Þjóðviljinn - 11.03.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Page 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1978 Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 Unnið að leikbrúðugerð. Leikbrúðuland 10 ára .Drekanum ævintýri eftir Árne Mykle, sem er einn þeirra leik- Höfum áhuga á aö fá íslenska Leikbrúðuland á tíu ára afmæli í vor, en starfsemi þess hefur verið óslitin frá 1968. Síðan veturinn 1972-73 hefur Leikbrúðuland sýnt að Frikirkjuvegi 11 í hús- næði Æskulýðsráðs. Þjóð- viljinn spjallaði við fjóra félaga Leikbrúðulands, þær Hallveigu Thorlacius, Helgu Steffensen, Þor- björgu Höskuldsdóttur og Ernu Guðmarsdóttur. Þær Hallveig, Helga og Erna hafa staðið að Leikbrúðu- landi frá stofnun þess ásamt Bryndísi Gunnars- dóttur. i vetur hefur Þor- björg komið í stað Bryndís- ar og verið aðal-leik- myndasmiður brúðuleik- hússins. Sjónvarpsþættir fyrstu ár- in Við spyrjum fyrst um aðdrag- andann að stofnun Leikbrúðu- lands. — Leikbrúðuland var stofnað árið 1968. Þá var haldið námskeið á vegum skólans og sjónvarpsins og var Kurt Zier, þáverandi skólastjóri Myndlistar- og hand- iðaskólans, leiðbeinandi. Bryn- höfunda til að skrifa fyrir okkur segja félagar í Leikbrúðulandi dis, Helga og Erna voru á fyrsta námskeiðinu og tóku þátt i stofn- un brúðuleikhússins, en fleiri voru með okkur fyrstu árin, t.d. Kristin Jónsdóttir handiðakenn- ari og Messiana Tómasdóttir leikmyndateiknari. Fyrstu árin fengumst við nær eingöngu við gerð sjónvarpsþátta, m.a. um Siggu og skessuna eftir Herdisi Egilsdóttur og Láka jarðálf, en 1972 fengum við aðstöðu á Fri- kirkjuvegi 11 og þar höfum við haft sýningar á sunnudögum á veturna. Vantar karlmann! — Er fjárhagslegur grundvöll- ur fyrir rekstri Leikbrúðulands? Njótið þið einhverra styrkja? — Við höfum ókeypis aðstöðu á Frikirkjuvegi, en styrkir eru i al- geru lágmarki. Borgin hefur styrkt okkur dálitið og við erum meðlimir i Bandalagi islenskra leikfélaga, og fáum þvi styrk frá menntamálaráðuneytinu. Þetta byggist mest á þvi, að öll undir- búningsvinna er unnin endur- gjaldslaust. — Er þetta þá tómstundastarf? — Það er nú ekki hægt að segja það, a.m.k. er erfitt að stunda aðra fasta vinnu með þessu. Til dæmis höfum við unnið i leikhús- inu alla daga siðan i ágúst. Við græðum auðvitað ekki á þessu, en tekjurnar fara að sjálfsögðu eftir aðsókninni. Það sem inn kemur fer i kostnað við efni, sýningar og auglýsingar. Við höfum verið á höttunum eftir karlmanni i tiu ár, en enginn hefur gefið sig i þetta! Við höfum þvi þurft að leika allar karlaraddirnar, svo sem prinsa og tröll, frá upphafi. Góð aðsókn — Hvcrnig hefur aðsóknin ver- ið? — Fyrstu árin var þetta mikill barningur og e.t.v. hefur brúðu- leikhúsið ekki verið nógu vel aug- lýst. En þetta gengur sifellt betur, og siðan i haust hefur aðsóknin verið ágæt, oftast næstum fullt hús. Það er fastur hópur sem kemur á hverja sýningu hjá okk- ur. Það má geta þess til gamans, að um daginn sagði kona við okk- Brúðuleikhús — forn fistgrein Brúöuleikhús er ævaforn list- grein. I upphafi var það nátengt trúariðkunum. Grikkir dýrkuðu guði si'na með hreyfanlegum líkneskjum, einkum Dionysos, sem var guð vinsins. Brúðuleik- hús berst siðan frá Grikkjum til Rómverja og áfram með róm- verskri menningu norður á bóg- inn. Snemma á miðöldum var lagt bann við brúðuleikjum inni i kirkjunum og þá fluttust þeir út á markaðstorgin. Mester Jakel, Punch og Judy, Kasper, Guignol, Petrushka og Jan Klaasen, allar þessar brúður eru fæddar og uppaldar á markaðstorgum Evrópu, og virðast þessar alþýðlegu hetjur ætla að verða lifsseigar. 1 kjöl- far rómantisku stefnunnar i lok 19. aldar vaknaði geysilegur áhugi á brúöuleikhúsi og það var um tima hættulegur keppi - •nautur hefðbundins ieikhúss. þátta sem Leikbrúöuland sýnir i vetur. A siöustu árum hefur áhugi fyrir brúðuleikhúsi stóraukist um allan heim Norðurlöndum. og ekki sist á ur: „Mikið er ég fegin að þið eruð búin aðskipta um sýningu, við er- um búin að sjá hina fimm sinn- um!” — Annars kostar hver sýn- ing hjá okkur meiri vinnu en i venjulegu leikhúsi, þvi að við er- um svo fáliðaðar. Við þurfum t.d. að búa til alla leikarana, sjá um miðasölu o.fl. — Hvernig er aðstaðan á Fri- kirkjuvegi 11? — Salurinn er litill, tekur 120 manns i sæti. Stærðin hentar okk- ur mjög vel, en auðvitað er þetta ekki teiknað sem leikhús, svo að ýmislegt mætti betur fara. En Hinrik Bjarnason og starfsfólk Æskulýðsráðs hefur verið sérlega liðlegt og veitt okkur mikinn stuðning til að starfsemi brúðu- leikhússins fari sem best fram. — Fáið þið einhverja utanað- komandi aðstoð? — Já, leikarar, hljóðupptöku- menn og Ijósamenn hafa hjálpað okkur i fristundum sinum og við höfum átt auðvelt með að leita til atvinnumanna á ýmsum sviðum. ótæmandi möguleikar — Eru ekki til margar aðferðir við sýningar í brúðuleikhúsi og gerð brúða? — Það eru ótæmandi mögu- leikar i gerð brúðanna, en við verðum að velja þær aðferðir sem okkur eru ekki ofviða i tækni- legu tilliti. Þær brúður sem við notum mega ekki þurfa stórt svæði eða marga stjórnendur. t sýningunni sem nú er i gangi hjá okkur erum við t.d. með 5 gerðir af brúðum, m.a. hanskabrúður, stangabrúður og sjálflýsandi brúður. Strengbrúður hafa þá sérstöðu, að þeim er stjórnað að ofan, en vegna þess hve lágt er undir loft hér i kjallaranum, er erfitt að koma slikum sýningum fyrir. — Er brúöuleikhús eingöngu fyrir börn? — Nei, brúðuleikhús er fyrir alla, og ekkert siður fyrir full- orðna. En við höfum hingað til miðað flestar sýningar okkar við börn. Brúðu le ikhúsná mskeið — Hefur eitthvað verið gert hér á landi til að auka við menntun þeirra sem fást. við brúðuleik- hús? — Já, hér hafa verið haldin tvö námskeið i Reykholti i Borgar- firði á vegum Bandalags islenskra leikfélaga og Nordisk amatörteaterrad. A þessum nám- skeiðum hafa verið kunnir erlendir leiðbeinendur, og má þar til dæmis nefna Michael Meschke frá Marionett leikhúsinu i Stokkhólmi og Erwin Piplits frá Pupo-Drom i Austurriki. A fyrra námskeiðinu var stofnuð hér deild i alþjóðlegu brúðuleikhús- samtökunum, UNIMA, en þau eiga 40 ára afmæli á næsta ári. Þá hefur Jón E. Guðmundsson, sem rekur Islenska brúðuleikhúsið, hjálpað okkur heimikið i sam- bandi við tækni og annað, en Jón er brautryðjandi brúðuleikhúss hér á landi. Erfitt á fá islensk leikrit — Hvernig gengur að fá brúðu- leiki? Hvaðan fáið þið leikritin? — Það er erfitt að fá islensk brúðuleikrit. Við höfum haft áhuga á að fá islenska höfunda til að skrifa fyrir okkur. Jón Hjartarson skrifaði fyrir okkur brúöuleik uppúr „Einu sinni á jólanótt,” sem Leikfélag Reykja- vikur sýndi fyrir nokkrum árum og Böðvar Guðmundsson hefur skrifað fyrir okkur leikrit upp úr Völsungasögu, en það er ekki komið á fjalirnar ennþá. Leikirn- ir um meistara Jakob, sem við sýndum i fjögur ár, voru þýddir og staðfærðir úr dönsku. Við höf- um þýtt sjálfar, og flest leikrit sem við höfum sýnt eru þýdd úr erlendum málum. Við höfum lika gert tilraunir til að skrifa sjálfar, en það sem vantar er að einhver af okkar færu rithöfundum skrifi eitthvað skemmtilegt fyrir brúðuleikhús. — Tala stjórnendur brúðanna fyrir þær? — Já, stundum,og best er fyrir stjórnanda hanskabrúðu að tala sjálfur. En sumar brúður krefjast svo mikillar einbeitingar og erf- iðra stellinga stjórnandans, að ekki er hægt að koma upp einu orði! Reyndar fékk stéttarfélag brúðuleikhúsmanna i Búlgariu þvi framgengt að þeir þyrftu ekki að tala fyrir brúðurnar. Þeir voru hreinlega búnir að vera um fimmtugt, að þurfa alltaf að tala upp fyrir sig! — Hverjir hafa Ieikstýrt i Leik- brúðulandi? — Hólmfriður Pálsdóttir hefur verið leikstjóri hjá okkur i fjögur ár, en Arnhildur Jónsdóttir, Jón Hjartarson og Brynja Benedikts- dóttir hafa lika séð um leikstjórn. Guðrún Stephensen leikstýrði nokkrum þáttum i sjónvarpi. Leikferðir — Hafið þið ferðast viða meö Leikbrúðuland? — Við höfum þrivegis farið út fyrir landsteinana undanfarin þrjú ár með „Jólasveina einn og átta”, tvisvar til Chicago og einu sinni til Luxemborgar. í haust er i ráði að fara á festival i Sviþjóð. Þrjú sumur höfum við lika farið út á land og við höfum ferðast um allt land með Leikbrúðuland. I fyrrasumar fórum við um Vest- fjarðakjálkann og um Norður- og Austurland. Fullkomnun í fjórða lið... — Er ekki mikil kúnst að stjórna leikbrúðum? — Þetta byggist á þjálfun eins og annað. Slavar segja að það sé ekki fyrr en með þriðju eða fjórðu kynslóð stjórnenda strengjabrúða, að fullkomnun ná- ist i stjórn brúðanna. —eös unntn m lemitrunugere. Verðlaunasjóður iðnaðarins fyrir einstakt afrek á svidi iönaöar t fyrradag voru veitt verðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins og hlaut þau Fjólmundur Karlsson vélsmiður á Hofsósi, en vcrðlaun- in nema 1 milj. króna. Þetta er i annað sinn sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum, en Última h.f. stofn- aði þennan sjóð 1976. - Fjólmundur Karlsson vélsmið- ur hefur unnið einstakt afrek á sviði islensks iðnaðar með stofn- un málmsmiðjunnar Stuðlaberg h.f. 1965 en sú málmsmiðja fram- leiðir nú hljóðkúta I yfir 100 teg- undir bifreiða og mun framleiðsla smiðjunnar vera um 1/4 þess magns sem þörf er fyrir hér á landi. Og það merkilega við þetta afrek Fjólmundar er það, að hann hefur ekki notið neinnar opin- berrar fyrirgreiðslu fyrr en Iðn- aðarbankinn veitti honum fyrir- greiðslu fyrir stuttu. Fjólmundur Karlsson er fædd- ur á Ólafsfirði og ólst hann þar upp. En eftir vélvirkjanám stund- aði hann iðn sina á ýmsum stöð- um uns hann stofnaði ásamt öðr- um Vélaverkstæði Hofsóss 1955 og það fyrirtæki rak hann til ársins 1965 að hann stofnaði Stuðlaberg h.f. sem hann hefur svo rekið sið- an. Kristján Friðriksson formaður sjóðsstjórnar afhenti Fjólmundi verðlaunin og sagði þá m.a. að það væri að sjóðsstjórninni sér- stakt gleðiefni að veita Fjólmundi þessi verðlaun og þá viðurkenn- ingu sem i þeim væri fólgin, hann hefði sannarlega unnið til þessa. Þess má til gamans geta að hljóðkútar þeir sem Stuðlaberg h.f. framleiðir eru ódýrari en inn- fluttir og þykja sist lakari. Og enn eitt er afar eftirtektarvert við framtak Fjólmundar, hann hefur smiðað stóran hluta hins fjölbreytta véla og tækjabúnaðar verkstæðisins sjálfur. Fjólmundur þakkaði fyrir sig með stuttri ræðu þar sem hann drap á sitthvað sem við kemur iðnrekstri á íslandi. Hann taldi menntakerfið i landinu gallað hvað viðkæmi verkmenntun manna, en sagði þó Fjölbrautar- skólana ljós i þvi myrkri. Þá drap hann einnig á stjórnleysið i fjár- mögnunarmálum i landinu og sagði það taka heila mannsævi að byggja upp fyrirtæki, ef það ætti að veita fleirum vinnu en eigand- _anum einum, slikt næði engri átt og þetta ásamt ýmsu fleiru við- komandi uppbygggingu iðnaðar- ins i landinu þyrfti að breytast. —S.dór FjóliAundur Karlsson Vélsmiður á Hotsósi hlaut verðlaunin Barnaverndarfélag Reykjavíkur med almennan fund um: Félagslega adstoð vid unglinga Barnaverndarfélag Reykjavik- ur efnirtil fundarfyrir almenning til þess að ræða þörfina fyrir félagslega aðstoð við unglinga i Reykjavik. Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu, Rauöarárstig 18 laugardaginn 11. mars kl. 14. Félagið hefur á stefnuskrá sinni að stuðla að velferö barna og ung- menna. Sfðasta fjáröflunardag, 1. vetrardag, var safnað fé til þess að reyna að koma upp leiðbein- ingar- eg hjálparstöð fyrir ung- linga. Forráðamenn félagsins vilja nú með þessum fundi kanna viöhorf og áhuga almennings á málinu og að öðru leyti ræða um hugsanleg framtiðarverkefni félagsins. Málshefjendur að umræðunum verða: Eirikur Ragnarsson, forstöðu- maður og Sigurjón Björnsson, prófessor. Félagsmenneru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti, en auk þess er ftmáurinn opinn öllum sem óbuga hafa á máiefniim.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.