Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. júni 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Skarð í kaup- lœkkunarmúrinn Nú liggur fyrir að nokkur bæjarfélög munu beita sér f yrir því að staðið verði við samningana sem gerðir voru í fyrra, en ríkisstjórnin eyðilagði með kaupránslögunum og bráðabirgðalögunum i vor. Launamenn sjá því nú þegar svart á hvítu að kjörseðillinn er vopn i kjara- baráttunni eins og Guðmundur J. Guðmundsson kemst aðorði í viðtali við Þjóðviljann í dag. Mest munar þarna um Reykjavík, en borgin er stærsti viðsemjandi Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar. Þannig munu starfsmenn bæjarfélaganna sjá á launaseðli sínum áður en langur tími líður hvaða gildi það hefur að beita kjörseðlinum rétt í kosninga- baráttunni. I kosningunum25. júní erenn kosið um það hversu mál skipast varðandi lífskjör fólksins í landinu. Með samn- ingum bæjarfélaganna er að brotna skarð í kauplækkun- armúr stjórnarflokkanna. Með úrslitum alþingiskosn- inganna þarf sá múr að hrynja til grunna. Það gerist hins vegar ekki öðru vísu en Alþýðubandalagið vinni mjög stórfelldan kosningasigur; að úrslitum byggða- kosninganna verði fylgt eftir með áframhaldandi sókn í alþingiskosningunum. I byggðakosningunum, ekki síst í borgarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík, varð Ijóst að þúsundir launa- manna sneru baki við stjórnarflokkunum og kusu Alþýðubandalagið. Þessi þróun þarf að halda áf ram því það er greinilegt á túlkunum ölafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrímssonar á kosningaúrslitunum að þeir tel ja flokka sína ekki hafa fengið endanlegan „skell". Þeir ætla að vinna saman eftir kosningar eins og berlega hef- ur komið fram í yfirlýsingum forsætisráðherra. Þeir ætla að halda áf ram að skerða kjörin. Samstjórn Fram- sóknar og íhaldsins lif ir því enn. Það þarf meira til þess að fella stjórnarstefnuna. Það gerist aðeins með því að launamenn fylki sér um Alþýðubandalagið þúsundum og aftur þúsundum saman í kosningunum 25ta júní. —s. Seinheppinn Sjálfstœðisflokkur Sjálfstæðisf lokkurinn hefur af veikum mætti reynt að draga kjaramál vinstristjórnarinnar inn í umræður kosningabaráttunnar. Það er makalaust hvað málgögn Sjálfstæðisf lokksins eru annars seinheppin með að velja sér málefnavettvang í kosningabaráttu, en þó tekur steininn úr þegar flokkurinn reynir að gera sér mat úr kjaramálunum, sjálfur aðalkaupránsflokkur iandsins um áratugi. Staðreyndirnar tala sínu máli — þær stað- reyndir eru Sjálfstæðisf lokknum ekki beint hagstæðar: Kaupmáttur kauptaxta allra launamanna í landinu var á vinstristjórnarárunum, 1971-74, rúmlega 11% hærri en hann hefur verið itíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og ólafs Jóhannessonar 1974-78. Sé þetta reiknað á nú- tímaverðlagi og nútímakaupi þýðir þetta að kaupmáttur launa er 27-28 miljörðum króna lakari að jafnaði hvert valdaár hægristjórnarinnar en vinstristjórnarinnar. Þessum miljörðum hafa stjórnarherrarnir veitt til fyrir- tækjanna, fjármagnseigenda, sem hafa grætt meira en nokkru sinni fyrr, og eru auk þess skattfrjálsir. Þessi fyrirtæki birta nú hvert af öðru ársskýrslur sínar þar sem einstök fyrirtæki sýna — eftir afskriftir, fyrningar og aðra frádrætti — tugi miljóna króna í hreinan gróða. Ríkisstjórn Geirs og ólafs hefur haldið verndarhendi sinni yfir forstjórunum, verðbólgubraskinu og millilið- unum,— launamenn hafa borgað brúsann. Ef Sjálfstæð- isf lokkurinn ætlar ekki að tapa öllu fylgi sínu i kosning- unum 25. júní — öðru en atkvæðum forstjóranna — ætti hann að láta það eiga sig að f jalla um kjaramál. Honum fer það illa. Hins vegar er því ekki að neita að Þjóðviljinn fagnar þessari umræðu af hálfu Morgunblaðsins, kaup- ránsmálgagns Geirs Hallgrímssonar. —s. Hið nýja andlit borgarinnar Borgin okkar hefur fengið nýtt andlit. f stað Birgis Isleifs er nú komið þrieitt embættis- mannafés eins og sést á meö- fylgjandi Dagblaösmynd. „Það er gömul hefð að ráðamenn borgarinnar opni Elliðaárnar til veiða 10. júní ár hvert”, segir i frétt Dagblaösins. Það er huggulegtaf blaðinu aö upplýsa með þessum hætti kjósendur G-bstans um þaö hverjir ráði borginni i dag. Samkvæmt þessu eru þaö Gunnlaugur Pét- ursson, Jón Tómasson og Aöal- steinn Guöjohnsen, rafmagns- veitustjóri, sem ráöa borginni i dag. Segi menn svo aö Sjálf- stæöisflokkurinn hafi verið felldur frá völdum i Reykjavik. Skemmtilegri sniðganga nœst? Andrl siteut bætt við sig fylgi en spurningin nú er hvort Samtök- unum takist aö fá eitthvaö af þeirri fylgisaukningu til sín.” Hvar var Magnús Torfi? Þaö var eftirtektarvert i Keflavlkurgöngunni að þar sá- ust hvorki frammámenn úr Framsóknarflokknum né Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Enginn átti von á Framsóknarmanni i sjálfu sér, Ákvörðun meiri- hlutaflokkanna Meirihlutaflokkarnir i borgarstjórn hafa komiö sér saman um aö forseti borgar- stjórnar skuli koma fram fyrir hönd borgarinnar útáviö. Em- bættismönnum borgarinnar, lika skrifstofustjóra og borgar-' ritara, hefur verið tilkynnt um þessa ákvöröun. Þetta kom meöal annars i ljós þegar Daviö Oddsson ætlaöi sjálfum sér að setja Listahátið að Birgi Isleifi föllnum. Honum var þá kurteis- lega tilkynnt aö þaö myndi Sig- urjón Pétursson taka að sér og hefur ekki veriö kvartað yfir þvi að forseta borgarstjórnar hafi farið verkið tiltakanlega illa úr hendi. menn vita að Sigurjón Péturs- son stóð sig vel i Keflavikur- göngu á laugardaginn, og hefur sjálfsagt talið tima sinum betur variö þar heldur en i laxaleik við Elliðaár. Ef menn vilja á hinn bóginn leggja eitthvaö upp úr formleg- heitum mætti segja að hér væri um freklega móðgun að ræða bæöi af hálfu embættismann- anna þriggja og stjórnar Stang- veiöifélags Reykjavikur i garö meirihlutaflokkanna þriggja. Enginn ástæöa er til þess aö taka þessa framkomu óstinnt upp en viö viljum koma þvi á framfæri viö stjórn Stangveiöi- félags Reykjavikur aö næsta ár taki þeir upp kinverska háttu og bjóöi almúgamanni úr borginni i lax 10. júni. Starfsmenn hreinsunardeildar borgarinnar munu t.d. leggja á sig talsvert starf við aö hreinsa burtu ósóm- ann eftir sportveiöimenn og gangandi fólk af Elliðaársvæð- inu. Mætti ekki næsta ár bjóða fulltrúa þeirrar ágætu deildar i borgarkerfinu að renna fyrir fyrsta laxinn? Samtaka nú Samtaka nú vinstri menn, segja Samtakamenn þessa dag- ana. Samtaka nú um aö koma i veg fyrir aö valdahlutföllin breytist i þjóðfélaginu. Tryggj- um það aö thald og Framsóloi haldi sinum þingmönnum. Dæmigert um þessa Samtaka- baráttu er framboö Andra Isakssonar á Austurlandi. Lát- um Visi hafa orðiö: „Við bjóðum okkur fram sem vinstri flokkur og stefnum aö þvi að mynda nýja vinstristjórn á traustari grundvelli en tókst að gera árið 1974”, sagði Andri ísaksson efsti maður á fram- boðslista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Tryggjum Halldór inn I umfjöllun blaöamanns um stöðuna á Austurlandi segir svo: „Samtökin fengu 491 atkvæði siöast. Þá var Ölafur Ragnar Grimsson efsti maður á listan- um sem og fleiri fyrrverandi Framsóknarmenn. Þaö er ekki liklegtaöþetta fylgiskilisér allt aftur. Sumt af þvi fer til Fram- sóknarflokksins og eitthvaö til Alþýðuflokksins. Þannig aö gera má ráð fyrir að samtökin fái rétt rúmlega 250 atkvæöi, nema fylgi annarsstaðar frá komi til. Þaö er óhætt aö fullyröa aö baráttan stendur á milli 3ja manns Framsóknarog 2. manns Alþýöubandalagsins. Við sið- ustu kosningar haföi Halldór Ásgrimsson 896 atkvæöi á bak viö sig en Helgi Seljan 797. Und- anfariö hefur Alþýðubandalagiö Magnús Torfi en þó nokkrir söknuöu Sam- takamanna. Magnús Torfi kom hvergi nærrienda þungur á hon- ! um hægri fóturinn þessa dag- I ana. Það eina sem gladdi augað úr I Samtakaáttinni*var Ifö á fund- • inn i Kópavogi mætti Andrés I Kristjánsson vana sínum trúr. I Hann haggast ekki i herstööva- | málinu þótt foringi Samtakanna 1 snúi hægri hliðinni i kjósendur. ! Erfitt að telja \ Það hefur löngum þótt erfiö- ! ara aö telja á útifundum og i | göngum heldur en að telja ■ hreindýr úr lofti. Menn vita upp I á hár hve mjörg hreindýr eru á ■ landinu, en aldrei getur mönn- ■ um borið saman um fjölda á J fundum. . ■ 1 gær segir t.d. Dagblaöiö að á I sjöunda þúsund manns hafi ver- ■ ið á Lækjartorgi á útifundi her- | stöövaandstæöinga. Visir segir ■ að á fundinum hafi verið 1500 til | 2000. Klipptog skorið heldur þvi ■ hinsvegar fram að á útifundin- ■ um hafi verið geysimargt fjöl- u menni. ■ —ekh ■ Hvað vœrum við án þeirra? Stangaveiðifélag Reykjavikur ræður þvi aö sjálfsögðu sjálft hverjum það býður að opna veiði i Elliðaánum 10. júni. Stjórn þess sá ekki ástæöu til þess að bjóða Sigurjóni Péturs- syni, forseta borgarstjórnar, eða nokkrum öðrum fulltrúa meirihlutaflokkanna aö koma fram fyrir hönd borgarinnar við þetta heföbundna tækifæri að þessu sinni. Þess i stað lét stjórnin boðiö ganga til embætt- ismannanna áöurnefndu sem létu ekki á sér standa aö koma fram fyrir höndborgarinnar viö hátiðlegt tækifæri, enda þótt þeim ætti að hafa verið ljóst aö með þvi voru þeir að brjóta fyrirmæli meirihlutaflokkanna þó að I litlu væri. „Enginn mætti frá nýja meirihlutanum, en þeir Gunn- laugur og Jdn stóðu vel i sinni stoðu og fyrir þeirra lagni og fiskveiðihæfileika opnuðust Elliðaárnar jafnvel betur en nokkru sinni fyrr,” segir Dag- blaðið. Ekki er aö efa að em- bættismenn borgarinnar eru færari um aö opna ár heldur en kjörnir fulltrúar. En hitt skulu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.