Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mal 1978 af erSendum vettvangi Afganska stjómarbyltingin: Nií er Afganistan komið i heimsfréttirnar, og verður ekki annaðsagt en að það sé frétt út af fyrir sig. Til þessa hefur fátt það skeð I þessu fátæka og frumstæða landi i vesturenda háfjalllendis Mið-Asiu að það hafi þótt frétta- matur i öðrum löndum, sist af öllu á Vesturlöndum. Árið 1919 hafði riki þetta striö við Breta og á hippatimunum sótti þangað fjöldi ungmenna af Vesturlöndum, meðal annars vegna þess, að þar fékkst hassiö ódýrt og án þess að yfirvöld skiptu sér mikið af þvi. Þar að auki er landið fallegt og loftslag þar heldur þægilegt fyrir Evrópumenn. Svo var stjórnar- bylting gerð i iandinu 1973 og konungdæmi þar afnumið. Ekk- ert af þessu þóttu þó miklar heimsfréttir. / Taraki, hinn nýi forsætisráðherra Afganistans, á blaöamannafundi eftir stjórnarbyltinguna STRIK I REIKNING VALDHAFA Það þótti hins vegar önnur stjórnarbylting, sem gerð var i Afganistan i lok siðastliðins mán- aðrar. Varla þó stjórnarbyltingin sjálf sem slik, þvi að aðrar að- ferðireru varla mögulegar til að skipta um stjórn i þvi landi. Hitt þykir öllu meiri tiðindum sæta að þeir sem siðari stjórnarbylting- una gerðu eru vinstrimenn og of- an á það hliðhollir Sovétrikjun- um. Ættarveldi lokið Sökum þess, hve fréttaburður frá Afganistan er og hefur verið takmarkaður, er enn margt á huldu um stjórnarbyltinguna, flokk þann sem að henni stóð og raunar ástandið i landinu yfir- leitt. Þetta á enn frekar við um aðdragandann að stjórnarbylt- ingunni, og ennfremur um það, hvort henni fylgja einhverjar breytingar á högum Afganistans og grannrikja þess. Flokkur sá, sem stóð á bak við stjórnarbyltinguna, var i fyrstu fréttum af henni nefndur Kalk(alþýðu)flokkur, en i þeim siðari Lýðræðisflokkur alþýðu. Leiðtogi hans og að likindum um sinn helsti ráðamaður landsins er Núr Mohammad Taraki, kominn nokkuð á efra aldur. Hann og félagar hans steyptu með stjórnarbyltingunni af stóli höfð- ingjaætt, sem ráðið hafði mestu eða miklu i landinu i um 130 ár. Lengstaf þeim tfma fórættin með konungsvaldið 1 landinu, og veldi hennar haggaðist ekkert þegar það varð lýðveldi með stjórnar- byltingunni 1973, enda var forset- inn sem þá tók við, Mohammad DaUd, mágur og frændi hins frá- farandi konungs. Að sögn lét hin nýja stjórnverða sitt fyrsta verk að hreinsa alla frændur þeirra Ur hernum og embættum á vegum stjórnarinnar, og það er út af fyrir sig ekki svo litil bylting á af- ganskan mælikvarða. Vinstri-sveifla á sjötta áratug Reuter-fréttastofan hefur eftir sendiráðsmönnum i KabUl og ein- hverjum afgönskum heimildum, sem fréttastofan telur þó nokkuð að marka, að vinstrihreyfing sU, sem Lýðræðisflokkur alþýðu spratt af, hafi fyrst komið til sög- unnar á sjötta áratugnum, að því er virðist mikið til fyrir indversk áhrif. Þá voru Indland og Paki- stan nýoröin sjálfstæð og mikil hræring i hugum manna þar og i grannlöndum. Þessu fylgdi tals- verð vinstrisveifla i löndunum sunnan Himalaja, og voru rithöfundar þar mjög ofarlega á baugi, ekki sist i Afganistan. Þar í landi naut millistéttin, sem er að visu fámenn og áhrifalitil, þá vaxandi menntunar, og snerist það fólk mjög til vinstri. Ættar- klikuskapurinn, sem er gríðar- legur 1 Afganistan eins og viðar, lagði vinstrimönnum ásamt með öðru vopn i hendur. Gáfuð ung- menni af millistétt, sem lokið höfðu háskólaprófum með mikl- um ágætum, fylltust réttlátri reiði þegar allrahanda afglapar, frændur konungs eða gæðingar, voru teknir framyfir þau við em- bætta- og stöðuveitingar. Sellur í her og ráðuneyt- um Að sögn heimildarmanna Reut- ers var Lýðræðisflokkur alþýðu þó ekki formlega stofnaður fyrr en í ársbyrjun 1965. Hann hafði i upphafi einkum fylgi náms- og menntamanna, en reyndi að ná fylgi bænda að fordæmi Maós Kinaformanns og Hós frænda 1 Víetnam. Það mistókst hinsveg- ar, þvi að enda þótt búandkallar I Afganistanséusárlega hr jáðir af álögum stórjarðeigenda og falli úr hor ef eitthvað bregður Ut af með uppskeru, þá eru þeir stranglega ihaldssamir og mU- hameðstrUaðir. Takmarkalaus og hugsunarlaus undirgefni er grundvallaratriði Múhameðstrú- ar (orðið islam mun merkja hlýðni eða undirgefni) og á það liklega mikinn þátt i þvi, að fólk, sem hefur þá trú I miklum háveg- um, er ekki ginkeypt fyrir umbót- um, þaðan af siður byltingu. 1969 var flokkurinn bannaður, en starfaði eftir það neðanjarðar, uns hann kom upp á yfirborðiö með stjórnarbyltingunni nú um daginn. Upp úr 1970 gafst flokkur- inn að sögn upp við það i' bráðina að turna bændunum, sem eru þorri landsmanna, en sneri sér þess i stað að hernum og opinber- um starfsmönnum og hafði þar erindi sem erfiði. Leið ekki á löngu áður en sellur flokksins voru i hverri herdeild og hverju ráðuneyti. Skáld og blaðamenn í ráðherrastólum Það var árangur flokksins inn- an hersins, sem gerði gæfumun- inn, enda er herinn nánast eina stofnunin i þvi landi sem ein- hverrar þróunar hefur notið. Mo- hammad DaUd, sem tók völdin 1973og hafði liklega til þess bless- un sovéskra ráðamanna, efldi herinn mjög, trUlega vegna þess að hann hefur ekki talið sig öruggan i' sessi. En þar hvatti hann brand, sem batt endi á lif hans sjálfs og valdatið ættar hans. Mjög eru skiptar skoðanir um stefnu hinsnýja valdaflokks, sem til skamms tima var bannaður og ofsóttur. Heimildarmenn Reuters telja sig það helstum hann vita að miðnefnd hans sé einkum skipuð rithöfundum, skáldum og blaða- mönnum, og sé miðnefndin, 11 manns, öll i nýskipaðri. 21 manns rikisstjórn. 1 fréttastofufregnum hefur flokkurinn verið kallaður kommúniskur, en ekki er það á hreinu fremur en annað. Að minnsta kosti ber NU Mohammad Taraki á móti þvi að svo sé, og sendiráðsmenn i Kabúl treysta sér ekki til að fullyrða neitt um það, þótt þeir telji engum vafa bundið að flokkurinn sé vinstri- sinnaður og hliðhollur Sovétrikj- unum. Tarakihefur lýst yfir fullu fylgi flokksins við MUhameðs- trUna, sem getur að visu verið hrein skynsemdarráðstöfun, vegna gifurlegra áhrifa islams- klerka, imama og múlla, á hugar- far landsmanna. Sovétmenn litt hrifnir? Sumir fréttaskýrendur telja liklegt að Sovétrikin hafi staðið á bak við stjórnarbyltinguna eða að minnsta kosti lagt blessun sina yfir hana, einkum vegna þess að Mohammad Daúd var farinn að stiga nokkuð i vænginn við irans- keisara. Munu Sovétmenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með DaUd sem þeir voru fyrst i stað mjög hlynntir, vegna þess að þeir töldu hann meiri vin sinn en konunginn fyrirrennara hans. En Dev Murarka, indverskur fréttaritari iMoskvu, sem þótthefur naskur á að lesa i hug Kremlarbænda, tel- ur að þeir hafi ekki átt hér hlut að máli og hafi þeir þvert á móti orð- iðlitthrifnir af valdatöku Tarakis og manna hans. Hefðbundin ihaldssemi og var- kárni sovéskra ráðamanna á mestan þátt i þessu, að sögn Murarka. Þeir eru allajafna litt hrifnir af atburðum, sem koma eins og skrattinn úr sauðarleggn- um og ganga þvert á stefnuUt- reikninga ráðamanna í Moskvu. Sovétmenn óttast einnig að þessu gæti fylgt vaxandi spenna i Suður-Asiu og að hUn kunni að leiða til þess að Sovétrikin dragist nauðug viljug inn i margskonar varhugaverð deilu- mál. 1 þvi sambandi má benda á að Sovétrikin hafa mikil versl- unarviðskipti og tæknilegt sam- starf við iran. Persakeisari dauð- hræddur Murarka segir að ekki sé til þess vitað að þessir afgönsku „kommUnistar” hafi siðustu tiu árin haft nokkurt formlegt sam- band við Kommúnistaflokk Sovétrikjanna. Og i heillaóska- skeyti, sem sovéska stjörnin sendi hinum nýju valdhöfum i KabUl, er þess vandlega gætt að titía þá ekki „félaga.” 1 þriðja lagimá ætla aðSovétmönnum liki það ekki allskostar að afgönsku kommUnistarnir — ef þeir geta kallastþað —eru þeirfyrstu, sem komast til valda með stjórnar- byltingu hermanna. Það er ekki samkvæmt hugmyndafræðileg- um forskriftum sovéskra og þykir ekki gott til afspurnar, þar eð al- gengast er að það séu iwegrisinn- aðir herforingjar, sem taka völd- in á þann hátt. Séu Sovétmenn órólegir Ut af atburðunum i Afganistan, eru aðrir grannar Afgana hræddir. Skelfdastur allra er transkeisari, sem á við að striða harðnandi andstöðuheima fyrir frá mörgum aðilum, einkum menntamönnum, klerkum MúhameðstrUar og einnig i vaxandi mæli frá nokkr- um hluta hersins, sem þó er helsta haldreipi hans. Persakeis- ari hefur undanfarið látið fang- elsa og drepa allmarga herfor- ingja og veit að þeir munu gjalda honum liku likt, fái þeir færi. Og nærtækt er að ætla að stjórnar- byltingin i Afgánistan, þar sem ungir herforingjar voru aðal framkvæmdaaflið, geti orðið irönskum herforingjum fordæmi. Persakeisari hlýtur að fyllast innilokunarkennd, þegar hann hugsar til þess, að riki hans er nU að meira en hálfu leyti umkringt vinstririkjum, Irak i vestri, Sovétrikjum I norðri og Afganist- an I austri. Bandarikjamenn sneyptir IPakistan eru menneinnigsár- kviðnir. Herforingjastjórnin þar er ekki ýkja traust I sessi og vesturfylki landsins, Norðvestur- fylkið og Balútsjistan, eru byggð þjóðum, sem skyldari eru Af- gönum en öðrum Pakistönum. Afganar hafa áður gert tilkall til þessara fylkja eða mælt með þvi að þau fengju sjálfstjórn. Kröfur um það hafa lengi verið uppi i þessum fylkjum. Ráðamenn Pakistans kviða þvi nú mjög að hinir nýju valdhafar Afganistans kunni að itreka fyrri kröfur Af- gana viðvikjandi þessum tveimur landshlutum. Bandaríkin og Kina eru lika skelkuð. Pakistan hefur lengi verið i nánum vináttutengslum við Kina, og Bandarikjastjórn er bæði hrædd og skömmustuleg, þvi að stjórnarbyltingin kom henni algerlega á óvart. CIA virðist þar greinilega hafa brugðist — eða sofnað á verðinum. I Pakistan óttast menn nú vaxandi ihlutun Bandarikjanna þar I landi til mót- vægis við Sovétmenn, reyni þeir að ganga á lagið eftir stjórnar- skiptin i Afganistan. Þjóðbraut sigurvegara Indlandsstjórner ekkiáhyggju- laus heldur. Sumir lita á valda- töku Lýðræðisflokks alþýðu sem lið i sókn róttækra vinstriflokka sunnan Himalaja og HindúkUsj. I Indlandi stjórnar Marxiski kommUnistaflokkurinn þarlendi tveimur fylkjum, Vestur-Bengal og Tripura, og þykir hafa farist það vel Ur hendi. Og i Kerala er KommUnistaflokkur Indlands, sem er heldur sovétsinnaður, mjög áhrifamikill. Sá flokkur er raunar sá eini, sem vitað er til að hafi haft eitthvert opinbert sam- band við Lýðræðisflokk alþýðu. Saga Afganistans er einnig vel til þessfallin að auka ugg ýmissa valdhafa. Þegar Bretar lögðu undir sig Indland, komu þeir að visu sjóveginn, en flestallir aðrir allt frá Indó-Arium hinum fornu, sem lögðu leið sina þangað i land- vinningaskyni, komu frá Afgan- istan eða yfir það. Miðað við það sem Murarka heldur fram virðist svo sem að hinir afgönsku byltingarmenn hafi brotist til valda að öllu leyti á eigin ábyrgð, sennilega þá i sjálfsvarnarskyni, en dagana fýrir valdatökuna hafði stjórn DaUds hafðið ofsóknir á hendur þeim með morðum og fangelsun- um. Fljótt á litið verður að teljast óliklegt að þeir muni láta mikið til sintakaútávið.Tilþessættu þeir að hafa of mikið að vinna heima fyrir, bæði vegna hugsanlegrar andstöðu gróinna afturhaldsafla i þessu miðaldaþjóðfélagi og sárr- ar þarfar á umbótum á flestum sviðum þjóðlifsins. dÞ- Afganinn I klemmu milli rússneska bjarnarins og breska ljónsins — skopmynd I breska blaðinu Punch frá 1878. Hernaðarlegt mikilvægi landsins gerir að verkum aö enn vilja margir hafa þar hönd I bagga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.