Þjóðviljinn - 17.03.1978, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Síða 16
DIOBVIUINN Föstudagur 17. mars 1978 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Veisla í Bogasal Sigurjón og Þorvaldur Tveir höfðingjar islenskrar myndiistar, Sigurjón Ólafsson og Þorvaldur Skúlason, opna sýn- ingu i Bogasal Þjóðminjasafnsins á morgun.laugardag. Verður hún opin þann dag kl. 14—19 og á sama tima alla daga til 28. mars. Engin sérstök opnun verður fyrir boðsgesti, heldur er öilum boðið að skoða sýninguna og að- gangur er ókeypis. Jóhannes Jóhannesson hefur sett upp sýninguna. Hann gat þess, að hin fimmtán málverk Þorvaldar sem sýnd eru, væru frá árunum 1952—1962, frá þeim tima geómetriu i abstraktmálverki, sem mikið var skömmuð þá — og nú aftur. Má vera, sagði Jó- hannes, að ungt fólk nú sé að skamma það sem þaö hefur ekki vel skoðað — nú er tækifæriö til að prófa fordómana. Fæstar mynd- anna hafa verið sýndar áður. Það kom einnig fram, að Þor- valdur hafði valið myndir á þessa sýningu með tilliti til þess, að þær ættu vel við höggmyndir Sigur- jóns. Sigurjón hafði mörg spjót á lofti þegar hann var spurður um tilefni þessarar sýningar. Það hafði svo mikið hrúgast upp i kringum mig, sagði hann. Það getur verið gam- an að sýna — þá sér maður myndirnar i öðru ljósi en þegar þær eru heima. Og Bogasalurinn er kannski eini staðurinn þar sem ég gæti hugsað mér að sýna skúlptúr svo vel fari. Þetta er lika merkisár. Ég verð sjötugur á þessu ári, i október — á degi sem fyrr meir var kenndur við ellefu þúsund meyjar. Myndir Sigurjóns eru allar nema ein úr tré — bolir langir hafa orðið fyrir ýmislegri af- skiptasemi listamannsins, einn er hálf þriðja mannhæð og minnir á indjánatótem. Sigurjón vildi ekk- ert um þá likingu segja.En hann benti á handverk sin i tré og sagði sem svo, að sumt hefði hann vel getað hugsað sér að höggva i stein — ef honum væri ekki bannað að fást við svo rykgæft efni af heilsu- farsástæðum.— Þetta er sölusýning mestan part, en ekki vildi Sigurjón segja neitt um verðlag; konan veit það allt betur, sagði hann, hún kaupir inn. Þaðeina sem ég veit, er hvað sumar þessar spýtur kosta. En hann neitaði þvi ekki, að það gæti verið gott gaman lista- manni að komast yfir smásjá. Þegar sliku apparati er beint að hlutunum verða þeir miklu rik- ari.... —áb Kappræður ÆnAb og SUS í Vestmannaeyjum og á Akureyri um helgina Hönnunar- kostnaður 54 milj. kr. Kristin Helgi Erlingur Óttar Hönnunarkostnaöur við Borgarbókasafn i Reykjavík er nú oröinn 54 miljónir króna og er hönnun ekki iokið enn og þar af ieiðandi er bygging þess ekki haf- in. Þetta ma. kom fram i ræðu hjá Sigurjóni Péturssyni, borgar- ráðsmanni á fulltrúaráðsfundi i Alþýðubandalaginu í Reykjavik á miðvikudagskvöld. Þessi óheyrilegi hönnunar- kostnaður jafngildir kostnaði við byggingu 614 fermetra húss. Á framkvæmdaáætlun fyrir næstu fjögur ár er ekki gert ráð fyrir að bygging Borgarbóka- safns hefjist. —úþ Á morgun, laugardaginn 18. mars veröur haldinn kappræöu- fundur milli Æskulýðsnefndar Alþýöubandalagsins og Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna i Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 14 og verður kapprætt um höfuðágreining islenskra stjórnmála — efnahags- mál — utanrfkismál — einka- rekstur — félagsrekstur. Ræðumenn Alþýðubandalags- ins verða Helgi Guðmundsson, Erlingur Sigurðarson og óttar Proppe. Ræðumenn SUS verða Sigurður J. Sigurðsson, Haraldur Blöndal og Friðrik Sophusson. Fundarstjórar verða Kristin Á. ólafsdóttir og Björn Jósef Arn- viðarson. Kappræða I Eyjum 1 Vestmannaeyjum kappræða ungir Sjálfstæðismenn og fulltrú- ar Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins á sunnudag 19. mars. Kappræðan fer fram i Smakomuhúsinu og hefst kl. 14. Ræðumenn Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins verða Bald- ur Óskarsson, Rúnar Ármann Arthursson og Björn Bergsson. Ræðumenn SUS verða Hreinn Loftsson, Jón Magnússon og Arni Johnsen. Fundarstjórar verða Ragnar Óskarsson og Sigurður Jónsson. Sigurjón: Ég kalla þetta Kröflu. Eru þeir ekki aö bora göt Ilka?... (ljósm. eik.) „Danskur Usti ” á kreiki lögreglan leitar upphafsmanns Lögreglan leitar nú manns sem dreift hefur lista með nöfnum sem sögð eru vera íslenskra reikningseigenda í Finansbanken í K.höfn. Listinn er greinileg uppskrift eftir frumlistanum. Vitað er til að frumlistanum var brennt eft- ir uppskrift. A listanum eru 50 nöfn, en eins og menn rekur sjálfsagt minni til voru reikningar islendinga i Finansbanken 81, en reiknings- eigendur nokkuð færri eða 60—70. Engar tölur eru á listanum yf- ir innistæöur reikningseigenda. Lögreglurannsókn beinist m.a. að þvi hvaðan frumheim- ildin er fengin og þá ekki siður hver tilgangurinn sé með dreif- ingu lista þar sem ekki eru nöfn allra reikningseigenda á. Meðan ekki er ljóst hvort það flokkast undir lagabrot að birta listann, mun blaðið ekki gera það. ú.þ. Krónutöluhækkanir afleiðing verðbólgunnar ekki orsök Markmið ASÍ er að tryggja kaupmátt En stjórnvöld hafa hafnað úrrædum verkalýdshreifingarinnar og svikið loforð um félagslegar aðgerðir i vfirlýsingu sinni á fyrsta viðræðufundi, settu atvinnurek- endur fram þá skoðun aö verði kaup greitt skv. samningum muni það leiöa til óöaverðbólgu og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfingin hefur margsýnt fram á, að afkoma þjóöarbúsins i dag er slik, að fullt tilefni er til að atvinnuvég- irnir standi við gerða samninga. Rekstrarerfiðieikar einstakra atvinnugreina og byggðarlaga verða ekki leystir með almennri kauplækkun. Arið 1975 lækkaði kaupmáttur langt umfram lækkun þjóðar- tekna og árið 1976 hélt kaup- máttur áfram að rýrna, þrátt fyrir aukningu þjóðartekna á þvi ári. Kaupmáttur launa var kominn svo algjörlega úr sam- hengi við allar þjóðhagsstærðir á miðju ári 1977 að jafnvel ráð- herrar voru þvi sammála að veruleg hækkun væri óhjá- kvæmileg. Kjarasamningarnir á sl. sumri gáfu launafólki veru- lega kauphækkun, en þó tókst ekki að vinna upp að fullu kaup- máttarrýrnunina á undan- gengnu timabili. Kjara- samningarnir tóku mið af rikj- andi efnahagsaðstæðum, og rikisstjórnin lýsti þeirri skoðun að niðurstaða samninganna væri innan hins efnahagslega ramma. Efnahagslegar for- sendur hafa batnað frá þvi sem þá var gert ráð fyrir. Krónutölu hækkanir af- leiðing óðaverðbólgu óðaverðbólgan, sem stjórn- völd hafa magnað upp með rangri efnahagsstefnu, hefur gert töluverðar krónutöluhækk- anir kaups óhjákvæmilegar. 40% verðbólga þýðir að kaup verður að hækka um 40% til þess að kaupmáttur rýrni ekki. Verðbólgan á árinu 1975 varð 50%, en kauptaxtar hækkuðu innan við 30% að mati Þjóð- hagsstofnunar á sama tima, þannig að raungildi kaupsins féll mikið. Reynslan sýnir að röng efna- hagsstefna er undirrót verð- bólgunnar. Veröbólgan hefur verið aðferð stjórnvalda til þess að rýra kaupmátt. Verkalýös- hreyfingin gerir sér fulla grein fyrir skaðlegum áhrifum verð- bólgunnar og hefur þvi við samninga undanfarin ár lagt megináherslu á viðnám gegn verðbólgu. Það hefur verið markmið hreyfingarinnar að tryggja kaupmátt. Kauphækk- anir i krónutölu hafa ekki verið henni markmið i sjálfu sér. Þess vegna lagði ASl fram 14 punkt- ana fyrir samningana 1976 og efnahagsmálatillögur sinar við siðustu samningagerð. Þvi var lýst yfir, að allar aðgerðir sem ieiddu til aukins kaupmáttar yrðu metnar ekki siður en bein- ar kauphækkanir. Rikisstjórnin svikur loforðin Stjórnvöld hafa hingað til snú- ist gegn þessari viðleitni sam- takanna. Rikisstjórnin hefur tekið undir einstök atriði og jafnvel gefið loforð um fram- kvæmdir, en þau loforð hafa yfirleitt verið svikin. Má i þvi sambandi nefna: Skattalækkunina sl. sumar, sem tekin var aftur og meira en það með skattahækkunum við siðustu fjárlagaafgreiðslu, sem rýrði ráðstöfunartekjur almennings um 2 1/2%. Húsnæöismálafyrirheit sl. sumar, þar sem lofað var að standa við fyrri loforð og enn situr við það sama. — Engar efndir. Loforð, sem ekki hafa verið efnd um aðgerði'r varðandi að- búnað og hollustuhætti á vinnu- stöðum. Verðlagsmál þar sem heitið var að veita verðlagsskrifstof- unni fjármagn til viðtækari starfsemi m.a. öflun upplýsinga um innkaupsverðlag erlendis, en fjárveitingarósk verðlags- skrifstofunnar siðan hundsuð við afgreiðslu fjárlaga. Stjórnvöld hafna leiðum verklýðshreyf- ingar Verkalýðshreyfingin hefur viljaö fara aðrar leiðir en þær sem stjórnvöld hafa valið. Þannig lagði hreyfingin til nú i febrúar að hamla yrði gegn verðbólgu með verðlækkunar- aðgerðum og þannig treystur rekstrargrundvöllur þeirra fyrirtækja, sem erfitt eiga með að standa undir launahækkun- um án þess að velta þeim út i verðlagið. Verðbólgan ógnar atvinnu- öryggi og færir verðbólguspekúl öntum. ómældan gróða. Verð- bólguna verður þvi að hemja. Stefna verður að samfelldum aðgerðum, sem miða að endur- skipulagningu efnahagslifsins þannig að markmiðinu, stöðugu verðlagi, vaxandi kaupmætti og fullriatvinnu.verði náð til lengri tima. Bráðabirgðalausn, sem veltir byrði verðbólgunnar á launafólk leysir ekki vandann, heldur magnar hann. Visitölukerfið veitir ‘stjórnvöldum nokkurt að- hald i verðlagsmálum, og þess sjást þegar glögg merki,hvaða afleiðingar það hefur að tak- marka það aðhald. Nauðsyn nýrrar efna- hagsstefnu 1 ljósi framangreindra atriða erþaðskoðun lOmanna nefndar ASl, að brýna nauðsyn beri til að móta nýja og betri efnahags- stefnu. Umræður um þetta mega þó ekki veröa til þess að tefja raunhæfar aðgerðir. Aður en til viðtækari umræðu er gengið er þvi óhjákvæmilegt að finna lausn á þvi hvernig tryggja megi óskertan þann kaupmátt sem samningarnir frá siðastliðnu sumri gera ráö fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.