir og Guðjón Þorkelsson. Matvælarannsóknirnar eru kostaðar af Kelloggs stofnuninni i Bandarikjunum, en það er þekkt visindastofnun sem styrkt hefur sambærilegar rannsóknir viða i N-Evrópu. Styrkurinn sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins hlaut i sumar nemur 37 miljónum króna og þegar hefur nokkrum hluta hans verið varið til tækjakaupa, námsferða þeirra Þurfðar og Guðjóns, sem nú er við nám i Bretlandi, og til greiðslu launa eins starfsmanns við rannsókn- irnar. Þessi styrkur er endanlegur, sagði Jón Óttar, og greiðist til okkar á 5 árum. Við væntum þess að þá taki fjárveitingavaldið við og tryggi áframhald og vöxt þessara rannsókna. Til að byrja með munum við einbeita okkur að könnun á inni- haldi ýmissa efna i mjólk og kjöt- vörum, sagði Jón óttar, þvi is- lenskar upplýsingar um nær- ingarinnihald matvæla eru af mjög skornum skammti. Þar vil ég þó undanskilja fiskafurðir, enda hefur Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins annast þær. Mikið af þeim upplýsingum, sem gefnar eru i matreiðslu- og kennslubókum eru erlendar, sagði Jón, en búast má við að ýmsar islenskar afurðir geti verið talsvert frábrugðnar erlendum, t.d. lambakjötið. Þar munar mestu um útibeitina og vel má vera að við gætum selt lambakjötið sem villibráð á er- lendum mörkuðum eftir slikar rannsóknir. Við munum kanna fitumagn, próteinmagn og sykurmagn þess- ara fæöutegunda, m.a. mjólkur og kjöts, en nýtt efnagreiningar- tæki, sem við keyptum fyrir hluta styrksins gerir okkur einnig kleyft að mæla C, Bl og B2 vita- minmagn og aukaefni, eins og nitrit og nitrat i fæðunni. Við vonum að þessar rannsókn- ir megi koma að liði við vöruþró- un hérlendis, sagði Jón Óttar, og væntum þess að þær verði til þess að nýjar tegundir matvæla kom- ist á markaðinn. Þar á ég t.d. við skyrmysuna, en árlega fara um 7 miljónir litra af henni i súginn. Mysan er ein alhollasta mjólkurafurðin, sagði Jón. Hún er fitusnauð en hefur i sér öll vita- min og steinefni mjólkurinnar, þ.á.m. kalkið. Þetta er alislensk afurð, sem lengi hefur verið drukkin við þorsta. Við teljum að nota megi hana sem svaladrykk með þvi að minnka sýruna i henni og bæta e.t.v. einhverjum bragðefnum i hana. Einnig stefnum við að þvi að kanna næringarefna- og sérstak- lega vitamininnihald garðávaxta, þvi litið er vitað um það. Garðávextirnir eru ein helsta C-vitaminuppspretta okkar fæðu, en þó skortir verulega á að til séu haldgóðar upplýsingar um hversu mikið er af vitaminum i þeim. —Al. — Það var gaman að þú skyldir vilja koma út með mér i kvöld, — má ekki bjóða þér eina brauðsneið i viðbót...? PIB COPiNNACIN Og ég vil gera þér það fullkomlega ljóst, að kærastan min og ég höfum undanfarna þrjá mánuði hist hér klukkan fimm... i ■ í ■ I * ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.