Þjóðviljinn - 12.11.1977, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12, névember 1977
Starfsmannafjöldinn í bankakerfínu
45,9% aukning á sex árum
Fjöldi starfsmanna á vegum
bankakerfisins og 10 stærstu
sparisjóöanna er nú 1721 en var i
árslok 1970 1186 og hefur þvi
fjölgaö um 45.9%. Hér eru ekki
meötaldir starfsmenn fjárfest-
ingasjóða, eins og t.d. Iönþróun-
arsjóðs né ræstingafólk eða
starfsfólk mötuneytis bank-
anna. Reiknistofnun bankanna
er tók til starfa 1974 hefur nú 30
starfsmenn.
Þessar upplýsingar komu
fram á Alþingi i fyrradag er
viöskiptaráöherra svaraði fyrir
spurn Lúöviks Jósepssonar um
starfsmannafjölda banka o. fl.
Fram kom i svari ráöherra að
starfsmenn Seölabankans voru
1970 samtals 99, en i ár eru þeir
117. Þá var starfsmannafjöldi
viðskiptabankanna 1970 991 en i
ár er fjöldinn 1438. Þá voru hús-
verðir og bifreiðastjórar bank-
anna samtals 36 árið 1970 en eru
nú 56. Starfsmannafjöldi 10
stærstu sparisjóðanna var árið
1970 samtals 60, en er nú 110.
Jafnframt kom fram hjá ráð-
herra að tekjuafgangur við-
skiptabankanna árið 1976 var
686 milljónir en tekjuafgangur
Seðlabankans var 158 milljónir
króna.
Þá kom einnig fram hjá ráð-
herra að starfsmannafjöldi oliu-
félaganna er nú 757 en var 1970
samtals 666, og er þvi hér um að
ræða fjölgun um 13,7%. í
þessari tölu eru ekki meðtaldir
umboðsmenn oliufélaganna né
starfsmenn þessara umboðs-
manna.
Bíldudalur: r
HRÁÐFR Y STIHU SIÐ
HEFUR VINNSLU 2Z0L
Það er þungt fyrir fæti hjá
hraðfrystihúsum viðar en á Eyr-
arbakka, — þótt enginn sé bættari
með þvi, — eða svo mun Bilddæl-
ingum finnast. Frystihúsið þar
hefur verið lokað siðan 1. sept.
með þeim afleiðingum að sjálf-
sögðu, að þar hefur rikt tilfinnan-
legt atvinnuleysi.
— En við gerum okkur nú vonir
um að vinnsla hefjist i húsinu á ný
nú um helgina, sagði Jakob Krist-
insson, stjórnarformaður Fisk-
vinnslunnar hf., er blaðið ræddi
við hann i gær. Byggðasjóður hef-
ur veitt okkur fjármunafyrir-
greiðslu og auk þess er áformað
að auka hlutafé i fyrirtækinu.
— Atvinnuástand hefur aö
sjálfsögðu verið aumt hér þessa
tvo mánuði að undanförnu, sagði
Jakob. Það hefur verið vinna við
rækjuna og svo slátrun, á meðan
hún stóð yfir. Þrátt fyrir það hafa
20-30 menn verið atvinnulausir og
það er nokkuð mikið i ekki stærra
þorpi.
Bilddælingar eru með tvo báta,
sem að undanförnu hafa landað á
Patreksfirði og Tálknafirði. Taka
þeir nú aftur að landa i heima-
höfn. Er búist við öðrum inn nú
um helgina. jk/mhg
Mál og menning kynnir öndvegisbækur
Upplestur og myndasýning
í Norræna húsinu á morgun
Björn Th. Björnsson
Þorgeir Þorgeirsson
Sunnudaginn 13. nóvember
verður haldin I Norræna húsinu
kynning tveggja öndvegisbóka
frá Norðurlöndum sem Mál og
menning gefur út á þessu
hausti. Bækurnar eru: Turninn
á heimsenda, nýjasta skáldsaga
Williams Heinesens i þýöingu
Þorgeirs Þorgeirssonar og
listasagan Heimslist-Heimalist
eftir R. Broby-Johansen i þýð-
ingu Björns Th. Björnssonar.
Útgáfa beggja þessara bóka
hefur verið styrkt af Norræna
þýðingarsjóðnum. A kynning-
unni munu þýðendurnir lesa upp
og jafnframt verður myndasýn-
ing. Kynningin hefst kl. 16 og er
öllum heimill aðgangur.
Rafstrengur til Eyja kostar 200 miljónir
Á FJÁRLÖGUM
EKKI
Eins og kunnugt er þá fór fram
mikil viðgerð á rafstrengnum til
Vestmannaeyja snemma á þessu
ári, en engu að síður þá bilaði
hann tvivegis eftir það. Er þetta
mjög bagalegt fyrir ibúana auk
þess sem Vestmannaeyjar eru
mikilvæg útgerðarstöð og slæmt
að strengurinn bili I miðri vertið.
I maí s.l. var þvi samþykkt þings-
ályktun á Alþingi um lagningu
nýs rafstrengs til Vestmanna-
eyja. Iðnaðarráðuneytið hefur
látið gera kostnaðaráætlun fyrir
þennan rafstreng og nemur hún
220 milljónum. Þessar upplýsing-
ar komu fram þegar Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra
svaraði fyrirspum frá Garðari
Sigurðssyni
Jafnframt kom fram hjá ráð-
herra aö ráðuneyti hans hefði
gert tillögu um að þetta yrði tekið
i fjárlög fyrir árið 1978, en hins
vegar fékkst þessi þáttur ekki inn
i fjárlagafrumvarpið. Það er þvi
á valdi Alþingis hvort fjárveiting
fæst til þessa verks. .
Námskeið útvarpsins í dagskrárgerð:
Vanir menn komust ekki að
Fyrir skömmu auglýsti útvarp-
ið námskeið i dagskrárgerð og
bárust 85 umsóknir en aðeins 12
komust að. Þjóðviljanum er
kunnugt um að meðal umsækj-
enda, sem var hafnað, voru ýmsir
sem bæði hafa unnið við útvarpið
og dagblöð auk þess að hafa góða
undirstöðumenntun. Þess vegna
var hringt i Hjört Pálsson og hann
spurður um þetta námskeið.
Hjörtur sagði að þetta væri
algjört byrjendanámskeiö og
þess vegna væri hafnað þeim sem
áður hafa komið við sögu út-
varpsins og eins þeim sem ynnu
við blöð þvi að ætla mætti að þeir
hefðu fengið nasasjón af slíkum
störfum. Meiningin væri að reyna
að vikka þann hóp sem útvarpið
gæti leitað til um dagskrárgerð og
þá ekki i greinum eins og bók-
menntum, tónlist og sagnfræði
þar sem ekki væri hörgull á fólki
heldur frekar td. i raunvisindum,
verkalýðsmálum, atvinnumálum
og fl. og hefði þvi verið valið
dálitið eftir starfsgreinum. Til-
gangur námskeiösins væri bæði
að veita innsýn i útvarpsvinnu og
lika að auglýsa opinberlega eftir
fólki sem ekki væri vitað um fyrir
og útvarpið gæti átt aðgang að i
framtiðinni. I hópnum sem valið
Bókaútgáfan Orn og örlygur
hefur gefiö út tvær bækur af fimm
um færeysku þjóðhetjuna
Magnús Heinason, sem uppi var á
16. öld en lifsferill hans var hinn
æfintýrarikasti.
Fyrstu tvö bindin nefnast
Ofurhugar hafsins og Sjóræningj-
ar I sjónmáli. Höfundur er Eilif
Mórtansson en þýðandi Loftur
Guðmundsson. Bækurnar eru
var úr var td. viðskiptafræöingur,
húsmæður, iðnaðarmenn, kenn-
arar ofl. Það verða starfsmenn
útvarpsins og lögfræðingur þess
sem kenna og ekki var hægt aö
hafa fleiri með vegna skorts á
myndskreyttar og fremst I þeim
er teikning af seglskipi er skýrir
alla helstu hluta þess, til þess að
auðvelda lesendum að átta sig á
frásögninni.
I fyrri bókinni Ofurhugar hafs-
inshefst sagan árið 1562. Magnús
Heinason þráir að komast út i
heiminn. Hann dreymir um
hættulegar sjóferðir og orrustur
við sjóræningja. Magnús skortir
húsplássi, tima og leiðbeinend-
um.
Þetta er i fyrsta skipti sem slikt
námskeið er haldið og sagði
Hjörtur að þaö væri nánast tilvilj-
un að það væri haldið núna.-GFr
hvorki þrek né hugrekki. Hann
flýr að heiman til Noregs, ásamt
vini sinum, tslendingnum Pétri.
t seinni bókinni hefur sjóræn-
inginn grimmi, Don Bredo
Alvarez, tekið Magnus Heinason
og Jaap vin hans til fanga, og gert
að galeiðuþrælum. Þeir róa i
hlekkjum dag eftir dag, ásamt
öðrum þrælum. En svo gerist það
að galeiðan lendir i orrustu og
Alvarez biður ósigur.
Nýr bókaflokkur fyrir börn og unglinga:
Um færeyska þjóðhetju
Baráttuhreyfing
gegn
heimsvaldastefnu:
Efnahags-
lögregla
alþjóðlegs
auðvalds
Fulltrúar alþjóða
gjaldeyrissjóðsins
eru á íslandi.
Blaðinu barst i gær eftir-
farandi fréttatilkynning frá
Baráttuhreyfingu gegn
heimsvaldastefnu:
Undanfarna daga voru
staddir hér á landi fulltrúar
hins svokallaða alþjóða
gjaldeyrissjóðs (IMF), til
viðræðu við forráðamenn
islenskra fjármála og til
„ráðgjafar” við gerð fjár-
lagafrumvarpsins.
Af þessu tilefni og með til-
liti til markmiða baráttu-
hreyfingarinnar, telur Bgh
sér skylt að vekja athygli
almennings á eftirfarandi
atriðum:
1. IMF er ekki alþjóðlegur
nema að formi til.
Bandarikin og fáein auð-
valdsriki ráða stefnu
sjóðsins — sem handhaf-
ar einkafjármagns — i
krafti hluthafaeignar,
stjórnunaraðstöðu og
starfsmannaskipunar.
2. Markmið IMF er að
koma þjóðum heimsins á
klafa fjölþjóða banka og
auðhringa, og tryggja
athafnafrelsi þeirra I
aðildarrikjum sjóðsins.
3. Markmiðum sinum nær
IMF með þvi að skipa
fyrir efnahagsstefnu,
sem liðkar fyrir frjálsu
streymi fjármagns og
vara og sem stuðlar að
siauknum erlendum lán-
tökum.
4. Efnahagsstefna IMF
leiðir alls staðar og á öll-
um timum til ráðstafana
gegn alþýðunni: Sifelldar
gengisfellingar, aukin
verðbólga og versnandi
lifskjör vinnandi manna.
5. Efnahagsstefna IMF hef-
ur leitt til blóðugra
aðgerða gegn alþýðunni i
þrem heimsálfum. Til að
framfylgja „ráðlegging-
um” hvitflibbamoröingja
frá IMF i Washington,
hafa stjórnvöld Egypta-
lands, Filipseyja,
Guatemala, Brasiliu,
Chile og Argentinu beitt
lögreglu gegn fátæku
fólki, með hörmulegum
afleiðingum.
6. Efnahagsstefna IMF hef-
ur m.a. leitt til þess að
skuldir þróunarlanda til
samans hafa fimmfald-
ast á siðustu 10 árum og
bilið milli rikra og
fátækra þjóða aukist enn.
7. Afskipti IMF af innanrik-
ismálum Ítalíu,
Portúgals og Bretlands
endurspegla aukin yfir-
ráð Bandarikjanna,
Vestur-Þýskalands og
Japans innan sjóðsins og
afhjúpa i fyrsta skipti
Framhald á 14. siðu