Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mal 1978 UODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Slðumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Laus úr hlekkjum vanans Við setjum frelsi einstaklingsins ofar öllu, sagði Guðrún Helgadóttir, 4. maður á lista Alþýðubanda- lagsins vegna borgarstjómarkosninganna i sjón- varpsumræðunum i fyrrakvöld og vissulega er þetta kjarni málsins. En til þess að einstaklingurinn öðlist frelsi verður að fjarlægja þær hindranir,sem þjóðfélagið leggur i götu þess, að hann fái að njóta sin. Frá sjónarmiði sósialista er það frelsisskerðing þegar rikisstjórn landsins rænir kaupi þvi sem samið hefur verið um i nýgerðum kjarasamningum. Það er frelsisskerðing þegar at- vinnurekendur, með rikisstjóm og borgarstjórn i broddi fylkingar, hafa i illvigum og andstyggilegum hótunum við launamenn vegna þess eins að þeir ætla að leggja niður vinnu. Það er frelsisskerðing þegar f jármagnið er látið móta grundvallaratriðin i stjórn borgarmála, en fólkinu og hagsmunum þess er ýtt til hliðar. Þvi aðeins er unnt að tala um frelsi einstaklingsins að frelsi gróðans hafi verið heft. Maðurinn sjálfur, heill hans og lifshamingja, er grundvöllur allrar stjórnmálaviðleitni sósialista, fjármagnið er grundvöllur Sjálfstæðisflokksins hvað svo sem hann segir fyrir kosningar — jafnvel þó að hann reyni að breiða yfir sig græna slikju. í rökréttu framhaldi af þeim staðreyndum sem hér hafa verið raktar hljóta kjósendur að taka af- stöðu eftir 9 daga. Þeir sem vilja treysta vald fjár- magnsins yfir fólkinu, þeir sem vilja þakka Sjálf- stæðisflokknum fyrir kaupránið frá 1. mars, þeir sem eru andvigir hagsmunum launafólks, kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem vilja lýsa yfir sér- stöku trausti á núverandi rikisstjórn verðbólguöng- þveitisins og kauplækkunarinnan þeir kjósa Sjálf- stæðisflokkinn.Þeir sem hafna kaupránsflokkunum, þeir sem vilja styðja málstað verkalýðshreyfingar- innar i þeim kjaraátökum sem nú standa yfir, þeir kjósa Alþýðubandalagið. Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins til borgarstjórnar Reykjavikur hafa á opinberum vettvangi kynnt þessi meginsjónarmið. Alþýðubandalagið hefur nú þrjá fulltrúa i borgar- stjórn og i þremur efstu sætunum eru Sigurjón Pét- ursson, Adda Bára Sigfúsdóttir, reyndir borgar- fulltrúar,og Þór Vigfússon, nýr maður á vettvangi borgarmála með mikla félagsmálareynslu og stjórnmálaþjálfun. í fjórða sætinu er Guðrún Helgadóttir, stjórnarmaður i BSRB og deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins. Þeir launamenn sem vilja tryggja sjónarmiðum sinum stuðning i borgar- stjórn Reykjavikur ættu þvi að kjósa Guðrúnu Helgadóttur, Alþýðubandalagið, G-listann, annan sunnudag, eftir aðeins 9 daga. í kjörklefanum er hver maður frjáls að þvi að kjósa samkvæmt sinni bestu sannfæringu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að setja i gang kosningavél sina. Alltsjáandi auga vélarinnar skoð- ar i hvern krók og k ima i borginni — h jörtun og nýr- un sér augað aldrei, inn i kjörklefann sér augað aldrei. Kjósandinn héfur þar aðstöðu til þess að kjósa á eigin forsendum eftir vandlega ihugun undanfarandi sólarhringa kosningabaráttunnar. Þá er mest um vert að hafa hugann opinn, laus úr hlekkjum vanans. —s. Ekki lengur á uppleið Meg inbrey tingin á Alþýöublaðinu i nýju fötunum, fyrir utan það að nú er blaðiö i 8 siðum i staö 12 er ofurlltið meira raunsæi i blaðhausnum. Fyrir útgáfuhléiö sem brast á er Alþýðuflokknum var bannað með lögum að þiggja erlenda styrki stöö i litlum hring i hausnum ,,á uppleið”. Nú er blaðhausinn hringlaus en skiliö eftir pláss fyrir ,,á niðurleið”. Úrelt sjónvarpsform Formið á framboösfundi sjónvarpsins á miðvikudags- kvöldið var ekki til þess fallið að vekja áhuga borgarbúa á mál- efnum Reykjavikur né heldur á stjórnmálaflokkum. Að leiöa stóran hóp manna i pontu fram fyrir myndavélar er um það bil versta sjónvarpsefni sem hægt er að hugsa sér. Stjórnmála- flokkunum er varla þægð i þvi nema hvað þeim gefst tækifæri á að sýna andlitin á nýjum frambjóðendum og minna á að þeir gömlu séu enn á lifi. Það er mikil kúnstað ná þannig athygli sjónvarpsáhorfenda i örstuttri ræðu að það verði eftirminnilegt og boðskapurinn, hafi hann einhver veriö, festist þeim i minni. Svo eru fæstir frambjóö- endanna miklar sjónvarpshetj- ur. Permanent flott Eini spenningurinn við svona ræðuflutning I sjónvarpssal er að fylgjast með þvi hvernig þeim frambjóðendum reiðir af sem eru að burðast við að tala blaðalaust. Að sjálfsögðu vonar maður að andstæðinginn reki i vörðurnar. Og biður svo með öndina i hálsinum eftir þvi að flokksbróðirinn komist klakk- laust i gegnum þolraunina án þess að missa augun á blaðiö eða skima flóttalega út i loftið. Svo er rætt i litlu stofunum um hvernig frambjóðendur hafi nú veriö útlits og i hátt. Og persónulega fannst mér permanentið á frambjóðendum Alþýöuflokksins gera sig best á skjánum. Flokkarnir geta sjálfir betur Hringborðsumræðurnar voru þó illskárri en ekki merkilegar nema að þvi leyti hve Guörún Helgadóttir skar sig úr. Það fólst einfaldlega i þvi að hún tal- aði annað tungumál heldur en karlmennirnir I umræðunni sem allir hafa komið sér upp skriffinnskumálfari fyrir löngu. Jafnvel Eirikur sem er ungur enn. Jarðbundið tungutak af þessu tagi þyrfti að heyrast oft- ar I borgarstjórn. Eíida hugsa sér margir að tryggja Guðrúnu sæti i borgarstjórn á næsta kjör- timabili. Tilgangurinn með umræöu leyfa flokkunum að skýra stefnu sina fyrir kjósendum. Þvi markmiði hefði mátt ná með þvi að veita flokkunum 20 minútur hverjum til frjálsra afnota með tækniaðstoð sjónvarpsins. Ekki er aö efa aö fjölmiðlamönnum flokkanna hefði tekist aö gera skárri dagskrá úr þvi en við fengum að sjá sl. miðvikudag. Hringborðsumræður hefðu svo getaö fylgt i kjölfariö eins og stundum þegar „vafasamir” þættir eða myndir eru á dagskrá sjónvarpsins að mati útvarps- ráðs. Þessi háttur hefur verið hafð- ur á fyrir alþingiskosningar og er sýnu skárri en eldhúsdags- umræður úr sjónvarpssal. Verkin tala „Verkin tala” — Rikisstjórnin reynir að eigna sér fram- kvæmdir i Neskaupsstað — er fyrirsögn á grein sem Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, birtir i Austurlandi. Þar tekur hann i karphúsiö ungan Framsóknar- mann sem i ákafa sinum varð það á að eigna sér og rikisstjórninni heiöurinn af framkvæmdum og uppbyggingu I Neskaupstað. „1 Timanum 30. aprfl sl. birt- ist „viðtal” viö bæjarstjórann i Neskaupstaö undir fyrirsögn- inni „Verkin tala i Neskaupstaö,” sem Magnús Ólafsson, blaðamaður tók 2. mars sl. Eitthvað hefur skolast til i höfði blaðamannsins frá þvl að hann ræddi við mig þvi „viðtalið,” ef viðtal skyldi kalla er fullt af rangfærslum. Blaðamaður hirðir ekki um að fara rétt meö ummæli viðmæl- enda heldur sýnir það smekk- leysi að gera sinar eigin skoðan- ir og óskir að orðum undirritaös. I stuttri athugasemd verður ekki komið við nema nauðsyn- legustu leiðréttingum en „við- talið” gefur tilefni til mun fleiri athugasemda. t fyrsta lagi: Fjölbrauta* skólabyggingin er ekki risin af grunni,, (I „viðtalinu” segir: búið er að steypa upp tvær hæð- ir), en i sumar er hugmyndin að reistar verði tvær hæðir. Eðli- legur byggingaráfangi hefði verið aö skila húsinu fokheldu á þessu ári en framkvæmdir mið- ast við fjárframlög rikissjóðs. t öðru lagi: Sjúkrahúsið er myndarleg bygging en byggða- stefna núverandi rikisstjórnar speglast glöggt i þessari framkvæmd, þvi að fjárframlög til hennar hafa verið hin sömu að krónutölu undanfarin verð- bólguár. t þriðja lagi: Ranghermt er, að unnið hafi verið við höfnina fyrir þrjú hundruð milljónir króna. í kjölfar snjóflóöanna var talið nauðsynlegt að hraöa þessum framkvæmdum og var kostnaður nálægt tvö hundruö milljónum en verður ekki undir þrem hundruðum milj. þegar framkvæmdum er lokið. 1 sum- ar verður steypt þekja á hluta viðlegukantsins en ráðgert er að ljúka framkvæmdum innan þriggja ára. Smekkleysa Mig undrar ekki þótt ungan framsóknarmann langi til aö geta státað sig af framkvæmd- um og uppbyggingunni i Neskaupstað, jafn myndarlega og noröfirsk alþýða hefur staðið aö henni undir forystu Alþýðu- bandalagsins. Hitt er lágkúru- leg smekkleysa að blanda sam- an uppbyggingu tengdri hörmu- legasta atburði sem yfir Neskaupstað hefur dunið og byggðastefnu núverandi rikisstjórnar. Vegna uppbyggingarinnar I Vestmannaeyjum og Neskaup- stað var þjóðin sérstaklega skattlögð og ber að þakka henni þá fórnfýsi og þann samhug sem hún sýndi. Þegar greiðslum vegna upp- byggingarstarfsins var hætt var skattlagningunni samt haldiö áfram og rennur nú ágóði þeirra söluskattsstiga I rikishitina". —e.k.h. Magnús Oiafsson Hlaðnir rifflar á Selfossi Vitað er að það er heitt i kol- unum I bæjarstjórnarmálum á Selfossi. En ekki vissum við að frambjóðendur hefðu slikan kosningaviðbúnað eins og Morgunblaöið lýsir á miðviku- dag i viðtali við einn frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins á Selfossi. ■ — UNGT FÓLK í FRAMBOÐI... UNGT FÓLK 99 Bý öll mín riffil- skot til sjálfur ÉK er mikill voiAimaAur. hof alla tíð haft gaman af stangvoiAi ok byssum. sagrti Guðmundur SÍKurösson on hann skipar 3. sa-tiö á lista Sjálfstu-öisflokksins til bæjarstjórnarkosninKa á Solfossi. Guðmundur or kvæntur Þóru Grétarsdóttur ok oíku þau oitt barn. Kg hef haft gaman af stangveiöinni frá því ég var stráklingur, og veiði ég jafnt lax og siiung, alveg eftir því hvaö bítur á hjá mér. Mest hef ég veitt í Hvítá og svo Veiðivötnunum. Að mínu mati er stangveiöi ódýrasta íþrótt sem hægt er aö stunda, og svo er þetta spennandi íþrótt og heilsusamleg, því það er heilmikiö trimm í íþróttinni. Nú þá hef ég einnig gaman af fuglaveiöi og hef skotiö bæöi rjúpu og gæs. Ég hef fariö á rjúpnaskytteri í kringum Þingvallavatn og svo upp á Ingólfsfell. í fyrra reyndi ég oinnig aö fá leyfi til aö skjóta hreindýr á Austurlandi, en fékk ekki. Ætli ég sæki þá bara ekki um leyfi aftur og sjái hvaö setur, en ég held aö það sé afargaman að skjóta hreyndýr. Nei, þaö er ertginn kostnaöur samfara fuglaveiöinni, því að ég bý öll mín riffilskot til sjálfur. Ég keypti fyrir 3—5 árum, tæki til aö hlaða notuö skothylki meö púðri og hvellhettu og hef verið aö dunda viö þetta. Þannig hefur mér tekist að halda kostnaðinum nokkuö niöri og nú ætla ég aö faira út kvíarnar og hlaöa einnig mín eigin haglaskot. Á ég von á tæxjum til að hlaða skothylkin einhverja næstu daga. Annars vinn ég dagsdaglega í Trésmiöju Sigurðar Guömundssonar, en þar eru framleidd einingahús úr timbri. Eftirspurnin eítir einingahúsunum fer sífellt vaxandi, og er nú 20 —30% meiri en í fyrra. í trésmiðjunni vinna 27 menn, og hafa feikinóg að gera. Kosturinn við einingahúsin er sá að alltaf er hægt aö bæta viö einu herbergi eöa einni álmu og eru móguleikarnir því miklir. Það er gott aö búa á Selfossi,“ sagði Guðmundur er hann var inntur eftir því.hvernig honum líkaði þar. „Við erum lausir viö allar þær sveiflur í atvinnulifinu, sem eiga sér staö í sjávarplássunum. Atvinna er jöfn og góð, en nú stendur til aö fara að byggja upp iðnaö á Selfossi, og þá aðallega framleiðsluiðnað. Sérhvert fyrirtæki í framleiösluiðnaðinum getur skapaö ótal möguleika i þjónustuiðnaði," sagöi Guðmundur að endingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.