Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 13. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Engin skýring á
eldsvoðanum
í Böras
Brunavarnir hótelsins
voru úreltar
12/6 frá Gisla Gunnarssyni i
Lundi:
Enginskýringhefur enn fundist
á upptökum eldsvoöans mikla,
sem varö i borginni Btfras i
Vestur-Gautlandi á föstudags-
kvöldiö. Þá fórust 20 manns,
flestir þeirra 18 og 19 ára
stúdentar. 18 þeirra, sem slös-
uöust og hlutu brunasár, eru enn
á sjúkrahúsi, þar af fjórir mjög
iila haldnir, en enginn þó talinn i
lifshættu.
Talið er aö eldurinh hafi komið
upp í herbergi við hliðina á dans-
sal, en i herbergi þessu voru
spilatæki ýmiskonar. Þar var þá
enginn staddur, en i danssalnum
var fjöldi fólks að skemmta sér.
Húsið er gamalt hótel, og hafði
brunavarnaeftirlitið fyrir löngu
gertkröfuum auknar brunavarn-
ar þar, og átti að koma þeim i
kring i september s.l., en ekkert
hafði enn orðið af þvi. Eldurinn
breiddist út svo hratt að furðu
þótti gegna Tveir húsverðir urðu
eldsins fyrst varir og reyndu að
slökkva hann með handslökkvi-
tæki, en það reyndist þá i ólagi.
Annar þeirra missti þá stjórn á
sér af hræðslu og hljóp út um
glugga, en hinn fór að gera
slökkviliðinu viðvart.
Ekkert hefur komið fram, sem
bendir til þess að um ikveikju hafi
verið að ræða. Enda þótt hótelið
værigamalt, var margt nýtt i inn-
réttingum þess, meðal annars úr
plasti. Þar er mjög eldfimt og er
það talin hugsanleg skýring á þvi,
hve ört eldurinn breiddist út, og
einnig þaðaðgengumtrekkur hafi
veriðibyggingunni vegna þess að
flestir gluggar hafi verið opnir. —
Hótelbrunar hafa undanfariö
gerst æ algengari I heiminum og
kenna sumir þaö nýmóðins og
eldfimum innréttingum og hús-
gögnum.
BorSs er skammt austur af
Gautaborg, iðnaðarborg með um
70.000 ibúa.
8-10 Finansbankamál enn til rannsóknar
Erfiðustu málin
segir skattrannsóknarstjóri
Enn eru milli 8 og 10 skattamál
af „Finansbankakyni” til rann-
sóknar hjá skattrannsóknadeild
rikisskattstjóra.
Að sögn Garðars Valdimars-
sonar skattrannsóknarstjóra er
rannsókn lokið i rúmlega 40
þessara mála, og biða þau nú
ýmist úrskurðar eða þegar hefur
verið úrskurðað um skattahækk-
un i þeim.
Þau mál sem enn eru á borðum
skattrannsóknadeildarinnar eru
erfiðustu málin, sagði Garðar,
ekki endilega vegna þess að þar
séum háar f járupphæðir að ræða,
heldur kemur ýmislegt til. Þar er
t.d. um að ræða aðila, sem neita
að eiga viðkomandi reikninga og
benda á aðra, eða þá að menn
hafa ekki gefið nægilegar
skýringar að okkar mati.
Gagnaöflun i þessum málum
tekurnokkurn tima, enda verðum
við aðsækja sumtað utan en leita
annað uppi hér heima.
Ekki kvaðst Garðar geta sagt
til um hversu miklar skatta-
hækkanir hefðu verið úrskurðað-
ar i þeim málum, sem þegar er
lokið, en ekkert þessara mála
hefur komið fyrir skattsekta-
nefnd eða verið sent til
dómstólanna enn sem komið er.
-AI
YÍsitölumáliö eins og í Reykjavík
Þjóðviljinn ræddi viö Björn
ólafsson bæjarfulltrúa Alþýöu-
bandalagsins i Kópavogi og
spuröist fyrir um meirihluta-
myndun.
Björn upplýsti að viðræður
hefðu staðið yfir milli Alþýðu-
bandalagsins, Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins og stæðu
enn. Björn sagði aö gott sam-
komulag væri um málefni og
samkomulag um að gera
breytingar á bæjarkerfinu, sem
þó kæmu vart til framkvæmda
alveg strax. Aðspurður sagði
hann að samkomulag væri um að
leysa visitölumálið á ámóta hátt
og vinstri meirihlutinn í borgar-
stjórn Reykjavikur áformaði.
Hann taldi liklegt að vænta mætti
niðurstöðu um meirihlutamyndun
einhvern næstu daga.
Björn ólafsson bæjarfulltrúi
Samstaða um
málefnin
Samkomulagið kynnt í
borgar stjórn á fímmtudag
Viöræöur Alþýðubandalags,
Alþýöuflokks og Framsóknar-
flokks um málefnasamning flokk-
anna þriggja um stjórnun Reykja
vikurborgar ganga vel. Þessi
mynd var tekin i gær á fundi
viðræöunefndarinnar, og þar
sjást frá Alþýöubandalaginu
AddaBára Sigfúsdóttir og Sigur-
jón Pétursson, frá Alþýöuflokki
Sjöfn Sigurbjarnardóttir og
Björgvin Guömundsson og frá
Framsóknarflokki Eirikur
Tómasson og Kristján Benedikts-
son.
Sigurjón Pétursson sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær, að
samstaöa hefði náðst um
málefnasamning flokkanna og
yrði hann kynntur i borgarstjórn
n.k. fimmtiidag. Þá sagði hann
einnig að frétta af visitölumálinu
væri að vænta fyrir þann tima.
— Hér var þaö
samþykkt fyrir kosningar,
að ganga til samninga við
verkalýösfélögin, sagði
Sigfinnur Karlsson i
Neskaupstað i viðtali við
blaðiðígær.
— Ég flutti um þetta tillögu,
bætti Sigfinnur við, og með-
flutningsmaður aö þeirri tillögu,
var annar fulltrúi Sjálfstæöis-
manna, Gylfi Gunnarsson. Tillag-
an fól það i sér, að greiða verka-
fólki hjá bænum igildi fullra
samninga.
Núna, kl. 5 i dag, erum viö
með fund á Egilsstöðum, með
atvinnurekendum á Asturlandi,
vegna þess alvarlega ástands,
sem hér hefur leitt af útflutnings-
banninu. Bankarnir eru búnir að
loka á fyrirtækin, sum a.m.k., svo
að þau geta ekki greitt vinnulaun.
Það munu koma menn frá Vinnu-
veitendasambandinu og
Vinnumálasambandinu á þennan
fund, sagöi Sigfinnur Karlsson.
sk/mhg
x-G
Sigfinnur Karlsson
Sterkt Alþýðubandalag knýr samningana í gildi
Nokkur bæjarfélög ákveöa
aö vírða kjarasamninga
i þeim bæjarfélögum þar sem
Alþýöubandalagiö er sterkasti
flokkurinn er nú þegar ákveðiö
eða f undirbúningi aö koma
samningunum í gildi i áföngum
og hnekkja þannig árás stjórnar-
flokkanna á vísitöiuákvæöi samn-
inganna.
Þegar fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar ákvað bæjarstjórn-
armeirihluti Alþýðubandalags--
ins á Neskaupsstað að greiða
kaup samkvæmt samningum.
Þar sem Alþýðubandalagið hefur
forystu fyrir vinstri meirihluta
hafa viðræður leitt til samkomu-
lags um að greiða kaup sam-
kvæmt samningum, þó þannig að
samningarnir taki gildi i áföng-
um. Þannig er það t.d. i Reykja-
vik, Kópavogi og á Siglufirði. í
Vestmannaeyjum standa yfir
samningar um vinstri stjórn og
þar er talið liklegt að farið verði
eftir niðurstööum viðræðna i
Reykjavik.
Annað er hins vegar upp á ten-
ingnum þar sem ihald og fram-
sóknhafa forystuna. I Borgarnesi
hafa kaupsamningarnir ekki
komist i gildi. Ékkert hefur
heyrst um að Alþýðuflokkurinn I
Keflavik undir forystu Karls
Steinars Guðnasonar, vara-
formanns V.M.S.l. beiti sér fyrir
þvi i bæjarstjórnað samningarnir
komist i gildi. I Hafnarfirði felldi
meirihluti óháðra og Sjálfstæðis-
manna tillögu um samningana i
gildi. Og þannig mætti lengi telja.
Ljóst er, að þar sem Alþýðubanda-
lagið er sterkast þar eru samn-
ingar verkalýðsfélaganna virtir.
Þannig sannast i viðræðunum eft-
ir sveitarstjórnarkosningarnar,
að kjörseðillinn er vopn i kjara-
baráttunni. Sterkt Alþýðubanda-
lag tryggir samningana i gildi.
Kjósid
strax!
Biðradir í næstu
viku
Utankjörfundarkosning i
Reykjavik fer fram i
Miðbæjarbarnaskólanum,
Frikirkjuvegi l. frá kl. 10 til
12. 14 til 18 og 20 til 22 alla
dága.
Fólk er eindregið hvatt til
þess að kjósa i þessari viku
ef það verður fjarri kjörstað
á kjördag. Annars er hætt
við þvi að kjósendur lendi i
biðröðum i næstu viku.
Skrifstofa Alþýðubanda-
lagsins aöGrettisgötu 3, simi
17500, veitir allar upplýsing-
ar og aðstoð i sambandi við
utankjörfundarkosningu um
land allt og erlendis.
Yinstri viðræður
í Kópavogi
Bœjarfélagiö í Neskaupstað
Greiöir ígildi
samninganna