Þjóðviljinn - 12.11.1977, Page 3
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Borgarskæruliði
handtekinn í
Hollandi
BONN 11/11 — Vesturþýskir
embættismenn segjast ekki hafa
ákveðið. hvort þeir muni fara
fram á að þeim verði framseldur
vesturþjóðverji nokkur, sem
handtekinn var i Amsterdam eftir
skotbardaga i nóttog er grunaður
um aö vera borgarskæruiiði.
Tveir menn voru þá handteknir
og er annar þeirra talinn vera
Christoph nokkur Wackernagel,
26 ára, sem er einn þeirra sextán
Talinn vera einn
16-menningana
eftirlýstu
manna er vesturþýsk yfirvöld
hafa lýst eftir vegna drápanna á
Hanns-Martin Schleyer, forstjóra
atvinurekendasambands Vestur-
Þýskalands, Siegfried Buback
rikissaksóknara og Jiirgen Ponto,
einum voldugasta bankastjóra og
fjármálamanni landsins.
Eftir að lik Schleyers fannst i
frönsku borginni Mulhouse i s.l.
mánuði hóf vesturþýska lögregl-
an mestu mannaveiðar I sögu
lands sins, eins og það er orðað i
frétt, en hefur litið haft upp úr
krafsinu til þessa og viröist sem
hollenska lögreglan hafi þar sleg-
ið henni við. — Wackernagel var
einu sinni talinn einhver efnileg-
asti leikari Vestur-Þýskalands af
yngstu kynslóöinni og kom fram i
að minnsta kosti tveimúr kvik-
myndum. Móðir hans er leikkona.
San Fransiskó:
Rýmingarsala
Rýmum fyrir nýjum bílum
Seljum nokkra SKODA 110L-1976
Bilarnir eru í mjög góóu
ásigkomulagi og fást
meö hagkvæmum
greiósluskilmálum
Hómósexúalisti í borgarráö
SAN FRANSISKÓ 10/11 Reuter
— Hómósexúalisti hefur verið
kjörinn i borgarráð San Frans-
iskó. Heitir hann Harvey Milk, er
47 ára og verslar með mynda-
vélar. Er hann sá fyrsti af „káta
fólkinu” (Gay People), eins og
bandariskir hómósexúalistar
kalla sig, sem nær slíkri upphefð.
,,EF ég stend mig vel í embætt-
inu, kemur fólki til með að standa
á sama þótt ég væri grænn á hör-
und eða sexhöföa,” sagði Milk.
Hann segist lita á kosningu sina
sem mikilvægan áfanga i baráttu
hómósexúalista fyrir afnámi mis-
réttis, sem þeir sæta samkvæmt
lögum. Milk var áður liðsfM-ingi i
bandariska flotanum, en var rek-
inn úr honum i Kóreustriðinu er
upp komst um kynhneigðir hans.
Hann segir að áhugi bandariskra
hómósexúalista fyrir stjörnmál-
um hafi stóraukist við herferð þá
gegn þeim, er fyrrverandi söng-
kona, Anita Bryant, hóf gegn
þeim i Miami fyrr á árinu. Tókst
Bryant að koma þvi til leiðar að
hrundið var lögum þess efnis, aö
bannað skyldi að láta hómósex-
úalista sæta misrétti viðvikjandi
húsnæði, atvinnu og aðgangi að
opinberum stöðum. Milk segist
ætla að berjast fyrir þvi, að
bannað verði að reka fólk úr
vinnu fyrir það að þaö sé hómó-
sexúalistar.
San Fransiskó mun vera helsta
vigi hómósexúalista I Bandarikj-
unum, og eru þeir taldir vera
80.000 talsins af 750.000 borgarbú-
um alls.
símar
24460 5 28810
GEYSIR BORGARTÚNI 24
REYKVfKINGAR! ÞAÐ ER UM HELGINA
ALÞYÐUFLOKKSINS
FYRSTA SÆTI
EGGERT G.
ÞORSTEINSSON
STUÐNINGSFOLK