Þjóðviljinn - 01.04.1978, Side 20

Þjóðviljinn - 01.04.1978, Side 20
Laugardagur 1. april 1978 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima-' skrá. Kraftaverkalæknir frá Indónesíu í heimsókn: Hingað til lands er kominn „kraftaverkalæknir” .(sjálfur neitar hann slikum nafngiftum), frá Indónesiu, sem Didi Nasri heitir. Blaöamönnum gafst I gær tækifæri til aö kynnast hinum óvenjulega lækningamætti hans, en I dag kl. 17.30 mun hann sýna I Austurbæjarbiói nokkrar aö- gerðir á sjálfboðaliðum á vegum sérstakra samtaka sem kennd eru við 31. mars. 1 gær framkvæmdi Didi Nasri undraveröa aögerö á Haraldi Ketilbjarnarsyni, sem nú i vikunni haföi veriö lagður inn á Borgarspítalann með magasár. Aöferö hans er við fyrstu sýn ekki ýkja frábrugöin tilburöum hinna umdeildu andalækna frá Filippseyjum. Hann opnar likama sjúklingsins meö höndunum og dregur út sýkta vefi. En sá er munur á, aö Didi Nasri heldur þvi fram, aö hann sé algjörlega einnaö verki, hafi ekki fulltingi anda eða yfirnáttúrulegs kraftar. — Ég hélt i fyrstu að svo væri, sagöi hann. En þekk- ingarleit mln og kynni af verkum Maó Tse-tungs og ann- arra heimspekinga hafa breytt mjög viðhorfum minum. Það er misskilningur að tala um anda og efni sér á parti. Andiog efni eru eitt. Hæfileiki minn er blátt áfram sá, aö mér hefur tekist með einbeitingu og erfiðri þjálfun, aö ná traustu valdiyfir lifsstraumum minum (biocurrents) sem mér er sagt aö þið íslendingar hafiö kallaö „áru”. Meö há.tlönibylgjum get ég opnað llkama manns, til dæmis kviðarholið, og séö hverju þar er áfátt og numiö á brott. Með þessu sama afli get ég myndaö á skammri stund varnarhúð úr ystu frumum hins særöa vefs og stöövaö blæöingar. Sjón er sögu rikari Nasri sýndi nú aöferö sina I verki. Hann opnaöi meö fingrunum kviöarhol Haraldar og sáust innyflin mjög greinilega, eins og viðstaddir læknastúdentar gátu vottaö. Hann lyfti ögn upp maga Haraldar og benti viðstöddum á sáriö (þaö leiö ekki yfir nema einn blaöamann). Þessu næst dró Didi Nasri hinn sýkta hluta magans saman I eins- konar poka og herti að honum I greip sinni. Fingur hans titruðu mjög og sviti spratt af enni hans, þvl nú þurfti hann að einbeita sér aö þvl aö skera þennan „poka” af maganum og loka sárinu svo til um leið. Ekki tókst aö koma I veg fyrir nokkra blæöingu og þaö var ljóst, aö sjúklingurinn fann til verulegs sársauka (Aðstoöarmaöur Nasri, Dosku Glotal, sagði aö þaö væri mjög misjafnt hvaö miklum sársauka aðgeröin ylli). Kviðarholi Haraldar var síðan lokað með mjög fljótum hætti, og var ör sýnilegt eft- ir, því að því er Gotal segir, tekst aldrei fullkomlega aö raða aftur saman rétt frumum húöarinnar eftir aögerö. Aö þessu loknu fengu blaöamenn að skoöa hina brottnumdu meinsemd. Didi Nasri kvaðst ekkert hafa á móti því að hún yrði rannsökuð á meinafræöisstofnuninni að Keldum. Ég hefi, sagöi hann, ekkert aö fela, ég er ekki eins og þessir kuklarar á Filipseyjum sem breiöa Biblfuna yfir vangetu sina. r Agreiningur um túlkun Sem fyrr segir er Didi Nasri hingað kominn fyrir tilstilli sérstakra samtaka sem nefnast 31. mars samtökin. Þau sameina ýmsa þá sem hafa áhuga á að fá sannanir fyrir hinum glfurlegu möguleikum mannsins sem meö einbeit- ingu nær fullum tökum á orku sinni. Þaö kom aö vlsu fram á blaðamannafundinum i gær, aö nokkur ágreiningur er meðal samtakamanna um túlkun á lækningum Nasris. Hópur undir forystu Ara Trausta Kvaran, sem tengdur er Sálarrannsóknarfélaginu, vill setja afrek Nasris inn I þró- unarmynd spíritismans. En hinir róttækustu I samtökun- um vlsa þessu á bug sem hverri annarri hughyggju (Ideal- isma); þeir benda á aö rit Maó Tes-tungs hafi orðið Nasri að góðu leiöarljósi eins og t.d. nálastungulæknunum kln- versku. Þessir aöilar eru flestir úr EIK-ml. Einn þeirra, Ævar R. Guömundsson, viöurkenndi reyndar, aö einnig meðal marx-leninista væri ágreiningur um túlkun á þess- um „kraftaverkum”. Meirihíuti stjórnar EIK teldi, aö athafnir Didi Nasri kæmu ekki fyllilega heim viö þekk- ingarkenningu Lenins, auk þess sem það væri I grund- vallaratriöum óstéttvist aö leggja mikiö upp úr meinsemdum einstaklinga i staö þess aö ráöast á auðvaldsskipulagiö sjálft. Sem fyrr segir gefst borgarbúum tækifæri til aö kynnast lækningamætti Didi Nasri I Austurbæjarbiói I dag kl. 17.30 og geta fundarmenn um leiö gerst aöilar aö 31. mars sam- tökunum, sem hafa hug á aö skapa gestinum starfsaö- stöðu hér á landi til frambúðar. Hér er Didi Nasri aö loka sárinu á maga Haraldar og dregur upp meinsemdina. Myndin var tekin á fundi meö blaöamönnum I gær (ljósm. eik). Andinn og efnið eru eitt og hið sama EFNI Húsby gg j endur — Verktakar — Húseigendur Höfum til afgreiðslu alla virka daga fyrsta flokks sjávarefni til fyllingar 1 grunna, brautir og skurði, bæði harpað og óharpað. Efnið er ófrosið, hreint og þjöppunareiginleikar hinir ákjósanlegustu EFNIÐ, SEM ENGAN SVÍKUR BJÖR G UN H/F. Sævarhöföa 13, sími 81833 BESMBSH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.