Þjóðviljinn - 01.04.1978, Síða 7
Laugardagur 1. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — StDA 7
Einkabillinn er eitthvert það fullkomnasta
drápstæki, er maðurinn hefur fundið upp.
Snorri
Styrkársson
Almenningsfarartæki
í stað einkabíla
syni það að þegar bent er á
Tilefni þessarar greinar er
pistill er birtist hér á þessari
sömu siðu fimmtudaginn 16.
mars siðastliðinn eftir Þóri
Hallgrimsson kennara. Hann
hóf pistil sinn á magnaðri lýs-
ingu á siðustu ráðstöfunum
hjónakornanna Geira og Ólu Jó.
Tek ég undir þau orð er þar eru
skrifuð. Þau eru nú samt ekki
tilefni skrifa minna heldur sú
skoðun Þóris að einkabillinn
(blikkbeljan) sé ekki einn
hættulegasti óvinur mannkyns-
ins heldur besti vinur þess og
hið mesta þarfaþing. Þessum
málflutningi Þóris Hallgrims-
sonar vil ég mótmæla kröftug-
lega og mun færa hér rök fyrir
þessari skoðun minni.
Einkabillinn er eitthvert það
fullkomnasta drápstæki ermað-
urinn hefur fundið upp. Umferð-
arslysin eru smámunir á við þá
eyðileggingu er einkabfllinn
hefur valdið og mun valda ef
fram fer sem horfir. Ég
persónulega hélt að öllum
vinstri mönnum, sósíalistum,
hlyti að vera sú hætta ljós er
blasir við mannkyninu.
Það er vitað að oliubirgðir
jarðar munu ekki endast lengur
en i 20-40 ár i viðbót. Það er
sömuleiðis vitað að þau önnur
hráefni sem notuð eru i einakbil-
inn ganga til þurrðar einhvern
tima i nánustu framtið. Og svo
er öll sú mengun er einkabillinn
veldur, hvort sem hUn er á sál-
arlifi ungra manna eða á and-
rUmsloftinu. Þeir eru ófáir
sem lifa i draumaheimi 8 gata
tryllitækja með breið dekk að
aftan. Ég hélt að öllum hugs-
andi mönnum væri þetta kunn-
ugt. En þaö er nú öðru nær, —
hér strunsar Þórir fram á siður
Þjóðviljans og dásamar þar
sinn einkabil. Hann gagnrjínir
blaðamenn Þjóðviljans fyrir að
þar hafi aldrei nein lofgjörð
birst um einkabilinn hans.
Þórir segir: „Til eru einnig
þeir sem eruandvigir bilum, þvi
þeir telja sig svo róttæka” Ég
(svo og svo mikið róttækur) vil
einungis segja Þóri Hallgrims-
gifurlegu hættu sem stafar af
einkabilnum þá er ekki þar með
sagt að útrýma eigi öllum bilum
(fjór- eða fleirhjóla vélknúnum
ökutækjum) og hverfa á vit
hestsins. Heldur er þar einungis
veriðað koma vitinu fyrir þá er
ennþá ráfa i' villu og skynja ekki
þessa hættu.
Þórir segir: ,,1 Kina,
N-Kóreu, Albaniu og KUbu eru
ekki einkabilar” og siðar: ,,1
þessum löndum eru ekki leyfðir
einkabilar, vegna þess að efna-
hagur landanna og einstaklings-
ins leyfir það ekki”. Þegar þessi
orð eru i'grunduð, þá læðist sá
grunur að mér, þó ekki hafi ég
neinar tölur handbærar, að sá
gjaldeyrir er fer i kaup á einka-
bilum erlendis frá og aðra þá
hluti sem þeim fylgja s.s.
bensi'n, nemi ef ekki gott betur
hallanum, sem verið hefur á
millirikjaverslun okkar hin sið-
ari ár.
Þórirsegir: „Það er misskiln-
ingur að halda að sósialismi i
.................a. að sitja i
strætisvagni’ ’. Sósialistar hljóta
aö hafna þeim drápshugmynd-
um er Þórir hefur ánetjast. Við
verðum að leysa þau vandamál,
er skapast við flutning (hreyf-
ingu) fólks frá einum stað til
annars með þéttriðnu strætis-
vagnakerfi, (gleymdu þeirri
hörmung er kalíast Strætis-
vagnar Reykjavikur eða Hafn-
arfjarðar) ásamt einhverskon-
ar bilaleigu- eða leigubilakerfi,
sem ég er ekki tilbúinn að Ut-
lista nánar hér. Asamt þessu
gæti Þórir átt reiðhjól, er nota
mætti á allar styttri leiðir.
Þóri verðureinnig nokkuð tið-
rætt i pistli sinum um þá
„kjaraskerðingu” er hann og
aðrir hafa orðið fyrir, vegna
hækkunar á bensini og innflutt-
um bilum. Ég dreg stórlega i efa
að bensinhækkun geti talist
kjaraskerðing, sömuleiðis verð-
hækkun innfluttra bila. Jafn
mikla „kjaraskerðingu” teldi
ég verðhækkun á rafurmagns-
tannburstum. Hið gagnstæða
yrði þá kjarabót (verðlækkun á
rafurmagnstannburstum).
Þetta eru miklu frekar aðgerðir
er stemma stigu viö þeirri hættu
er að manninum steðjar. Næsta
skref yrði að banna innflutning
einkabilsins og gera jafnframt
þær ráðstafanir er ég benti á.
Ég bið menn að igrunda þá
breytingu er verða myndi i
heiminum ef einkabillinn hyrfi
af sjónarsviðinu. Hvar væri t.d.
auðvaldsþjóðfélagið i Banda-
rikjum Norður-Ameriku, statt
ef einkabillinn hyrfi. Allt þjóð-
félagið dansar i kringum þetta
dýrðarinnar sjálfsmorðstæki.
Hér að framan hefur aðeins
verið drepið á nokkur þeirra
raka er skipa okkur að hætta
þeim hildarleik er við tökum
þátt i nU. Ég er tilbúinn til aö
fara dýpra i' saumana á einstök-
um atriðum og bæta nýjum við
en það er of langt mál og of
viðamikið i eina dagskrárgrein.
Að lokum vil ég segja þetta.
Við sósialistar verðum að ganga
á undan og sýna fram á hættur
einkabilsins. Við verðum einnig
að reyna að lifa eftir þeim kenn-
ingum er við aðhyllumst og vil
ég benda á að alltof margir i
okkar röðum tala fjálglega um
sósialisma, frelsi, jafnrétti og
bræðralag, en lifa þó i drauma-
heimi hugsjóna og slagorða.
Þegar til kastanna kemur þá
eru þeir i stöðugu kapphlaupi
við fmynduð lifsgæði auðvalds-
ins, hins kap.italiska heims.
Reyk javik 19. mars 1978.
Snorri Sty rkársson.
Fró sýningu Jóhannesar.
Jóhannes á Loftinu:
Drög
og tilbrigöi
Jóhannes Jóhannesson hefur
opnað sýningu á Loftinu, Skóla-
vörðustig 4. Það er ekki vitnð hve
margar myndirnar veröa. Jó-
hannes hefur sjálfur grun um, að
einhvern tima hafi um tuttugu
manns búiö á þessu lofti —
kannski hver þeirra fái sina
mynd.
Myndirnar, málaöar á pappir,
eru allar nýlegar. Jóhannes var
fyrstur listamanna til að sýna i
þessu sérstæða gallerii, þaö var
fyrir þrem árum. Kannski veröur
hann lika sá siðasti og lokar þar
með hringnum.
Jóhannes vildi helst lýsa þess-
um myndum á þann veg, að þær
væru staöfesting á rannsóknum
sem siöar koma fram i oliumál-
verkum, sem og skoöun á ýmsum
þeim möguleikum sem verða til I
sambandi við það sem hann væri
að mála hverju sinni.
Þetta eru drög og tilbrigði.
Hringform eiga ýmislegt óupp-
gert i einum flokki mynda, i öðr-
um flokki fer einskonar konu-
mynd litsterk og barnsleg með Ut-
smognum hætti — ,,af þvi það er
svo gaman aö vera til”.
Er litróf þessara mynda róm-
antiskt?
— Já,er þaö ekki? Það þótti um
skeiö óttaleg skömm aö láta sjá á
sér rómantlk, en vorum við ekki
allir saman undir þá sök seldir?
Sýningin er opnuð i dag og
verður opin i tvær vikur.
Sixten Haage er talinn iröð fremstu graffklistamanna f Sviþjóð. Ljósm.
Norræna húsið
Evrópusvíta
í bókasafninu
Sænski listamaðurinn Sixten
Haage sýnir grafikmyndir i bóka-
safni Norræna hússins 1. —10.
april. Sixten Haage er talinn I röð
fremstu grafik-listamanna I Svi-
þjóö. Hann stundaði listnám i
Stokkhólmi á striðsárunum, og
siöan i Paris 1945—47. Hann hefur
tekiö þátt i sýningum viða um
heim, m.a. I Finnlandi, Póllandi,
JUgóslaviu, Italiu, VesturÞýska-
landi og Bandarikjunum. Flest
listasöfn I Sviþjóð hafa keypt verk
eftir hann, svo og söfn i Póllandi,
Vestur-Þýskalandi, Finnlandi og
Bandarikjunum.
Megin-uppistaða sýningarinnar
í Norræna hUsinu er röð mynda, I
allt tólf grafikblöð, sem Sixten
Haage nefnir „Europa-sviten”, en
alls eru á sýningunni um 20 verk,
og eru þau öll til sölu. Sýningin er
eik.
opin á venjulegum opnunartima
bókasafnsins, frá klukkan 14 til 19
daglega fram til 10. april.
Sixten Haage setur sjálfur upp
sýninguna, og dvelst hér á landi
til 8. april.
Nýkomið
mikið úrval
af austurrískum kvenkápum
Opið á laugardögum
kápan
Laugaveg66 llhœð