Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Franskar og belgískar hersveitir til Shaba? Ttu-landa samanburður FÍB Bensín lang- dýrast hér Félag islenskra bifreiöaeig- enda hefur gert samanburö á bensinveröi i tlu löndum i Vestur-Evrópu. Samanburö- urinn er byggöur á þvl hve langan tlma þaö tekur iöjú- verkamann aö vinna fyrir ein- um litra af bensini á dag- vinnukaupi. í ljós kemur aö benslnverö er langhæst á is- landi. Upplýsingar eru fengn ar úr Bulletin of Labor Statistics, hja'Kjararannsókn- arnefnd, Olis og Seölabanda tslands. í Danmörku tekur 4.32 minútur aö vinna fyrir bensinlitranum, Noregi 4.98 min., Sviþjóð 3.91 min., Belgiu 5.60 min., lrlandi 8.46 min., Bretlandi 6.57 mln Sviss 5.02 min., V-Þýskalandi 4.63 min., Lúxemborg 3.80 mlnútur og á íslandi er iönverkamaöur 10,04 minútur aö vinna fyrir einum litra af bensini. Samráð Vesturvelda um aðgerðir 18/5 — Fregnir frá vestur- evrópskum höfuðborgum benda til þess að ýmis vestræn ríki séu að senda herlið til Shaba. syðsta fylkis Zaire. en þar á stjórnarher Zaire nú í höggi við uppreisnarmenn, ættaða frá Shaba. sem að likindum hafa komið inn í landið frá Angólu. Talsmaöur frönsku stjórnar- innar hefur tilkynnt aö stjórnin hafi þegar ákveðiö ráöstafanir þessu viðvíkjandi I samráöi viö stjórn Zaire. Flugvélar, sem flytja liösmenn úr Útlendingaher- sveitinni frönsku, eru þegar lagö- ar upp frá Korsíku og hefur ekki veriö tilkynnt um ákvöröunarstaö þeirra. Sagt er aö fleiri franskar hereiningar séu tilbúnar til brott- farar. Belgiskar herflugvelar eru einnig lagöar af staö frá bækistöö nálægt Briissel. Hersveitir þær voru bólusettar við gulusótt, sem er landlæg i Miö-Afriku. 1 Paris er sagt að stjórnir Belgíu og Frakk- lands séu i nánu sambandi viö stjórnir Bretlands og Bandarikj- anna viövikjandi ástandinu i Shaba. Leo Tindemans, forsætis- ráöherra Belgiu, segir aö tiu Evrópumenn hafi látið lifiö I bar- dögunum um Kolwezi. Svo er látið heita aö vesturevrópsku rikisstjórnirnar hafi einkum áhyggjur af örlögum hvitra manna I Kolwezi, en ekki er taliö óliklegt aö þær hyggist beita her- sveitum sinum til stuönings stjórnarher Zaire. Vestræn riki hafa mikilla efnahagslegra hags- muna að gæta I Shaba, sem er mjög námuauðugt og Mobuto er eindreginn bandamaöur Vestur- veldanna. Kinverska stjórnin lýsti i dag yfir eindreginni samstöu meö ORLOF DÆMDUR: 12 ára nauðungar- vinna og útlegð 18/5 Sovéski andófs- maðurinn og kjarneðlis- fræðingurinn Júrí Orlof hefur verið dæmdur til sjö ára vistar i nauðungar- vinnubúðum og fimm ára útlegðar til afskekkts svæðis. Orlof er forystu- maður Helsinki—hópsins svokailaða, sem stofnaður var til þess að fylgjast með þvf, hvernig Sovétrfkin framfylgdu mannréttinda- ákvæðum Helsinki—sátt- málans. Hann var ákærður fyrir áróður gegn ríkinu. Búist er viö að tveir aörir þekktir meölimir Helsinki—hóps- ins, sem eru I fangelsi, þeir Alex- ander Ginsbúrg og Anatóli Stjtjaranskl - veröi næstur. liklegt aö hann Stjtjaranski, verði innan skamms leiddir fyrir rétt. Vladimir Slepak, einn úr Helsinki—hópnum, sagði frétta- mönnum aö réttarhöldin yfir Or- lof hefðu verið ' sviösetning ein og niöurstööur þeirra heföu veriö ákveönar fyrirfram. Andófsmenn söfnuðust saman fyrir utan rétt- arsalinn og mótmæltu til stuön- ings Orlof, en uröu þar fyrir áreitni ungmenna og fíeiri, sem einnig voru þar samankomnir. Þessir áhangendur yfirvalda æptu meöal annars að andófs- mönnum aö ef þeim likaöi ekki i Sovétrikjunum skyldu þeir fara til Vesturlanda. Kommúnistaflokkurinn i Bret- landi lét I dag i ljós óánægju meö meöferð sovéskra yfirvalda á Or- lof og hvatti sovésku stjórnina til þess að ógilda dóminn. James Callaghan, forsætisrábherra Breta, fór einnig höröum oröum um dóminn yfir Orlof á þingi i dag. DOMINIKA: Kosningasigur byltingar- sinnaðra sósíaldemókrata 18/5 — Atkvæðatalning hefur aö sögn veriö hafin aö nýju i Dóminiku eftir forsetakosningar þar I landi, þær fyrstu 112 ár þar sem flestir eöa allir stjórnarand- stööuilokkar fengu aö vera meö. t gær bentu tölur til þess, aö Antonio Guzman, helsti fram- bjóöandi stjórnarandstööunnar, heföi unniö meö miklum yfirburö- um, en þá greip herinn inn i og stöövaöi talninguna. Samkvæmt þessu hefur núverandi forseti, Joaquin Balaguer, tapaö kosning- unni. Hann er mikill skjólstæö- ingur Bandarikjanna, sem eins og kunnugt er skökkuöu leikinn I Dóminiku meö hernaðarihlutun 1964, til þess aö binda endi á völd vinstri- eöa umbótasinnaörar stjórnar. Guzman er leiötogi flokks, sem nefnist Byltingarflokkurinn og er sagður sósialdemókratiskur. Stöövun talningarinnar i gær benti til þess aö herinn ætlabi að ógilda kosningarnar, en hann virðist hafa heykst á þvi i bráö- ina. Ekkieru þar þó öll kurl kom- in til grafar, þvi aö alls óvist er um þaö hvenær talningunni lýkur endanlega. Talsmaöur hersins sagöi aö verið gæti aö endanlegar tölur yröu ekki birtar fyrr en eftir tiu eða fimmtán daga, eða jafnvel lengri tima. Giscard d'Estaiag, Frakklands- forscti — útlendingahersveitin á stúfana eina feröina enn. stjórn Zaire og sagði aö Sovétrik- in stæöu á bak viö innrásina og aö hún væri gerö af „kúbönskum málaliðum.” Enn er látlaust barist í Eritreu 18/5 Fréttastofa eritreskra sjálfstæðissinna i Damaskus seg- ir aö haröir bardagar geisi fjóröa daginn I röð vestur af Asmara, höfuöborg Eritreu, milli sjálf- stæðissinna og Eþiópluhers. Heyna Eþiópar nú aö rjúfa um- sátur Eritreumanna um borgina, en Eritreumenn segja aö þeim hafi ekki enn tekist þaö. Eþiópar eru einnig sagbir gera haröar loftárásir og árásir af sjó á ströndina norður af Assab, hafnarborg i suðurhluta Eritreu. Til Nairobi, höfuðborgar Keniu, hafa borist fregnir um aö Eþiópar hafi hafiö aöra sókn i norðurhluta Eritreu, skammt frá landamær- um Súdans. Að sögn heimildarmanna i Nairobi er ekki til þess vitaö aö kúbanskar hersveitir berjist með Eþiópum i sókn þessari. Sjálf- stæðissinnar hafa nú mestan hluta Eritreu á valdi sinu aö undanskildum nokkrum stærstu borgunum. I ■ I I ITALAÞING: Samþykkir fóstureyðingar Alvarlegur ósigur fyrir Páfagarð 18/5 — Efri deild italska þings- ins samþykkti i dag meö 160 atkvæöum gegn 148 aö allar konur yfir 18 ára aldri geti feng- ib fóstureyöingu ef þær fari Jiram á þaö og tilgreini orsakir viövikjandi heilsufari, efnahag, félagslegum aöstæöum eöa and- legri heilsu. Eru þetta sögö ein- hver frjálslegustu fóstureyðing- arlög I Vestur-Evrópu og þykir samþykkt þeirra mikil frétt i jafn harökaþólsku landi og ítaliu. Hin nýja fóstureyöingalöggjöf hefur lengi verið mikiö hitamál þar i landi og hefur Páfagarður barist heiftarlega gegn henni og kallaö hana „glæp á borö Við manndráp”. Stjórnarflokkurinn kristilegir demókratar hefur fylgt kirkjunni aö málum i þessu efni, enda er náiö sam- band þar á milli. Með samþykkt efri deildarinnar er frumvarpið komiö i gegnum þingiö, þvi að neðri deildin haföi áöur samþykkt það. Þeir sem greiddu atkvæöi meö frumvarp- inu voru þingmenn kommún- ista, sósialista, sósialdemókrata, radikala og lýðveldissinna. Til þessa hafa fóstureyöingar aö mestu verið bannaðar á ttaliu, en giskað er á aö um ein miljón kvenna þar láti eyða fóstri ólöglega á ári hverju. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ 1 ■ I B I ■W"M'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.