Þjóðviljinn - 12.11.1977, Page 7

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Page 7
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þegar flett er í gegnum fjárlagafrumvarpiö kemur strax í ljós ein af blekkingum þess þjódfélags, þar sem „allir hafa jafna möguleika”. - Okkur er sagt aö allir skuli greiða skatt eftir efnum og aðstæðum Engithert Guðmundsson/ kennari, Akranesi: Gluggað í tjárlagafrumvarp Frumvarp til fjárlaga liggur nú fyrir Alþingi, ófrýnilegt og fullt af þeirri flærð er jafnan einkennir stjórnaraðgerðir i þessu samfélagi „lýðfrjólsra manna”. Á sama tima eru sósialistar að vinna að þvi að setja saman stefnuskrá i efna- hags og atvinnumálum, undir nafninu Islensk Atvinnustefna. Slik stefnuinörkun hlýtur að vera NEIKVÆÐI við fjárlög af þvi tagi er nú liggja fyrir Al- þingi þvi fjárlög endurspegla að sjálfsögðu rikjandi efnahags- stefnu. Þessi grein er dulitill sparða- tiningur tengdur bæði fjárlaga- frumvarpinu og atvinnustefn- unni. Skattlagning Þegar flett er i gegnum fjár- lagafrumvarpið kemur strax i ljós ein af blekkingum þess þjóðfélags, þar sem „allir hafa jafna möguleika”. — Okkur er sagt að allir skuli greiða skatt eftir efnum og aðstæðum. Að hinir rikari skuli greiða stærri hundraðshluta af sinum tekjum i skatta en þeir sem lágar tekjur hafa og/eða mikla ómegð. Aðeins ein tegund skattlagn- ingar uppfyllir slikar kröfur að einhverju leyti, eins og skatta- löggjöf er nú háttað. Tekju- skattur einstaklinga er eini stig- hækkandi skatturinn i okkar skattakerfi. Söluskatturinn er flatur skattur og leggst þyngst á þá sem hafa mesta ómegðina. Útsvarið er flatur skattur. í fjárlagafrumvarpi fyrir 1978 er gert ráð fyrir að af 123 milj- arða króna tekjum rikisins komi 11,6 miljarðar sem tekjuskattur einstaklinga, þ.e. innan við 10%. Af þessu sést vel að hlutverk þessa tekjuskatts er fyrst og fremst að viðhalda blekking- unni um, að menn greiði eftir efnum og ástæðum, hin raun- verulega skattlagning fer fram i formi flatra skatta á borð við söluskattinn, en hann á að skila i rikissjóð 45 miljörðum nettó, i formi innflutningsgjalda (tolla o.þ.h.) sem skila 25 miljörðum, og þannig mætti áfram telja. Bara hagnaðurinn af ÁTVR á að skila rikinu álika upphæð og tekjuskattur allra skattskyldra einstaklinga á landinu. Tekjuskatturinn sem við allt- af erum að bölva er þvi bara plat — hin raunverulega skatt- lagning fer fram á allt öðrum stöðum — með flötum sköttum . Gegn sliku hlýtur sósialiskur flokkur að berjast — spurningin er bara: Hvernig? Hingað til hefur baráttan jafnan beinst aö þvi að fá sölu- skattinn lækkaðan, og tekju- skattinn — einkum tekjuskatt fyrirtækja — aukinn. En málin hafa einfaldlega þróast þannig að hækkun tekjuskatts og lækk- un söluskatts verður að vera hreint ótrúlega mikil til að klisj- an um skatt eftir efnum og ástæðum hætti að vera blekking ein (og er þá horft fram hjá öllu sem heitir skattsvik). önnur leið er að leggja meiri áherslu á sjálfan söluskattinn. Nú hrökkva margir góðir sósial- istar vafalaust við og sem svo: hann er bara orðinn krati og farinn að fallast á hugmyndir Gylfa Þ. — Þvi fer fjarri. — En það skiptir hins vegar ekki máli i rauninni, hvort það er tekjuöfl- un eða tekjueyðsla sem við skattleggjum, það sem máli skiptir er hvernig að þvi er far- ið. Það sem gerir söluskattinn slæman er ekki að hann er neysluskattur, heldur hitt að hann er flatur skattur á nánast allar vörur og leggst þvi þyngst á þá er sist skyldi. (í rauninni má segja að neysluskattlagning sé meira i samræmi við gagnrýni sósial- ista á neysluþjóðfélagið, og andóf þeirra gegn þvi einkenni hins kapitaliska neysluþjóð- félags, að lita á manninn sem neytanda) Við hljótum að ganga út frá þvi að hinir efnameiri eyði meiru en þeir fátækari — spurn- ingin er þá þessi: er ekki hægt að beita stighækkandi sölu- skatti, þannig að t.d. daglegar vörur séu söluskattslausar eða beri aðeins mjög lágan sölu- skatt, en ýmis varningur sem ekki er eins nauðsynlegur, t.d. bilar, tiskufatnaöur, sjónvörp og álika raftæki, snyrtivörur o.m.fl. skili miklum söluskatti til rikisins? Auðvitað er það hægt ef vilj- inn er fyrir hendi. En með nú- verandi innheimtufyrirkomu- lagi söluskatts er þetta hins vegar illmögulegt. Fyrsta skrefið i þessa átt er þvi að færa innheimtu sölu- skatts frá smásöluliðnum vfir i heildsöluiiðinn. Bæði er þá við miklu færri aðila að eiga, og einnig er sérhæfing það mikil i heildverslun, að tiltölulega fáir heildsalar þyrftu að nota marga taxta. — Auk þess er þar selt i mun stærri einingum og þar af leiðandi yrði útreikningur söluskatts mun minni vinna en i smásöluliðnum. Það er þvi að minu mati eitt sjálfsagðasta verkefni Alþýðu- bandalagsins að berjast fyrir þvi að upp verði tekinn mishár söluskattur sem innheimtur verði i heildsöluiðnum að mestu leyti. (ef við gætum siðan tengt slikt kröfunni um allsherjar þjóðnýtingu á heildversluninni værum við komnir vel áleiðis i átt að góðri skatta og neyslu- stefnu). Ég hef hér ekki minnst á aukna skattlagningu fyrir- tækja, en það er efni i aðra grein og þess utan er þvi máli mun betur sinnt af forystu flokksins. Vextir Nátengd skattlagningu er jafnan vaxtapólitikin, og vaxta- pólitikin hefur verið eitt megin- málefni efnahagsumræðu und- anfarinna mánaða. Vaxtahækkunarstefna Jó- hannesar Nordal og kunningja hans i rikisstjórn (sem að visu segja að þeir ráði engu um vaxtastefnuna) hefur mælst misjafnlega fyrir og er t.d. i beinni andstöðu við þær tillögur sem ASI lagði fram i vor i þeim efnum. Sósialistar hafa ekki verið al- veg sammála um viðbrögð við þessari stefnu stjórnvalda, en hafa þó allir fallist á að hún sé verðbólguhvetjandi. Sú stefna hefur verið rikjandi meðal sósialista að lækka beri vexti og skuli slikt vera liður i baráttunni við verðbólguna. Þeir sem andvigir eru þvi sjónarmiði að lækka beri vext- ina segja, að með vaxtalækkun sé bara verið að rýra sparifé al- mennings og braskararnir fái lánsféö með enn hagstæðari kjörum en nú er — einnig benda þeir á, að verðbólgan geri það að verkum, að þrátt fyrir háa nafnvexti búi Islendingar við neikvæða raunvexti. Báðir aöilar hafa nokkuð til sins máls, en þó tel ég vaxta- lækkunarsjónarmiðiö vega þyngra, og veldur þvi einkum þrennt: t fyrsta lagi getur vaxtahækkun aldrei tryggt veð- gildi sparifjár — slikt væri of mikið skarð i megingróðalind- ina i islensku efnahagslifi — braskið — til að það yrði látið viðgangast. Verðbólgan mun ætið verða skrefi á undan. I öðru lagi gildir röksemdin um neikvæða raunvexti fyrst og fremst ef fjárfest er i verð- bólgutryggðum eignum, eða ef hægt er að velta vaxtahækkun- unum út i verðlagið. Þar með nær röksemdin ekki til fram- leiðslulána þeirra er framleiða til útflutnings t.d. sjávarútvegs — það er ekki hægt að velta vaxtahækkun á Islandi út i verð á fiski seldum i Bandarikjunum. Vaxtahækkun gagnvart sjávarútvegi hlýtur þvi að magna þær raddir er hrópa á kjaraskerðingu hjá sjómönnum og verkafólki. I þriðja lagi (og það er kannski mikilvægast) þá miðar vaxtapólitik Jóhannesaf Nordal að þvi að skapa hér starfhæfan borgaralegan fjármagnsmark- að — sjálfflæði fjármagns eftir þeim lögmálum framboös og eftirspurnar, sem undirritaður hefur pappir upp á að vera sér- fræðingur i — og hefur flestu meiri andstyggð á. Vaxtalækkun, t.d. niður fyrir 10%, hlýti að hindra að mestu slikt sjálfflæði (ef verðbólgan færi ekki álika mikið niður á við) og myndi þvi kalla á ein- hvers konar „vitræna” stýringu fjármagnsins. Og varla eru sósialistar andsnúnir sliku. Launamunur Svo merkilegt sem það nú er þá hefur einhver merkasta til- laga Alþýðubandalagsþing- manna á Alþingi fengið heldur daufar undirtektir i umræðu sósialista. Þar á ég við tillögu eina, þar sem Stefán Jónsson var fyrsti flutningsmaður og hljóðaði upp á, að enginn maður skyldi hafa i laun meira en sem svarar tvöföldum verkamanna- launum fyrir sama vinnutima — þó að sjómönnum undanskild- um. Hér er um stórmál að ræða og á það skilið veröugan sess i efnahags og atvinnumála- stefnuskrá sósialisks flokks — enda hlýtur það frá sósialisku sjónarmiði að vera óverjandi aö dagsverk eins manns geti talist meira framlag en tvö dagsverk annars manns. Hvort rétti ballansinn fyrir launasamhengi næst með þvi að miða akkúrat við tvöföld laun skal ég ekki dæma um, enda skiptir það ekki höfuðmáli. Hitt er meira mál aö með þessu tengjast hagsmunir allra launþega hagsmunum þeirra lægst launuðu, og sá fáránlegi munur, sem hið borg- aralega þjóðfélag ýtir undir, minnkar verulega. Þróunar- „aöstoö” Ég byrjaði á tilvisun i frum- varp til fjárlaga fyrir 1978 og ætla að enda sparðatininginn á sama hátt. Þó að islensk atvinnustefna sé þjóðleg efnahagsstefna, andóf gegn erlendu auðmagni, þá hlýtur sósialiskur flokkur að leggja mikla áherslu á alþjóð- lega samhyggð — og benda á þá samábyrgð sem hin þróuðu riki Evrópu og N. Ameriku bera á vanþróun og hungri i þriðja heiminum. Sameinuðu Þjóöirnar hafa fyrir löngu sett fram það mark- mið, að riki i hinum rikari hluta heimsby.ggðarinnar skuli leggja af mörkum 0,7% af árlegum þjóðartekjum til þróunarhjálp- ar. I spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1977 er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðslan verði ca. 340 miljarðar. Ekki er fráleitt að hugsa sér að hún verði komin i 400 miljarða árið 1978. Sam- kvæmt þvi ætti framlag Islands til þróunaraðstoðar að vera ein- hverstaðar i námunda við 3 miljarða, skv. tilmælum SÞ. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu verður framlag Islands til Alþjóðastofnana i allt um 354 miljónir árið 1978 og er þá með- talið ýmislegt sem vart verður flokkað undir þróunaraðstoð tam. framlag til Nato upp á 27 miljónir. Af þessum 354 miljónum er ekki úr vegi að ætla, að um 250 miljónir geti á einhvern hátt tal- ist þróunaraðstoð, og megnið af þessum framlögum eru skyldu- framlög til alþjóðastofnana sem við eigum aðild að. Þess utan er frjálst framlag Islands til þró- unaraðstoðar 40 miljónir. Hvernig sem þessum tölum er snúið getum við aldrei fengið þann skerf sem rikisstjórnin hefur áætlað til þróunaraðstoð- ar upp fyrir ca. 300 miljónir, eða 1 þúsundasta hluta af þjóðar- tekjum, meðan t.d. Sviar eru komnir i 1%, eða 10 sinnum meira. Slik er reisn og rausn þeirrar stjórnar er nú stýrir landinu. Hluti af baráttunni gegn henni er krafan um stóraukna þró- unaraðstoð. Helgi Seljan: Leiklistarviðburður íNeskaupstað Grenið eftir Kjartan Heiðberg Leikstjóri: Magnús Guðmundsson Það var sannarlega ánægjuleg- ur viðburður, þegar Leikfélag Neskaupstaðar sýndi leikritið Grenið eftir Kjartan Heiðberg, kennara þar á staðnum, frum- raun ungs höfundar, sem ég spái góðum frama á leikritunarbraut, ef hann leggur rækt við það besta, sem einkenndi þetta verk. Afturhvarf til einfaldra lifs- hátta, lausn af klafa „kerfisins”, afneitun þeirra lifsgæða, sem lokka mest I dag, hamingjuleitin, sem ætið er ofarlega i mann- skepnunni: þetta er þema leik- ritsins. Og áhrifin eru mögnuð með þvi að gera fjögur ungmenni, sem öll hafa átt i útistöðum við samfélag og ættmenni, „góðborgarana”, sem ávarpaðir eru i lokin, gera þau að þessum leitendum. Hjá gamalli konu uppi i sveit við úrelta búskaparhætti, þar sem einfalt en heilbrigt og ham- ingjurikt lif rikir, finna þau það sem þau leita að, þó vixlsporin séu hvergi langt undan. Fulltrúar auðs og valds eru sýndir i dekkstu mynd, óhugnan- legri en um margt raunsannri, en þó þekkjum við þá mætavel. Andstæðurnar eru glöggar, ýkt- ar að visu og einfaldaðar um of, en skapa leikritinu ákveðinn þokka og þó einkum það, að við erum vakin til umhugsunar um unga fólkið i dag og þaö, hvernig keppst er við að matreiða handa þvi lifslygina i einu og öðru formi. Ég býst við að leikritið og þema þess hafi orðiö mér hugþekkara en mörgum öðrum, sakir þess aö sveitamaðurinn i mér rumskaði allrösklega, en leikritið ýtti við mér og þegar á heildina er litið fannst mér höfundur koma boð- skap sinum það vel til skila, að fólk færi að hugsa um efni hans og úrlausn og er þá allnokkuð fengið. Þó Grenið sé byrjandaverk, þá er oft haganlega úr efniviðnum unnið og mörg atriðin leikræn hiö besta. Auðvitað verður bláþráða vart og persónurnar eru misjafnlega trúverðugar og sannfærandi. En þetta gildir um fleiri leikrit og m.a. mörg þeirra, sem hamp- að er af þvi að höfundar eru ann- að hvort frægir eða óskiljanlegir — eöa hvoru tveggja. En þaö er önnur saga. Atriðin i leikritinu eru átta og um margt þykja mér síðari atrið- in betri, enda átakameiri og skarpari i andstæðum sinum. Annars eru fyndin tilsvör ein- kenni allra atriðanna og leikritið fellur aldrei, efnið er furðu sam- fellt og vel á þvi haldið, þó höf- undurinn eigi lengi fram eftir i nokkrum erfiðleikum að'vonum meö ungmennin fjögur, þ.e. aö sýna i raun lifsánægju þeirra, andstæðuna við fyrri lifsform. En allt bjargast það vel að minu viti, og þegar sonur gömlu konunnar kemur til aö reka þau burtu og móður sina lika, þó fagurlega sé talaö og vill græða á jörðinni eins og útgerðarbraskinu sinu, þá fer ekki milli mála, að áheyrendur eru honum andsnúnir frá byrjun og vita I hjarta sinu, að ungmenn- in fjögur eiga margfaldan rétt til jarðarinnar og þar við liggur þeirra lifsgæfa. Afturhvarfsviðleitnin verður þannig aldrei brosleg eða ótrúleg, Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.