Þjóðviljinn - 13.06.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Síða 9
Þribjudagur 13. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ávarp-Magnúsar Kjartanssonar á útífundi að lokinni Keflavíkurgöngu tet* Þótt klukkuna I klukkuturninum á Lækjartorgi vanti 19 minútur I 12 er myndin tekin þegar göngfólkiö var aft streyma niftur Bankastrætift og fylla Lækjartorg á slaginu kl. 22 sl. laugardagskvöld. — Mynd Leifur. 1 IÉÍéII L tm'f */'JZÆmL .Y: , ' r flgP!; * cfe, L-Wk V w ■iM. -rÉífF flHfli mpé llifll'F . . á annan hátt. 1 svarræðu sinni viöurkenndi Jósep Luns rök- semdir minar skilyrðislaust. Hann sagði að herstöðin á Islandi snerist aðeins um dollara, það væri miklu ódýrara að nýta stöðvarnar hér en koma upp nýrri aðstöðu. Framlag okkar til Nató er sem sé að auðvelda vigbún- aðarkapphlaupið, þar á meðal framleiöslu á nifteindasprengj- um, en hugmyndin um þaö vopn hefur ekki orðið til i heilum manna heldur hundingja. Nifteindasprengjan hefur þann eiginleika að myrða fólk en tortima ekki efnislegum verð- mætum, og ég hef sjaldan orðið eins undrandi og þegar ég hef heyrt menn, sem þykjast vera her- námsandstæðingar, segja að nifteindasprengjan sé annað og geðslegra vopn en venjuleg kjarnorkusprengja. Ég er á gagn- stæðri skoðun. Ég er á sömu skoðun og Nordahl Grieg, þegar hann segir i kvæði sinu um Lundúni i siðustu heimsstyrjöld, i þýðingu Magnúsar Asgeirssonar: „Sjálfgert aö sprengja saki! En sú þykir blessun hlaöin, sem brýst inn i gotneskt guöshús, en geigar frá barni I staöinn.” Sönnum í verki aö smáþjóö getur hrundið erlendri hersetu Góöir landar! Áriö 1867 keyptu Bandarikin nyrsta svæöi Ameriku, Alaska, af rússnesku keisarastjórninni fyrir 7,2 miljónir dala, en þaö jafngild- ir miöaft viö núverandi gengi tæp- um tveimur miljöröum Islenskra króna — tiunda hluta þess sem Gunnar Thoroddsen rikis- stjórnarleiötogi hefur ausiö I Kröfluframkvæmdir. Ibúar Alaska, sem mestmegnis voru eskimóar og indiánár, voru auðvitað ekki spurðir um þessa ráöstöfun á landi sinu. Þessi kaupskaparstaöreynd er öllum kunn. Hitt vita fáir tslendinga að samtimis fóru fram viðræður milli bandarisku stjórnarinnar og stjórnar danska nýlenduveldis- ins, þar sem Bandarikjastjórn óskaði eftir þvi að fá að kaupa á sama hátt Grænland og tsland fyrir dollara. Þessarar staöreyndar er getið i einni eða tveimur setningum i meiriháttar sagnfræðiritum um Bandarikin, en af einhverjum ástæöum sem ég skil ekki hefur enginn islenskur sagnfræöingur gert þessum stórsögulegu málum skil. Þarna kemur þó fram i upphafi grundvallarafstaöa bandariska heimsveldisins til Islands, sú afstaða að tsland sé hluti af Vesturheimi og eigi að lúta drottinvaldi Bandarikjanna. Bandarikin hernám tsland, áður en þau urðu styrjaldaraðilar i siðustu heimstyrjöld, vegna þess að litiö var á tsland sem hluta af Vesturheimi. t striðslok kröfðust Bandarikin þriggja herstöðva á tslandi til 99 ára, og sú krafa var auðvitaö ekki i neinum tengslum við óvissuástandið eftir strið eða hinn svokallaöa heims- kommúnisma; hún hafði þann til- gang að innlima tsland til frambúðar. Þór Whitehead sagn- fræðingur hefur rakið að ástæðan til þess aö rfkisstjórn Bandarikj- anna viðurkenndi lýðveldisstofn- unina 1944 var sú ein, að valda- menn vestanhafs töldu meiri lik- urá að Bandarikin gætu innlimað tsland, ef tengslin við Danmörku væru rofin að fullu. Þór Whitehead hefur einnig rakiö að Vilhjálmur Þór, valdamesti leiðtogi núverandi stjórnarflokka á sinni tið, lagöi til viö bandarisk stjórnarvöld og islensk, að Island fengi sömu stööu innan Banda- rikjanna og Hawaii en Hawaii var þá nýlenda. Tveir fyrstu forsetar islenska lýðveldisins, Sveinn Björnsson og Asgeir Asgeirsson, voru sama sinnis. Þegar banda- riskri hersetu var logið upp á tslendinga öðru sinni 1951, var hún réttlætt af hernámsflokkun- um þremur sem neyðarástand, er aöeins ætti að standa skamma hrið. Ég hef átt viðræður við tvo valdamestu mennina sem að þessum samningum stóðu, Eystein Jónsson og Bjarna heit- inn Benediktsson, og þeir hafa báðir I einkaviðræðum itrekað, að þetta hafi verið raunveruleg af- staöa þeirra. Bjarni Benediktsson sagði við mig: Þú mátt treysta þvi, Magnús, að herinn skal verða farinn frá tslandi áður en ég dey. Honum varð þvi mlður skemmri lifdaga auðið en svo, að hann gæti komið þessari ætlan sinni i fram- kvæmd, og siðan hafa tekiö við forustu i Sjálfstæðisflokknum lágkúrumenn meö peninganef. Fyrsta verkefni Geirs Hallgrims- sonar að loknu lögfræðiprófi var að gerast framkvæmdastjóri Sameinaöra verktaka hermangaranna sem meta sjálf- stæði tslands til dollara. Það seg- ir sina skýru sögu að þegar s veita rs t jórna rkosninga rna r voru á úrslitastigi fyrir nokkrum vikum flugu Geir Hallgrimsson og Einar Agústsson til Bandarikj- anna á Nató-fund; þeir lita ekki á sig sem fulltrúa islenskra kjósenda heldur sem erindreka Nató á tslandi. Þegar leiötogar Framsóknarflokksins horfðu hnipnir á þá staðreynd að þeir höfðu tápað öðrum hverjum kjósanda i Reykjavik, var Einar Agústsson i dýrlegri garðveislu hjá Carter Bandarikjaforseta. Þegar Einar kom loks heim kvaðst hann ætla að bretta upp ermarnar. Sú samliking er dæmi- gerð. Hann var ekki að minna á litlu gráu frumurnar i heilanum á sér, ekki skynsemi sina eða til- finningar, heldur valdið. 1 tiö fyrrverandi rikisstjórnar, Magnús Kjartansson flutti ræfiu á Lækjartorgi. þegar ég starfaði i stjórnarráð- inu, kom hingað til lands Jósep Luns, framkvæmdastjóri Nató, og hélt hér fund með nokkrum ráðherrum og embættismönnum. A þessum fundi færði ég rök fyrir þvi að hvorki Bandarikin né Nató þyrftu á herstöðvum á tslandi að halda, ekki einusinni frá svoköll- uðu herfræðilegu sjónarmiði: það væri hægt að tryggja eftirlit með sovéskum kaf- bátum og flugvélum A það að veröa hlutskipti islendinga i veraldarsögunni að spara Bandarikjunum fé til þess að hundingjar geti framleitt hel- sprengjur? Ég hef tekið þátt i baráttunni gegn innlimunarstefnu Banda- rikjastjórnar i aldarþriðjung, og barátta okkar hefur borið ómetanlegan árangur, þótt loka- markinu sé ekki enn náð. Mér hefur verið það mikiö fagnaöar- efni i dag aö sjá aö unga fólkið hefur borið Keflavikurgönguna uppi. Ég veit að unga fólkiö skilur að barátta okkar er þáttur i baráttu allra hernuminna þjóða i veröldinni. Ég veit að ungt fólk hefur áhuga á fræðikenningum i þvi sambandi, og það er einnig fagnaðarefni. En framlag okkar er ekki mælska eða fræðikenn- ingar, heldur verðum við að sanna i verki að smáþjóð getur hrundið erlendri hersetu, hvort sem hún er bandarisk eöa sovésk; aðeins þannig hjálpum viö öðrum þjóðum sem búa við hliðstæða kúgun. Sjálfstæðisbaráttan gegn Dönum er okkur nærtæk fyrir- mynd. I þeirri baráttu lærðist þjóðinni smám saman að setja samstöðuna öllu ofar. Pólitisk samstaða réð úrslitum, ásamt þeirri stefnufestu að hvika aidrei frá markmiðinu, þótt önnur verkefni kynnu stundum að virðast nærtækari. Eigi vikja, sagði Jón Sigurðsson, og undir þvi kjörorði leiðum við baráttu okkar til sigurs. Asmundur Ásmundsson, formaftur miftnefndar Samtaka herstöðvaandstæftinga. ALYKTUN • Vegna alvarlegs ástands í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar; • Vegna stóraukinna framkvæmda á vegum hersins; • Vegna kröfunnar um gjaldtöku af hernum; • Vegna áforma um aukinn vígbúnað stórvelda; ályktar fundur herstöðvaandstæðinga á Lækjartorgi í Reykjavik laugar- daginn 10. júní 1978 eftirfarandi: Að horfið verði frá hvers konar áformum um gjaldtöku af banda- ríska hernum. En þess í stað — segi Island upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga — og að ísland segi upp herstöðvar- samningnum við Bandaríki Norður- ameríku og engar herstöðvar verði á íslandi. Fundurinn mótmælir harðlega hern- aðaríhlutun stórvelda í Af ríku og lýsir yfir stuðningi við frelsisbaráttu smáþjóða og alþýðu hvarvetna í heiminum. Gegn hervaldi, gegn auðvaldi Gegn landsölu Island úr NATO, herinn burt útifundar herstöðvaandstæðinga á Lækjartorgi 10.6.78

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.