Þjóðviljinn - 01.04.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Síða 10
SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. aprll 1978 mhg ræðir við dr. George J. Hauser „I iniist ég vera orðinn ÍSLENDINGUR” „Kona úr Hrafnagilshreppi, f. 1911,segir frá lækningu á hryssu, sem fékk hrossasótt sumarið 19G2 þegar vcrið var að koma frá- landsmóti hestamanna á Þing- völium, og komið var i eyðibýli ofan við Guilfoss.: „NU sýndust góð ráð dýr, þó að þau yrðu það ekki svo mjög i reyndinni. Það var ekkert hægt að koma hrossinu svona, oglangt að riöa til byggða aðsimai lækni, og líklega engan lækni að fá nær en á Selfossi. A... sagðist nú vilja prófa læknisráð, sem hann hefðiheyrt, að stundum hefði dugað, en það væri að hella volgu hlandi ofan i hrossið. Þeir gcngu núað þvi að fýlla flösku og heltu svo meðalinu ofan i' merar- greyið. En hvort þaö var nú til- viljun eða að hlandið hafði þenn- an lækningamátt, þá batnaði læyssunni eftir nokkra stund, svo'i hægt var að halda ferðinni áfram”. 1 öxarfirði hefur þörf fyrir þetta hrossalyf verið ástæða fyrir kaffisamkvæmi: „Þegar úrvalshestar fengu hrossasótt, voru góð ráð dýr. Þá var gripið til þess ráðs, sem var hvort tveggja i senn, öruggast til að lækna hann, og minnst hætta á eftirköstum. Væri ekki kaffiket- illinn á hlóðunum, var brugðið skjótt við oghann settur upp, full- ur af vatni og til öryggis póttur lika með talsverðum slatta, þvi ekki mátti það skorta. Svo var blásið i glæður með fysibelg, svo bállogaði. Þá voru könnur snar- lega handleiknar og húsmóðirin sem var vönust að veita gestum, vissi að nú varð það að vera sterkt, svo það hrifi sem fyrst og rynni jafnframt hraðar eftir far-l vegum sinum. Einhver var fenginn til að láta heimilis- fólkið vita, þegar kaffið var tilbúið, eftir leiðsögn húsmóðurinnar og valt mest á, að eldra fólkið, sérstaklega konurnar, létu sig ekki vanta, enda vissu þær hvað til stóð og Voru tindilfættar inni i eldhúsinu, þvi þær vissu best, að nú reið á að drekka sem mest. Svo þegar húsbóndinn kom og bað þær blessaðar að draga nú ekki af sér svo þær mjólkuðu betur, varð gleðiuvogbollaglamrið enn meira. Eftir ótrúlega stuttan ti'ma og þegar allir höfðu gert það, sem þeir gátu, þótti fyrirtak ef þrjár þriggja pela flöskur af þessum lika fagurbleika vökva, sem boðið var upp á, voru tiltækar. Var þá þotið með þær i hestinn, þar sem hann lá, og vanar hendur komu þessu venjulega „spenvolgu” nið- ur i hestinn, enda var það frum- skilyrði fyrir þvi að vel hrifi. Fór þá oftast svo, að fljótlega sáust batamerki og stundum gaus afturendinn, fyrr en varði. Dræg- ist það aftur á móti, var hlaupið eftir meiru af vökvanum sem nú var enginn hörgull á, enda reynsla fyrir þvi að konurnar reyndust dropa best. Það kom lika fyrir, eftir að hesturinn hafði risið upp og sýnt örugg iifsmerki, að þær fóru að prutta sin á milli um það, hver þeirra ætti mestan heiðurinn skiliö, þ.e. lagt mest af mörkum af þessum ilmsterka og kröftuga „Kína-elexir”. Þar á of- an áttu þær lika vis laun af þeim, sem hestana áttu og þvi riflegri Dr. George J. Hauser þvi meiri gæöingar, sem þpir voru. Ég sé að þú brosir af þrjósku og vantrú, en engu að sið- ur var það staðreynd. Um það get ég dæmt af eigin sjón og raun og svo hafa sagt mér margir skag- firskir hestamenn, að ekkert ráð sé eins öruggt og þetta við hrossa- sótt” Frá bókmenntum til þjóðfræða Hvar skyldi hana að finna þessa skemmtilegu lýsingu á þvi hvern- ig menn læknuðu hrossasóttar- sjúklinga hér fyrrum, — og raun- ar ennþá, — þegar ekki eru við hendina aðrir læknisdómar? Ja, hvar svo sem annarsstaðar en i bókinni Saga hestalækninga á Is- landi, eftir dr. Georg J. Hauser, sem kom út siðla á næstliðnu ári. Höfundur bókarinnar, dr. Haus- er, er raunar magister i ensku og enskum bókmenntum en varð gripinn slikum áhuga á þjóðfræð- um, að hann sneri sér að þeim. Tókst hann á hendur að kynna sér islenskar hestalækningar frá önd verðu, eftir þvi, sem heimildir hrukku til og mátti ekki seinna vera, því að með hverjum öldruð- um manni, sem til moldar geng- ur, hverfur einhver fróðleikur um þetta efni og annað og er sumt af þviþarmeðað eilif u glatað. „Hér skipti þvi hvert árið miklu máli”, sagði dr. Hauser. Og árangurinn, hver er hann? Ekkert minni en bók upp á 360 bls., unninaf slikri natni ogvand- virkni, að fátt eitt, ef nokkuð mun þar ekki að finna, sem snertir hestalækningar á Islandi allt frá öndverðu og fram til síðari ára. Heimspekideild Háskólans dæmdi „ritgerð” dr. Hausers hæfa til doktorsvarnar og hefur sú vörn nú farið fram. Er dr. Hauser fyrsti útlendingurinn, sem ver doktorsritgerð við is- lenska háskólann og er vel að þeim heiðri kominn Mátti ekki seinna vera I tilefni af þessum atburði leit blaðamaður inn til dr. Hausers þar sem hann var til húsa vestur á Reynimel hjá kunningja sinum, Snæ Jóhannessyni og baðst leyfis að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Dr. Hauser vékst ljúfmannlega við kvabbinu. Vildi á hinn bóginn gera sem minnst úr sinu afreki og þakkaði þeim mun meira heimildarmönnum sinum ogöðrum þeim,sem gerðuhonum kleift að vinna þetta verk. Blaðamaður spurði dr. Hauser að þvi hvað hefði orðið þess vald- andi að hann snéri sér að þessu verki. — Það er nú kannski ekki svo auðvelt aðskýraþaði mjög stuttu máli. En ég hef mikinn áhuga á hverskonar þjóðfræðum og þá ekki hvað sist islenskum. Og þeg- ar ég fór að velta þessum málum fyrir mér það staðnæmdist ég við islenskar hestalækningar. Mér fannst það forvitnilegt efni og ljóstvar, að sá akur var óplægður meðöllu. Þar við bættist sú stað- reynd, að margháttaður fróðleik- ur um hestalækningar á Islandi var óðum á förum með gamla fólkinu. Flest af þvi fólki, sem ég talaði við og fékk upplýsingar hjá, er komið á áttræðisaldur og þaðan af eldra. Hér skipti þvi hvertárið miklu máli. Annars vil ég lika geta þess að þjóðfræði- kennari minn, Bo Almquist, vakti athygli mina á, að f áar skriflegar heimildir væru til um sögu hesta- lækninga á Islandi, gagnstætt þvi, sem er um hin Norðurlöndin. Ég ákvað þvi að snúa mér að þessu verki og sótti um styrk til þess úr Visindasjóði tslands, sem ég fékk og einnig naut ég styrks frá Menntamálaráðuneyti Quebec- fylkis i Kanada og Dansk- Islandsk Fond. Verkið tók átta ár — Hversu langan tima tók það þig að semja bókina? — Eins og fyrr segir fékk ég styrkinn úr Visindasjóði 1971 og átti hann að gera mér kleift að ferðast um Island til að safna efni i bókina. Aðferð min i upphafi var sú, að ég fór i Þjóðminjasafnið og fékk þar upp nöfn ýmissa eldri bænda og þeirra manna sjálf- lærðra, sem fengist höfðu við dýralækningar. Ég átti siðan við- töl við 52 menn, viðsvegar um land, bæði karla og konur. Þór Magnússon, þjóðminjavörður og Arni Björnsson, þjóðháttafrasð- ingur, veittu mér mikilverða að- Laugardagur L april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 I I : * 11 f::! :? * • ...‘.ÍLí? b'-**** „tslenski hesturinn á engan sinn stoð við þessar rannsóknir. Þórð- ur Tómasson, byggðasafnvörður i Skógum undir Eyjafjöllum, útbjó fyrir mig spurningalista um rannsóknarefnið, sem ég sendi siðan ákveðnu fólki og þannig fékk ég margar og margvislegar upplýsingar. Með þessum hætti leitaðist ég við að afla fanga allstaðar þar, sem fengs var von. Auk þess að styðjast við frá- sagnir heimildarmanna minna, fékk ég að nota bréfasafn Þórðar Tómassonar. Handrit Magnúsar Guðfinnssonar frá Staðarfelli fékk ég hjá Tómasi Helgasyni. Frú Aðalbjörg Edda Guðmunds- idóttir leyfði mér afnot af handriti móður sinnar, Karólinu Einars- áóttur frá Miðdal, en henni er það að þakka, að ýmsir gamlar kreddur i samband við hesta- iækningar hafa ekki alveg glat- ast. Má þar nefna kenningar um fyrirboða um gæðingsefni, járn- mgar, frjósemi hjá hryssum o.fl. Vfirleitt leitaöist ég við að kynna -ý'* - .lika”. mér allar þær heimildir, munn- legar og skriflegar, utanlands og Innan. sem hægt var að fá. Gerði ■n.a. rannsóknir á skjalasöfnum i Noregi, Sviþjóð og Danmörku. ;Og hvað var ég svo lengi að sémja bókina? Ja, heimildasöfn- unin tók nú ekki minna en tvö ár en I raun og veru var ég átta ár að vinna að bókinni, bæði beint og óbeint. íslenskunámið vakti áhugann — Nú kaust þúað semja bókina á islensku og hefur talað við fjölda íslendinga á þeirra eigin móðurmáli þannig að þú hefur orðið að byrja á þvi að læra mál- ið. — Já, égákvað að semja bókina á islensku. Þetta er jú bók um is- lenskar hestalækningar og skrif- uð fyrir Islendinga fyrst og fremst. Ég vildi t.d. ekki skrifa bókina á ensku þvi enskumæl- andi menn hafa naumast áhuga á efninu. Hann er hinsvegar fyrir hendi hérlendis, það hef ég greinilega fundið. Þú ættir t.d. að tala við suma gömlu bændurna. Ég var á úlfsstöðum i Hálsa- sveit 1968-1969 og lærði þar is- lensku. Einnig stundaði ég is- lenskunám við Uppsalaháskóla. Islenskuna lærði ég ekki i upphafi með samningu bókarinnar fyrir augum en áhuginn á þvi kom hinsvegar i kjölfarið. Arið 1971 var ég á tslandi frá þvi i júni og fram i desember og frá 1972 og fram á árið 1974 var ég hér stöð- ugt. Siðan kom ég svo hingað i júlimánuði i fyrra. tslenski hesturinn alveg sérstæður — Hefurðu áhuga á islenska hestinum? — Já, ég dái hann mjög. Hann er merkileg skepna og sérstæð. Hvað skyldi hann vera gamall, þessi? Égkynntist honum fyrst þegar ég var i Borgarfirðinum. Þá fórum við oft i reiðtúr kl. 10 og 11 á kvöldin. Og þar fór ég i fyrsta skipti i fjárrekstur á hestum. Áhugi minn á samningu bókar- innar stafar að nokkru leyti af kynnum mi'num af islenska hest- inum. Hann er alveg einstæður. Hann á engann sinn lika annars- staðar. Hann er hluti af þessu landi. Og islenskar hestalækningar eru einnig sérstæðar, öðruvisi en gerst hafa með öðrum þjóðum. Það er minna um hindurvitni i sambandi við þessar lækningar hér enannarsstaðareiga sér stað. Þau voru auðvitað samt sem áður einnig fyrir hendi hér, en sumt, sem menn vildu kannski i fljótu bragði flokka þannig, voru það ekki. Þetta var reynsla bænd- anna. Þeir vissu, að ákveðin r&ð gáfu ákveðinn árangur og notuðu þau án þess að gera sér grein fyrir hversvegna þau verkuðu á þennan hátt en ekki hinn. Sumt af þessum aðferðum voru auðvitað skottulækningar en annað, og það var fleira, var skynsamlegt. Rekja þarf þráðinn áfram — Nú vona ég bara að einhver gerist til þess að halda þessu starfi áfram með þeim hætti, að safna efni um lækningar a sauðfé og nautgripum á tslandi. Þar er áreiðanlega úr miklum fróðleik að moða, sefn ekki hefur verið skráður og þar er einnig hver aö verða seinastur, svo sem var um hestalækningárnar. Þarna er sannarlega verðugt verkefrii fyrir islenska fræðimenn. Finnst ég vera íslend- ingur Ekki vildi dr. George J. Hauser mikið ræða um framtiðaráætlanir sinar. — Enmér þættimjög gaman að fá tækifæri til þess að kenna á Is- landi, t.d. i þjóðháttadeild við Há- skólann. Um slikt er ekki að ræða i Kanada, þar er allt svo yfir- borðskennt. En ég kann m jög vel við mig á Islandi, vildi gjarnan vera hér og finnst ég i rauninni vera orðinn Islendingur. -mhg Ný ljóðabók efdr Geir Hallgrímsson t gær kom út hjá Helgafelli ljóðabók eftir Geir Hallgrimsson forsætisráðhcrra. Nefnist hún „Oss hafa augu þessi". Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar og geymir hún 37 ljóð. Nótur fylgja við sjö ijóðanna, en lögin hefur Arni Johnsen samið. I bókarkynningu segir á þessa leið: „Það skapaðist i hinum merku borgrikjum Italiu á mið- öldum sú hugsjón sem kennd var við hinn fjölhæfa mann, l’uomo universale: hann var jafnvigur á listir, skáldskap, stjórnmál og herstjórn. tslendingar hafa með ýmsum hætti haldið þessari hug- sjón á lofti, sbr. Hannes Hafstein, Einar Benediktsson eða þá hina alkunnu visu, „löngum var ég læknir minn, lögfræðingur prestur." Og nú hefur Geir Hallgrimsson lyft þessu merki með eftirminnilegum hætti — hann er jafnvigur á rimaða gamansemi, ljóðræna angurværð ogheimspekileg kvæði I tengslum við sérstæða persónulega reynslu”. Skem mtileg sjálfsgagnrýni kemur fram i tokakvæði bókar- innar, sem orter i fyrra og nefnist „Andspænis Ararat”. Þar segir m.a.: Það er ekki aukastarf að draga andann Ég má ekki slá slöku við að vera til. Geir Hallgrimsson. Þessvegna má ég ekki vera að þvi að vinna á verðbólgunni stjórna landinu og vera skáld. Bókin er 98 bls. prentuð i Odda. Höfundur áritar bók sina i húsi Sjálfstæðisflokksins við Bolholt milli kl. 2 og 4 i dag. Tónlistarskólinn í Reykjavik Hljómsveitartónleikar I dag, laugardag kl. 14.30 heldur hljómsveit Tónlistar- skólans i Reykjavik tónleika I Háskólabiói. Stjórnendur hl j óm sv ei ta ri nna r verða Marteinn Hunger Friðriksson og Gunnar Egilson, og einleikarar verða Anna Þorgrimsdóttir á planó og Freyr Sigurjónsson á flautu. Á efnisskránni eru fjögur verk, Forleikur op. 26 eftir Mendels- sohn, Konsert fyrir pianó og hljómsveit i d-moll K. 466 eftir Mozart, Serenade fyrir 9 blásturshljóðfæri, celló og kontrabassa i d-moll, op. 44 eftir Dvorak og Konsert fyrirflautu og hljómsveit eftir Carl Nielsen. Sviðsmynd úr sýningunni, Odipus konungur. Fyrir miöju er Ilelga Bachmann sem Jókasta drottning. V Sídustu sýningar á Odipusi Nú fer hver að verða siðastur að s já hinn fræga grfska harmleik Odipus konung eftir Sófókles. Leikritið verður sýnt i Þjóðleikhúsinu i kvöld og fyrir utan þá sýningu verða aðeins tvær aðrar sýningar i verkinu. Þetta er i fyrsta sinn sem þetta leikrit er sýnt hérlendis og reyndar i fyrsta skipti sem Þj'óð- leikhúsið tekur griskan harmleik til sýninga. Þýöinguna gerði Helgi Hálf- danarson, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Titilhlutverkið, Odipus, er i höndum Gunnars Eyjólfs- sonar en konu hans og móður, Jóköstu, leikur Helga Bachmann. Rúrik Haraldsson leikur Kreon, bróður hennar. Flestir leikarar Þjóðleikhússins koma f ram i sýn- ingunni, þeirra á meðal Valur Gislason, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Þorsteinn ö. Stephensen, Ævar Kvaran o.fl. Ekki er talið liklegt að þetta fræga verk, sem talið er eitt merkasta verk leikbókmennt- anna, verði sýnt hér aftur i bráð, svo að fólki er bent á aö nýta sér þetta einstæða tækifæri til að kynnast þessu sigilda leikriti. Mesta hrap dollarans i manna minnum 30/3 — Bandarikjadollarinn hrap- aði niður i 220.70 jen i kauphöll- inni i Tókió i gær og hefur aldrei komist lægra gagnvart jeninu. Er þetta fall dollarans eitthvert það geigvænlegasta i manna minn- um, aö sögn fjármálámanna. Þetta er kennt mjög hagstæðum gjaldeyris- og viðskiptajöfnuði Japana við útlönd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.