Þjóðviljinn - 09.12.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Side 11
Föstudagur 9. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 A dagheimilum sem borgin rckur eru nú um 700 börn. 70 börn cru á dagheimiii Félagsstofnunar stúdenta og 234 börn á dagheim- ilum spitalanna. 83 börn eru á dagheimilum sem aftrir aöilar rek«. i leikskólum sem borgin rekur eru nú 1662 börn.en hjá öörum aöiium eru um 170 börn. Þar íyrir utan eru milii 7- og 800 börn i einkagæslu hjá dag- mömmum. i Reykjavik cru nú um 10.000 börn á aldrinum 0-6 ára, og lætur þvi nærri aö dagvistunarrými i borginni nái til rúmlcga 30% þcirra. Þ.B. Hvert pláss á dagheimili kostar um 2 miljónir króna I byggingu, en rekstur þess kostar um 60 þúsund á mánuöi.Af þvi greiöa for- eldrar 20.000,en Reykjavikurborg 40.000. A árinu 1978 munu þessar niðurgreiöslur borgarinnar nema um hálfum miijaröi króna. M.ö.A. i könnun sem gerö var áriö 1975 var staöfest aö 57% giftra kvenna á aldrinum 25-55 ára eru virkar I atvinnulifinu i Reykjavik. 4% þessara kvenna höföu börn sin á dagheimiium borgarinnar. ! 26% tilfelia voru börnin ein heima meö eldri systkinum, 15% höföu börnin hjá dagmömmum, I 26% tilfeiia gætti amman barnanna. Þetta er gjörsamlega óviöunandi og nákvæmiega sama ástand og var fyrir 20 árum. A.B.S. Það er skoðun min aö þaö sé óæskilegt aö konur sem eiga ung börn vinni úti ailan daginn. Ég segi konur, þvi ég tel eðlilegra aö konan annist börnin en faöirinn, þar sem meiri tengsl eru milli móður og barns. Þaö getur veriö óskaöiegt fyrir barniö og hoiit fyrir móöurina aö hún komist til vinnu hluta úr degi. Kr.B. Eitt af foreldradagheimilunum, sem borgin styrkir, er barnaheimiliö ós, sem nýflutt er að Bergstaöa- stræti 26B. Þar eru 20 krakkar og daggjöldin eru 25.000 krónur á mánuði. Krakkarnir sem við sjáum á myndinni heita (frá vinstri) Gestur, Stefán, Jóhann, Anna Sóley, Valtýr, Siggi, Auður og Róbert. Ljósm. — eik. Dagyistunarmál til umræðu í borgarstjórn A fundi borgarstjórnar Reykja- vlkur Iögöu fulltrúar Alþýöu- bandalagsins fram svo.'hljóöandi tillögu: Borgarstjórn samþykkir aö taka i notkun árlega til jafnaöar á næstu 8 árum 240 dagvistarrými fyrirbörn. Viö lok þessa timabiis, i árslok 1985, skulu þannig hafa bæs.t 1920 dagvistarrými viö þau, sem nú eru fyrir. Þessi áætlun miöaraöþvi, aö minnst 2/3 hlutar reykviskra barna á forskólaaldri njóti dagvistar og er þá gert ráö fyrir, aö aörir aöilar (svo sem sjúkrahús) haldi áfram byggingu dagvistarheimila llkt og veriö hefur. Borgarstjórn felur félagsmála- ráði að gera nánari tillögur um framkvæmd þessarar áætlunar. I tillögum f élagsmálaráös skal tek- in afstaða til eftirfarandi atriða: a. Hve mörg rými skuli ætla fyrir börn á aldrinum 0 — 5 ára. b. Hve mörg rými skuli ætla fyrir 6 ára börn og eldri. c. Hvaða hlutfall skuli rikja milli rýma fyrir heilsdagsvist og rýma fyrir vist hluta úr degi. d. Hversu háa upphæð þurfi að ákveða á fjárhagsáætlun 1978 til þess að ofangreind áætlun standist fyrir það ár. Þorbjörn Broddason mælti fyr- ir tillögunni og ræddi hann i upp- hafi um tilgang dagheimila og skiptár skoðanir manna á þeim. Hann sagði að stefna Alþýðu- bandalagsins I dagvistunarmál- um væri sú að hvert barn á for- skólaaldri ætti að eiga þess kost að dveljast á dagheimili hálfan eða allan daginn; það væru sjálf- sögð mannréttindi barnanna, og einnig að kostnaður við dagvistun væri ekki meiri en svo, að allir réðu við hann. Þörfin fyrir dagheimili er þó ekki aðeins bundin sjálfsögðum réttibarnsins til að njóta kennslu og umönnunar á vel búnu dag- heimili, sagði Þorbjörn, heldur kemur fleira til. 1 Islenska bændasamfélaginu var fjölskyldan, heimilið og framleiðslan ein heild. Þá voru heitin húsmóöir og húsbóndi raunveruleg starfsheiti og börn og gamalmenni höfðu þar ákveðnu hlutverki að gegna. I kapitalisku iðnaðarsamféi- agi, eins og við búum nú við, sagði Þorbjörn, hefur fjölskyldan sem slik verið svipt framleiðsluhlut- verki slnu og öll framleiðslan fer fram utan heimilisins. Þorri reykv. kvenna Við teljum það frumskilyrði aö hver einstaklingur hafi rétt til þess aö vinna, sagði Þorbjörn, en það verður að viðurkennast að þorri reykviskra kvenna hefur skert réttindi að þessu leyti. Þær verða að fórna öðru hvoru, vinn- unni eða fjölskyldunni. Margar sinna þó hvoru tvegg ja, enda er erfitt að gera annað eins og efnahag heimilanna er háttað, og hreinlega nauðsynlegt á flest- um heimilum að báðir aðilar vinni úti allan daginn. Þetta ástand bitnar illilega á börnun- um og spillir fyrir fjölskyldunni sem slikri. Þeir sem hvað mest hafa talað gegn dágheimilum, sagði Þorbjörn, hafa sagst vilja slá vörð um heimilið og fjölskylduna. Þessum málflutningi mótmæli ég, þvi i raun eru engar stofnanir betur til þess fallnar að bæta heimilislif og stuðla að fjöl- skylduheill en dagheimilin. Einnig hefur verið talað um að það væri dýrt að byggja og reka dagheimili,en þá vill gleymast að þeir peningar skila sér aftur 1 auknum þjóðartekjum. í Reykjavik lætur nærri að börn á aldrinum 0-6 ára séu 10.000 tals- ins. Það er vissulega hógvær til- laga að á 8 árum fái aðeins 2/3 hlutarallra barna á forskólaaldri vist á dagheimili, sagði Þorbjörn. Þetta þýðir þó i raun stórátak fyr- irborgina, þvi eflitið erá ástand- ið eins og það er i dag, þá eiga aðeins um 30% barna kost á vist- un á dagheimili hluta Ur degi eöa allan daginn. Ef reiknað er með að 1400 börn séu i hverjum árgangi, miðar þessi tillaga að þvi að borgin byggi á 8 árum 1260 rými fyrir fulla vist, og aðrir aðilar byggi 271 ry mi. Borgin myndi á þessum tima byggja 1278 rými fyrir hálfa vist og aðrir aðilar 830 rými. Þessi tillaga miðar þvi að þvi að borgin taki árlega I notkun 240 rými á þessum 8 árum og að haf- istverði handa strax á næsta ári. Börnin fá skerta... Að lokum sagði Þorbjörn að þó nokkur breyting hefði orðið á til hins betra á siðast liðnum 10 ár- um, enástandið værihvergi nærri nógu gott. Það alvarlegasta i þessu sambandi er aðþorri þeirra barna sem á kost á dagheimilis- vist er úr svokölluðum forgangs- flokkum og þessi börn fá ranga mynd af raunveruleikanum með þvi að þeim er hópað svona sam- an, sagði Þorbjörn. Með verulegri aukningu á dag- vistarrými má rjúfa þennan vita- hring sem forgangsflokkarnir hafa skapað, sagði Þorbjörn, þvi með þessu móti er aðeins verið að gera börnunum bjarnargreiða. Markús örn Antonsson tók næstur til máls.Hannsagðist I upp hafi vilja koma i veg fyrir þann misskilning að hér rikti einhver skoðanamunur milli meirihluta og minnihluta borgarstjórnar. Við viðurkennum að þaðer réttur barna að fá að dveljast á dagvist- unarstofnunum, sagði Markús, en fræðimenn skiptast i tvo hópa i afstöðu sinni til dagheimila. Reykjavlkurborg hefur lagt áherslu á að gera dagvistunar- stofnanir eins vel úr garði og kostur er, og einnig hefur verið unnið að þvi að skapa skilyrði til að mennta starfsfólk og búa heimilin tækjum og leikföngum. Við höfum lagt kapp á að gera þessar stofnanir aðlaðandi, sagði Markús, vitandi að slik stefna myndi auka eftirspurnina. A þessu ári hafa verið tekin i notkun 230 dagvistarrými i Hóla- og Seljahverfi i Breiðholti, og á næsta ári er áætlað að taka l notkun 102 rými i Vesturbæ og Hólahverfi. Einnig er áætlað að byggja skóladagheimili i Fella- hverfi. 1 þessum efnum hefur mikið breyst á undanförnum 10 árum, sagði Markús, en vissulega hefur ekki öllum þeim árangri verið náð, sem óskað var. Nú eru um 3300 rými fyrir börn á leikskólum og dagheimilum sem borgin og aðrir aðilar reka. Að auki eru yfir 700 börn i vistun hjá dagmömmum, sem starfa undir eftirliti og umsjá Félags- málastofnunar. Af þessum 700 bÖrnum eru aðeins 100 börn einstæðra foreldra sem borgin greiði gjaldið niður fyrir. 1 mörgum tilvikum eru þau börn sem eru á biðlistum Sumar- gjafar úr þessum 700 barna hópi, sagði Markús, og þvi er ekki að marka þann f jölda sem á þeim er. Mörg eru þegar i vist hjá dag- Framhald á 2 . siðu GEíSiB Höfum opnað nýja og endurbætta verslun á sama stað og áður Gífurlegt úrval af nýjum vörum BÆTT AÐSTAÐA BETRI ÞJÓNUSTA! Litiö við og reynið viðskiptin GEISIB AÐALSTRÆTI 2 H

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.