Þjóðviljinn - 04.02.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Qupperneq 1
UOWIUINN Laugardagur 4. febrúar 1978 — 43. árg. 29. tbl. Tillaga Birgis ísleifs: Mál borgarlögmanns til rannsóknarlögreglu Samkvæmt tillögu borgar- manns, Páls Lindals, visaö til stjórans i Reykjavík, Birgis rannsóknarlögreglustjóra rikis- tsieifs Gunnarssonar, sem ins. samþykkt var samhljóba á fundi borgarráös i gær, verður A bls. 6 eru birtar greinar- máii fyrrverandi borgarlög- gerðir og skýrslur um mál Páls. Alþýðusamband íslands AÐVÖRUN TIL RÍKISVALDSINS verði hróflað við kjarasamningum leiðir það til átaka á vinnumarkaði Þjóðviljanum barst í gær samþykkt mið- stjórnar Alþýðusam- bands islands, sem gerð var á fundi stjórnarinnar 2. f ebrúar sl. Þar er ríkis- stjórnin alvarlega aðvör- uð um, að hrófli hún við gildandi kjarasamning- um muni það óhjákvæmi- lega leiða til mikilla átaka á vinnumarkaðin- um, sem aftur myndi leiða til aukins vanda í efnahagsmálum þjóðar- innar. Samþykkt mið- stjórnar ASi er svohljóð- andi: Miðstjórn Alþýðusambands Islands samþykkti á fundi sin- um þ. 2. febrúar eftirfarandi ályktun: „Miðstjórn Alþýðusambands Islands vill i sambandi við þær umræður, sem nú fara fram um efnahagsmál og hugsanlegar efnahagsaðgerðir, minna á ályktun, sem gerð var á sam- , bandsstjórnarfundi 26. nóv. sl., en þar segir svo m.a.: „Kjarasamningarnir frá sl. vori voru að sjálfsögðu gerðir i trausti þess að við þá yrði staðiö i einu og öllu af rikisvaldinu og samtökum atvinnurekenda. Bregðist það, hafa þessir aðilar fyrirgert þvi trausti, sem til þeirra hefur verið borið sem heiðarlegra viðsemjenda og það þvi fremur, sem engar for- sendur samninganna hafa breyst til hins lakara frá þvf er þeir voru undirritaðir. Ef svo færi, hlyti það að leiða til mik- illa átaka á vinnumarkaðinum, sem myndu magna allan efna- hagslegan vanda og auka enn á verðbólgu. Sambandsstjórnin hlýtur þvi að vara bæði rikis- valdið og atvinnurekendur mjög alvarlega viö þvi aö hrófla i nokkru við þeim skuldbinding- um, sem samningarnir fela i sér.” ”. Gjaldeyrisviöskiptin 600 miljónir króna á dag óvenjumikil gjaldeyrissala hefur veriö aö undanförnu, og hafa gjaldeyrisdeildir bankanna þvihægtá gjaldeyrissöiu. Nær engar gjaldeyris- umsóknir eru nú afgreiddar, nema þær hafi áöur farið fyrir gjaldeyrisnefnd. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður gjald- eyriseftirlits Seðlabankans, er einn nefndar- manna i gjaldeyrisnefnd. Hann sagði I samtali við blaðið, að allar umsóknir um gjaldeyri færu fyrir nefndina, nema um smáupphæðir væri aö ræða, áskriftargjöld og þviumlikt. Hann sagði aö gjaldeyrissalan hefði verið geysileg nú i töluvert langan tlma. Gengið „sigur” nú dag frá degi. I gær var sölugengi Bandarikjadollars kr. 220.901 fyrradag var það kr. 220,40 og 1. febrúar kr. 219.60. Meðalgjaldeyrissala á dag var nálægt 600 mil- jónum kr. I janúar samkvæmt upplýsingum Ólafs Tómassonar hjá Hagfræðideild Seöla- bankans. I desember sl. var meðaltalið rúmar 600 miljónir og litlu lægra i nóvember. Ólafur sagði miklar sveiflur vera milli daga i gjald- eyrissölu; suma daga væri selt fyrir miljarð og aðra fyrir 300 miljónir o.s.frv. Siðustu dagar hafa verið mjög nálægt þessu meðaltali þ.e. 600 miljónum, en þó heldur yfir þvi, t.d. 31. jan. og 1. febrúar. Ólafur sagði að þetta væri nokkuð mikil aukn- ing gjaldeyrisviðskipta miðað viö fyrri ár. Til dæmis er söluaukningin um það bil 20% i des- ember sl. miðað við sama mánuð 1976, ef tekið er miöaf þeim gengisbreytingum sem urðu á árinu 1977. Ólafur taldi að skýra mætti þessa aukningu 1 gjaldeyrtedeild Lend»b*Bk«ns i gmr. Mnrglr vildu hafa veölö fyrir neöan sig. er medaltal gjaldeyrissölu sl. 3 mánuöi — 20% meiri sala i desember sl. en í sama mánuði 1976 að einhverju leyti með þvi, að veröhækkanir hefðu orðið erlendis og kaupmáttur hefði verið betri siðari hluta ársins 1977 en i byrjun ársins. En skyldi ekki aðalástæðan hafa verið sú, að heildsalar hafa verið að byrgja sig upp fyrir hið hefðbundna kaupæði, sem grlpur um sig I hvert sinn sem búist er við gengisfellingu? —eös Niðurfærsla verðlags — tillögur Alþýðubandalagsins 19-20 miljarða króna yerðlagslækkun á ári Hjálmnr Vilhjálmsion Spái lítilli veiði — þar til loðnugangan er útaf S-A'- landi „Það vantar ekki að lóðaö hefur veriö á mikiö magn af loðnu, og því er ég vissum.að þaö er nóg af loönu i sjónum, en þaö sem vantar er aö hún þétti sig. Enn sem komiö er fer hún mjög dreift og ég spái þvi að ekki veröi um mikia veiði að ræöa, fyrr en loðnugangan kemur á Hornafjaröarsvæöiö”, sagöi Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur, er viö ræddum viö hann i gær, en hann er nú um borö i Bjarna Sæmundssyni við loðnuleit fyrir noröan og n-austan landiö. — En hvað veldur þvi, að loðnan þéttir sig ekki? Að sögn Hjálmars vita menn það ekki, það er svo erfitt aö spá í náttúruna, en liklegasta skýringin á þvi er, að þvl er Hjálmar telur, að svo jafn hiti er I sjónum fyrir norðan og n-austan landið og er þar um að ræða mjög stórt haf- svæði. Undanfarin ár, þegar allt hefur verið með eðlilegum hætti í loðnuveiðunum, hefur loðnugangan haldið sig alveg við kuldaskilin og gengið landmegin við þau I stórum torfum. En þegar hitinn er svona jafn eins og núna, dreifir hún sér meira, en torfurnar verði færri og smærri. „Þetta er sú skýring sem mér þykir liklegust og þess , vegna er það sem ég spái þvi að ekki verði um mikla veiöi aðræða fyrr en hún er komin á Hornaf jarðarsvæðið”, sagði Hjálmar. . Hann benti á að árið 1970 hafi þetta verið næstum þvi eins og nú. Þá var mikið magn af loðnu i sjónum, en litið sem ekkert veiddist meðan gangan var út af Noröurlandi, N-Austurlandi og Austfjörðum. Það var ekki fyrr ,en hún var komin á Hornafjaröarsvæðið að hún fór að veiðast. „En þetta er allt svo óút- reiknanlegt að i sjálfu sér er ekkert hægt að segja eða spá um þetta allt saman, hún gæti þvi hvenær sem er þjappað sér saman i torfur og almennileg veiði hæfist fyrir alvöru” sagði Hjálmar að lokum. Þvi má svo bæta viö, að tiðarfar hefur verið erfitt á loðnumiðunum undanfarnar vikur og hefur veður oftar en ekki hamlaö veiðum. Þannig var það til að mynda i fyrri nótt og i gær, aö ein 7—8 vindstig voru á miöunum og þvi erfitt fyrir skipin aö at- hafna sig. —S.dór Tillögur Alþýðubandalagsins um lækkun söluskatts og verslunarálagningar heföu i för með sér 5 1/2 — lækkun framfærsluvisitölu heildar- verölags i landinu. 1 viðtali við Lúðvik Jósepsson, formann Alþýðubandalagsins, sem birt er á 3. siöu blaðsins i dag, kemur fram aö þessi verö- lækkun næmi um 20 miljörðum króna á ári. A 3. siðunni er einn- ig að finna nánari útfærslu á til- lögum Alþýðubandalagsins um niöurfærslu verðlags og áhrif tillagnanna. 1 viðtalinu bendir Lúövik á aö verölagslækkun mætti einnig haga þannig að söluskattspró- sentan lækkaði aðeins um 2—4 stig, en i staðinn kæmu sérstak- ar verölækkanir á mikilvægar neysluvörur eins og mjólk og kjöt og á rafmagni til heimilis- nota. Væri þessi leið valin mætti lækka visitölu framfærslukostn- aöar um 10%. — Lækkun sölskatts úr 20% i 13% þýöir verdlækkun alls um 16-17 miljarða króna — Lækkun verslunarálagningar um 2-3 prósentustig þýdir verdlækkun alls um 3 miljarða króna — Sjá viðtal við Lúövík Jósepsson á blaðsiðu 3 — Sjá nánari útfærslu tillagna Aiþýðubandalagsins á á 3 siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.