Þjóðviljinn - 01.04.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 1. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
a/ erfendum vettvangi
Klukkan niu fimmtudagsmorg-
uninn 16. mars 1978 var Aldo
Moro, margsinnis forsætisráð-
herra italiu og einn helstu leið-
toga Kristilega demókrataflokks-
ins, á leið til ítalska þingsins.
Hann hafi fulla ástæðu til að vera
sæmilega ánægður með lifið.
Hann var á leið til þingsins, þar
sem hann ætlaði að vera við-
staddur er flokksbróðir hans
Giuiio Andreotti kynnti nýjustu
rikisstjórn sina, sem jafnframt er
fyrsta ítalíustjórn i rúm 30 ár,
sem Kom múnistaflokkurinn,
annar stærsti flokkur landsins,
styður formlega. Þetta mikil-
væga skref i átt svokallaðrar
sögulegrar máiamiðlunar var
ekki hvað sist verk Moros, sem
átlhafði mikinn þátt f þvi að fá fc-
laga sina i forustu kristilegra til
þessað koma til móts við komm-
únista.
Við ein gatnamótin snarheml-
aðibill, er um skeið hafði veriö á
undan bil Moros svo að bilstjóra
hans vannst ekki timi til þess að
hemla nógu fljótt og keyrði aftan
á hinn. Tveir menn snöruðust Ut
úr bilnum á undan, munduðu vél-
skammbyssur og skutu til bana
bilstjóra Moros og öryggisvörð,
sem sat við hlið hans. Moro sjálf-
Réttarhöld yfir nokkrum úr Rauðu hersveitunum standa yfir i Torino. Þeir ákærðu eru hafðir I járnbúri. og er það I samræmi viö aðrar viðtæk-
ar öryggisráöstafanir, sem viöhafðar eru við réttarhöidin.
Illra vedra von á Ítalíu
ur, sem sat i aftursætinu, mun
hafa sloppið ósærður. Bill með
þremur öryggisvörðum, sem
fylgt hafði bil Moros fast eftir,
rakst aftan á hann. Tveimur
varðanna tókst þó að ná vopnum
sinum oghófu skothrið á fyrirsát-
ursmennina sem nú höfðu snúið
sér að þeim, en fáeinar vélbyssu-
hryðjur þögguðu niður i þeim
einnig. Hávaxinn maður i frakka
kippti Moro út úr aftursæti bils
hans og dró hann með sér inn i bil,
sem var kyrrstæður á vegarkant-
inum ogkona við stýrið. Sá bill ók
þegar á brott og eftir honum
fylgduaðrir árásarmenn átveim-
ur bilum og bifhjóli. Eftir á vig-
vellinum lágu fjórir menn dauðir
og sá fimmti deyjandi i blóði sinu
og brotnu gleri.
300 mannrán siðan 1970.
Siðan þetta gerðist hefur Italia
verið i meira uppnámi en nokkru
sinni frá þvi að siðari heimsstyr-
jöld lauk.
Nú fer þvi fjarri að morð og
mannrán af þessu tagi séu neitt
nýjabrum fyrir ttali. Um 300
manns hefur verið rænt þar i
landi siðan 1970 og 1977 voru
framin um 2000 ofbeldisverk af
pólitiskum toga, samkvæmt opin-
berriskráningu.l samanburði við
þetta hefur Baader-Meinhoffólkið
i Vestur-Þýskalandi ekki verið
ýkja afkastamikið. En á Italiu
hefur þesskonar háttalag ekki
þótt eins miklum tiðindum sæta,
sökum þess að þar hefur allskyns
bófamennska af pólitiskum og
hálfpólitiskum toga lengi verið
landlæg, einkum i landinu sunn-
anverðu, þar sem vanþróun er
mikil. En aldrei hafa pólitiskir
hryðjuverkamenn þar I landi
seilst eins hátt og nú, enda keppir
ránið á Moro við innrás Israels I
Libanon umfyrsta sætið i fréttum
fjölmiðlanna.
Dularfull „vinstrihreyf-
ing”
Ránið er kennt nokkuð dular-
fullri hreyfingu sem nefnist Le
Brigate Rossi og kalla mætti á is-
lensku Rauðu hersveitirnar.
Italia hefur upp á að bjóöa mjög
fjölskrúðuga fylkingu utarlega á
vinstri kanti stjórnmálanna, og
margir fullyrða að Le Brigate
Rossi séu langlengst til vinstri af
þeim öllum, enda eru þær for-
dæmdar af öllum öðrum vinstri-
hreyfingum. Furðumargt er á
hulduum Rauðu hersveitirnar og
allskonar sögusagnir á kreiki um
þær. Enginn virðist vita um liðs-
kost þeirra og menn greinir einn-
ig á um hvar helstu bækistöðvar
þeirra séu. Nefna sumir i þvi
sambandi Genúu, aðrir Torino og
enn aðrir Milanó. Þær hafa að
sögn lýst þvi yfir, að þær stefni að
þvi að koma á fullkominni upp-
lausn italska þjóðfélagsins og
valdatöku fasista. Hafa Rauðu
hersveitirnar þá trú að þá muni
augu alþýðunnar loksins opnast
fyrir viðurstyggð kapitalismans,
með þeim afleiðingum að hún
kollvarpi honum með byltingu.
Þetta mun vera eitthvað svipaður
þankagangur og hjá Baad-
er-Meinhof-fólkinu i
Mynd af Aldo Moro með merki
Rauðu hersveitanna I baksýn.
Grunur leikur á að myndin, sem
mannræningjarnir sendu frá sér,
hafi verið fölsuð þannig, að mynd
af Moro hafi verið limd inn á
mynd af merkinu.
Vestur-Þýskalandi, enda ekki úti-
lokað aðeitthvert samband sé þar
á milli.
Óttinn við Evrópu-
kommúnismann
Það er sumra mál að Rauðu
hersveitirnar séu svo langt til
vinstri að þær séu hér um bil
komnar hringinn til hægri. A bak
við umsagnir sem þessar liggja
grunsemdir um, að hersveitir
þessar séu ekki allar þar sem þær
eru séðar. Þar hafa reynst yfir-
völdum næsta erfiðar viðfangs og
ýmislegt hefurþóttbenda til þess,
að þær fái upplýsingar frá hátt-
settum aðilum i þjóðfélaginu.
Þeir háttsettu aðilar eru taldir
vera hægra megin I stjórnmálun-
um, og kæmi engum á óvart þótt
það reyndist rétt, þvi að áður
hefur komist upp að valdamiklir
menn i her og lögreglu Italiu hafa
staðið i sambandi við öfgasamtök
með valdarán fyrir augum.
Hér geta erlendir aðilar einnig
átt hlut að máli og almannaróm-
urin n á Italiu er helst á þvi að svo
sé, þótt ekkerthafi um það sann-
ast. Þar til eru nefndar frægar
leyniþjónustustofnanir eins og
bandariskaCIAog sovéska KGB.
Hægt er að færa gild rök að þvLað
Italia standi á krossgötum i
stjórnmálum. Kristilegir demó-
kratar hafa stjórnað landinu með
heldur klénum árangri frá lokum
siðari heimsstyrjaldar, og nú er
svo að sjá að þeir séu — nauðugir
aðvisu—loksins i þann veginn að
láta undan kröfum kommúnista
um að þessir tveir stærstu flokkar
landsins axli stjórnarábyrgðina
sameiginlega. Það yrði mikill
sigur fyrir Evrópukommúnism-
ann, þvi að Kommúnistaflokkur-
inn á Italiu er stærsti flokkurinn
i þeirri fylkingu sósialismans.
Bandarikin, Sovétrikin vestur-
evrópskt ihald og norðurevrópsk-
ir hægrikratar eiga það öll sam-
eiginlegt, að óttast Evrópu-
kommúnismann sem nýja hreyf-
ingu, sem valdið geti einhverju
raski á hefðbundnu „jafnvægi”
alþjóðastjórnmála. Þessum aðil-
um er vitaskuld trúandi tii þess
að gripa til vissra sóðabragða til
þess að bregða fæti fyrir ,,sögu-
legu málamiðlunina”, sem þeim
er meinilla við. Til þess gætu þeir
notiðaðstoðarvaldamikiila og of-
stækisfullra aðila meðal italskra
hægrimanna.
Undarleg tilviljun
Undarleg tilviljun var það alla-
vegana að Moro skyldi einmitt
vera rænt þennan dag, þegar
stjórn með óbeinni aðild komm-
únista var að taka við, enda taldi
Giulio Andreotti engum vafa
bundið að mannræningjarnir
hefðu greitt atlöguna að Moro af
þeirri ástæðu. Einnig vekur það
athygli að ljóst er, að mannræn-
ingjarnir vissu vel hvenær von
væri á Moro á leið til þingsins og
einnig hvaða leið hann myndi
aka. Þeir tóku sér stöðu við
gatnamótin, dulbúnir sem starfs-
mennflugfélagsogbiðuþar komu
hans hinir rólegustu. Hvaðan
barst þeim þessi vitneskja?
Við þetta má bæta að engan
veginn fullvist er, að svonefndar
Rauðar hersveitir hafi framið
mannránið. Grunur leikur á að
mynd af Moro, þar sem hann sést
með merki Rauðu hersveitanna i
baksýn, sé fölsuð.
Rannsóknir hafa leitt i ljós, að
sumir mannræningjanna báru
vopn framleidd i Austur-Evrópu.
Það hefur gefið alls konar sam-
særiskenningum byr undir báða
vængi. Þýðir það að ræningjarnir
hafi fengið vopnin frá KGB? Eða
hitt að CIA hafi laumaö til þeirra
austurevrópskum vopnum i þvi
skyni að koma skömminni á KGB
— eða jafnvel italska kommún-
ista?
Útburðir þjóðfélagsins
Hvað sem þvi liður er ástandið
á ítaliu þannig, að jarövegurinn
fyrir hverskonar öfgaöfl, hvort
sem þau eru „óháð” eða njóta
stuðnings erlendis frá, getur
naumast verið betri. Kreppan
heftir slegið Italiu harðar én
nokkurt annað af stærri rikjum
Vestur-Evrópu. Atvinnuleysi er
mikið, sérstaklega þó meðal ungs
fólks. Hálf önnur miljón af þvi er
skráð án atvinnu, og koma þar þó
áreiðanlega ekki öll kurl til graf-
ar, þvi að fjölmargir eru orðnir
svo vonlausir um að fá atvinnu að
þeim finnst það ekki taka þvi aö
láta skrá sig. Stór hluti þeirra
ungmenna sem útskrifastúr skól-
um landsins, hefur enga von um
að fá atvinnu i samræmi við
menntun sina. Þetta unga fólk lit-
ur svo á að þjóðfélagið hafi borið
það út, afneitað þvi, og hverskyns
öfgasamtök eiga auðvelt með að
afla sér fylgis á meðal þess. Þetta
unga fólk, sem margt telur sig og
er vinstrisinnað, hatast jafnvel
enn meira við Kommúnistaflokk-
inn en hægriflokkana, þvi að það
litur á viðleitni kommúnista til
samstarfs við kristilega demó-
krata — flokk þann sem lang-
mesta ábyrgö ber á öfremdar-
ástandinu — sem bein svik við
sósialisma og verkalýð.
Verði Moro ráðinn af dögum að
tilhlutan einhvers „alþýöudóm-
stóls” yrði þaðað öllum lik'indum
vatn á myllu öfgaafla til hægri,
sem dreymir um nýjan Mussolini.
Hræðsla mikils hluta þjóðarinnar
við upplausn og óöld gæti þá
gengið svo langt, að grundvöllur
skapaðist fyrir fasiska valdaræn-
ingja, sem afnæmu þingræðið og
lofuðu hægrisinnuðum kjósendum
i staðinn „lögum og reglu”. dþ.
UTBOÐ
Suðureyrarhreppur óskar eftir tilboðum i
að gera fokheldan 2. áfanga grunnskóla á
Suðureyri.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 5.
april 1978 á skrifstofu Suðureyrarhrepps
og hjá verkfræðistofunni Hönnun h.f.,
Höfðabakka 9, Reykjavik, gegn skila-
tryggingu að upphæð kr. 10.000.-
Tilboð verða opnuð þann 25. april n.k. kl.
14.00.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i lagningu 8. áfanga dreifi-
kerfis Hitaveitu Akureyrar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 B
Akureyri, frá og með þriðjudeginum 4.
april 1978.
Tilboð verða opnuð á skrifstofum
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 Akureyri,
mánudaginn 17. april 1978 kl. 14.00.
Hitaveita Akureyrar.