Þjóðviljinn - 11.03.1978, Side 13

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Side 13
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 mestu. Þetta haföi vegageröin látið viögangast frá haustinu áöur, f 10 mánuði; hafði þó farið þarna um meö öll tól sin og tæki og haft aðsetur um tima i Kaldalóni. Þvi má svo bæta við að auðvitað er fyrrgreind slysa- gildra enn á sinum stað sem tal- andi táknum vanhæfni og slóða- skap þeirra þjóna 'almennings sem þarna eiga að ráða bót á. Sameinumst um Steingrímsfjarðar- heiði Þegar skrifað er um vegamál og samgöngur hér, er vert að minnast á það ófremdarástand að ibúar hér við Djúp, meira en helmingur Vestfiröinga eiga þess engan kost að komast héð- an eða hingað landveg meiri- hluta ársins og verða þann tima að treysta á stopult flug og bág- bornar strandferðir. Þrösk- uldurinn er einn fjallvegur suð- ur eða austur af Djúpi, eftir þvi hvort Þorskafjarðar- eða Steingrimsfjarðarheiði verður veguð á svipaðan máta og t.d. Holtavörðuheiði, en við það mundi sá timi lengjast stórlega sem Djúpbyggðirnar og einnig Dýrfirðingar, önfirðingar og Súgfirðingar ættu greiða leið að aðalakvegakerfi landsins. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Hólmavík 1975 ályktaöi eindreg- ið um veg yfir Steingrims- fjarðarheiði. A fjórðungsþingi Vestfirðinga i Reykjanesi haustið 1976 voru samgöngu- málin aðalviðfangsefnið. Þar var ályktað að „Vestfiröir skipt- ast i 4 meginsamgöngusvæði þ.e. Reykhóla-, Patreksfjarð- ar-, ísafjarðar-, og Stranda- svæði’’, og „Ahersla verði lögð á nánari samtengingu Stranda- sýslu við akvegakerfi Vest- fjarða með vegi yfir Stein- grimsfjarðarheiði.” Þingiö samþykkti siðan að eftirfarandi framkvæmdaröð væri i aðalat- riðum fylgt i vegamálum Vest- firðinga: 1. Að fullnægjandi akvega- sambandi verði komið á innan samgöngusvæðanna. 2. Tenging hvers samgöngu- svæðis við aðalakvegakerfi landsins og huga sérstaklega að þvi þar sem hagsmunir tveggja svæða geti farið saman. (samanber 3. lið). 3. Tenging samgöngusvæð- anna innbyrðis. Við afgreiðslu samgöngu- málaályktunarinnar fluttu 5 fulltrúar með Guömund H. Ingólfsson stjórnarmann Fjórð- ungssambandsins i farar- broddi, tillögu þess efnis að „Afram verði haldið með teng- ingu Djúpvegar við aðalakvega- kerfi landsins með vegi um Þorskafjarðarheiði” og „að þessi framkvæmd veröi fjár- mögnuð með happdrættisfé eða sérstakri lántöku svo sem verið hefur um Djúpveg.” Þessa tillögu mátti ekki einu sinni ræða. og var hún aflifuð snarlega með dagskrártillögu frá Ölafi á Suðureyri og Ölafi i Bolungarvik, formanni og vara- formanni fjórðungssambands- ins, sem meirihluti þingfulltrúa studdi. Til hvers höfum við þingmenn? Þeir flokkadrættir sem verið hafa á Vestfjörðum um fram- hald Djúpvegar hafa valdið þvi að hvorkigengur né rekur með ákvarðanatöku um vegarstæði svo sem best sannaðist á Alþingi fyrir jólin, er Halldór E. bar fyrir sig að „snjóleysi á heiðun- um undanfarna vetur hefði hindrað rannsóknir vegagerð- arinnar.”— Þingmannahjörðin okkar þorir ekki að hreyfa sig af ótta við að styggja kjósendur iákveðnum byggðarlögum,enda þyrftu þing-„skörungum ” okkar sjálfsagt að fjölga um helming, svo eitthvað sæist miða i fram- faramálum kjördæmisins. Þó sitja þeir i ráðherrastóli, fjárveitinganefnd tveir, ritara- sæti annars stærsta flokksins, gegna formennsku i orkuráði og þingflokksformennsku, svo dæmi séu tekin, og þvi finnst kjósendum að einhvers mætti vera af þeim að vænta. tJr Kaldalóni Værinúekki ráð að þeir tækju á sig kosningarögg og samein- uðust um veg á Steingrims- fjarðarheiði, fyrst fjórðungs- þing hefur gefið grænt ljós þar um ásamt sýslunefnd Stranda- sýslu? Með þvi einu móti geta Strandamenn á viðunandi hátt fengið vegasamband við aðal- þéttbýlis- og stjórnsýslumið- stöðvar kjördæmisins; þannig fengist raunverulegur hring- vegur um Vestfirði, Þorska- fjarðarheiði yrði veguð á svipuð um slóðum og núverandi vegar nefna er, uns sveigt væri aust- ur til Staðardals við Steingrims- fjörð, sumarleiðin lægi eftir sem áður suður i Þorskafjörð jöfn- um höndum, og þangaö kæmi upphækkaður vegur meö tið og tima. Að vetrinum er ekki teljandi munur á hvort farið er suður-vestur, um Strandir eða frá Þorskafjarðarbotni um Hey- dal. Hitt skiptir verulegumáli að valin sé sem styst og lægst leiö suður eða austur a£ og þar hefur Steingrimsfjarðarheiði ótvi- ræöa yfirburöi, 8-10 km milli brúna, en Þorskafjarðarheiði liðlega 20 km. Með ofangreind atriði i huga virðist ráðlegra fyrir okkur Þorskafjarðarheið- armennað leggjast heldur á eitt með Strandamönnum um Steingrimsjarðarheiði, en láta áframhaldandi togstreitu tefja’ fyrir málinu lengi enn. Tvísýnar kosningar Kosningavor fer i hönd og menn byrjaðir að spá i spilin um framboð og kosningahorfur. Allar likur benda til að orustan verði hvað hörðust og tvisýnust hér á Vestfjörðum, þvi sú merkilega staða er að 2 þingsæti eru hér á lausum kili og geta lent hjá hver jum 5 listanna sem er. Fullvist má telja að Fram- sóknarflokkurinn sé öruggur með 1 mann og Sjálfstæöis- flokkurinn með 2, en samkvæmt siðustu kosningaúrslitum stendur dæmið þannig: 1. m. Alþýðuflokksins Sighvatur Björgvinsson 495 atkv. 2. m. Framsóknarflokksins Gunnl. Finnsson 716 atkv. 3. m. Sjálfstæðisflokksins SigurlaugBjarnad. 599 atkv. 1. m. Óháðir Karvel Pálmason 711 atkv. 1. m. Alþýðubandalagsins Kjartan Ólafsson 578 atkv. Liðveisla Jóns Baldvins við Alþýðuflokkinn lyftir undir krata, en veldur að sama skapi gengissigi hjá Karvel, sömu- leiðis sérframboð Samtakanna ef af verður. Varast skyldu menn þó að jarðsyngja hann of snemma. Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara sinar eigin leiðir,og mörgum þykir sómi að Karvel og taka hann framyfir „samtryggingarkerfi gömlu flokkanna” einkum yngri kjós- endurnir. Svo er eftir að sjá hvað trausta og þekkta áhöfn nonum tekst að „munstra” á ut- anflokkaskútuna. Alþýðubanda- lagsmenn hljóta að vera bjart- sýnir á kosningu Kjartans og þau 4 efstu sæti listans sem fyrir liggja eru vel skipuð, en hvað með jafnrétti kynjanna? Von- andi gleymist það ekki við val hinna sex. Ekki er óliklegt að margir N-Isf. sem ekki eru þvi fastari i flokki, verði veikir fyrir lista ihaldsins með Sigur- laugufrá Vigur i baráttusætinu og Engilbert bónda á Tyrðil- mýri i 5. sæti, en hann ber tvi- mælalaust höfuð og herðar yfir aðra forustumenn i félags- og framfaramálum hér í Inn-Djúp- inu, og örugglega eiga Sjálf- stæðisbændur i kjördæminu ekki álitlegra þingmannsefni innan sinna raða. En svo mikinn sem ihaldið gerir hlut okkar N-Isf. þá snýst blaðið algerlega við þegar athugaður er framboðslisti Framsóknar, þvi á honum er enginn N-ísf., hvorki úr Bol- ungarvik né Djúpi, frekar en þau byggðarlög séu ekki til, en úr V-tsf. sem er svipað mann- mörg eru 4 á listanum. Virðist svo sem flokkurinn skammist sin fyrir t.d. miðstjórnarmenn sina og stórbændurna Jón Guð- jónsson á Laugabóli og Sigmund Sigmundsson á Látrum sem báðir eru skærar og vaxandi stjörnur á félagsmálahimnin- um hér. Auðvitað heldur Fram- sókn áfram að tapa. Varla verða margir launþegar til aö kjósa þennan flokk,og sjálfgert er að bændafólk mun kvitta fyrir ráðsmennskuna i málefnum stéttarinnar i vor. Hrakfarir Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum siðan Steingrimur Her- mannsson tók hér við forust- unni eru dæmalausar. 1967 sparkaði flokksforustan Sigur- vini Einarssyni úr efsta sætinu hér til að rýma fyrir „afreks- manninum” Steingrimi, — hélt hún að Sigurvin hefði sáralitið fylgi. En það fór ekki betur en svo, að við, vinstrisinnaðir flokksmenn, risum upp undir forustu Guðmundar á Brjáns- læk, brutum flokksforustuna á bak aftur og Sigurvin var settur i 1. sætið með þeim árangri að flokkurinn fékk hæsta hlutfall atkvæða fyrr og siðar eða 38%. Eftir tvennar kosningar undir hægrifána Steingrims er fylgið komið ofani 28,5% 1974, og i vor benda allar likur á, að hann drepi Gunnlaug af sér. Af undir- búningi sveitarstjórnarkosn- inganna fréttist litið ennþá. 1 Reykjafjarðarhreppi var kosið um 2 lista siðast, bænda annars- vegar og launamanna (rikis- starísmanna) hinsvegar. Mun slik fylkingaskipart fátið i sveitarstjórnarkosningum. Bændur mörðu meirihluta, höfðu þrem atkvæðum betur. Hér i Nauteyrarhreppi var sið- ast reynt að ná samstöðu um einn lista.en tókst ekki, og var kosning óhiutbundin. Sv.aðilfarir Upp á siðkastið hafa Djúp- menn vakið á sér athygli i fjöl- miðlum fyrir svaðilfarir á sjó og landi og komist nauðuglega af. Það er i sjálfu sér i eöli ungra manna og hraustra að bjóða náttúruöflunum byrginn og tefla á tvær hættur, en i báðum þeim tilvikum sem hér verða gerð að umræðuefni virðist, að meira hafi verið um hreint feigðarflan að ræða en yfirvegað mat kunnugra manna á aðstæðum. 1 fyrra tilvikinu nóttina 14. nóv- ember leggja þrir menn af stað frá Æðey áleiðis til Bolungar- vikur á opinni gúmbátsskel, knúinni dyntóttum utanborðs- mótor. Veður var gott, en spá slæm. Þeir treysta á að veður haldist þennan klukkutima sem ferðin á að taka, en vél bátsins bilar fljótlega, óveður skellur á og bátnum hvolfir. Þeir eru vel klæddir ogsérstök hraustmenni og tekst aö hanga á kili i rúma 5 tima, uns þeir finnast, þá komn- ir uppundir land i Alftafirði. Er vonandi að sem fæstir leggi þaö i vana sinn að nauðsynjalausu að ferðast yfir ísaf jarðardjúp á kili i stórhrið, frosti og skammdegismyrkri. I siðara tilvikinu, villu Halldórs Ólafs- sonar frá Rauðumýri á Þorska- fjaröar- og Steingrimsheiðum, er það sama að segja; þar var meirafarið með kappi en forsjá. • A þessu hausti hefur hvaö eftir annað orðið aö leita aö og bjarga fólki sem lagt hefur á heiðina, fest bila sina og verið svo illa búið að það hefur ekki treyst sér til að ganga niöur. og i sumum tilvikum hefur enginn vitað af þessum angurgöpum, þar sem þeir himdu i bilum sin- um ósjálfbjarga og aðeins til- viljunum háðað ekið hefur verið fram á þá áður en þeir krókn- uðu. Ber nauðsyn til, áöur en mannskaðar verða, að koma á tilkynningarskyldu þeirra er leggja á og koma af heiðinni eftir að færð gerist þar tvisýn. Þorskafjarðaheiði er röskir 20 km. milli brúna, kennileitalitil og villugjörn, vegur niöurgraf- inn og stikur óviða. Jafnfallinn lausasnjór var yfir allt, er Hall- dór hélt frá bil sinum sunnar- lega á heiðinni um hádegisbil 27. desember, áleiðis norður að Djúpi til að heimsækja foreldra og systkini. Hörkufrost var og nepja og snéri hann fljótlega að bilnum aftur og fór i hlifðar- samfesting sem gekk einnig ut- an yfir stigvél og varnaði snjón- um að komast ofani þau. Þessi búningsbót mun óefað hafa orð- ið honum til lifs. En ófærðin kom i veg fyrir að hann kæmist norðuraf i björtu og i rökkrinu skellur á blindhrið. Hann villtist og gekk alla nóttina,enda of illa klæddur til að geta haldið kyrru fyrir. Af tilviljun fann hann simalínuundir morgunog fylgdi henni og komst við illan leik of- an að Stað i Staðardal við Stein- grimsfjörð um kl. 2 siðdegis eftir 26 tima gang. Tvimæla- laust afrek við þessar kringum- stæður, og kom sér ’betur að drengur var ekki alinn á horketi og undanrennu i uppvexti. Kjaramál og sláturhús 14. september var haldinn fjölmennur bændafundur i Djúpmannabúö, sá fyrsti sem tók afstöðu til tillagna aðal- fundar Stéttarsambands bænda i sumar. Fulltrúar héöan.Engil- bert i Tyrðilmýri og Sigmundur á Látrum, höfðu framsögu og gagnrýndu ályktanir aðal- fundarins. Samþykkt var i einu hljóði tillaga þar sem bent var á að á Vestfjöröum væri hvorki um ofbeit eða offramleiðslu að ræða. Hér vanti mjólk og sam- göngum og landsháttum sé þannig varið að erfitt sé um annan búskap en sauðfjárrækt. Ekki megi draga hér úr fram- leiðslu eða iþyngja bændum með fóðurbætisskatt:, innvikt- unaj-gjaldi eða kvótakerfi svo sem Stéttarsambandið ráðger- ir. 15. október var á Isafirði hald- inn sameiginlegur fulltrúafund- ur bænda úr Isafjarðarsýslum, um sláturhúsamál og mögu- leika á stofnun slátursamlags fyrir báðar sýslurnar. Var kosn- in nefnd til undirbúnings þess. Engu skal á þessu stigi spáð um, hvort samstaða næst um þessa hugmynd. Mikill ágreiningur er um staðsetningu sláturhúss (húsa) i sýslunum og jafnframt andstaða við stórhúsastefnu framleiðsluráðs sem þrýst hefur á um byggingu stórs sláturhúss á Isafirði. Hér á hún varla við vegna landshátta og samgangna, og stór hús hafa hvorki skilað betri vöru né verið hagkvæmari i rekstri. Onfirð- ingar, Dýrfirðingar og Bolvik- ingar vilja varla sleppa sinum sláturhúsum þó á undanþágum séu, svo mikið hagraeði og tekjuöflun sem af þeim er fyrir þessi byggðarlög. Hér i Inn-Djúpinu er ekkert sláturhús og að minnsta kosti hér að norðanverðu mikil óánægja með þá framtiðarsýn að þurfa aö flytja áfram fé til förgunar sjó- veg til ísafjarðar 2—3 tima ferð i misjöfnum haustveðrum. Munum við nú orönir einir um svo fornlegan flutningsmáta á þúsundum sláturfjár. Þeir sem komist hafa að. sunnan heiða hafa þvi slátrað þar. Landleið frá bændum á Snæfjallaströnd til ísafjarðar er svipuð og suður i Borgarnes, og allir sjá hver fjarstæða væri að flytja fé á bil- um þangað. A Hólmavik er ný- byggt hálfnýtt sláturhús og þangað er hóflega langt, en þá vantar veginn yfir Steingrims- fjarðarheiði. Þvi er það, að ver- ið er að kanna möguleika á byggingu sláturhúss hér norðan Djúps i Nauteyrarhreppi, en sláturfjárfjöldi hér er um 7—8 þúsund. Slilct gæti orðið lyftistöng fyrir þetta svæöi, aukið atvinnu og umsvif sem ekki mun af veita, þar eð forsjármenn bændastétt- arinnar hafa nú endanlega gef- ist upp á að ná fram svipuðum kjörum henni til handa og aðrar stéttir njóta og sjá nú það bjarg- ráð helst, að bændur gæti spar- semi og nýtni og vinni utan heimilis til tekjuöflunar. Og er þá ekki sjálfsagt að bændafólk á hverjum stað vinni sem mest að næsta stigi framleiðslunnar, slátrun o g umsetningu i matvæli i stað þess að fela það alfarið þéttbýlisbúum? „Hitler er ekki hér” Rétt er að fara nokkrum orð- um um þá dæmafáu óhróðurs- herferð sem siðdegisblöð in reka á hendur bændastétt- inni. Jafnvel á siðum „Þjóðvilj- ans” tekur Björn Bjarnason i Iðjuþátti þeim ljóta leik og ekki i fyrsta skipti. Siðan hefur nú Björn reyndar verið tekinn svo rækilega i karphúsið og vitleys- urnar reknar svo kyrfilega ofani hann afturafmörgu ágætufólki að ekki þarf við það að bæta, enda misjafn sauður i mörgu fé, jafnvel i framsveit Alþýðu- bandalagsins.og verður við það að una, þó einn og einn slikur verði sér til skammar. Hitt er öllu alvarlegra aö „síðdegiskór- inn” virðist vera búinn að menga svo hugarfar frétta- manna Rikisútvarps og Sjón- varps að þeir sjá ekki lengur til neinna átta i moldviðrismekk- inum eins og glöggt kom fram við undanrennuhækkunina fyrir jólin. Hvað var undarlegt við þaðaðvara sem sala jókst á um Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.