Þjóðviljinn - 01.04.1978, Side 1

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Side 1
DJOOVIIJINN Laugardagur 1. april 1978 — 43. árg. 65. tbl. Svar atvinnurekenda við kröfum ASÍ um kjarabætur vegna kaupránslaganna: Eitt stórt NEI Allir kaupsamningar lausir frá og með deginum i dag /#Eftir þann fund sem haldinn var í morgun með atvinnurekendum er Ijóst að svar þeirra er eitt stórt Nei/ við kröfum okkar um kjarabætur vegna kaup- ránslaganna, sem sett voru á okkur á dögunum" sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verka- mannasambands íslands, er við ræddum við hann siðdegis í gær, en í gær- morgun var haldinn fund- ur 5 manna nefndar ASi og fulltrúa atvinnukaupenda og stóð hann yfir í hálfa klukkustund. Siðdegis i gær var svo haldinn fundur hjá lOmanna nefnd ASÍ og þar voru teknar ákvarðanir um að mæla með ákveðnum aðgerð- um á næstunni. en þar sem þær eru nú til umræða innan hvers verkalýðsfélags fyrir sig og hafa ekki verið ákveðnar, verður ekki greint frá að sinni hvaða aðgerðir þetta eru. Frá og með deginum i dag, 1. aprif eru öll aðildarfélög innan ASI með lausa samninga og getur þvi dregið til tiðinda innan skamms. Guðmundur J. sagði i gær, að á fundinum með atvinnurekendum i gærmorgun hefðu þeir sagst hafa óskað eftir fundi með at- vinnurekendum og sagst fá þann fund i næstu viku. Sagði Guðmundur að atvinnurekendur hefðu á þeim fundum sem haldnir hafa verið hafnað öllum kröfum um kjarabætur og einnig tillögum verkalýðshreyfingarinnar um leiðir, sem hægt væri að fara til að fá fram kjarabætur, ef ASI og VI hæfu sameiginlega samninga- viðræður við rikisstjórnina. Það eina sem atvinnurekendur hefðu sagt við þessu, væri það að þeir vissu ekki nema aukinn kaup- máttur verkafólks bryti i bága við efnahagsstefnu rikisstjórnar- innar og ráðunauta hennar og gegn þeim vildu atvinnurekendur ekki vinna. _s.d6r. Samkoma herstöAvaandstæðinga f Háskólabiói 30. mars var geysif jölmenn. Hátt á annað þús- und manns sóttu samkomuna, og urðu margir frá að hverfa. Dagskráin var vönduð og fjöl- breytt, flutt voru ávörp, lesinljóðog kaflar úr Is- iandsklukkunni, flutt tónlistog þáttur eftir Flosa ólafsson, „Land til söiu”. Samkoman stóð I rúmlega tvo tima, og f lokin stjórnaði Arni Björnsson fjöldasöng. — Þessi mynd er tekin þegar samkoman hófst, kl. 9 um kvöldið, og þó að þctt sé setinn bekkurinn og staðið I öllurn göngum, fjölgaðienn mikið eftir þvi sem leið á þessa frábærlega velheppnuðu samkomu hcr- stöðvaandstæðinga. — (Mynd: eik) Magnús Kjartansson ekki i framboð Gefur ekki kost á sér Magnús Kjartansson, alþingis- tnaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs við alþingiskosningarnar i vor. Þjóðviljinn leitaði i gær til Guðmunda Agústssonar for- manns kjörnefndar Alþýðu- bandalagsins og fékk hjá honum þessar upplýsingar. Guðmundur sagði að það hefði verið fyrsta verk kjörnefndarinnarað ákveða aðfara fram á það við Magnús að hann skipaði efsta sætið á fram- boðslista flokksins I Reykjavik við alþingiskosningarnar i vor eins og við undanfarandi Magnús Kjartansson aiþingiskosningar. Hefði nefndin einróma samþykkt að fara þessa á leit við Magnús strax fyrstu daga marsmánaðar eða nokkrum dögum eftir að hún var kjörin. Magnús hefði þá þegar lýst þvi yfir að hann hygðist hætta þingstörfum og gæfi þvi ekki kost á sér til framboðs á nýjan leik. Þjóðviljinn bar þetta undir Magnús i gær og staðfesti hann’ frásögn Guðmundar Agústs- sonar. Astæðan til þess að ég gef ekki kost á mér til framboðs er sú, sagði Magnús, að ég er það mikið fatlaður að ég tel að ég geti ekki gegnt þingmannsstörfum á þann hátt sem ég tel nauðsynleg- an til þess að rækja það starf. Viðræður við fjármálaráðuneytið um endurskoðun kaupliða Kröfu BSRB var hafnad Eins og áður hefur komið fram i fréttum hefur BSRB lagt fram kröfu um endurskoðun á kauplið- um kjarasamninganna vegna skerðingar á visitöluuppbótum. Fyrsti viðræðufundur samn- ingsaðila var haldinn i gær 31. mars. A þeim fundi afhenti fjár- málaráðherra skri'flegt svar þar sem kröfu BSRB er hafnað að svo stöddu. Annar viðræðufundur hefur ekki verið ákveðinn. Ráðstefna Alþýðubandalagsins um skólann og þjóðfélagið Umræður og hópstarf í dag Ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um skólana og Þjóðfélagið verður f ramhaldið í dag, að Grett- Guðmundur J. Guðmundsson. isgötu 3 frá 9.30 fram yfir hádegi og í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi frá kl. 15. Ráðstefnan var - sett í Þingnói í gærkvöldi af Svövu Jakobsdóttur, alþingismanni. Á morgun verður ráðstefnunni haldið áfram í Þinghól kl. 20. /NAest af störfum ráðstefn- unnar fer fram í umræðu- hópum og frjálsum um- ræðum, en allmargir hafa tilkynnt um undirbúin inn- legg í umræður. AAikiI þátt- taka er í skólamálaráð- stefnu Alþýðubandalags- ins. Raforkuverö til húsahitunar 130% hærra hjá RARIK en t.d. Rafveitu Reykjavíkur Stjórnin eykur verðmismuninn Eins og kunnugt er hefur rikis- stjórnin ákveöið að hækka raf- orkuverð Rafmagnsveitna rikis- ins til húshitunar um 25%. Þessi hækkun þýðir að það rafmagn sem Rarik selur nú til húshitunar er 130% hærra en t.d. rafmagns- verð Rafveitu Reykjavikur. Þessi hækkun felur jafnframt i sér verðhækkun er nemur um 80 þúsund króna á ári fyrir meðal- fjöldskyldu. Þessi verðmismunur er þó ekki bara bundinn við Reykjavik, t.d. er rafmagn ódýr- ara á Akureyri en Dalvik, en Dal- vik fær sitt rafmagn frá Rarik. Fyrir hækkunina á rafmagns- verðinu til húshitunar var húshit- unartaxti Rarik 84% hærri en i Reykjavik. Þá er hinn svokallaði heimilistaxti Rarik 86% hærri en i Reykjavik ogsama gildir um raf- magnstaxta fyrirtækisins til frystihúsa. Raforka til ljósa er hins vegar vel yfir 100% dýrari hjá Rarik. Athygli vekur að að þrátt fyrir þá stefnu Framsóknarmanna að stuðla beri að jöfnun orkuverðs um landallt, þá skuli þeir nú vera aðilar að ákvörðun er felur i sér að ofangreindur verðmismunur er aukinn stóriega. A 6. siðu Þjóðviljans er greint frá umræðum er urðu s.l. íimmtudag utan dagskrár á Al- þingi um fjármálaóreiðu Raf- magnsveitna rikisins og raforku- mál almennt. Hverjir fá skellinn af 25% hækkun á rafmagni til húsahitunar? Austfirdingar verða verst úti — en hækkunin kemur einnig illa við Sunnlendinga og Snæfellinga Sem alþjóð er kunnugt lýsti Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra þvi yfir I þingræðu i fyrra- dag, þegar fjallað var um vanda RARIKS að nú væri það stefnan að halda raforkuverði til húsahit- unar i samræmi við oliukynding- arkostnað og þvi hcfði verið á- kveðið að hækka raforkuverð til húsahitunar um 25%. Við inntum Kristján Jónsson forstjóra Rafmagnsveitna rikis- ins eftir þvi hvaða landsvæði færu verst útúr þessari haáíkun, en sem kunnugt er er það afar mis- jafnteftirlanshlutum hvaða orka er notuð til húsahitunar. Kristján sagði að einna mest værium húsahitun með rafmani á Austfjörðum, en eins væri mikið um að hús væru hituð með raf- magni á Snæfellsnesi og á Suður- landsundirlendi, svo sem á Hellu og Hvolsvelli.svo og i Þorlákshöfn og svo auðvitað i sveitunum. Ann- ars sagði Kristján að rafmagns- hitun værialgengá öllum stöðum á landinu þar sem ekki væri hita- veita. „Þar sem þilofnar eru notaðir við rafhitun húsa eins og nú er viðast hvar, nýtist raforka til húsahitunar afar illa og þvi er það okkar markmið að koma upp sem viðast fjarvarmaveitum. og við erum að ljúka við gerð áætlunar um slikar stöðvar” sagði Krist- ján. Hann benti ennfremur á að þeg- ar hægt væri að nota rafmagn frá vatnsaflsstöðvum til húsahitunar myndi málið breytast mjög frá þvi sem nú er, en til að mynda á Austfjörðum er rafmagn fram- leitt meðdiselstöðvum. og kostar þá 20 kr. aðframleiða kgw.-stund- ina en hún er seld á 5 kr. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.