Þjóðviljinn - 02.12.1977, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Síða 5
Föstudagur 2. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Ályktanir aukafundar Stéttarsambandsins Aukafundur Stéttarsa mbands bænda hófst i Reykjavik i fyrra- dag og lauk honum kl. 0,2 i fyrri- nótt. ' Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar, sú veigamesta og sem var fyrstog fremst tilefni fundar- ins var breytingin á lögum Fram- leibsluráðs landbúnaðarins um heimild þess til að innheimta sér- stakt gjald af innfluttu kjarnfóðri og ákveða mismunandi háttverð á búvöru til framleiðenda (kvóta- kerfi) ef markaðsaðstæður ein- hverrar búvörutegundar eru þannig að framleiðslutak- markanir séu nauðsynlegar. Fundurinn samþykkti að mæla með að Framleiðsluráð fengi heimild til að leggja gjald á inn- fluttkjarnfóðurog að beita kvóta- kerfi. Það voru 7 fulltrúar á fundinum sem greiddu atkvæði á móti fóðurbætisskattinum. En það er gert ráð fyrir að Fram- leiðsluráð hafi heimild til að leggja á 25% gjald á innflutt kjarnfóður miðað við útsöluverð i Reykjavik, en verð á fóðurein- ingu með 150 g. meltanlegu hrá- proteini verði aldrei hærra en verð á 0,7 kg. mjólkur i verðlags- grundvellinum. Ekki er heimilt að innheimta þetta gjald nema vanti á útflutn- ingsbæturnar. Heimilt er Fram- leiðsluráði að ákveða endur- greiðslu á gjaldinu til bænda i byggðarlögum, sem að dómi þess hafa of litið heyfóður eða markaðsaðstæður eða aðrar ástæður gera endurgreiðslu þess nauðsynlega. Ennfremur getur Framleiðsluráð ákveðið endur- greiðslu á gjaldinu til ákveðinna búgreina s.s. til alifugla- og svinaræktar. Gjald þetta á kjarnfóðrið á ekki að hafa áhrif á útsöluverð búvöru. Þannig að bændur taka gjaldið á sig. Fundurinn gerði þá kröfu, að stjórn Stéttarsambandsins vinni að þvi við rikisstjórnina að hún felli niður söluskatt af kjöti og kjötvörum, án þess að niður- greiðslur verði skertar; einnig að rikissjóður veiti landbúnaðinum fjárhagslegan stuðning við sölu smjörs á niðursettu verði, og að verðmæta-útreikningum land- búnaðarframleiðslunnar verði breytt vegna ákvarðana um út- flutningsbætur, þannig að rikis- stjórnin komi á móti bændum að einhverjum hluta.svo tekjuskerð- ing þeirra verði minni en ella. Þessi samþykkt aukafundarins felur i sér að bændur viðurkenna þá staðreynd að verulega komi til með að vanta upp á að Utflutn- ingsbætur dugi til að tryggja bændum fullt verð fyrir fram- leiðsluna. Aætlaðer nú, að ef ekk- ert er aðgert, mundi þessi upphæð nema um 300 þús. kr. á meðal-bú á þessu verðlagsári. Hér á eftir verður getið nokkurra ályktana sem samþykktar voru á fundin- um: „Fulltrúafundur Stéttarsam- bands bænda 30/11 1977 beinir þvi til stjórnar sambandsins að hún beiti áhrifum sinum til að sú til- laga sem samþykkt var á siðasta aðalfundium beina samninga við rikisvaldið um verðlagningu landbúnaðarvara o.fl. komist sem fyrst til framkvæmda”. Þessi tillaga var samþykkt sam- hljóða, en það er i fyrsta sinn sem hliðstæð tillaga hefur ekki fengið mótatkvæði á Stéttarsambands- fundum. „Aukafundur Stéttarsam- bandsins vekur athygli á sam- þykktum almennra bændafunda að undanförnu varðandi kröfur um úrbætur i afurða- og rekstrar- lánamálum landbúnaðarins. Fundurinn harmar að engin raunhæf úrlausn skuli hafa feng- ist og itrekar þá kröfu siðasta aðalfundar Stéttarsambandsins að vinnslustöðvum landbúnaðar- ins verði gert kleift að greiða til framleiðenda 90% af grundvall- arverði við móttöku vörunnar.” Þá samþykkti fundurinn tillögu þar sem skorað var á stjórn Stéttarsambandsins að gangast fyrir aukinni aðstoð við fjöl- breyttari atvinnuhætti i sveitum. Einnig var samþykkt tillaga þar sem lögð var áhersla á að fyrn- inga, vaxta og launaliðir i verð- lagsgrundvelli, verði leiðréttir. Jafnframt vitti fundurinn harð- lega þann drátt sem orðið hefur á gildistöku nýs verðlagsgrundvall- ar. Tillaga til Útvarpsráös um að taka upp á ný þáttinn Spjallað við bændur var einnig samþykkt. Eftirfarandi tillaga um afnám tolla á búvélum var afgreidd frá fundinum: „Aukafundur Stéttarsamb. bænda 30/11 1977 gerir þær kröfur til rikisvaldsins, að um leð og bændur verða fyrir stórfelldri kjaraskerðingu sökum vöntunar á útflutningsbótum, komi það til móts við þá með þvi að land- búnaðurinn verði settur við sama borð og iðnaður og sjávarútvegur að þvi er snertir álagningu tolla, vörugjalds og söluskatts af inn- flutningi véla og varahluta”. —mhg Leikfélag Þorlákshafnar sýnir Legunauta eftir Þorstein Marelsson i Kópavogsbíói í kvöld kl. 21.00. Miðasala frá kl. 17.00 Sími 41985. Styrkur til háskólanáms i Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa lslendingi til háskólanáms I Hollandi háskólaárið 1978-79. Styrkurinn er einkum ætiaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis I háskólanámi eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 950 flórinur á mánuði i 9 mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum námsgögnum og 300 flórinur til greiðslu nauðsynlegra útgjalda I upphafi styrktimabils. — Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á hol- lensku, ensku, frönsku eða þýsku. Gmsóknir um styrki þessa ásamt nauðsynlegum fylgi- gögnum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. janúar n.k. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda, en segulbandsupptaka ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 28. nóvember 1977. Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að greiða framlag sitt til flokksins fyrir árið 1977 hið fyrsta. P Alþýðubandalagið, Kópavogi. Dansleikur Dansleikur verður haldinn i Þinghóli föstudaginn 2. desember kl. 8.30 . Skemmtiatriði, Plötuverðlaun. Trló ’72 leikur fyrir dansi. Fjölmenniö og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið i Borgarnesi Fundur um hreppsmál efni verður haldinn mánudaginn 4. desember kl. 20.30 að Klettavik 13 (hjá Eyjólfi). Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Hreppsmálefni: Halldór Brynjðlfsson hefur framsögu. 3. Afstaða tekin til togarakaupa á vegum hreppsfélagsins. 4. Skemmti- nefnd gerir grein fyrir störfum sinum. 5. Önnur mál. — Stjórnin. Aðalfundur kjördæmisráðs i Suðurlandskjördæmi. Aðalfundur kjördæmisráðsins verður haldin að Bárugötu 9 I Vest- mannaeyjum laugardaginn 3. desember og hefst kl. 17. Farið verður með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Dagskrá: I. Venjuleg aðaifundarstörf. 2. Kosið I fastanefndir. 3. Fram- boðsmál. 4. Æskulýðsmál. 5. önnur mál. — Stjórnin. Happdrætti Norðurlands Miðar fást I bókabúö Máls og menningar Laugavegi 18 og á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3 og hjá símavöröum Þjóöviljans. Vinningur: Kinaferö fyrir 2 að verðmæti 600.000 kr. Dregið 7. desem- ber. Ungmennafélag Islands óskar eftir skrifstofuhúsnæði ca. 150 til 180 fermetra til kaups. Æskileg staðsetning: Nálægt miðbænum. Upplýsingar á skrifstofu UMFÍ, Klappar- stig 16, simar 12546 & 14317. marka&storg — viöskiptanna — Verzlunin KJÖT & FISKUR er einn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruverði til neytand- ans. Hagkvsm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóöa lægra vöruverð. Viö riöum á vaöiö meö „sértilboöin” siöan komu „kostaboö á kjarapöllum” og nú kynnum viö þaö nýjasta f þjónustu okkar viö fólkiö f hverfinu, „Markaöstorg viöskiptanna ” A markaðstorginu er alltaf aö finna eitthvaö sem heimiliö þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboöin. Það gerist alltaf eitthvað spennandi á markaöstorginu’. f sériilboð:« Strásykur 1 kg................ Púðursykur 1/2 kg............. Flórsykur 1/2 kg ............. Lyftiduft450 grömm ........... Hveiti 5 Ibs................. Hveiti 10 Ibs................. Akrasmjörliki................. Rítz-kex..................... Dofri hreingerningarlögur 1 líter Iva þvottaefni 5 kg........... aGrænar baunir 1/2 dós........ Grænar baunir 1 dós .......... Opið til kl. 10 á föstudögum og milli kl. 9 og 12 á laugardögum hálfrar aldar þjónusta kjöt&fiskurhff seljabraut 54-74200 § Z? 80 kr. 75 kr. 60 kr. . 262 kr. .221 kr. , .441 kr. . .162kr. . 167 kr. . .240kr. 1.113 kr. . 178 kr. . 275 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.