Þjóðviljinn - 28.02.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 28.02.1978, Qupperneq 5
Þriðjudagur 28. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af eriendum vettvangi Eru Sómalir ad þrotum komnir? Strikuðu svæðin eru þeir hlutar Eþiópíu sem Sómalir og uppreisnar- menn i Eritreu hafa á valdi sinu. örvarnar sýna sókn Eþiópa Fyrir aðeins rúmum þremur mánuðum neru bandariskir ráða- menn saman höndunum af ánægju yfir gangi mála á austurhorni Afriku, skrifar John Darnton, fréttaritari New York Times i Addis Ababa. Sómalir höfðu I reiði sinni vegna stuðnings Sovétrikjanna við Eþidpiu svipt þau mikilvægri hafnaraðstöðu, sem sovéski Indlandshafsflotinn hafði haft i hafnarborginni Berbera i norðurhluta Sómali- lands. Þar með höfðu Sovétmenn misst öruggasta bandamann sinn til þessa i Afrlku. Sivaxandi flutn- ingur vopna og manna frá Sovét- rikjunum og bandalagsrikjum þeirra tilEþiópiu gaf lika ástæðu til þess að ætla að Sovétmenn, væru á hraðri leið með að Hækja sig i álíka klandri á austurhorni Afriku og varð hlutskipti Banda- rikjanna i Indó-Kina. NU hefur þetta breyst, eftir að Eþi'ópar, gráir fyrir sovéskum járnum, hófu gagnsókn I þeim tilgangi að endurvinna Ogaden-auðnina af Sómölum. Aö mati bandariskra fréttamanna er sóknin útfærð af mikilli kúnst, og enda þótt ekki verði séð að Eþióp- ar hafi unnið neina stórsigra hingað til, viröast Bandarikja- menn meta málin þannig að Eþiópar hafi mikla sigurmögu- leika. Ibúafjöldi Eþiópiu er nærri 30 miljónir og hún nýtur mikil- vægs stuðnings kú-banskra, sovéskra, austurþýskra, suður-jemenskra og israelskra hernaðarsérfræðinga og hermanna. Sá stuðningur er trú- lega eitthvað orðum aukinn af hálfu Sómala og Bandarikja- stjórnar, en þó áreiðanlega mik- ill. Mikið mannfall Sómaliland hefur hinsvegar aðeins rúmar þrjár miljónir ibúa og margt bendir til þessað það sé þegar uppgefiö. Manntjón Sómala er sagt orðið gifurlegt, þannig er hermtað þeir hafi látiö um 40.000 manns fallna og særöa á nokkrum siðustu vikum. Þar á ofan er hergagnaforði þeirra, sem var svo til eingöngu sovésk framleiðsla, á þrotum. Sómalir senda þvi æ örvæntingarfyllri áköll til Vesturlanda um mikla og skjóta hjálp. Arabarikin og bandariskir ihaldsmenn leggja 9é*«l Barre — þjéð hans mdir Móðrás. Mengistú — óvist hve hlýðinn hann reynist Sovétmönnum. fast að Bandarikjastjórn að dauf- heyrast ekki við þeim bænum. En Bandarikjastjórn veit ekki i hvora löppina hún á að stíga i þessu máli. Til þess eru margar ástæður. Sómaliland er eitt af sárfátækustu löndum veraldar og bandarisk stórfyrirtæki hafa þvi litinn áhuga á ítökum þar. Mohamed Siad Barre Sómala- forseti litur á sig sem marxista engu siður en Mengistú valdsmaður i Eþiópiu, og Banda- rikjastjórn, sem hefur haft and- kommúnisma fyrir trúarbrögð iengst af siðan byltingin var gerð I Petrógrad, hrýs hugur við að lenda nú i þeirri neyðarlegu aðstöðu að styrkja kommúnista- stjórn hernaðarlega. Afrikurikin Eþiópamegin Þar að auki hefur aðstoð Sovét- manna og bandamanna þeirra við Eþiópiu ekki mælst ýkja illa fyrir i Afriku. Sómalir eru óneitanlega árásaraðilinn i striði þessu, þar eð ljóst þykir að her þeirra veiti freisishreyfingu Vestur-Sómali- lands (eins og Sómalir kalla Ogaden) fullan stuðmng. Sómali- land getur að visu bent á það sér til málsbóta að Ogaden sé sómalskt að þjóðerni, en slik rök duga skammt i Afriku. Nærfellt öll Afrikuriki sunnan Sahara eru samsetningur margra þjóða og þjóðflokka, og afriskir ráðamenn hafa fulla ástæðu til að óttast að ef Sómölum héldist uppi að breyta viðurkenndum landamær- um sinum og Eþiópa, myndi það hleypa af stað skriðu sem raskaö gæti mest öllu núverandi rikja- kerfi Afriku. Og fæstar afriskar rficisstjórnir vilja afsala sér þeim rétti að kalla til liðs við sig erlend stórveldi til að halda rikjum sin- um saman og bæla niður uppreisnarhreyfingar þjóðernis- minnihluta. Þannig færstjórnin i Sjad mikinn hernaðarstuðning frá Frökkum til striðs viö uppreisnarmenn i norður-hluta þess lands. Sómalir eru að visu ekki alveg einir i heiminum. Þeir hafa þegar fest kaup á álitlegu magni hergagna frá ttaliu, sem Saudi-Arabia borgar og vitað er að Egyptaland, Saudi-Arabia og tran hafa um nokkurt skeið sent þeim vopn og jafnvel mannskap. Þau vopn, sem Sómalir fá frá þessum ríkjum, eru aðallega bandarisk smiði, sem Sómalir kunna litt með að fara og verða þvi að fá til liðs við sig erlenda menn, sem á þau kunna, ef þau eiga að koma að gagni. Breskt fyrirtæki er þegar farið að ráða bandariska málaliöa með striðs- reynslu frá Indókina i þessum til- gangi, en ekki er vitað hvort úr striðsþátttöku þeirra verður. Innrás i Sómaliland? Sómalir segja Eþiópa hafa i hyggju innrás i norðurhluta Sómalilands með það fyrir aug- um að hertaka helstu borgirnar þar. Hargeisa og Berbera, sem Eþiópar eru þegar sagðir hafa gertloftárás á.Eþiópar þvernéita að þeir hafi slikt i hyggju. Hins- vegar gæti slik innrás verið freistandi fyrir Eþiópa, þar eð hún yrði að likindum auðveldari i framkvæmd en hitt að endur- vinna hið viðlendg. Ogaden-svæði þar sem erfitt myndi reynast að uppræta sómalska skæruliða og Sómalir geta sótt inn á úr tveimur áttum (sjá landabréf). Berbera er mikilvægasta hafnarborg Sómala og með hana á valdi sinu gætu Eþiópar ef til vill knúið Sómala til friðar með þeim kost- um að báðir aðilar hörfuðu inn fyrir sin landamæri. Innrás i Sómaliland gæti hins- vegar snúið samúð Afrikurikja frá Eþiópiu og á hlið Sómala. Bandarikinhafagefiði skyn að þau myndu senda Sómölum hergögn ef af innrásinniyrði, en efamál er að sú hjálp kæmi að verulegum notum nema þvi aðeins að Banda- rikin útveguðu Sómölum einnig mannskap, sem kynni með vopn- in að fara. Bandaríkin i klemmu Fyrrnefndur Darnton metur ástandið þvi svo, að nú sé svo komið að það séu Bandarikin, sem séu komin i klemmu á austurhorninu, öllu frekar en Sovétmenn. Bandarikin reyna nú að bjarga sér úr þvi klandri með þvi að hvetja Sómali til að yfir- gefa Ogaden og þar að auki hafa Sovétmenn að sögn fullvissað Bandarikjamenn um, að þeir myndu beita sér gegn þvi að Eþiópar ráðist inn i Sómaliland. Enmikið má vera ef Sómalir, svo herskáir og stoltir sem þeir eru, hörfa frá Ogaden öðruvisi en að þeir séu reknir þaðan, og engin vissa er heldur fyrir þvi að Mengistú majór hlýði Sovét- mönnum, þótt þeir banni honum að takaHargeisa og Berbera. Um marxisma þeirra óvinanna, Siads Barreog Mengistús, leikur nokk- ur vafi, en hinsvegar er það ekk- ert efamál að báðir eru gailharðir þjóðernissinnar. Carter sendir mann til Mengistús Einnig eru Bandarikin nú farin aðihuga hvort ekki sé hægt aðná á ný vinsamlegu sambandi við Eþiópiu, sem til skamms tima var skjólstæðingur Bandarikj- anna og hafði verið það lengst af frá sfðari heimsstyrjöld. Carter Bandarikjaforseti hefur gert út sérstakan sendimann til Eþiópiu þvi viðvikjandi. Nokkru eftir að Eþíópiukeisara, sem var einn bestu vina Bandarikjanna I Afriku, hafði verið steypt, fóru Bandarikin að draga úr vopna- sendingum til hinna nýju vald- hafa. Þvi svaraði Eþiópiustjórn með þvi að slita varnarsamningi sinum við Bandarikin og leitaði hófanna hjá Sovétmönnum i staðinn. Til skamms tima var stjórn Mengistús, sem hefur mörg striö á höndum og harðvit- uga andstöðu innanlands við að gh'ma, spáð falli á hverri stundu. Sóknin frá Harar og Dire Dava og bilaður styrkur Sómala hefur nú aukið virðingu Bandarikjastjórn- ar fyrir Mengistú, sem aukheldur er sagður styrkja aðstööu sína i kjarnalandi Eþiópiu sjáifu, þar sem engar harðstjórnaraðferðir eru til þesssparaðar. Bandariskir ráðamenn virðast þvi farnir að bræða það með sér að keppa um hylli Mengistús við Sovétmenn. fjf IJTBOÐ Tilboð óskast I smið á 30 stk. rúmum og náttborðum I ibúðir aldraðra, Lönguhlið 3, Reykjavik. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 5.000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 15. mars 1978, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Styrkveitingar til norrænna gestaleikja Af fé þvi sem Ráðherranefnd Norðurlanda hefur til ráö- stöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála, er á árinu 1978 ráðgert aö verja 1.260 þúsund dönskum krón- um til gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og danslistar. Umsóknir um styrki til slikra gestasýninga eru teknar til meöferöar þrisvar á ári, og lýkur öðrum umsóknarfresti vegna fjárveitingar 1978 hinn 10. mars n.k. Skulu umsókn- ir sendar Norrænu mcnningarmálaskrifstofunni I Kaup- mannahöfn á tilskildum eyðublööum sem fást i mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 23. febrúar 1978. dþ. Námsvist i félagsráðgjöf Fyrirhugað er að sex tslendinguin verði gefinn kostur á námi I félagsráðgjöf I Noregi skólaárið 1978—79, þ.e. að hver eftirtalinna skóla veiti inngöngu einum nemanda: Noregs kommunal- og sosialskole, ósló, Sosialskolen Bygdöy, ósló, Sosialskolen Stafangri, Sosialskolen Þrándheimi, Det Norske Diakonhjem Sosialskolen i ósló og Nordland Distrikthögskole, Sosiallinjen, Bodö. Til inngöngu i frainangreinda skóla er krafist stúdents- prófs eða sambærilegrar menntunar. tslenskir umsækj- endur, sem ekki hefðu lokið stúdentsprófi, mundu ef þeir að öðru leyti kæinu til greina þurfa að þreyta sérstakt inn- tökupróf, hliðstætt stúdentsprófi stæröfræðideildar I skrif- legri islensku, ensku og mannkynssögu. Lögð er áhersla á að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á norsku eða öðru Norðurlandamáli til aö geta hagnýtt sér kennsluna. Lágmarksaldur til inngöngu er 19 ár,og ætlast er til þess að umsækjendur hafi hlotið nokkra starfsreynslu. Þeir sem hafa hug á að sækja um námsvist samkvæmt framansögðu skulu senda umsókn til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. mars n.k. á sérstöku eyðublaði sem fæst i ráðuneytinu. Reynist nauð- synlegt að einhverjir umsækjendur þreyti sérstök próf I þeim greinum sem að framan greinir, munu þau próf fara fram hérlendis i vor. Menntamálaráðuneytið, 23. febrúar 1978. Auglýsingasíminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.