Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 14
r ' £7 p' D íslandsn nótið 1. deild: Va r yo " ? A lur — FH □[jDtRsté 2:1 Göc r • T c P J> C /° 4 í[V)CPCs)'S,Sö[f 7 '\r‘' JL Valsmenn á i hálum í ís — máttu þakka fyrir bæð! stigin i Ieiknum gegn FH óhætt er að fullyrða að meginþorri áhangenda bikarmeistara Vals í knattspyrnu/ hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með leik liðsins gegn FH á sunnudagsvköldið. Að visu vannst sigur, 2:1/ en leiðin var ansi torfær og er þá vægt til orða tekið. Vals- menn hljóta að taka sig i hnakkadrambið eftir þá hörmulegu knattspyrnu sem liðsmenn sýndu í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur þessa leiks var þó allt annar og betri af hálfu Vals. Leikmenn léku af sömu hörkunni og leikgleöinni sem menn eiga að venjast og virtist allt stefna i stórsigur. Einkum og sérilagi var framlinan frisk og skapaði oft mikla hættu við FH- markið. Fyrsta mark leiksins kom á 13 min. og var það gullfall- egt i alla staði. Valsmenn léku skemmtilega upp völlinn þar sem boltinn var látinn ganga frá manni til manns. Jón Einarsson fékk hann útá hægri kantinum illa valdaður og hann gaf vel fyrir markíð, þar sem Ingi Björn kom aðvlfandi og skallaði inn, alger- lega óverjandi fyrir markvörð- inn. Valsmenn létu ekki við svo búið standa og áttu hvert upp- hlaupið öðru betra. Þannig komst Guðmundur Þorbjörnsson innfyr- ir og negldi knettinum efst i blá- hornið, en markiö dæmt af, vegna rangstöðu. 7 minútum fyrir leik- hlé bætti svo Ingi Björn ööru markinu viö úr vitaspyrnu eftir að einn FH-ingur hafði handleikiö knöttinn inni vltateignum. Reyndar þráttuöu Valsmenn lengi vel um hver ætti að taka spyrnuna minnugir hinnar mis- heppnuðú vitaspyrnu Inga Björns gegn Vikingum á dögunum. En nú brást piltur ekki, skaut fast og öruggt I vinstra horniö. Aöeins minútu siðar munaði engu aö Guðmundur Þorbjörnsson bætti þriðja markinu við er hann átti þrumuskalla eftir sendingu frá hægri en markvörður FH varði meistaralega. Og svo hófst seinni hálfleikur, hálfleikur sem Valsmenn vilja örugglega gleyma. Vart er hægt að segja að þeir hafi átt nema eitt umtalsvert tækifæri, þegar Ingi Björn lék skemmtilega I gegnum vörn FH en markvörðurinn varöi skot hans. Þá átti Albert þrumu- skot sem sleikti stöngina að utan- verðu. En smátt og smátt fóru FH-ingar að taka leikinn I slnar hendur. Þannig átti Andrés Kristjánsson þrumuskot af löngu færi sem Sigurður Haraldsson varði snilldarlega. Fór nú æ meira að mæða á Valsvörninni og Sigurði I markinu sem hvað eftir annaö greip inni á réttu augna- bliki. A 29 min. s.h. skora FH-ing- ar svo. Ólafur Danivalsson fylgdi vel á eftir langri sendingu og skallaöi glæsilega I netið framhjá Sigurði I markinu sem rann til i forinni fyrir framan markið. Eft- ir þetta náðu FH-ingar æ betri tökum á leiknum á sama tima sem allar sóknartilraunir Vals runnu út I sandinn þegar I upp- hafi. Skall oft hurð nærri hælum við Valsmarkið en lánið var Vals- 17. júní mótið Hiö árlega 17. júni mót I frjáls- um Iþróttum verður háð á Laugardalsvelli dagana 16.—17. júní n.k. Keppt verður i hinum ýmsu greinum frjálsra Iþrótta og verður margt af sterkasta iþróttafólki meðal þátttakenda. Þann 16. júní verður keppt I eftir- töldum greinum: Karlar: 200, 800 og 3000 metra hlaupi, hástökki, þristökki, 110 metra grindahlaupi, spjótkasti, og 1000 metra boðhlaupi. Konur: 200, 800 og 1000 metra hlaupi. Kringlukasti spjótkasti og hástökki. Síðari daginn verður keppt I eftirtöldum greinum: Karlar: 100, 400, og 1500 metra hlaupi. Kúluvarpi, stangarstökki, langstökki, kringlukasti og 4x100 metra boðhlaupi. Einnig verður keppt i 100 metra hlaupi meyja og sveina. Eflaust verða mörg góð afrek unnin á móti þessu en þó beinast augu manna fyrst og fremst að köstum. Guðrún Ingólfsdóttir er til alls likleg I kringlukasti kvenna og greinilegt að hún getur sett met hvenær sem er. Þá verður fróðlegt að sjá til Hreins Halldórssonar, óskars Jakobssonar og. Erlends Valdimarssonar. Þáttökutilkynningar þurfa að berast til Stefáns Jóhannssonar fyrir 14, þessa mánaðar, skrif- lega. SK. w w IBI stal stigi Það fór sem margan grunaöi aö KR-ingar myndu ekki sæk ja gull í greipar Isfirðinga er liöin léku i 2. deildinni á sunnudaginn. Jafn- tefli varð 1:1 og voru það sanngjörn úrslit. tsfiröingar sóttu ýfið meira en KR-ingar fóru illa með sin færi og meðal annars misnotaði Björn Pétursson vitaspyrnu: skaut framhjá. Eina mark fyrri hálf- leiksins skoraði Stefán örn Sigurðsson fyrir KR og var slysa- mark mikið. Hugðist hann eftir hafa brotist upp vinstri kantinn spyrna fast að marki IBt en hitti ekki boltann og við það setti hann markvörð Isafjarðar úr jafnvægi og reyndi þvi aftur og þá hitti hann i autt markið.l:0. Isfirðingar voru allri búnir að sætta sig við tap þegar eftir voru aðeins nokkrar sekúndur af leik- num en þá skoraði Haraldur Leifsson jöfnunarmark tBl, við mikil fagnaðarlætí áhorfenda og hafði Guðjón Þorsteinsson unglingalandsliðsmaður i körfuknattleik sem nú dvelur við nám i malaraiðn á ísafirði engin tök á sinu fólki. Leiknum lauk þvi með jafntefli og verða þaö að teljast nokkuð góð úrslit fyrir KR. Leikinn dæmdi Róbert Jónsson og gerði það mjög vel. „HA”/SK. Ingi Björn Albertsson skoraði bæfti mörk Vals gegn FH. megin og fleiri urðu mörkin ekki. Þaö var hálfdapurlegt að horfa á Valsliðið I seinni hálfleik. Leik- urinn alveg I molum auk þess sem einstaka leikmenn eins og t.d. Albert Guðmundsson virtust algerlega brotna við mótlætið. Þá sýndu bæði Vilhjálmur Kjartans- son og Grlmur Sæmundssen af sér mjög leiðinlegan leik I vörn- inni, og brutu oft mjög gróflega af sér, sem slakur dómari Óli Ólsen sá ekki ástæðu til að taka ýkja hart á. Besti maður Valsliðsins var alveg tvimælalaust Sigurður Haraldsson I markinu. Er hann óðum að fylla það skarð sem nafni hans Dagsson skildi eftir sig. Hjá FH bar Janus Guðlaugs- son af öðrum leikmönnum. -hól. Góður leikur IBK og enn betri pylsur var það eina sem gladdi þegar ÍBK sigraði Breiðablik 2:0 í Kópavogi Nokkuð góður leikur KefIvíkinga og mjög góðar pulsur á vellinum i Kópa- vogi var það eina sem gladdi er Breiðablik ogKeflavík léku þar í islandsmótinu á sunnu- dagskvöldið. Leikurinn var nokkuð slappur í heild sinni en þó var greinilegt að Keflvíkingar voru mun ákveðnari og var allt ann- að að sjá til liðsins nú en gegn Þrótti á dögunum. Mun meiri barátta og árangurinn eftir því, 2:0 sigur gegn UBK. Fyrra mark IBK-manna skor- aði Rúnar Georgsson, „ eftir eóða fvrireiöf frá Ragnarsyni. Fékk boltan beint á og sneiddi hann framhjá markverði anna, Sveini Skúlasyni. var skorað á 24. minútu Bangsi”, Friðrik Rúnar' höfuðiö Taglega Blik- Markið leiksins. Og þannig var staöan i leikhléi. t siðari hálfleik eða nánar tiltekið á 21. minútu hans skoruðu Kefl- vikingar siðan annað mark sittg í og var Steinar Jóhannsson þar að verki. Ólafur Júliusson komst inni sendingu Blikanna og gaf vel fyrir markið þar sem Friðrik Ragnarsson var vel staðsettur og gaf rakleitt á Steinar sem stóð einn fyrir framan mitt markið og það var var ekki að sökum að spyrja. Boltinn þaut I markiö. 2:0. Keflvikingar léku vel að þessu sinni. Barátta var nú mikil I liðinu og leikur liðsins allur annar en verið hefur. Bestu menn voru þeir Ólafur Júllusson og Friðrik Ragnarsson sem lagði bæði mörk liðsins upp. Einnig léku þeir vel Steinar og Þorsteinn Bjarnason I markinu. Hvað er að I herbúðum Blik- anna? Þessari spurningu velta menn nú fyrir sér en enginn á til svar. Leikur liðsins er hrein þvæla og áhugi leikmanna I lág- marki. Liðið er þegar búið að tapa 9 stigum I mótinu. Úthald er greini- lega lélegt. Sendingar lélegar og svo mætti lengi telja. Væri ekki ráð fyrir Blika að reyna að yngja liðið upp? Þeir eldri hafa ekki staðið sig það vel? Leikinn dæmdi Arnþór Óskarsson og gerði það nokkuð vel. Rokjafntefli Þróttar og ÍBV Þróttur Reykjavík og Vestmannaeyingar léku í 1. deildinni á laugardaginn mikinn rokleik sem endaði með jafntefli 2:2 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1:1. Páll Ólafsson skoraði fyrst fyrir Þrótt úr viti. Eyjamenn jöfnuðu siðan fljótlega og var óskar Valtýsson þar að verki meö skalla. 1:1. 1 siðari hálfleik var allt i einu dæmt vlti á Þróttara, enginn botnaði neitt i neinu, og Valþór' skoraði örugglega úr vítinu. Þróttarar jöfnuðu siðan leikinn I næstu sókn er Úifar Hróarsson gaf vel fyrir markið á Halldór Arason sem skoraði með góðum skalla og Páll Pálmason fékk ekki við neitt ráðið. Þannig lauk þessum rokleik og er ekki mikið meira um hann hægt að segja annað en það að sigurinn hefði frekar átt að lenda Þróttar megin. Þeir áttu t.d. hörku sláskot I fyrri hálfleik, Sverrir Brynjólfsson, og munaði þar litlu. Leikinn dæmdi Arnar Einars- son frá Akureyri og sögðu margir að hann hefði betur heima setið en af stað farið. S.K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.