Þjóðviljinn - 12.11.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúia 6. Simi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. r Oskabörnin I fyrirspurnatima á alþingi i fyrradag svaraði ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, fyrirspurnum Lúðviks Jóseps- sonar um fjölda heildverslana i landinu. í svari ráðherrans kom fram að alls voru 628 heildverslanir hér á landi 1975 fyrir ut- an bila-, oliu- og byggingavöruinnflytjend- ur. í svari viðskiptaráðherra kom enn- fremur fram að hjá þessum heildverslun- um unnu árið 1975 2.140 starfsmenn og hafði þeim fjölgað um 42.8% frá árinu 1970, er þeir voru 1.688: fjölgun starfs- manna var þvi 722, eða sem samsvarar 30-40 áhöfnum á fiskiskipum. Tölur viðskiptaráðherrans um þróunina i þessum efnum eru ákaflega fróðlegar. Það er i sjálfu sér eðlilegt að allmargir Is- lendingar starfi við innflutningsverslun þar sem mikill hluti þjóðartekna lands- manna fer til allskonar innflutnings. Hitt er augljóst að 628 heildverslanir i þessu litla landi eru fáránleikinn uppmálaður. 1 fyrra kom það fram er landið gisti breskur verslunarmálasérfræðingur að vöruverð mætti lækka um 10-15% með þvi einu að leggja niður heildverslunina. Þannig mætti með skipulagsbreytingum, bæta kaupmátt almennra launa i landinu án þess að auka seðlaveltu. Það er hins vegar ekki von til þess að núverandi rikis- stjórn beiti sér fyrir slikum lagfæringum i efnahagskerfi landsins: Hennar stefna er fleiri heildverslanir. Ástæðan er að sjálf- sögðu sú að forsætisráðherra landsins er sjálfur einn stærsti heildsali i landinu. Hann er hluthafi i 10-20 fyrirtækjum af ýmsu tagi. Markmið slikra manna er auð- vitað að bæta hlut heildverslunarinnar og milliliðastarfseminnar sem mest. í þeirri verðbólguþróun sem hér hefur verið er gróskan i slikri starfsemi auðvitað sér- staklega mikil: Fyrirtækin nota gróðann til þess að fjárfesta i allskonar stein- steypukumböldum sem þau hafa ekkert með að gera, samanber hús Tryggingar hf. við Skaftahlið sem stendur enn autt vegna þess að það var byggt til þess eins að græða á verðbólgunni. í verðbólguþró- un verða allir þeir sem með f jármagn fara i betri aðstöðu en aðrir,þvi betri þvi meira sem fjármagnið er. Óskabörn rikisstjórn-. arinnar, 628 heildsalar, blómstra þvi betur nú en nokkru sinni fyrr. Lœrdómsríkt í sama fyrirspurnartima á alþingi i fyrradag kom ennfremur fram að her- mangsfyrirtækið ,,íslenskir aðalverktak- ar” hefur einnig bætt mjög verulega við gróðamyndun sina að undanförnu. Hagn- aður þessa fyrirtækis var 140 miljónir króna á sl. ári, en var 25 miljónir króna á árinu 1975. Heildarvelta fyrirtækisins var á siðasta ári 2 miljarðar 430 miljónir króna en var á árinu 1975 1 miljarður og 360 miljónir. Veltan jókst þannig um 78.7% en gróðinn um 460%. Þetta fyrirtæki ,,ís- lenskir aðalverktakar” er tákn og ímynd hermangsins. Það sér um allar megin- framkvæmdir á vellinum og forráðamenn þess eru sérlegir fulltrúar helminga- skiptaflokkanna. Hefur oft verið talið að fjármagn frá þessu fyrirtæki rynni bein- linis sérstaklega til stjórnarflokkanna. Á vinstristjórnarárunum þegar til stóð að koma hernum úr landi var fjármála- tengslum núverandi stjórnarflokka innan þessa fyrirtækis sérstaklega beitt til þess að koma i veg fyrir að rikisstjórnin stæði við fyrirheit sin um brottför hersins. Þá hefur verið bent á tengsl þessa fyrirtækis við undirskriftasöfnun Varins lands vetur- inn 1974. Svo mikið er vist að það tókst að koma i veg fyrir brottför hersins i þetta skiptið: fjárhagsleg sambönd forráða- manna stjórnarflokkanna lögðust þar á eina sveif. Og eftir að þessir flokkar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn mynduðu rikisstjórn blómstrar fyrirtæki þeirra ,,íslenskir aðalverktak- ar” sem aldrei fyrr. Tölurnar sem ólafur Jóhannesson las upp á alþingi i fyrradag tala sinu máli: Hagnaður fyrirtækisins varð 460% meiri 1976 en árið á undan. Á sama tima og alþýða íslands mátti sætta sig við stórfellda skerðingu kaupmáttar bætti þetta fyrirtæki gróða sinn langt um- fram alla aðra í landinu. Það er lærdóms- rikt. — s. Litlir kallar i stórum heimi Friverslun, frjáls samkeppni og frjálsir fjármagnsflutningar milli landa. Þetta voru lausnar- oröin jiegar Island gekk i EFTA. Jafnvel virtustu iönrek- endur i landinu vildu lika ganga i Efnahagsbandalagið i byrjun siðasta áratugs. Iönrekendur studdu aðildina að EFTA og eru enn meö timburmenn eftir þá aðstöðu. Bæði var að þeir fengu ekki þann stuðning sem lofaö var af hendi rikisvaldsins til þess að standast frjálsa samkeppni og þeir reyndust heldur litlir kallar á Evrópu- visu, þótt miklir séu á lands- visu. Friverslunin auðveldar og eykur viðskipti milli landa, en hún er óneitanlega sérstakiega sniðin fyrir hagsmuni hinna sterku. Hin blindu öfl kapitalisks markaöar standast ekki aðrir en þeir sem hafa sterk bein. Þjóðriki sem vilja halda sjálfstæði sinu á efna- hagssvíðinu i friverslunar- bandalögum og Efnahagssam- steypum beita ríkisvaldinu til viðgangs þeim atvinnugreinum sem veikt standa i baráttu við alþjóðlega auöhringa og sterka samkeppnisaöila f öðrum ríkj- um. 15 kíló af styrkjum Þetta uppgötvuðu tveir fulltrúar islenskra iðnrekenda er þeir brugðu sér til Noregs, Danmerkurog Bretlands á dög- unum. Þeir komu til baka með 15 kiló af pappir um stuðnings- aðgerðir stjórnvalda við iðnað i Efta- og Efnahagsbandalags- rikjunum. Þar tiðkast styrkir til svæða,- og byggða, útflutnings- eflingar, tækniþróunar, alls- kyns f jármagnsfyrirgreiðsla og allrahanda sérgreindir styrkir. Ekki furða þótt Davið Scheving heföi við orð, um leið og hann setti fram kröfur islenskra iðn- rekenda á hendur rikisvaldinu, að styrkjafarganið i EBE lönd- unum hyggi að rótum friversl- unarhugtaksins. En þarna kemur fram tviskinnungur atvinnurekenda og Sj álfstæöisflokksins sem er i rikisstjórn fyrir þá. Rikisaf- skipti eru að þeirra mati af hinu illa og úr þeim á að draga. Um leið er farið framá að þau séu sifellt aukin þvi heimurinn er haröur og ekki á eigin fjár- magni aö byggja til stórátaka. Það er oft kostulegt að heyra postula frjálshyggjunnar og hins frjálsa framtaks engjast milli þessara tveggja mark- miða. Málið snýst að sjálfsögðu ekki um þaö hvort rikisafskipti séu slæm eða góð i sjálfu sér. Um það er engin algild regla til. Staðreynd er hinsvegar að af- skipti stjórnvalda af atvinnulifi i kapitaliskum hagkerfum i Vestur-Evrópu eru stórfelld, hvaða nefni sem þau nefnast. Og spurningin stendur um það hvort þau séu skynsamleg á hverjum tima, i hverra þágu þau séu og að hverju er stefnt. Snýr Gylfi aftur? Um þessa helgi er efnt til prófkjörs i Alþýðuflokknum um það hverjir skuli skipa efstu sætin á lisla flokksins i alþingis- kosningunum næsta vor. Eins og kunnugt er fékk flokkurinn einn þingmann með naumind- um isiðustu alþingiskosningum, og einn uppbótarþingmann i Reykjavik. Vantaði fleiri þúsund upp á það að flokkurinn næöi öðrum kjörnum þing- manni. Baráttan um framboðslistasætin i Alþýðu- flokknum þessa dagana snýst þvi um vonlaus og vonlitil vara- mannssæti og varaþingmanns- sæti. Alþýðuflokkurinn var semsé nær dauða en lifi í slðustu alþingiskosningum. Forystumenn flokksins vildu gera tilraunir til þess að blása lífi i flokkinn, ekki með mál- efnalegri baráttu, heldur með pólitiskum loftfimleikum eins og prófkjörunum. Prófkjörin eru sem kunnugt er öllum opin, allra flokka menn geta tekið þátt i þeim i raun og Alþýöu- flokksmennirnir lenda alveg eins i minnihluta i kosningunni. Þannig eru prófkjörin — gagn- stætt þvi sem til var ætlast — ekki til marks um það að Alþýðuflokkurinn hafi gengið i endurnújun lifdaganna. Flokkur sem felur annarra flokka mönn- um og utanflokkamönnum að ákveða framboðslista sina hefur Irauninnilagt sjálfan sig niöur, Alþýðuflokkurinn er búinn að afsala sér réttinum til þess aö ráða framboösmálum slnum sjálfur, og þá vantar aðeins eitt skref i viðbót I sömu átt til þess að Alþýðuflokkurinn bjóði allra flokka mönnum að kjósa mið- stjórn sina og alla forystu. Þar með erhannúrsögunni, þó hann lifi sem flokkur aö nafninu til. Staðreyndin er auðvitað sú að það er Sjálfstæðisflokkurinn, stuðningsmann hans, sem ákveöa frambjóöendur Alþýðu- flokksins, einfaldlega vegna þess að til þeirra er biðlað sér- staklega I prófkjörsbaráttunni og vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti flokkur landsins. Enda má segja að slik vinnubrögð séu rökrétt framhald af þvi að forysta Alþýðuflokksins hefur falið ihaldinu að gefa út Alþýðublaðið að ihaldið ákveði næst frambjóðendurna. Um þessa helgi er ihaldið svo að kjósa formann Alþýðuflokksins. Kunnugir telja að hver sem niðurstaða prófkjöra Alþýðu- flokksins verðu blasi við mjög alvarlegur vandi þar á bæ. Ýmsir flokksmenn sem vilja að flokkurinn haldi áfram að lifa hafa nú komið auga á lausn: Hún er sú að Gylfi Þ. Gislason snúi aftur — trúandi þeirri athyglisverðu kennisetningu að þeir sem leggi i rústir byggi á ný. — s.-e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.