Þjóðviljinn - 04.02.1978, Qupperneq 5
TT
Laugardagur 4. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Er kjaraskerðing yfirvofandi
Rætt við 7 verkamenn
AÐGERÐA ER ÞÖRF
Ummæli Ólafs Jóhann-
essonar í sjónvarpi á
þriðjudagskvöld/ að
//kjaraskerðing/ þó ekki
tilfinnanleg"! væri á döf-
inni hjá ríkisstjórninni/
Einar Þorgeirsson: Stefnulaust
hjá ólafi
Þarf rótækar
adgerdir
Einari Þorgeirssyni i Lands-
smiðjunni leist Ola á kjara-
skerðingaráformin.
— Annars virtist allt vera
stefnulaust hjá Ólafi Jdhannes-
syni i sjónvarpinu á þriðjudas -
kvöldið, hann vildi athuga allt.
— Verkalýðshreyfingin er
orðin of miðstýrð. Hún hefur
ekki látið mál Landssmiðjunnar
til sin taka eins og hún ætti að
gera. Það þarf róttækar aðgerð-
ir, og það er baráttuhugur hér i
Landssmiðjunni. Þeir sem ætla
að standa fyrir sölu Lands-
smiðjunnar, ættu að koma hing-
að og ræða við starfsmenn.
Há vinnulaun
ekki orsök
erfídleikanna
í Vélsmiðjunni Héðni hittum
við Einar Brynjólfsson og
spurðum um ástand og horfur:
— Það er augljóst mál að það
fagnar þvi enginn ef til kjara-
skerðingar kemur. Ef til kemur
almennrar kjaraskerðingar auk
gengisfellingar verður verka-
lýöshreyfingin að rétta hlut
sinn. Arás verður að svara með
hefðbundnum leiðum, uppsögn
samninga og svo framvegis.
Allsherjarverkfall er möguleiki,
en það er ekki byrjað að ræða
þetta neitt i félögunum.
— Almennir launþegar geta
ekki tekiö á sig afleiðingar um
efnahagserfiðleikanna. Þaö
verða aðrir aö koma til, at-
vinnufyrirtækin búa t.d. viÖ
ágætan hag, og hafa haft hag-
stæða álagningu. Há vinnulaun
eru ekki orsök erfiðleikanna.
kröfur verkalýðsfélaganna
verða að taka mið af þörfum fé-
lagsmanna, en ekki kveinstöf-
um rikisstjórnar og atvinnu-
hafa vart komið mörgum á
óvart þegar tekið er tillit til
þess hvaða stéttarhags-
muna þessi „fram-
kvæmdanefnd burgeisa-
stéttarinnar" hefur að
Guömundur Jónsson: Hvaö ger-
ir Dagsbrún?
Hvað gerir
Dagsbrún?
Niður við höfn hittum við að
máli Guðmund Jónsson og innt-
um hann eftir áliti hans á kjara-
skeröingaráformum rfkisvalds
og burgeisa.
Hann taldi að ekki væri gott
að segja um það núna, ekki væri
komið i ljós hvað yrði gert.
Engu að siður væri augljóst að
sifelldar verðhækkanir hefðu
höggviöskörð i kaupmátt launa.
Hvort nauðsynlegt yrði að fara i
verkfall til að svara væntanleg-
um kjaraskerðingum, vildi
hann ekki spá um, en spurði að
lokum; Ja, hvaö gerir Dags-
bún?
Elnar Brynjólfsson: Englnn
fagnar kjaraskeröingu.
rekenda sagði Einar Brynjólfs-
son að lokum.
gæta. Gengisfelling og af-
nám visitölubóta/ eru þær
framkvæmdir sem ráö-
herrarnir gæla mest við í
hugskotum sínum þessa
dagana.
Asgeir Einarsson: Þrælsóttinn
vföa tii ennþá
Fólk of hrætt
vid íhaldið
Asgeir Einarsson i Vélsmiðj-
unni Héðni var ómyrkur i máli
um ihaldsöflin og erfðafjendur
verkalýðshrey fingarinnar:
— Útlitið er hroðalegt. Það
hefur farið hraðversnandi á
valdatima þessarar rikisstjórn-
ar. Það er ekki gott að segja
hvað er til bóta. Fólk er osam-
mála.enginn þorir að gera neitt,
þrátt fyrir að flestir viti hvað
þurfi að gera.
— Ahrif ihaldsins eru mikil.
Hræðslan við það bindur hendur
margra. T.d. i upphafi sjöunda
áratugsins var nokkuð atvinnu-
leysi og þá voru margir sem
ekki þorðu að láta uppi hug sinn
af ótta við að vera reknir. Ég
var á sjónum þá og menn sem
voru róttækir og létu það i ljós,
máttu eins eiga von á þvi að
skipstjórinn segði þeim að taka
pokann sinn. Þrælsóttinn er viða
til ennþá.
— Varðandi kosningar, þá
birtir nú alltaf til með vorinu, en
hvort það birtir nógu mikið til,
er ekki gott að segja til um.
Gengissig og verðhækkanir
lækka kaupmáttinn sifellt.
Kaupið fyrir siðasta mánuð var
sæmilegt, en maður finnur strax
fyrir áhrifum verðhækkananna.
— Það er ekki von á góðu
meðan að menn þurfa að vinna
10—14 tima. Þvi er það að á
meðan að verkalýöurinn er i
meirihluta meðal landsmanna,
höfum við stjórn eins og situr
núna.
Er Asgeir var spurður um það
hvort áhrif ihaldsins færu
minnkandi að hans mati, taldi
hann að mikill hluti ungs fólks
hafnaði þvi, en reyndar hefðu nú
ansi margir verið harðir ihalds-
andstæðingar foröum daga.
— Ég vona að ihal^ið falli, ég
er búinn að biða eftir þvi i
fimmtiu ár voru lokaorð
Asgeirs.
Kjaraskeröing
kemur ekki
til greina
Kjaraskerðing kemur ekki til
greina, var svar Arna Krist-
björnssonar i Landssmiðjunni,
þegar við spurðum hann álits á
verkalýðsfjandsamlegum þanka-
gangi ráðherranna.
— Það má ekki hrófla við
kaupinu, þaðer sist of hátt. Það
eru til margir stórir vasar, sem
ráð væri að fara fyrst i. Verka-
lýðshreyfingin verður að gera
ráðstafanir til aö svara öllum
kjaraskerðingaráformum. Alls-
herjarverkfall er möguleiki, þó
hannsé ekki raunhæfur eins og
er. Ég vona aö innri styrkur
verkalýöshreyfingarinnar sé
nægilegur til þess að hægt verði
að hrinda öllum árásum á kaup
og kjör.
Allir vilja fá
sem mest
Vilja ekki allir fá sem mest?
spurði Pétur Grfmsson i Lands-
smiðjunni. Menn veröa að taka
afleiðingum ofátsins. Þó á það
ekki við um verkalýðshreyfing-
una, það er erfitt að lifa af laun-
unum i dag.
— Það verður að stöðva verð-
bólguna. En það verður lika aö
berjast gegn kjaraskeröingum.
Þar er verkfallið eina vopnið, þó
það sé að sjálfsögðu neyöarúr-
ræði.
Ekki allir hrifnir
af stjórninni!
Eftir að hafa skotist á milli
lyftara og smokraö okkur á
milli manna við uppskipun, náö-
um við tali af Ingimundi
Sæmundssyni. t
— Þetta er ómöguleg stjorn.
Þeir þóttust ætla að lækka dýr-
tiðina og lofuöu mörgu fleiru, en
það hefur litið orðið um efndir.
Hækkanir á vörum eru i fullum
gangi og rikisstjórninni er vel
trúandi til að reyna aö skerða
kjörin enn frekar.
— Það er ekki gott að segja
hvernig verkalýöshreyfingin á
að bregðast við. Ef verkalýður-
inn fær nokkrar krónur með
verkföllum hækkar allt svo þaö
virðist gagnslitið. Ef aö illa
gengur og peninga vantar,
hlýtur að véra hægt að taka þá
annars staðar frá. Stjórnvöld
virðast geta eytt i alls konar
óþarfa og þaö hafa ýmsir hærra
kaup en verkamenn.
— Ég efast um miklar breyt-
ingar i vor, þó kosið verði. Fólk
skiptir ekki mikið um flokka.
Viö spurðum hvort núverandi
En hver veröa viðbrögð ingaáformanna og hér á
verkalýðshreyfingarinn- síðunni birtast svör starfs-
ar? Við fórum á nokkra manna i yélsmiðjunni
staði til að kanna hug Héðni/ Landssmiðjunni og
verkafólks til kjaraskerð- við höfnina.
Ingimundur Sæmundsson:
Þetta er ómöguleg stjórn!
stjórn nyti mikillar nylli meðal
hafnarverkamanna.
— Það eru að minnsta kosti
ekki allir hrifnir af henni!
svaraði Ingimundur aö lokum.
Arni Krlstbjörnsson: Svara
verður kjaraskerðingaráform-
unum
Pétur Grimsson: Erfitt að iifa
af laununum