Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Féstadagur 19. mai 1978 (i. Hvað eru strætisvagnarnir? — Félagsleg þjónusta við borgarbúa eða ölmusa borgarstjórnar til fólks sem ekki nennir að bjarga sér sjálft? Guðrún Ágústsdóttir, húsmóðir: Finnst þér breytinga Borginni hefur verið stjórnaö af Sjálfstæðisflokknum um árabil. Vonandi finnst þér, eins og mér mál til komið að breyta tfl. Kannski ert þú, eins og ég, orðinn þreyttur á að litið sé á aila samfélagslega þjónustu sem einhvers konar ölmusu- gjafir fyrir fólk sem ekki nennir að bjarga sér sjálft, eins og sagt er. bannig er til dæmis litið á Strætisvagna Reykjavikur, þeir eru reknir með tapi og einu úr- ræðin til að minnka tapið hafa verið að hækka fargjöldin og fækka ferðum. Sumum ráða- mönnum i Sjálfstæðisflokknum hefur jafnvel dottið i hug að leggja Strætisvagna Reykja- vikur hreinlega niður. En þegar við Alþýðubanda- lagsmenn leyfum okkur að stinga upp á gróðamöguleikum, þá fær það aldeilis ekki góðan hljómgrunn og er skemmst að minnast þegar Sjálfstæðis- flokksmenn i borgarstjórn höfn- uðu tillögu um að Strætisvagnar Reykjavikur rækju og græddu á sælgætis- og miðasölu á Hlemmi. bar vilja þeir láta einkaaðila hirða gróðann. Eins hefur verið tekið mjög illa undir allar tiilögur um að auglýsa Strætói fjölmiðlum. bá allt i einu efast kaupsýslumenn- irnir um gildi auglýsinganna. Hitt er svo annað mál að okk- ur Alþýðubandalagsmönnum finnst engin þörf á þvi að Strætó skili beinum hagnaði, ekki frek- Guðrún Ágústsdóttir. ar en leikhús, sundlaugar eða skólar. betta er sjálfsögð þjónusta sem nauðsynlegt er að stórbæta. Við þurfum mun tiðari ferðir, stór og góð upphituð biðskýli, enginn á að þurfa að eiga lengri leið frá heimili sinu á næstu stoppistöð en 5 minútur. TÍl er fólk, sem kærir sig ekki um að eiga og reka bifreið eða borga skatta til umferðar- mannvirkja og annars sem af aukinni bilaumferð hlýst. betta fólk árétt á góðri strætisvagna- þjónustu. Sama afstaða kemur i ljós hjá Sjálfstæðisflokksmönnum þeg- ar kemur að dagheimilum. bar rikir þvilikt eymdarástand að það er til stórskammar. Alþýðubandalagið hefur hvað eftir annar borið fram tillögur um úrbætur fyrir meira og minna daufum eyrum meirihlutans i borgarstjórn. Stutt er siðan borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins lögðu fram tillögu tíl lausnar á dagvistar- málum. bar var lagt tíl að á næstu 8 árum yrði komið upp dagvistarrými fyrir 2/3 hluta barna á forskólaaldri. betta þótti mörgum hógvær tillaga, en hún var nú samt felld. Skyldu Sjálfstæðisflokksmenn vera þeirrar skoðunar að með stofnun heimilis hverfi konur af vinnumarkaðnum og ævistarf þeirra verði heimishald og þjón- usta við eiginmennog afkvæmi? Vita þeir ekki að meira en helmingur giftra kvenna vinnur utan heimilis og það verður að sjá svo um að mjög vel fari um börn þeirra á meðan. bað er kominn timi til að það verði rfkjandi viðhorf i borgar- stjórn að góðar dagvistarstofn- anir eru hvorki óþarfi né lúxus. bær eru sjálfsögð krafa foreldra, sem vilja börnum sin- um vel. Við Alþýðubandalagsmenn viljum að öll börn eigi þess kosta að dvelja á góðum dag- vistarstofnunum i umsjón velmenntaðra og vellaunaðra fóstra (karlkyns eða kvenkyns) þann tima dagsins sem foreldr- ar þeirra vinna utan heimilis. bú hefur kannski tekið eftír þvi að öll félagsleg þjónusta i borginni okkar er i algjöru lágmarki. Ef þú vilt breyta til, greiddu þá Alþýðubandalaginu atkvæði þittikosningunum 28. mai. Guðrún Ágústsdóttir. Styrkjum kosningasókn Alþýðubandalagsins! Kosningahappdrætti Sala miöa í kosningahappdrætti Al- þýðubandalagsins er hafin á kosn- ingaskrifstofum flokksins um allt land. í Reykjavík að Grettisgötu 3. Sími: 17 500. Verð hvers miða er kr. 1000. Dregið verður 30. júní. Alþýðu- bandalagsfélög um allt land munu senda út miða til félagsmanna næstu daga. Stuðningsfólk Alþýðubanda- lagsins er beðið um að gera skil sem allra fyrst og efla kosningastarfið með framlögum. Vinningar. 1. Ferð til Kína. Kr. 400.000 2. Orlofsferð fyrir tvo til Búlgaríu kr. 300.000 3. 14 daga ferð um írland kr. 130.000 5. Sólarlandaferð fyrir tvo kr. 300.000 6. Orlofsferð fyrir tvo til Júgóslavíu kr. 300.000 7. Skáldverk Halldórs Laxness: kr. 160.000 8. Ritverk Þórbergs Þórðarsonar kr. 60.0000 9. Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson. kr. 40.000 10. Ritverk að eigin vali kr. 40000 EFLUM KOSNINGASJÓÐINN! Ályktun aöalfundar Samtaka asthma- og ofnæmis-sjúklinga 1978 Mikið veikum vísað frá Vífilsstaðaspítala Á siöustu árum hefur Vlfils- staöaspitali I æ rikara mæii orftið sjúkrahús fyrir asthma- og ofnæmissjúklinga. Vegna skorts á hjúkrunarfólki viO spltalann und- anfarið ár hefur or&ið að tak- marka verulega þann fjölda sjúkrarúma, sem þessum sjúkl- ingum eru ætluð, og þess vegna hefur stundum þurft að vlsa mik- ið veikum sjúklingum frá spital- anum og á aðra spitala á Reykja- vlkursvæðinu. Fundurinn lýsir áhyggjum sinum yfir þessu ástandi og væntir þess, að stjórn- völd láti einskis ófreistað að fá fullt starfslið á spltalanum, þann- ig að hægt sé að reka hann með fullum afköstum. Göngudeild knýjandi nauð- syn Veigamikill þáttur i meðferð asthmasjúklinga eru öndunaræf- ingar, sem framkvæmdar eru af sjúkraþjálfurum. Er þetta fastur liður I meðferð sjúklinga meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og oft æskilegt, að sjúklingar geti notið þessarar meðferðar þótt þeir dveljist i heimahúsum. Sumum lungnasjúklingum er nauðsynlegt að fá þessa meðferð reglulega mánuðum og árum saman. Sam- tökin telja það skyldu bæjar- eða sveitarfélaga að sjá svo til, að lungnasjúl{.lingar fái notið með- ferðar sjúkraþjálfara á göngu- deildum, þar sem biðtimi eftir meðferð sé litill eða enginn. Sér- staklega telja samtökin knýjandi, að þessari þjónustu sé komið á fót i Reykjavik, og þá helst I sam- bandi við aðra göngudeildarþjón- ustu fyrir þessa sjúklinga. öll lyf eiga að vera ókeypis Fáir sjúklingahópar þurfa að staðaldri á jafn mikilli lyf janotk- un að halda og asthmasjúklingar. bar við bætist, að margir asthmasjúklingar eru öryrkjar vegna sjúkdóms sins. Greiðslur fyrir læknishjálp og lyfjakaup eru þvi oft á tiðum verulegur baggi á fjárhag þeirra. Samtökin telja núgildandi reglur um ókeypis lyf til asthmasjúklinga algjörlega ófullnægjandi og telja, að öll þau lyf, sem asthmasjúklingar nota að staðaldri, eigi að vera ókeypis. Víttækt reykingabann bað er alkunna, að margir asthma- og ofnæmissjúklingar eru mjög viðkvæmir fyrir meng- un og á þetta ekki hvað sist við um tóbaksreykingar. Fagnar fundurinn þvi, að aukin fræðsla um skaðsemi reykinga hefur bor- ið árangur með minnkaðri sölu á tóbaksvörum. Fundurinn telur timabært, að rikisvaldið setji reglur um reykingar á opinberum stöðum, svo sem sjúkrahúsum. skólum, almennum skrifstofum og fólksflutningatækjum. Telur fundurinn eðlilegt og sjálfsagt, að reykingar séu bannaðar á þessum stöðum, nema i sérstökum reyk- sölum, sem ekki séu ætlaðir til annarra afnota. Ofnæmi af völdum auka- efna A sfðustu árum hefur mjög færst i vöxt, að alls konar auka- efni séu látin I matvæli, ýmist til að gefa þeim álitlegt útlit eða auka geymsluþol þeirra. Athygli manna hefur I sivaxandi mæli beinst að óhollum áhrifum sumra þessara efna, sem orsök m.a. krabbameins og ofnæmissjúk- dóma. Mjög erfitt er að geta sér til um, hversu algengt ofnæmi af völdum þessara efna er hér á landi, enda litið sem ekkert eftir- lit haft með notkun þeirra, og engar upplýsingar á umbúðum matvæla um tegund og magn aukaefna. Aðalfundurinn beinir þvi til yfirvalda, að þau beiti sér fyrir setningu reglugerðar um þetta efni, þar sem framleiðendur verði skýlaust skyldaðir til að merkja umbúðir með nöfnum og magni aukaefna i matvælum. Vantar sérlækni Fundurinn fagnar þvi, að á sið- astliðnu ári hafi fengist auknir möguleikar á að greina ofnæmis- sjúkdóma. Allnokkuð skortir þó á, að aðstæður I þessu tilliti séu sambærilegar við aðstæður I nágrannalöndum okkar. Fundur- inn telur, að úr þessu mætti bæta með þvi að ráða til starfa I land- inu lækni með sérþekkingu á ónæmissjúkdómum (immuno- logiu) og skapa honum viðunandi starfsskilyrði. Telur fundurinn það hlutverk heil- brigðisyfirvalda landsins að hlut- ast til um, að þetta verði gert, enda á vitorði fundarins, að hæfur læknir er fáanlegur til starfa, ef einlægur áhugi heilbrigðisyrif- valda er fyrir hendi. Athugasemd frá Fiskveiðasjóði Sjóðurinn ekki einráður Vegna fréttatilkynningar Fé- lags dráttarbrauta og skipa- smiðja, óskar Fiskveiðasjóður að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum. Viðgerðir og endurbætur á fiskiskipum eru frá sjónarmiði Fiskveiðasjóðs tveir óskyldir málaflokkar. Viðgerðir eru að langmestu leyti vegna tjóna á skipum, og eru þvi greiddar með tjónabótum vá- tryggingarfélaga. bar af leiðir, að ekki er um að ræða lán úr Fiskveiðasjóði i þvi sambandi. Aftur á móti varðandi endur- bætur á skipum, sem á undan- förnum árum eru aðallega fólgn- ar i lengingu skipa og yfirbygg- ingu þilfars, hefur lánahlutfall i Fiskveiðasjóöi verið hækkað úr 66,67% I 75% þegar verkið er framkvæmt innanlands. Jafn- framt afgreiöir Fiskveiöasjóöur svokölluð skipasmiðalán með ábyrgð viðkomandi viðskipta- banka. Skipasmiðalán þessi eru i eðli sinu fyrirgreiðslulán, sem greiðast út á meðan á fram- kvæmd verksins stendur. Fisk- veiðasjóöur hefur ennfremur bent lánsumsækjendum á, að leita eft- ir tilboðum i verk sem þessi, inn- anlands, áður en fastir samning- ar eru gerðir erlendis og var það gert samkvæmt beiðni forráða- manna Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. bað er hins vegar ekki i verka- hring Fiskveiðasjóðs að taka algjörlega ráðin af eigendum fiskiskipa I þessum efnum, þar sem þeir standa vitanlega undir öllum kostnaði við verkin, enda aldrei verið til þess ætlast af rikisvaldinu. Vissulega þurfa út- gerðarmenn, éngu siður en aðrir, að hafa frelsi til þess að velja hagstæðasta tilboð hvort sem það er frá innlendum eða erlendum skipasmiðastöð vum. Eins og að framan greinir, hef- ur Fiskveiðasjóður siöur en svo skorið niður lánveitingar vegna stórfelldra endurbóta á fiskiskip- um, heldur þvert á móti aukið þær. bað má einnig bæta þvi við, að afgreiðsla lána sjóðsins i þessu tilliti hefur aldrei dregist til muna né heldur valdið „stöövun verks i miðjum kliðum”. öllum aðilum ætti þvi að vera það ljóst, að lána- fyrirgreiðsla Fiskveiöasjóðs hef- ur orðið til þess aö flýta fram- kvæmdum verks, enda engar kvartanir borist sjóðnum, sem styöja fullyrðingar Félags drátt- arbrauta og skipasmiðja I frétta- tilkynningu þess.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.