Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 10
1« StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstu4ag«r II. mul 1978 Músíkfyndinn Svli I heimsók PovelRamelhefur gamanaf skritnum orðum og gömlum lagstúfum. Yerkstjórasam- bandið 40 ára Verkstjórasamband tslands er aðili ab Verkstjórasambandi Norðurlanda N.A.U. og er óskar Mar fulltrúi V.S.Í. á þeim vett- fangi. A 40 ára afmælisfundi 10. april s.l., var samþykkt aðild Verk- stjórafélagsins Þór I Verkstjóra- samband tslands. En það er félag iðnverkstjóra i málm- og skipa- smiði. Eru öii verkstjórafélög á landinu innan vébanda Verk- stjórasambands tslands. Aðildar- féiög eru nú 16 og meðlimir þeirra um 1400. Núverandi stjórn skipa: Forseti Kristján Jónsson Aðrir stjórnarmenn: óskar Mar, Páll Guömundsson, Bergsveinn Sigurðsson, Arni Arnason, Málfriöur Lorange, Siguröur Helgason. Varastjórn: Gylfi Magnússon, Reynir Kristjánsson, Yngvi Jóns- son. Þing Verkstjórasambands Is- lands er haldiö annaö hvert ár og þá til skiptis i landsfjóröungun- Forseti: Jóhann Hjörleifsson. Ritari: Felix Guömundsson. Gjaldkeri: Jónas Eyvindsson. Aörir sem hafa verið forsetar eru: Karl Friöriksson, Jón G. Jóns- son, Þorlákur Ottesen, Guölaugur Stefánsson, Björn E. Jónsson, Atli Agústsson, Gisli Jónsson, Adolf J. E. Petersen. Verkstjórasamband Islands sér um hagsmuna- og samningamál verkstjórastéttarinnar og hefur ætiö stuðlað aö aukinni fræöslu verkstjóra, voru lög um verk- stjórafræðslu samþykkt á alþingi 21. mars 1961. Stjórnskipuö nefnd sér um framkvæmd verkstjóra- fræöslunnar undir umsjón Iön- þróunarstofnunar Islands. Haldin eru 4 til 5 námskeiö árlega auk sérnámskeiöa. Verkstjórasamband Islands hefur siðan 1943 gefiö út timarit, „Verkstjórann”. Povel Ramel skemmtir í Norræna husinu Sænski reviulistamaöurinn, ljóða- og iagasmiðurinn POVEL RAMEL kemur til landsins i boði Norræna hússins 28. mai með friðu föruneyti (i förinni eru Trió Sven Olsons, eiginkona Povel Ramels og umboðsmaður). Povel Ramel og Trió Sven Olsons flytja þrjár dagskrár i Norræna húsinu: 29.30. og 31. mai kl. 20:30. Povel Ramcl hefur verið meðal þekkt- ustu reviulistamanna Svia und- anfarin 30 ár og hleypt nýju blóði 1 þá listgrein með „Knapp-upp” — revfum sfnum. Hann hefur náð mjög sérstæðum Berglind Bjarnadóttir ásamt tveimur byrjendum i Tón- Iistarskóla Kópavogs. Ljósm. eik. Einsöngs- tónleikar Berglind Bjarnadóttir hélt burtfararprófstónleika I ein- söng miðvikudag þ. 17. mai I sal Tóniistarskóla Kópavogs að Hamraborg 11. A efnisskránni voru verk m.a. eftir Karl Ó. Runólfs- son, Sigfús Einarsson, Fjölni Stefánsson. Alban Berg, H. Wolf, Strauss og Debussy. Guðrún A. Kristinsdóttir lék undir á pianó og Bernard A. Wilkinson á flautu. Berglind er aöeins 21 árs og hefur stundaö einsöngs- nám viö tónlistarskóla Kópa- vogs hjá Elísabetu Erlings- dóttur siöastliðin sex ár. Hinni ungu söngkonu var frábærlega vel tekið en um 200 manns sóttu þessa tón- leika. Skólastjóri Tónlistar- skóla Kópavogs er Fjölnir Stefánsson, tónskáld. í fyrsta sinn utan heimalands síns persónulegum stfl, þar sem reyn- ir á orðfimi, og semur að mestu sjálfurbæði tónlistogtexta. Þetta mun vera i fyrsta sinn sem þessi sérstæði listamaður kemur fram utan heimalands sins. Um Povel Ramel hefur þetta meðal annars veriö ritaö á saansku og birtist hér i lauslegri þýðingu Hann er eins og pera i laginu, og sköllóttur. Að visu sést skall- inn ekki á sviðinu, þvi þar er hann alltaf með hatt, húfu, eða eitt- hvert annað ókennilegt höfuöfat. 1 35 árhefur hann skemmt sænsku þjóðinni, og þjóðin, sem sumir álita stifa og húmorlausa, hefur hlegið og fagnað honum innilega. Hver er hann þá, þessi Povel Ramel? Ja, i uppsláttarbók stendur að hann sé 56 ára, fri- herra og listamaður. Það að Povel Ramel er fæddur 1922 segir ekki svo mikið, hann gæti alveg eins verið fæddur 1932, — og að hann er aðalsmaður er hvorki mikiðmál fyrir hann né aðra. En þetta orð listamaður, þaö er það sem skiptir máli. Ef maður vill byrja á byrjuninni, þá var það á árunum milli 1940 og 1959 sem Povel Ramel fór að reyna að hleypa h'fi i hláturvöðva sænsku þjóðarinnar. Það var í útvarpinu, og sænska þjóðin skiptist strax i tvö horn, — hann var vist heldur of snemma á ferðinni með „Crazy-húmorinn”. En nú orðið eruallir i sama horninu. Artal að leggja á minnið er 1952. Þá birtíst PovelRamel sjálfur á sjónarsvið- inu: á linu yfir hausunum á Gautabor garbúum. „Knapp-uppen” varö til.Og „Knapp-uppen” varð hugtak, eins og svo margt annað sera hef- ur komið frá Povei Ramel. 116 ár lifðu Kná’pp-upp-reviurnar, og bröndurum, söngvum og lista- fólki rigndi yfir Svia. Þeir stóðu alsælir án regnhlifa. — Þetta voru stórar reviur. Nei þetta vorustór- ir „Knappuppar”. Það er munur þar á. Allt þetta hefur nú verið gert eilíft i kvikmyndum og á mörgum h 1 jó mp 1 öt um . . („Ratataa”, „I rök och dans” og „Den store amatören”). í fyrra tók Povel Ramel annan miðil með trompi: Sjónvarpið. Þættirnir „Grænir dalir Semlons” fengu áhorfendur og gagnrýnendur til þess að standa á tánum og hneigja sig. — Dag nokkurn, við segjum árið 1971, sat þessi sami Povel (i þetta sinnmeð röndóttan sólhatt) mjög prúður á litilli krá i Stokkhólmi og spilaði og söng gamalt og nýtt. „Trió Svens Olson, — við pianóið Povel Ramel”. Þannig hljóðaði hin lát- lausa kynning. Engar auglýsing- ar, engin læti... En það urðu auð- vitað læti. Pinu-litil „Knápp-upp-revia. Og sænska þjóðin fagnaði.. — Hann var kom- inn aftur, og er ekki farinn enn. Hver er hann þá? 1 einkalifinu er hann hægur og rólegur, — hann elskar góðan mat, og hatar að halda ræður. Nýlega fékk hann orðu frá sænska kónginum. — Hann hefur svo gaman af skritn- um orðum, gömlum lagstúfum. Þá hefur hann svo gaman af þvi að smá-breyta textunum, — Blue Móon verður þá eðlilega melóna... Og hann hefur gaman af jassjjþó aö vinstri höndin geti ekki haft við þeirri hægri. — Hvaðan fær hann þetta allt sam- an? Einhverja skýringu er kannske að finna i ljóðlinunni: ...lite fantasi gör guld af vanligt grus... (..smáhugmyndaflug breytir grjóti i gull). um. Landsfundur er haldinn árin þar á milli. Skrifstofa Verkstjórasambands Islands er i Skipholti 3, skrifstofu- stjóri er Bryndis Guðbjartsdóttir. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 14. til 17. A sameiginlegum fundi verk- stjóra af landsbyggöinni og i Reykjavik, sem haldinn var 28. mars 1938, var ákveðið að vinna að stofnun Verkstjórasambands Islands. 5 manna nefnd sem skipuö var á þeim fundi, samdi drög að lög- um sem samþykkt voru á fundi 9. april. 10. april 1938 var Verkstjóra- samband Islands stofnað. Skyldi það vera einstaklingasamband i byrjun, en vera gert að félaga- sambandi um leið og félög væru stofnuö utan Reykjavikur. Stofnendur voru 36 og fyrstu stjórn skipuðu: Firma- keppni Fáks Hi« árlega firmakeppni Hestamannafélagsins Fáks verð- ur haldin laugardaginn 20. mai og hefst kl. 3 á félagssvæðinu á Viði- völlum. 1 kringum 170 fyrirtæki eru skráð til keppninnar og verður þar örugglega hægt að sjá marg- anfallegan gæðinginn. Hestaeig- endur eru beðnir um að fjöl- menna með hesta sina kl. 2. Aðgangur að keppninni er ókeypis. Alþýðubandalagið i Reykjaneskjördæmi: Kosningaundirbúníng- ur í fullum gangi Opið hús í Þinghól á mánudögum Þjóðviljinn hafði samband viö Asmund Asmundsson verkfræð- ing sem stjórnar kosningaundir- búningi Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjördæmi og spurði hvernig gengi. Hann sagði að starfað væri af fullum krafti. Ég vil sérstaklega koma þviað, sagði hann, að frá og með mánudegin- um 22. mai verður „opið hús” I Þinghól i Kópavogi á mánudags- kvöldum í stað laugarda gseftir- miðdaga. Þar hafa verið tekin fyrir ýmis mál svo sem jafnrétt- ismál og verkalýðsmál auk al- mennra umræðna um kosninga- starfið. Undanfarinn mánuö hefur kosningaundirbúningur fyrst og fremst staðið i sambandi við sveitarstjórnarkosningar. Einnig hafa veriö lögð gróf drög að und- irbúningi alþingiskosninga. Þeg- ar hefur komið út 1 kjördæmis- blað og ermeininginaðkomi út 3 i júni. 1 þeim blöðum verða teknir fyrir helstu málaflokkar sem eru á döfinni núna og ber þar hæst efnahags- og atvinnumál annars vegar og verkalýðs- og kjaramál hins vega®. Auk þess má gera ráð fyrir að herstöðvamál verði ofarlega á baugi m.a. vegna Keflavlkurgöngu 10. júni. Þessadagana er verið að ganga frá skipulagi starfs i júni og verð- ur þaö sérstaklega kynnt I Þinghóli mánudaginn 29. mai. Undanfarna daga hefur kosn- ingastjórnin verið að heimsækja félaga i hinum ýmsu byggðarlög- um I kjördæminu til þess að ráö- færa sig við þá um hvernig best beri að standa að öflugu starfi fyrir alþingiskosningar og hvern- ighægt sé að flétta það starf sem nú á sér staö vegna sveitarstjórn- arkosninga við það starf sem fyr- irhugað er i' júnlmánuði. —GFr Asmundur Asmundsson. Frumsýning á Nesinu Borgnesingar sýna tvo einþáttunga sem ekki hafa sést á höfuðborgarsvæðinu Ungmennafélagið Skallagrimur sýnir einþáttungana „Friður sé með yður” eftír Þorstein Marel- son og „Flugurnar i glugganum” eftir Hrafn Gunnlaugsson i Félagsheimilinu á Seltjariiarnesi á morgun, laugardaginn 20. mai kl. 21. Einþátturngarnir hafa verii sýndir fimm sinnum I Borgarnes og þrisvar á Snæfellsnesi. Sýning in á Seitjarnarnesi er niunda oj siðasta sýning á einþáttungunun tveimur, sem aldrei hafa veri! settir á sviö áður. Leikstjóri ei Theódór Þóröarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.