Þjóðviljinn - 11.03.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Síða 9
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Rœtt við Örnólf Arnason um meðferð spœnskra heryfir- valda á leikflokkn- um Els Joglars Fyrir fáum dögum dæmdi spænskur herréttur fjóra leikara úr einum fremsta leikflokki Spánar, Els Joglars (Leikar- arnir), til tveggja ára fangelsis- vistar fyrir meinta mdðgun viö herinn. Tveir aðrir leikarar, sem voru ákærðir og höfðu verið hand- teknir, sluppu úr landi, að lik- indum til Frakklands. Annar þeirra er leikstjórinn, Albert Boadelia. Mál þetta hefur vakið feikna athygli og þykir mörgum það talandi tákn þess, að lýðræði það, sem núverandi ráðamenn Spánar guma svo mjög af, sé I skötuliki. Nú vill svo til að örnólfur Arna- son rithöfundur og kona hans Helga Jónsdóttir, leikkona, sem dvalist hafa langdvölum á Spáni, eru persónulegir vinir Alberts Boadella og fleiri i Els Joglars. Þjóðviljinn hafði tal af örnólfi og spurði hann nokkurra spurninga viðvikjandi þessu máli. örnólfur Arnason. lögleyfð i heiminum. Els Joglars virtust hafa vaðið fyrir neöan sig þegar þeir byrjuðu sýningar, þvi að menntamálaráðuneytið hafði lagt blessun sina yfir verkið. En þá kom herinn til skjalanna. Herlandsstjóri (gobernador mulitar) i Katalóníu er Francisco Coloma Gallegos, og svo vildi til að hann hafði farið með mál land- hersins i' stjórn Francos á þeim tima, sem Pólverjinn var dæmd- ur og kyrktur. Háðið og ádeilan i leiknum kann þvi að hafa hitt hann á snöggan blett. Albert Boadella — viidi ekki taka sæti sakbornings af menntamála- ráðherra. fyrra á fertugasta dánarafmæli skáldsins i fæðingarþorpi hans i útjaðri Granadaborgar. Kunningjar Inúka Els Joglars hafa vakið mjög mikla athygli fyrir sérstæðan stil, sem er einhversstaðar á milli lát- bragðsleiks, trúðleiks, fimleika og venjulegrar leiklistar. Til- raunir þeirra með leikrænan tjáningarmáta hafa viða um heim þótt forvitnilegar, ekki sist fyrir fólk ifaginu, likt og menn fylgjast með nýlundum til dæmis hjá Oreinni af sýningum Els Joglars, „Joan Sala Alias Serralonga”, sem fjallar um katalónskan stigamann frá 17. öld. Myndin er tekin á Ieik- listarhátið i Brasiliu, þar sem Els Joglars voru m.a. ásamt inúk-hópn- um isienska. Stj órn v öld Fjögurra ára gamalt hneyksli — Els Joglars eru katalónskur leikflokkur? — Já, þeir leika á katalónsku. Þeir byrjuðu með látbragðsleik fyrir um tiu árum. Þá var rit- skoðun mjög ströng, einkum var erindrekum menntamálaráðu- neytisins uppálagt að fylgjast vel með þvi að textar væru ekki stjórnarvöldum óþægilegir. En leikflokkurinn þróaðist þannig að meira og meira var farið að nota texta, og nú siðast, eftir dauða Francos, voru leikararnir farnir að tala katalónsku fullum hálsi. — Hvað er að segja um leik- verk það, sem raskaði taugakerfi hersins? — Leikritið fjallar um fjögurra ára gamalt hneyksli, þegar her- dómstóll dæmdi til dauða Pól- verja nokkurn, rikisfangslausan, og lét taka hann af lifi með kyrk- ingu. Við þesskonar aftökur er notað miðaldaapparatiö garrote, og er þetta vafalaust óhugnan- legasta aftökuaðferð, sem enn er Málum er þannig háttað á Spáni að i hverju fylki eru tveir landstjórar, annar á snærum hersins en hinn á vegum rikis- stjórnarinnar. Þeir eru báðir jafn valdamiklir og herlandstjórinn þó sýnu öflugri, þvi að hann rikir einnig yfir lögreglunni og getur seilst yfir á verksvið hins land- stjórans. Coloma lét handtaka sex leikara úr Els Joglars 15. des. s.l. — Hér er um að ræða einn besta leikflokk Spánar- — Els Joglars eru annar af tveimurleikflokkum Spánar, sem hlotið hafa alþ jóðlega f rægð. Hinn er flokkur Nuriu Espert, þekkt- ustu leikkonuSpánar, sem virðist hafa tekið að sér stjórn mótmæla- aðgerðanna af þessu tilefni. Nuria Espert er einmitt þekkt fyrir að ganga fram fyrir skjöldu þegar rétta þarf hlut listamanna gagnvart yfirvöldum. Hún stjórnaði til dæmis fyrstu minningarathöfninni, sem haldin var um Garcia Lorca, þegar tugir þúsunda listamanna og annarra Spánverja komu saman i hitteð- hrædd viö herinn Grotowski eða Peter Brook. Leik- flokkurinn hefur frá byrjun ferðast um Spán af og til og sýnt i ýmsum borgum,en þekktasturer hann i Katalóniu og grannlöndum Spánar. Leikstjórinn, Albert Bo- adella, semur leikverk flokksins i samvinnu við hina leikarana. Albert var kennari við leiklistar- háskólann i Barcelona þegar við Helga vorum þar við nám vet- urinn 1971-72. Þá kynntumst við honum og mörgum öðrum úr hópnum og höfum haldið sam- bandi við þau siðan. Þá má geta þess að Inúk-leikflokkurinn var með Els Joglars á alþjóðlegri leiklistarhátið i Caracas i Vene- súelu 1976, og þótti Inúkum sýning Els Joglars sú besta, sem þeir sáu þar. Els Joglars höfðu og komið á sýningu Inúka i Varce-- lona árið áður. Arfleifð Francos — Boadella hefur látin frá sér fara einhverjar yfirlýsingar, eftir að hann komst undan? — Hann lýsti þvi yfir að hann hefði flúið til þess að verða ekki dæmdur i stað menntamála- ráðherra,sem hefði átt að vera i sæti sakborningsins fyrir her- réttinum, úr þvi að hann lagði blessun sina yf ir sýninguna. —- Rver hafa viðbrögð stjórnarvalda orðið? — Mjög margir talsmenn stjórnarflokkanna hafa látið i ljós hneykslan yfir þessari óvæntu og ógnvekjandi ihlutun hersins i leikhúsmál, en enginn borgara- legur máttur má við hernum. Fyrir útlendinga er þessi undar- lega lögsaga hersins nánast óskiljanleg, en svo virðist sem borgaraleg yfirvöld geti ekkert aðhafst til að breyta dómi herfor- ingjanna eða náða leikarana. Lögin, sem heimila hernum þetta, eru vitaskuld arfleifð Francos, ein af mörgum, sem flestum er i mun að kasta fyrir borð, en umbætur ganga ekki andskotalaust fyrir sig. Sem dæmi má nefna að lögregla og her hafa að undanförnu verið að yggla sig og sýna klærnar, þegar hinir borgaralegu húsbændur hafa verið að reyna að venja ein- kennisklædda menn af þvi að drepa ogpynda það fólk, sem fer i taugarnar á þeim. Stjórnmála- menn hika við að setja hernum úrslitakosti af ótta við valdarán. Almenningur virðist lika haldinn ugg um að til sliks gæti komið. Tveggja ára herfangelsi A hinn bóginn er rétt aö taka fram að á ýmsu hefur orðið mikil breyting til batnaðar frá dauða Francos. Þannig hefur siðasta árið orðið alger bylting i blaða- mennsku, og eru blaðamenn óhræddir við að veitast að hernum, bæði i máli og myndum. — Hvaða vonir geta þá hinir fangelsuðu leikarar gert sér? — Vegna þessa ótta borgara- legra stjórnarvalda við herinn eru allar lilcur á þvi, að þeir verði að dúsa i herfangelsi i tvö ár. Ég efast um, að þjónusta og viður- gerningur hersins við Els Joglars á þvi gistihúsi verði i sama flokki og sú sem islenskir feröamenn hljóta i heimsóknum sinum til. Spánar. dþ Fjórir ballettar í Þjóðleikhúsinu íslenski dansflokkurinn. Danshöfundar Yuri Chatal og Jochen Ulrich 1 Þjóöleikhúsinu voru I vikunni tvær sýningar á fjórum balletum (hinn fimmti féll niður vegna þess að tónlistin var ekki mætt). Balletmeistari hússins, Yuri Chatal, hafði samið og stjórnað hinum fyrsta, Sumarleikir heitir hann og er við tónlist eftir Ravel. Þvi miður var heldur fátt um góð- ar hugmyndir i þessu verki og áhugi dansaranna ekki sérlega einbeittur, eins og kannski var von. Næst voru dansaðar Sinfónisk- ar etýður Schumans (með tilvis- un til Four Quartets Eliots). Höfundur er Jochen Ulrich og stjórnandi Sveinbjörg Alexanders. Verk þetta var i anda „blandaðs hagkerfis” ef svo mætti að orði kveða: þetta er aðgengilegur nútimaballet, þar koma fram hreinlegar linur. mynstur sem eru blátt áfram er velkomin tilbreyting og hvild skemmtileg, hreyfingakerfi sem frá þrengri brautum klassiskur. Þessi ballet var sannastur mæli- kvarði á ásigkomulag tslenska dansflokksins um þessar mundir. Það gefur ekki tilefni til kvörtun- ar, flokkurinn hefur safnað reynslu, hann getur margt. Flytjendur voru sjö: Asdis Magnúsdóttir, Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur, Helga Bernhard, Olafia Bjarnleifsdótt- ir, Nanna ólafsdóttir og örn Guðmundsson. Frammistaða þeirra var nokkuð jöfn, en samt er sérstök ástæði til að setja strik undir nöfn þeirra Ólafiu og Asdis- ar i þetta sinn, fyrir þeirra öryggi og þokka. Eftir hlé flutti Sveinbjörg Alexanders ballett sem Jochen Ulrich hefur samið við tónlist eft- ir Hindemith. Angist, örvænting — og lifsvilji þrátt fyrir allt, ráða rikjum i þessu verki sem gerir drjúgar kröfur til flytjandans. Sveinbjörg Alexanders er prýði- leg listakona og leysir hvern vanda á öruggan og sannfærandi hátt. Undir lokin voru leiknir Straussvalsar, Ballettinn er eftir Yuri Chatal: allur er hann með hefðbundnu sniði með bleiku og rauðu koketteri og verður það hvorki'lofað né lastað heldur. Þarna var tækifærið notað til að leiða fram á sviðið fjóra nýliða. Þær stúlkur eru að sjálfsögðu óráðin gáta, en sæta að þvi leyti tiðindum, að flokkinn munar um hvern liðsauka. Einum of oft höfum við orðið að minnast á það, hvernig Islenskur ballettflokkur eins og hangir i lausu lofti, á það öryggisleysi sem hann býr við, á karlmannsleysið, á og tið skipti á balletmeisturum. Við vitum, að þessi kjarni hefur margan brattan klifið, margt unnið prýðilega og hann heldur þvi áfram. En þvi miður er sá vetur sem nú liður ekki liklegur til að bæta stöðu hans. A.B. Schumann etýðurnar frá öðru sjónarhorni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.