Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN Föstudagur 19. mai 1978 • Munið kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins. • Glæsilegir ferða- og bókavinningar • 1000 kr. miðinn. • Eflum kosningasjóðinn! • Styrkjum kosningasókn Alþýðubandalagsins! • Verum fljót að gera skil! Annars koma Rússarnir Þessir tveir herramenn voru niður i Austurstræti I gærdag að gera skoðanakönnun. Þeir heita Guðmundur Karl t.v. og Magnús og eru í 7. bekk Æfinga- og tilraunskóla Kennaraháskölans. Þeir spurðu vegfarendur tveggja spurninga. I fyrsta lagi með hvaða liði þeir héldu i fyrstu deildinni i knatt- spyrnu og i öðru lagi hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa I borgar- stjórnarkosningunum. Þeir sögðu að þetta væri skemmtilegt skólaverkefni. Um stöðuna i stjórnmálunum höfðu þeir þetta að segja: „Það eru margir i skólanum sem segja að fólk verði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þvi annars komi Rússarnir og stelpunum þykir verst að þá þurfa allir að ganga i rússneskum fötum. En okkur finnst þetta bara kjánagangur,” sögðu þeir Magnús og Guðmundur Karl og snérusér að næsta vegfaranda. (Ljósm. Leifur.) Gert er ráð fyrir að nýbyggingar verði meöfram Tjarnargötu og inn á milli húsa I átt að þinghúsinu. Eina húsið sem þarf að vikja er litla rauöa húsið (Tjarnargata 3c) sem Indriöi Einarsson rithöfundur bjó lengst i en varð siðar fyrirmynd að húsi organistans I Atómstöðinni eftir Halldór Laxness (Mynd:Leifur) Tillögur frá húsameistara um nýbyggingar Alþingis i miðbænum: Mörg hús sem falli aö eldri byggd — en ekki ein stórbygging Blómlegt bú hjá Eimskip Embætti húsameistara rikisins var I fyrra falið að gera úttekt á byggingarmöguleikum Alþingis og hefur það nú sent frá sér þróunaráætlun með úttekt á svæðinu sem Alþingi á I miðbæn- um. Er þar bent á ýmsa mögu- leika en megináhersla lögð á að reistar verði margar samtengdar byggingar sem mcgi byggja I áföngum á þeim reitum sem nú éru auðir, en öll gömlu húsin sem standa á þessu svæði — nema eitt Tjarnargata 3c — skuli gerð upp og notuð áfram fyrir starfsemi Alþingis. Ekki er gert ráð fyrir að reisa eitt stórt þinghús. Það voru forsetar Alþingis ásamt arkitektum, sem unnið hafa að þessari úttekt, se'm boð- uðu til blaðamannafundar i gær. Forsetarnir lýstu þrengslum sem Alþingi má búa við og nauðsyn þess að leysa úr þeim. Þess skal þó getið aö engin ákvörðun hefur verið tekin um að byggja ný hús og ekki hafa heldur verið teiknuð ný hús. Næst liggur fyrir að taka ákvörðun um staðarval nýrra bygginga og eðli þeirra á grund- velli þessarar þróunaráætlunar frá húsameistaraembættinu. Heildaraflinn frá janúar til april- loka varö 678 þúsund lestir eöa um 80 þúsund lestum minni en á sama tima í fyrra. Mestu munar þar um lakari veiði á loðnu I vetur en i fyrravetur. Loðnuaflinn I vet- ur var 468 þúsund lestir en I fyrra- vetur 549 þúsund lestir. Hinsveg- ar hefur mun meira veiðst af spærlingi I vetur en I fyrra eða 15.000 tonn I stað 2.800 tonna I fyrra. Botnfiskafli varö heldur minni A aðalfundi Eimskipafélags ts- lands i gær var samykkt að tvö- falda hlutafé félagsins með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Afkoma félagsins var góð á sl. ári og verð- ur greiddur 10% arður til hluthafa. Stjórn Eimskip er óbreytt. Úr stjórn Eimskipafélagsins áttu að ganga þrlr menn, Axel Einarsson, Indriði Pálsson og Thor R. Thors, en þeir voru allir endurkjörnir. — A aðalfundinum fluttu þeir skýrslur, stjórnar- formaður félagsins, Halldór H. Jónsson og framkvæmdastjórinn Ottar Möller. á þessari vertið en i fyrra. Báta- aflinn varð 113 þúsund tonn, en var 124 þúsund tonn I fyrra. Afli báta á Suðurnesjum og frá Suður- landi hefur dregist verulega sam- an,staðiðlstaðá Vestfjörðum, en aukist á Norður- og Austurlandi. Togaraaflinn er heldur minni en i fyrra, 75 i stað 77 þúsund tonn, og er svipaður og i fyrra i öllum landshlutum nema á Norð- urlandi þar sem hann hefur minnkað Velta Eimskip var hátt á ni- unda miljarð króna 1977, en bókfærður hagnaður nam 78 miljónum. Fyrningar voru um 840 milj. kr. Eimskip á nú 24 skip, þar af 5 keypt á sl. ári. Eigin skip félagsins fóru 330 ferðir milli landa i fyrra en leiguskip 17 ferð- ir. Samnmga- fundur ídag Sáttasemjari hefur boðað aðila I kjaradeilu ASÍ, VMSl og atvinnurekenda til fundar I dag kl. 14.00. A siðast sáttafundi þótti mönnum, sem heldur væri að færast meira lif i viðræöurnar og að atvinnurekendur væru heldur að komast nær veruleik- anum, en veriö hefur. Enn mun samt langt i land að samningar náist. —S.dór. -GFR Minni heildarafli Ekki til neinnar tyrirmyndar Sem kunnugt er, ákvað bæjar- stjórn Vestmannaeyja, að veita láglaunafólki, sem vinnur hjá bænum nokkrar bætur vegna kaupskeröingar kaupránslag- anna frá I vetur. Borin var upp tillága i bæjarstjórninni um að greiða bæjarvinnufólki sam- kvæmt kjarasamningum. Sú til- laga fékkst ekki I gegn, en samþykkt var breytingartillaga, sem er mjög i anda þeirra hug- Sjálfboða- liðar óskast Vegna undirbúnings Keflavikurgöngunnar 1C>. júni n.k. er mikil þörf & sjálfboðaliðum fram til þess tima. Þeir sem tima hafa eru beðnir að koma i Tryggva- götu 10 á morgun, laugardag kl. 14, eða að hringja i sima 17966 og láta skrá sig til starfa. mynda sem forsætisráðherra setti fram á dögunum. Við inntum Jón Kjartansson, formann Verkalýðsfél. Vestmannaeyja álits á þessu máli. „Þessi tillaga er ekki til neinnar fyrirmyndar enda mjög i anda kaupránslaganna og þeirrar hug- myndar um breytingar á þeim, sem forsætisráðherra setti fram á dögunum. Tillagan, sem samþykkt var, gerir ráð fyrir að tekinn sé fyrir 4. taxti verka- manna og reiknað út hvað maður, segir Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfél. Vestmannaeyja, um nýju bæjarsamningana sem vinnur eftir honum, 10 tima á dag, 5 daga vikunnar, tapar miklu á kaupránslögunum. Það eru 8385 krónur á mánuöi. Þessa upphæð fá þeir greidda, sem hafa 165 þúsund krónur á mánuði, eða minna. Vinni viö- komandi eftir, nætur eða helgidagavinnu, sem lyftir kaupi hans uppfyrir 165 þús kr. á mán- uði, missir hann þessar 8385 kr., uppbótin byrjar að skerðast við 165 þús. kr. mörkin og hverfur siðan alveg eftir þvi sem viðkom- andi vinnur meiri aukavinnu. Gert er ráð fyrir að þetta form verði haft á, þar til nýir kjara- samningar hafa verið gerðir. Það er þvi engin leið til að maður hæli þessari tillögu, eins og hún var samþykkt, þótt auðvitað sé gott að menn fái kauphækkun, en skerðingaráformin eru fyrir neð- an allar hellur”, sagði Jón Kjart- ansson. —S. dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.