Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. aprll 1978 Eggertsdóttir, MINNING Áslaug kennari Mjúkt er svefnsins sængurlin. — Syng ég þig i blundinn, Stina litla, Stina min, — stjörnur fela augu sin. Löng er stundin, löng er rökkurstundin. A þessu erindi byrjar ljóðið Vögguvisa eftir Guðmund Böðvarsson. En nii er það engin litil Stina sem sofnuð er, heldur önnur kona, náfrænka skáldsins, Aslaug Eggertsdöttir, og hún er sofnuð svefninum langa. Þegar ég heyrði lát Aslaugar datt mér í hug annað ljóð sama skálds, ljóð sem ég hef lengi haft mætur á og heitir Of seint. Það endar á þessum linum: Það er marklaust að minnast þess nií þegar moldin er yfir þigbreidd. Ég átti þér ógoldna skuid. Aldrei verður hún greidd. Áslaug Eggertsdóttir var fædd 8. júli 1904 í Vestri-Leirárgörðum, Leirárhreppi, Borgarf jarðar- sýslu og lést i Kópavogi 15. mars 1978.1 Leirárgörðum ólst hún upp hjá foreldrum og systkinum og frá Leirárkirkju fór útför hennar fram laugardaginn 25. mars s.l. Um æsku Aslaugar veit ég næsta lltið, en I Hvitárbakkaskóla var hún einhvern tima og kennarapróf tók hún frá Kennaraskóla Islands 1934 og handavinnukennarapróf nokkr- um árum seinna. Hún stundaði kennslu lengst af ævinnar og i Kópavogi kenndi hún frá 1948 þar til hún lét af störfum vegna aldurs fyrir örfáum árum. Ég kynntist Aslaugu fyrst haustið 1948 þegar ég flutti i Kópavog og byrjaði I 8 ára bekk hjá henni. Heldur var húsnæðið bágborið, kennslustofan lak svo að í rigningu voru dallarnir undir lekanum fleiri en nemendurnir. Sumir komu svo langt að 1 skól- ann að þeir voru allt að klukku- tima að ganga hvora leið. Til viðbótar við þessa örðugleika kom að veðráttan þennan vetur, 1948-49, var mjög rysjótt. Oft kom það fyrir i minum bekk, að er halda skyldi heim úr skólanum var komið þvilikt óveður, að Aslaugu leist ekki á að senda okkur smábörnin sem lengst þurftuað fara, ein heim og hafði hún þá ekki annað ráð en fylgja okkur heim sjálf gangandi. Einu sinni man ég að hún fauk .fyrir húshorn með okkur tvær átta ára stelpur sina við hvora hönd. Aðstæður skánuðu og við flutt- um i nýtt skólahUs og áfram var ég i bekkhjá Aslaugu næstu árin. HUn var mjög natinn kennari og lagin aðgera kennsluna Ufandi og námið auðvelt. Eftir 10 ára bekk kenndi hún mér aðeins handa- vinnu. Svoliðu árinogþar kom að ég átti að fara að fermast. Frum- býlingar Kópavogs voru yfirleitt ekki sérlega rikir af þeim auði sem mölur og ryð fær grandað, móðir mln ekki frekar en aðrir. Þá var það einn dag siðla vetrar að Áslaug sendi mér boð um að finna sig. Þegar ég hafði þegið súkkulaði og kökur kom erindið, hún bað mig að máta kápu sem hún var að sauma handa mér áður en ég fermdist. Og kápuna fékk ég —þaðvarfallegrikápa en nokkur hinna stelpnanna átti. Seinna lágu leiðir okkar saman þegar ég byr jaði að kenna 1963 og kenndiþá Iþrjúárvið sama skóla og hún. Eftir það héldum viö alltaf sambandi hvor við aðra. Siðast hittumst við hálfum mánuði áður en Aslaug dó. Út og suður — ýmsa leið ævigötur snúa. Margur eftir sólarseið sína daga alia beið. Samt er að trúa, samt er á gott að trúa. (Guðm. Böðv.: Vögguvisa) Áslaug var komin á miðjan aldur þegar ég kynntist henni. Sjálfsagt hafa ævigötur hennar snúið á ýmsaleið eins og flestra. En hUn beið ekki eftir neinum sólarseið, — hUn var slstarfandi að ýmsum hugðarefnum sinum. Aslaug starfaði mikið i kven- félögum, var einn helsti frum- kvöðull húsmæðraorlofs I Kópa- vogi, hUn hafði yndi af hann- yrðum og bóklestri. Og hUn trúði — trúðiá hið góða i mönnunum og jafnrétti allra manna. Aslaug tók aldrei opinberlega þátt i stjórnmálum envarróttæk i stjórnmálaskoðunum. Hún var lika mun róttækari i jafnréttis- málum en flestar jafnöldrur hennar. Hún taldi sjáifsagt að kenna drengjum saumaskap og matreiðslu og stúlkum smíði. Og mér er eftirminnilegthvernig hún útskýrði fyrir mér nauðsyn kven- félaga. „Konurnar”, sagði hún, „höfðu mikla þörf fyrir félagsleg samskipti og að vinna að félags- málum. Félög karla voru annað hvortalveg lokuð konum, eða ein- ungis opin báðum kynjum fyrir siöasakir, konur voru i þeim fyrirlitnar, lftils metnar og fengu engu að ráða. Þær höfðu ekki önn- ur Urræði en að stofna eigin félög. Þannig hafa kvenfélögin gegnt miklu hlutverki sem félagslegur vettvangur kvenna.” En Áslaug vonaði að þjóðfélagið þróist I þá átt að ekki verði þörf sérstakra félaga fyrir konur, eða karla. Aslaug giftist ekki og eignaðist ekki börn, en hún var ákaflega barngóð og börn hændust mjög að henni. Mörg barnabörn systkina hennar sóttu til hennar, hún var þeim eins konar viðbótaramma. Aslaug Eggertsdóttir var náfrænka þriggja stórskálda okkar, Halldórs Laxness, Stefáns Jónssonar og Guðmundar Böðvarssonar og var sjálf ljóð- elsk. Það er við hæfi að kveðja hana að leiðarlokum með ljóð- linum úr Vögguvísu Guðmundar Böðvarssonar. Sumardagsins dýrð og frið dreymi þig, og sólskinið langt frá hörmum, langt frá öllum hörmum. Helga Einarsdóttir Siguröur Lárusson á Gilsá Athugasemd viö svar Lúdvíks Jósepssonar Háttvirti alþingismaður. Ég þakka svar þitt, við bréfi minu til þin, sem birtist i Þjóð- viljanum 7/3. Mér finnst ég þurfa að ræða þessi mál nánar. Fyrst er smá leiðrétting. I bréfi minu til þin i Þjóðviljanum 17/2 hefur fallið niður hluti af setningu. 1 blaðinu stendur orðrétt: ,,Þú hafðir þá endurflutt frumvarp þitt frá vinstri stjórnarárunum um að 'sameina Útvegsbankann á gjald- þrotsbarmi á síðastliðnu ári?” Siðari hluti þessarar málsgreinar hefur brenglast, hvort sem það hefur orðið i bréf minu, eða við prentun. En siðari hluti máls- greinarinnar átti að vera svona: að sameina Búnaðarbankann og Útvegsbankann, sem hafði verið á gjaldþrotabarmi á siðasta ári. Mér finnst ég þurfa að ræða bréf þitt dálítið betur, svo að fram komi hvað á milli ber. Það má vera að ég misskilji tilgang þinn með bankamálafrumvarpinu. Hins vegar finnst mér grein þin staðfesta skilning minn á megin tilgangi frumvarpsins, en þar segir þú meðal annars orðrétt. „Ykkur finnst að þið — bændur — eigið BUnaðarbankann og að hann sé fyrir bændastéttina”. Eftir þvi sem ég man best var Búnaðarbankj íslands stofnaður fyrir bændastéttina og til að styðja hana með hagkvæmum lánum. Bankinn hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og notið trausts allrar þjóðarinnar. Mér er ekki kunnugt um að BUnaðar- bankinn hafi tapað stórum fjár- hæðum á viðskiptum sinum við bændur. Sama held ég að verði tæpast sagt um Útvegsbankann og útvegsmenn. Af hverju hefur Útvegsbankinn ekki vaxið og dafnað likt og Búnaðarbankinn? Ég hef aldrei haldið þvi fram að bændur eigi Búnaðarbankann. Hitt finnst mér eðlilegt að Búnaðarbankinn lánaði stofn- lánadeild landbúnaðarins veru- legt fjármagn svo hún gæti sinnt þörfum bænda betur en nú er. Síðar i grein þinni segir orðrétt. „Það sem þá skiptir mestu máli og sterkust áhrif hefur haft á mig varðandi sameiningu þessara tveggja rikisbanka er, að á þann hátt væri hægt að koma upp álika sterkum banka og Landsbankanum, banka sem gæti tekið að sér alhliða peningaþjónustu við atvinnu lifið I landinu.” Þarna kem- ur einmitt glöggt fram það sem ég óttaðist. Aðrir atvinnuvegir og þá fyrst og fremst sjávarútvegur- inn skulu hafci)greiðari aðgang að lánsfé BUnaðarbankans en verið hefur. Þetta finnst mér ekki passa vel við þá landbúnaðarpóli- tik sem þú og sumir þingmenn Al- þýðubandalagsins hafa boðað að undanförnu. En segir þú orðrétt. „Skipulagið sem við búum við er þannig að enginn banki er á svæð- inu frá Stöðvafirði til Hornafjarð- ar og varla er að tala um banka- þjónustu á svæðinu frá Eskifirði til Hornafjarðar”. Ég veit ekki vel hvað þú átt við meö orðinu „bankaþjónustu”. Geri þó ráð fyrir að það séu lán til útgerðar og önnur hliðstæð stór lán. Ég vil þó geta þess að á Breiðdalsvik hafa verið opnar umboðsskrifstofur um all mörg ár, bæði fyrir Út- vegsbankann og Samvinnubank- ann, til mikils hagræðis fyrir ibúa Breiðdalshrepps og fleiri. önnur umboðsskrifstofan hefur haft opið 2 klukkustundir á dag þrisvar i viku, en hin 2-4 klukkustundir einu sinni I viku. Þetta hlýtur þú að vita, en liklega kallar þú slikt ekki „bankaþjónustu”. Þessar litlu umboðsskrifstofur hafa að minu viti gert mjög mikið gagn, þó þær haíi enganveginn verið sambæriiegar við stóra banka. Kostnaður við þær getur heldur ekki talist tilfinnanlegur fyrir viökomandi banka. Hitt erum við alveg sammála um að bankakerf- iö hefur þanist óeðlilega lit hin siðari ár, en ég held að banka- máiafrumvarp þitt leysi ekki þann vanda. Hvaða breytingar verða til dæmis á starfsemi annara banka, Samvinnubankans, Verslunar- bankans, Iðnaðarbankans og Al- þýðubankans, svo dæmi séu nefnd? Ég hef ekki séð frumvarp þitt I heild. Er gert ráð fyrir sparnaði I rekstri áðurnefndra banka og þá á hvern hátt? Hve mikið fækkar bankastarfsmönn- um ef frumvar þitt verður að lög- um, og hvar á sú fækkun ag> verða? Þá segir þú orðrétt. „Fyr- ir þitt byggðarlag.Sigurður, þarf einn góðan banka sem sinnir bankastörfum fyrir landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og siðar iðnað.” Gott og vel, ekki skal ég amast við þvi. Ég mun minnast þess eftir kosningar, ef þú sest i ráðherrastól sem við skulum vona að verði, og einnig þess hvernig staðið verður að lána- málum og öðrum hagsmunamál- um landbúnaðarins. 1 síðari hluta greinar þinnar ræðir þú um lánamálin. Þar erum við sammála i grundvallaratrið- um. Bændur þurfa að eiga kost á rekstrarlánum út á afurðir sínar, einkum sauðfjárbændur. Ekki að- eins út brot af innleggi sinu, held- ur út á ailt innleggið, svo þeir geti fengið það greitt að fullu við af- hendingu þess i sláturtið. Það er ekki sæmandi að bankarnir og þjóðfélagið búi þannig að bænd- um einum allra stétta, að þeir þurfi að biða i 6 til 12 mánuði eftir að fá 1/4 af kaupi sinu, þrátt fyrir að þeir séu búnir að kaupa áburð og fleiri rekstrarvörur 16 til 17 mánuðum áður en lagt er inn það verðmæti sem áburöurinn skap- ar. Það gleður mig að þú hefur loksins eftir áratuga þingsetu tekið málstað bænda, og væntan- lega þar með þinn flokkur allur. Nóg er um róg gegn þeim I sið- degisblöðunum, þar með Alþýðu- blaðinu og viðar. Þá hefur þrot- laus rógur Jónasar Kristjánsson- ar ekki orðið til einskis, ef for- ustumenn Alþýöubandalagsins sameinast um að styðja bændur i þeirra kjarabaráttu, en mjög hef- ur andað köldu i garð bænda frá ýmsum forystumönnum Alþýðu- sambandsins jafnt Alþýöubanda- lagsmönnum og krötum. Það finnst mér mjög óeðlilegt, þar sem bændur hafa sannanlega verið lægst launaða stétt i þjóð- félaginu. Um hitt er ég þér ekki sammála, þó það láti vel I eyrum, að rekstrarlánin séu lánuð hverj- úm einstökum bónda. Eins og ég benti á i bréfinu til þin I febrúar þá mundi skriffinnska stóraukast og stimpilgjöld og þinglýsinga- kostnaður tii mikilla muna. En það versta við þetta fyrir- komulag er,að ekki eru minnstu likur til að bankarnir mundu lána þeim bændum neitt, sem mest þurfa á lánafyrirgreiðslu að halda, nema ef til vill með hreppsábyrgð eða öðrum niður- lægjandi aðferðum. Ég man held- ur ekki eftir að ég hafi séð neina slika ósk i öllum þeim fjölmörgu fundarsamþykktum, sem gerðar hafa verið á bændafundum á ná- lega hverju héraði landsins siðastliðið ár. Þótt ég sé ekki sérlega hrifinn af reikningsviðskiptum bænda hjá kaupfélögunum, hafa þau að minu áliti einn stóran kost, en hann er sá að það skapar mögu- leika á að hjálpa þeim um stundarsakir, sem verr eru settir fjárhagslega. Ég á erfitt með að trúa, að þú hugsir meira um þá sem vel eru efnum búniren hina mörgu sem illa eru settir f jár- hagslega. Aftúr á móti finnst mér einstaklingshyggjumönnum eins og Eyjólfi Konráð Jónssyni fara það vel. Að lokum vil ég minna á áskor- un mlna til þin, um að flytja frumvarp um eignakönnun og stighækkandi verðbólguskatt á verðbólgugróöa, en þú lætur ekki svo litið að ansa þvl i svari þínu. Er það ekki eins og mig grunar að i þinum flokki, eins og hinum gömlu flokkunum, séu verðbólgu- braskarar sem styrkja flokkinn og flokksmálgagnið, þannig að ekki megi styggja þá? Þessu vildi ég gjarnan fá svarað. Svo kveð ég þig með fullri vin- semd. Gilsá 10. mars 1978 Sigurður Lárusson. Freeport yfirlæknir í heimsókn tílSÁÁ Dr. Frank Herzlin yfirlæknir Freeportsjúkrahússins i New York kemur i heimsókn hingað til lands I boði F'reeportkiúbbsins mánudaginn 3. april. Dr. Herzlin fékk áhuga fyrir málefnum alkoholista fyrir 15 árum og var þá einn af mjög fáum læknum i Bandarikjunum sem höfðu hug á læknismeðferð drykkjusjúkra. Hann stofnaði Freeportsjúkrahúsið, sem margir Islendingar hafa leitað til og hefur helgað alla krafta sina baráttunni við drykkjusýki með góðum árangri. Margar af þeim aðferðum sem hann hefur beitt hafa siðan veriö teknar upp á Dr. Frank Herzlin öðrum sjúkrahúsum og stofn- unum fyrir alkoholista. Arið 1974 var dr. Herzlin boðið til Ástraliu þar sem hann flutti fyrirlestra og leiðbeindi læknum um aðferðir við alkoholisma. Þá hefur hann flutt gestafyrirlestra við marga bandariska háskóla og aðstoðað við gerð útvarps- og sjónvarpsþátta um þennan sjúk- dóm. Dr. Frank Herzlin mun dvelja hér i rúma viku og mun meðal annars ræða við lækna og ýmsa ráðamenn heilbrigðismála hjá riki og borg. Þá mun hann flytja fyrirlestur i Háskóla íslands, kynna sér starfsemi SÁA og Vifilsstaða og tala á opnum fundi hjá AA samtökunum. Einnig mun dr. Herzlin halda sérstaka fræðslufundi fyrir alkoholista dagana 8. og 9. april. Skagfirðingafélögin: Hlutavelta og flóamarkaður Skagfirðingafélögin I Reykjavik hafa nú komið sér upp félags- heimili að Siðumúla 35. Enn er það þó ekki fullbúið, til þess vant- ar herslumuninn og er nú loka- átakið framundan. Af þessu tilefni efna félögin til hlutaveltu og flóamarkaðar I félagsheimilinu i dag laugardag, kl. 14. Þar veröa á boðstólum gnægð góðra vinninga svo sem ut- anlandsferö til sólarlanda, dvöl á hóteli á Norðurlandi næsta sum- ar, vöruúttektir o.fl. Þess er vænst að sem flestir hlaupi 1. april I Siðumúla 35 á morgun, — en það hlaup verður frábrugðið hinum venjulegu aprilhlaupum. —mhg Pípulagnir Nylagnir, breyting ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og I og eftir ki, 7 a kvoldm)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.