Þjóðviljinn - 17.03.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Áhrif erlenda verðlagsins á verðbólguna á íslandi í umræðum um verðbólguna er þvi oft haldið fram, að ákveðinn hluti hennar eigi rætur sinar að rekja til hækkandi verðlags innflutnings. Á vinstristjórnarárunum var hér um að ræða augljósar staðreyndir. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn héldu þvi þá fram að erlenda verðþró- unin skipti engu máli — hins vegar stafaði verðbólgan af stjórnarstefnunni,og var þá mikið ritað um óðaverðbólgu i Morgun- blaðinu. Meðal annars var sýnt fram á það með skýrum dæmum og tölum að nauð- synlegt væri að hækka kaupið snemma árs 1974 vegna verðbólgunnar alveg sérstak- lega. En hvernig lita þessi dæmi út? Hver hefur orðið verðlagsþróun innflutnings, hver hefur orðið verðlagsþróunin almennt innanlands? Ef litið er á siðasta kjörtimabil við- reisnarstjórnarinnar, þe. frá 1967—1971, kemur i ljós að verðlag innflutnings i erlendum gjaldeyri hækkaði um 10,8%. Á sama tima varð hækkunin á visitölu fram- færslukostnaðar hins vegar 69,8%, þe. inn- lenda verðbólgan varð margfalt meiri en erlenda verðbólgan, um 7 sinnum meiri. Ef litið er hinsvegar á árin 1971—1974 varð verðbólgan innanlands 61,1%, en á sama tima hækkaði verðlag inn- flutnings i erlendri mynt um 71,6%, eða meira en innlendu verðbólgunni nam. Ef tekið er siðasta timabil, þe. frá 1975—1978, samkvæmt spám sem fyrir liggja um yfir- standandi ár, kemur i ljós að innlenda verðbólgan hefur aukist um 146%, en verðlag innflutnings i erlendum gjaldeyri hins vegar um 25%. Innlenda verðlagið hefur með öðrum orðum hækkað nærri sexfalt á við verðlag innflutningsins. Þessar tölur tala sinu máli, þvi að öllu skiptir hver heidur á efnahagsstjórninni hverju sinni. Þær segja þá sögu að auð- stéttin og rikisstjórn hennar notar verð- bólguna til þess að tryggja gróða sinn. Verðbólgan er um leið varnartæki auð- stéttarinnar, þvi þegar verkalýðshreyf- ingunni tekst að tryggja sér bætt kjör um sinn með kjarasamningum, verkföllum og þjóðfélagsátökum, en árangurinn hirtur aftur með beinum pólitiskum ákvörðun- um, lagasetningu og með þvi að magna verðbólguna. Verðbólgan er auðstéttinni, bröskurunum og fulltrúum þeirra, lifs- nauðsyn. Andspænis þessum hagsmunum fámennra hópa i þjóðfélaginu stendur verkalýðshreyfingin, launafólk allt, sem hefur allt aðra hagsmuni. Þvi þótt fólkinu takist oft að fá i sinn hlut brotabrot af verðbólguávinningnum með eigin húsnæði antarnir, skjólstæðingar hægristjórnar- innar nú og viðreisnarstjórnarinnar áður, hirða. Menn verða að gera sér ljóst, að verðbólgan er ekkert náttúrulögmál, heldur mannanna' verk eins og önnur fyrirbrigði efnahagslifsins. Verðbólgan á sér hagsmunalegar og félagslegar, i einu orði pólitiskar, forsendur, sem nauðsyn- legt er jafnan að hafa i huga. Núverandi rikisstjórn getur til dæmis ekki kennt verðbólgunni um efnahagsvandann vegna þess að hún skapaði þennan efnahags- vanda sjálf, þar með talda verðbólguna. Það er skiljanlegt að erfitt sé fyrir rikis- stjórn að eiga við vandamál sem skapast af innfluttri verðbólgu eins og var á vinstristjórnarárunum. Þessi árin sem nú eru að liða er þvi hins vegar ekki til að dreifa að verðbólgan i innflutningnum riði öllu á slig. 1 ár er talið áð verðlag inn- flutnings i erlendri mynt hækki um 7%, verðbólgan aukist um 40%. 1 fyrra hækk- aði erlenda verðlagið um 6%, verðbólgan jókst um 33%. í hitteðfyrra, 1976, varð verðbólguaukningin 32%, verðlag inn- flutnings hækkaði um 5%. Þannig er það rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar sem ber ábyrgð á mestu dýrtið á Islandi frá upphafi vega. —s. Engin lög um rétt leigjenda Algert réttindaleysi leigjenda hérlendis hefur verið mörgum áhyggjuefni þótt ekkert hafi verið gert að heitið geti til þess að rétta hlut þeirra. Engin lög eru i gildi sem tryggja réttindi og hag þessa fólks Slík lög voru numin úr giidi á timum viðreisnarstjórnar án þess að önnur kæmu i staðinn. óhæfi- legar fyrirframgreiðslur, uppsagnir fyrir engar sakir, öryggisleysi og skattsvindl að kröfu húseigenda. Allt eru þetta hlutir sem leigjendur þekkja af eigin raun. I siðasta hefti Vinnunnar, málgagns ASt og MFA er viðtal við Jón frá Pálmholti, sem lengi hefur leigt sér húsnæöi.oghefur kannað möguleika á stofnun leigjendasamtaka. Margar góðar ábendingar koma fram i viötali Hauks Más Haralds- sonar við Jón. Jón segir m.a. að hann telji eðlilegt að svona félagsskapur heföi verkalýðshreyfinguna að bakhjarli og raunar hefði þetta mál átt að vera á stefnuskrá hennar i samningum. Húseigandinn á réttinn, leigjand- inn skyldurnar Félagið yrði ekki stéttarfélag heldur hagsmunasamtök. Aðal- verkefni þeirra yrði að berjast fyrir lagasetningu i svipuðum dúr og gert hefur verið annars- staðará Noröulöndum, þar sem tekið er tillit til fjöiskyldustærð- ar þeirra sem leigja þurfa, auk þess sem miklar hömlur eru á rétti húseigenda til að segja upp leigjendum sinum. Hér á landi er Húseigenda- félag starfandi amk i Reykavik en enginn leigjendasamtök. Afleiðingin kemur m.a. fram á þvi að til er samningseyðublað um leigu á húsnæði. Þar eru tiundaðar skyldu leigjandans og réttur húseigaandans, en ré'ttur leigjandans kemur ekki við sögu, enda eyðublaðið gefið út af Húseigendafélaginu. Með stúðningi verkalýðs- h r e y f i n g a r i n n a r gætu leigjendasamtök komið i veg , fyrir geðþóttauppsagnir og komið upp skrifstofu sem tæki við leigugjaldi, gerði húsaleigu- samninga og sæi jafnvel um út- vegun húsnæðis, eins og viða tiökast erlendis. Samtökunum og skrifstofunni yrði siðan beitt gegn réttinda- leysi leigjenda. Hið nýjasta á húsaleigumarkaðinum er að setja visitölu á leiguna, og Jón frá Pálmholti kemur með fleiri dæmi um það hvernig niðst er á leigjendum á ýmsum sviðum: Leigjendur greiða viðhald „Hér ganga húseigendur jafn- vel svo langt, að leigjendur eru látnir borga viðhald á þeim ibúðum sem þeir hafa á leigu. 1 Breiðholtinu eru svo dæmi þess, að fólk sé látið borga hússjóðs- gjald ofan á leiguna, en i þessu hússjóösgjaldi eru innifalin fasteignagjöld og sameiginleg- ur viðhaldskostnaður allra ibúðareigendanna. Þegar svo er komiö fer mánaðarleg greiðsla leigjendanna iðulega yfir 50 þúsund krónur, þótt ieigan sé kannski skráð 35—40 þúsund. Gefin upp aö hluta i sumum tii- feilum. 1 leigusamningum hér er yfir- leitt gengið út frá eins ár leigu- tima, nema i sérstökum tilfell- um eins og þeim, þegar eig- endur fara utan og vilja hafa ibúðina i ábúð á meðan. En yfir- leitt er um að ræða samning til eins árs. Eigendurnir vilja hafa frjálsar hendur meö aö hækka leiguna og jafnvel segja leigjendum upp. Þeir búa jafn- - Jón frá Pálmholti þekkir kjör leigjenda af eigin reynslu vel sjáifir til sinar eigin regiur og dæmi eru um að eigendur teiji sig hafa leyfi til aö vaða inn á heimili leigjenda sins eftir eigin geðþótta, til að kanna ástand máia. 1 þessu sambandi má nefna frægasta dæmið um réttinda- leysi leigjenda, skylduna til barnleysis. Barneignir virðast höfuðsynd hjá þeim sem ekki eiga eigið húsnæði. t annan stað eru svo umgengnisreglur á borð við þær, að banna leigjendum að þurrka þvott á svölum ibúðar jafnvel þótt um aðra aðstöðu til slikra hluta sé ekki að ræða. Leiga sé undan- skilin skatti Svo er þaö hliðin sem snýr aö skattinum. Ekki aöeins sú stað- reynd, aö leiga er ekki gefin upp nema að hluta. Heldur er hún i raun og veru tvisköttuð. Ég greiði skatt af minum tekjum, og af þessum tekjum greiöi ég siðan húsaleigu. Siðan kemur leigan sem tckjuliður ofan á tekjur eigandans og er skattlögð þar. Mér finnst sjálfsagt rétt- lætismál aö leigugjald fyrir i- búðarhúsnæði sé frádráttarhæft frá skatti. Siðan verði settur á liðurinn „eigin húsaleiga”, eins og hjá húseigendum núna, þar sem gengið er út frá ákveönu gjaldi miðað við stærð húsnæð- is. Gagnvart skattinum á ekki aöskipta máli, hvers konar hús- næði skattgreiðandi býr I, eigin eða annarra. Ég varð satt að segja fyrir nokkrum vonbrigðum með vinstri stjórnina I þessu sam- bandi. Að hún skyldi ekki gera neitt i málinu. Einhvern tima var Þjóðviljinn að ræða um þær kjarabætur sem verkalýðs- hreyfingin hefði fengið I tið vinstri stjórnarinnar, og ég minnist þess, aö þegar búið var að telja þær upp, — og þær voru töluverðar, — var bætt við „fyrir utan húsaleigu”. Stað- reyndin er þegar allt kemur til ails, að þctta fólk sem þarf að leigja sér úsnæði til að búa í, fær ekki þær umsömdu kjarabætur sem aðrir fá. Húseigandinn hringir einfaldlega til þess og tilkynnir hækkaða húsaleigu. Þar með er kauphækkunin farin að miklu leyti. Öryggisleysi Svo hefur þetta vitanlega ómæld áhrif á fjölskyldulifið. Börn fælkjast milli hverfa, skipta um umhverfi og leik- félaga áður en þau hafa fengið tima til að átta sig á fyrra um- hverfi eða komast i tengsl við börn umhverfisins. Auk þess sem þetta öryggisleysi hefur að sjálfsögðu ekki minni áhrif á fullorðna fólkið, sem sifellt þarf að vera i leit að nýju húsnæði og lifir i því ástandi að vita ekki hversu lengi það fær að búa á hverjum stað.” — ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.