Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 13. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kjartan Thors skrifar UM OLIUL Af frásögnum Þjóðvilj- ans og Morgunblaðsins s.l. laugardag má ráða, að nokkur tímamót séu framundan. I fyrsta sinn skal nú hleypa erlendum olíuleitarfyrirtækjum inn á íslenskt hafsvæði. Hugsanlegt er, þótt raun- ar sé það ekki líklegt, að þetta sé upphaf mikilla tíðinda í íslensku efna- hagslífi. Af öllum sólar- merkjum má þó ráða, að viðbúnaður okkar sé ekki í neinu samræmi við til- efnið, og að hér skuli framvinda mála stjórn- ast af öðru en fyrir- hyggju eða íslenskum hagsmunum. Forsögu þessa máls þekkja flestir. Bandariskir visinda- menn hafa leitt rök aö þvi, aö Jan Mayen-hryggurinn, norö- austan tslands sé sneiö úr meg- inlandi Grænlands og athuganir sovésks leiöangurs nokkru siöar gáfu tilefni til hugleiöinga um aö þarna kynni olia aö finnast. Siöari tima athuganir hafa ekki gefiö endanleg svör um oliu- möguleika á þessu svæöi, enda hafa þær rannsóknir ekki beinst aö oliuleit. Ariö 1973 barst stjórnvöldum tilboö frá norska fyirtækinu Geoteam - Computas Ltd. A/S um aö framkvæma oliuleit hér viö land. Þetta tilboö var af ýmsum ástæöum taliö mjög álitlegt, en viröist hafa vafist yrir stjórnvöldum, þó aö þvi hafi veriö „svaraö”, eins og skýrt var frá I Þjóöviljanum. Litil hreyfing veröur siöan á oliuleitarmálum fyrr en i vor, er tilboö berst frá tveimur af stærstu oliuleitarfyrirtækjum U.S.A. Þá hrekkur rikisstjórnin upp af blundi og heimilar iönaö- arráöherra aö hefja viöræöur viö Amerikumennina um ollu- leit viö island. A þvi fjögurra ára timabili, sem liöiö er frá þvi aö tilboö Norömannanna barst, hafa engar forsendur breyst; eini sjáanlegi munurinn er sá, aö nú eiga Bandarlkjamenn hlut aö máli, áöur Norömenn. Er þaö sú staöreynd, sem ræöur hugar- farsbreytingunni? Nú er þaö min skoöun, aö vis- indarannsóknir séu æskilegar og öll viöbót viö þekkingu okkar á Islensku umráöasvæöi sé vel þegin. Þetta á ekki slst viö, er erlendar visindastofnanir. gera hér rannsóknir og skila okkur niöurstööum sinum. Höfum viö enda fengið meö sliku fyrir- komulagi miklar upplýsingar án mikils tilkostnaöar. En olíu- leitarfyrirtæki eru ekki visinda- stofnanir og viöhorfin ólik. Hér er þaö arösemissjónarmiðiö sem ræöur rikjum en ekki vis- indasjónarmiö. Eftirlit meö starfsemi slikra fyrirtækja hlýt- ur þvi aö veröa aö vera meira, og þess vandlega gætt, aö hlutur Islendinga sé ekki fyrir borö borinn. An eftirlits er ljóst, aö erlend fyrirtæki geta mataö okkurá þeim upplýsingum, sem þeim sýnist, án þess aö viö fáum viö ráöiö. Þaö hefur verið yfirlýst stefna og vilji islenskra stjórnvalda, aö ef til oliuleitar kæmi, skyldi is- lenskur visindamaður meö sér- þekkingu á þvi sviöi vera um borö I leitarskipum og fylgjast meö gagnasöfnun. Afráöiö hefur verið að þaö skuli vera hlutverk Orkustofnunar aö annast þessa hlið málsins. Þrátt fyrir þessa afstööu hefur Orkustofnun þó ekki veriö gert kleift aö koma sér upp þekkingu á þessu sviöi, né sérfræðingi til aö annast þessa hliö málsins. Þrátt fyrir þessa afstööu hefur Orkustofn- un þó ekki verið gert kleift að koma sér upp þekkingu á þessu sviði, né sérfræöingi til aö ann- ast þessa starfsemi. Viö erum þvi ekki enn tilbúnir aö taka á „Af öllum sólarmerkjum að dæma má þó ráða, að viðbúnaður okkar sé ekki í neinu samræmi við tilefnið og að hér skuli f ram- vinda mála stjórnast af öðru en f yrirhyggju eða íslenskum hagsmunum." „En olíuleitarfyrirtæki eru ekki vísinda- stofnanir og viðhorfin ólík. Hér er það arð- semissjónarmið sem ræður ríkjum en ekki vísindasjónarmið. Eftirlit með starfsemi slíkra fyrirtækja hlýtur því að verða að vera meira, og þess vandlega gætt, að hlut- ur fslendinga sé ekki fyrir borð borinn." „Olía og olíuleit eru viðkvæm málefni og vandasöm. Ef við íslendingar hættum okk- ur inn á þau svið erum við komnirí frum- skóg stórfyrirtækja og einkagróða og þar gilda lögmál frumskógarins." „...mér er óskiljanlegt, hve mikið liggur á að ræða við Ameríkanana úr því við gátum saltað Norðmennina i mörg ár." þessum málum. Þaö er ótima- bært aö hleypa erlendum fyrir- tækjum inn á islenskt yfirráöa- svæöi. • Olla og oliuleit eru viökvæm málefni og vandasöm. Ef viö Islendingar hættum okkur inn á þau sviö, erum viö komnir I frumskóg stórfyrirtækja og einkagróöa og þar gilda lögmál frumskógarins. Fyrr eöa siöar hlýtur aö þvi aö koma aö viö viljum fá svar viö þvi, hvort hér sé oliu aö finna eöa ekki. En þegar sú ákvöröun veröur tekin aö hér skuli leitað aö oliu, þá veröum viö aö vera i þeirri aö- stööu aö viö getum haft full- komna stjórn á atburöarásinni. Viö megum ekki flýta okkur um of, og viö megum ekki láta framkvæmdahraöa verkefn- anna taka af okkur völdin, likt og gerst hefur við KrÖflu. Viö veröum aö afla okkur þekkingar á öllum hliöum olluleitar og þá ekki siöur fjármálahliö en tæknilegri hliö hennar. Náttúru- verndarsjónarmið koma e.t.v. ekki mikið viösögu I fyrstu þátt- um olíuleitar. En viö verðum einhverntlma aö gera upp viö okkur hvaöa áhættu viö viljum taka I sambandi viö boranir og hvort viö viljum yfirleitt olíu eöa ekki. Ég vil Itreka þá skoöun mina, aö viö séum ekki tilbúnir aö láta hefja hér oliuleit, og mér er ó- skiljanlegt, hve mikiö liggur á aö ræöa við Amerikanana úr þvi aö viö gátum saltaö Norö- mennina i mörg ár. úr þvi að rikisstjórnin hefur gefiö iönaö- arráöherra grænt ljós, heföi mér fundist rétt af honum aö snúa sér aö þvi að byggja upp áðurnefnda starfsemi á Orku- stofnun. Siöan heföi mátt senda sérfræöinga til þess aö kynna sér fjármálahliö oliuleitar og oliumála almennt. Loks heföi veriö eölilegt aö hefja upplýs- ingasöfnun um mengunarmál og önnur umhverfisvandamál tengd oliu. Aö þessu loknu heföi svo mátt ræöa við Norömenn, Bandarikjamenn og fleiri, og spyrja hvort þeir hefðu enn á- huga á aö leita. Velja siöan hag- kvæmasta tilboöið og hefja hér oliuleit undir öruggu eftirliti ls- lendinga, sem vissu hvaö þeir væru aö gera. Könnun á Blönduósi Hvert er viðhorf fólks til sjónvarps- efnis? — Eftir siöastliöin áramót geröum viö félagar I J.C.-klúbbn- um Húnabyggö á Blönduósi könnun á viöhorfi fólks hér slóöir til dagskrár Sjónvarpsins, hvaö horföu menn helst á, hvað varö einkum útundan. Þannig fórust fréttaritara Þjóðviljans á Blönduósi, Sturlu Þórðarsyni,orði viðtaliyið blaðið. Og Sturla heldur áfram: — Helstu niðurstööur þessarar könnunar voru þær, að á fréttir og fréttaefni er yfirleitt horft. Þó má þar undanskilja Sjónhendingu, sem fólk almennt virðist ekki hafa áhuga 'á. I öðru lagi kom i ljós, að langflestir, sem tóku þátt i könnuninni, töldu að barna- þættir, islensk, leikrit, kúreka- og teiknimyndir væru of sjaldan á dagskrá. Allir aðrir þættir, virö- ast samkvæmt könnuninni, vera hæfilega oft á dagskránni. Yfirleitt finnst fólki að þeir dagskrárliöir, sem um var spurt, góöir eða sæmilegir. Undantekn- ingar eru Prúðu leikararnir og kúrekamyndir, sem teljast frá- bærar en aftur á móti Sautján svipmyndir á vori yfirleitt léleg- ar. Könnunin sýndi, aö fólk horfir stundum á auglýsingar og iþróttir en sjaldan er horft á Aö kvöldi dags, Sjónhendingu og skákfrétt- ir. Það efni, sem börnum er ætlað, nýtur litilla vinsælda hjá fólki, sem er eldra en 40 ára, en fólk á aldrinum 18—39 ára virðist fylgj- ast nokkuö meö sliku efni og sá aldurshópur gerir talsverðar kröfur til þess efnis, sem börnum er ætlað. Aberandi er, aö fólk á aldrinum 12—17 ára, horfir lítið á fréttaefni. íslenskt efni nýtur yfirleitt hvaö mestra vinsælda, þó aö þættinum Aö kvöldi dags undanskildum, eins og fyrr segir. sþ/mhg Ungmennafélagið Brúin i Hálsasveit og Hvítársiðu; 70 ára afmælí Ungmennafélagiö Brúin I Hálsasveit og Hvitársiðu i Borgarfiröi átti 70 ára afmæli 7. júni s.l. Félagiö mun minnast afmælisins meö kaffisamsæti i félagsheimilinu aö Stóra-Asi laugardaginn 17. júni n.k. og hefst samsætið kl. 15. Þar veröur rifjuö upp saga félagsins úr rituöum heimildum þess og gamlir og nýir félagar hittast. Allir félagar Brúarinnar, fyrr- verandi og núverandi, eru velkomnir á þessa samkomu ásamt mökum sinum, og er þess vænst aö sem allra flestir geti þegiö þaö boö. Stjórn félagsins hefur sent þeim fyrri félögum,sem hún veit um, bréflegt boö á afmælissamsætiö, en hafi einhverjir ekki fengið boösbréf eru þeir einnig boönir velkomnir og væntir stjórnin þess aö þeir láti það ekki hefta för sina á afmælisfagnaðinn, þótt þeir hafi ekki fengiö bréflegt boö vegna vöntunar á nákvæmum upplýs- ingum um aðsetursstað eöa aö boösbréf hafi misfarist. (Frá Ungmennafélaginu Brúin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.