Þjóðviljinn - 11.03.1978, Qupperneq 17
Laugardagur 11. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
sjónvarp
Hugsjón-
irnar og
raunveru-
leikinn
„A móti straumnum” nefnist
bandarisk biómynd frá árinu
1967, sem sýnd verður i sjónvarpi
kl. 21.15. Myndin er byggð á sögu
eftir Bel Kaufman. 1 mvndinni
segir frá ungri kennslukonu, sem
er að hefja störf i gagnfræðaskóla
i stórborg. Hún er full tilhlökk-
unar og hefur margar góðar hug-
myndir, sem hún hyggst hrinda i
framkvæmd. En hún kemst brátt
að þvi, að það er tvennt ólikt, hug-
sjónir og raunveruleiki. Aðalhlut-
verkiö leikur Sandy Dennis, sem
sést á miðri myndinni umkringd
nemendum.
Presturinn og djákninn
r
Fyrsta myndin af fimm eftir þjóðsögum Jóns Arnasonar
í kvöld kl. 20.30 verður sýnd
fyrsta kvikmyndin af fimm, sem
Jón Hermannsson og Þrándur
Thoroddsen hafa gert fyrir sjón-
varpið cftir þjóðsögum Jóns
Arnasonar.
— Myndirnar eru stuttar, 5—15
minútna, og fjórar þeirra eru
gerðar eftir kimnisögum i þjóð-
sagnasafni Jóns Arnasonar, sagði
Þrándur Thoroddsen er við báð-
um hann að segja okkur frá þess-
um myndum. — Kvikmyndað var
i október i haust, aðallega i
Glaumbæ i Skagafirði. Leikarar
eru skagfirskir, frá Sauðárkróki
og Varmahlið.
— Presturinn og djákninn, sem
sýnd er i kvöld, er lengsta mynd-
in, sagðiÞrándur, — Viðþóttumst
reyndar uppgötva það, hvaðan
H.C.Andersen hefur haft ýmsar
hugmyndir i ævintýri sin. Prest-
urinn og djákninn minnir t.d.
mjög á söguna um Litla Kláus og
Stóra Kláus. Hinar sögurnar eru:
Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki
dauður, Hver rifur svo langan
fisk úr roði, Pétur með sturlann
stærsta og Atjánbarna faðir i álf-
Þrándur Thoroddsen.
heimum, en það er eina sagan
sem ekki er úr kimnisagnasafn-
inu, heldur úr umskiptingasög-
um.
— Það var gaman að fást við
þetta verkefni, sagði Þrándur, og
gott að vinna með skagfirsku
leikurunum. Við fengum alla
mögulega aðstoð þarna. Búning-
ana fengum við að mestu frá
Sjónvarpinu.
Kynningar- og afkynningartón-
list fyrir myndirnar er eftir Atla
Heimi Sveinsson, og var hún
samin sérstaklega fyrir mynd-
irnar.
Myndatakan tók ellefu daga, og
f var mest tekið inni, en útisenur
| u.þ.b. þriðjungur. — Við notuðum
þá aðferð, að sögumaður segir
söguna, sagði Þrándur. — Sögu-
maður er Baldvin Halldórsson.
Þar sem orðaskipti eru i sögun-
um, heyrist til leikaranna og yfir-
leitt heyrist li'ka til þeirra undir
þulartextanum. Við höldum okk-
ur að mestu við sögurnar, en
þurftum þó að bæta við ýmsum
tengingaratriðum og jafnvel þul-
artexta. —eös
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8,15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(for forustugr. dagbl.) 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Tilkynningar kl. 9.00.
Létt lög milli atriða. óska-
lög sjúklinga kl. 9.15:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir. Barnatimikl. 11.10:
Umsjónarmaður: Jónina H.
Jónsdóttir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir
Tilkynningar Tónleikar.
13.30 Vikan framundan Bessi
Jóhannsdóttir kynnir dag-
skrá útvarps og sjónvarps.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Konsert i Es-dúr fyrir trom-
pet og hljómsveit eftir Jo-
bann Nepomuk Hummel.
Pierre Thibaud og Enska
kammersveitin leika: Mar-
ius Constant stj. b. Konsert-
þáttur fyrir fiðlu og hljóm-
sveit op. 26 eftir Hubert Lé-
onard. Charles Jongen og
Sinfóniuhljómsveitin i Liége
leika: Géard Cartigny
stjórnar.
15.40 lslenskt mál Asgeir
Blöndal Magnússon flytur
þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Vinsælustu popplögin
Vignir Sveinsson kynnir
17. Enskukennsla (On We Go)
Leiðbeinandi: Bjarni Gunn-
arsson.
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Davið Copp-
erfield” eftir Charles Dick-
ens. Anthony Brown bjó til
útvarpsflutnings. (Aöur útv.
1964). Þýðandi og leikstjóri:
Ævar R. Kvaran. — Annar
þáttur. Persónur og leik-
endur: Davið/ Gisli Alfreðs-
son, Davið sem barn/ Ævar
Kvaran yngri, Herra Mell/
Klemenz Jónsson, Crickle/
Haraldur Björnsson, Stear-
forth/ Arnar Jónsson, Frú
Crickle/ Þóra Borg, Herra
Macawber/ Þorsteinn 0.
Stephensen.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Lundúnabréf Stefán Jón
Hafstein segir frá og ræðir
einnig við islenska auglýs-
ingafyrirsætu þar i borg,
Nónnu Björnsdóttur.
20.00 llljómskákamúsik Guð-
mundur Gilsson kynnir.
20.40 Ljóðaþáttur. Umsjónar-
maður: Njörður P. Njarð;
vik.
21.00 Kórsöngur: Þýskir
karlakórar syngja alþýðu-
lög.
Þáttur með blönduðu efni i
umsjá Ola H. Þórðarsonar.
22.20 Lestur Passiusálma
Flóki Kristinsson guðfræði-
nemi les 40. sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög.
23.50 Fréttir. dagskrárlok.
16.30 iþróttirUmsjónarmaður
Bjarni Felixson.
17.45 Skiðaæfingar(L) Þýskur
myndaflokkur. Þýðandi
Eirikur Haraldsson.
18.15 On WeGoEnskukennsla.
Atjándi þáttur endursýnd-
ur.
18.30 Saltkrákan (L) Sænskur
s jónvarpsmyndaf lokkur.
Þýðandi Hinrik Bjarnason.
19.00 Enska knattspyrnan (L)
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Presturinn og djákninn
(L) Jón Hermannsson og
Þrándur Thoroddsen hafa
gert fimm stuttar kvik-
myndir fyrir Sjónvarpið eft-
ir Þjóðsögum Jóns Arna-
sonar, og er þetta fyrsta
myndin. Kvikmyndað var
að'Glaumbæ i Skagafirði, og
leikendureru félagar i Leik-
félagi Sauðárkróks. Tónlist
Atli Heimir Sveinsson.
Sögumaður Baldvin
Halldórsson.
20.45 Menntaskólar mætast
(L) 1 þessum þætti eigast
við Menntaskólinn iReykja-
vík og Menntaskólinn á
Akureyri. A milli spurninga
syngur Signý Sæmundsdótt-
ir,og Elisabet Waage leikur
á hörpu. Dómari Guðmund-
ur Gunnarsson. Stjórn upp-
töku Tage Ammendrup.
21.15 A móti straumnum (L)
(Up the Downstaircase)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1967, byggð á sögu eftir
Bel Kaufman. Aðalhlutverk
Sandy Dennis. Ung kennslu-
kona er að hefja störf i
gagnfræðaskóla i stórborg.
Hún er full tilhlökkunar og
hefur margar góðar hug-
myndir, sem hún hyggst
hrinda i framkvæmd. En
það er tvennt ólikt, hugsjón-
irog raunveruleiki. Þýðandi
Ragna Ragnars.
23.15 Dagskrárlok
Pétur og vélmermið
eftir Kjartan Arnórsson
r os^opooum-