Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. júni 1978
Þriöjudagur 13. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Þessi mynd gæti veriö úr auglýsingu um réttan
feröabúnaö. Þaö er liaraldur Sveinbjörnsson
sem hér stikar malbikiö.
Ragna Brynjarsdóttir og Sigurjón Pétursson i
Keflavlkurgöngunni.
Adda Bára Sigfúsdóttir I gönguskrúöa.
i
Þægiiegurferöamáti i Kefla vlkurgöngu. Sigur-
jón Þorbergsson i Letri gekk alla leiö meö son
sinn á bakinu. Ljósm. Leifur.
KEFIAVÍ KURG AN GAN
ÖRN ÓLAFSSON: Ávarp til Keflavíkurgöngu í áningarstað í Kúgagerði:
Sigurinn eigum við
undir okkur sjálfum
,,A lia iia la, löng er þessi
barátta” syngja Rauösokkar
I snilldargóöu kvæöi. Og þaö
er orö aö sönnu, baráttan er orö-
in löng og ströng. Oft höfum viö
unnið sigur og oft höfum viö
beöiö ósigur. Nú viröist barátta
okkar háö viö óvenjugóð skiiyröi
þar sem er kosningasókn þeirra
afla sem eindregnust eru gegn
hernum. En svo hefur veriö áöur
og komiö fyrir litið.
Eöa hver man ekki vinstri
bylgjuna um 1970 og hægra bak-
siagið 1974 sem hófst með undir-
skriftasöfnun Varins lands? Við
megum vera viss um að andstæð-
ingar okkar svara sókn okkar
jafnan með gagnárás. Það verður
að segjast eins og er, að við
reyndumst næsta varnarlitil og
óvirk gegn Vörðu landi. Hvers
vegna vorum við það, hvernig
getum við forðast að svo fari
aftur? Ég held að gallinn hafi
veriö sá að við settum traust okk-
ar á aöra, á kjörna fulltrúa okkar
en ekki okkur sjálf. En það stoöar
ekki. Auðvitað skiptir máli
hvernig við kjósum þann 25. en
það sker ekki úr, við náum hern-
um aldrei úr landi meö þvi einu
að kjósa. Jafnvel þótt meirihluti
alþingismanna yrðu herstöðva-
andstæðingar — og þá væntan-
lega misharðir — hvernig ættu
þeir að þora að leggja út i eitt-
hvað róttækt nema þeir fyndu
þrýsting frá almenningi? Og auð-
vitað næst þvi aðeins þing-
meirihluti gegn hernum að okkur
takist að skapa mikinn þrýsting
almennings.
Sannleikurinn er sá, að við eig-
um þessa baráttu alls ekki undir
öðrum. Við eigum sigurinn i þess-
ari baráttu undir okkur sjálfum,
undir almennri virkni okkar. Það
tekur tima, en við vinnum á. Okk-
ar er málstaður skynsemi, and-
staðan byggist á hræðslu og
hleypidómum. Þvi munum viö
sigra, ef viö leggjum okkur
almennt fram i áróörinum.
Baráttan er orðin löng, en ég
veit að ég mæli það fyrir munn
margra, að við sjáum ekki eftir
timanum sem i hana hefur farið.
Þetta hafa verið gleðistundir. Þaö
er reyndar almenn reynsla I
veröldinni, aö þegar fólk gengur
bara sinn vanagang og lætur
stjórna sér, er það lifsþreytt og
þjakað, en fari það að berjast
sjálft fyrir framgangi hugsjóna
sinna, lifnar það allt við og sýnir
allsendis óvænta hæfileika. Þetta
er þvi miklu betra lif en að hjakka
alltaf i sama vonleysisfarinu,
jafnvel þótt sýnilegur árangur
baráttunnar sé ekki alltaf mikill.
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa þvi mikið hlutverk fyrir utan
yfirlýst markmið sitt og
samtvinnaö þvi markmiði. Þau
eru einn helstu stjórnmálaskóii
iandsins. Þau ná til flestra
þjóðfélagshópa, hvaða afstöðu
örn ólafsson ávarpar göngu-
menn I gjólunni i Kúagerði.
sem þeir hafa að öðru leyti.
Allténter i röðum okkar bæði fólk
sem mér finnst ansi hægri sinnað
og svo auövitaö vinstri menn. I
samtökum okkar hittist allt þetta
fólk og ræðir hugmyndir sinar út
frá þessari sameiginlegu afstöðu
gegn herstöðvunum og NATÓ-Við
sannreynum i baráttunni hverjir
standa með okkur og hverjir
móti. Auðvitað gengurstarfið
skrykkjótt i þessum skóla, og
mikið mætti hann batna. En það
gengur þó alltaf eitthvað, i
Samtökum herstöðvaand-
stæðinga þróast hugmyndir okkar
og stjórnmálaskilningur, þar fer
okkur fram i þeim mæli sem þar
er alþýðan i baráttu. Þaö er þvi
meginnauðsyn baráttu okkar, að
sem flestir verði virkir i henni.
Ekki bara að ganga og sækja
stórfundi, svo mikilvægt sem það
er, heldur lika að taka þátt i
starfshópunum hver i sinni
byggð. Þvi fleiri herstöðvaand-
stæðingar sem taka frumkvæöi i
margvislegum áróðri, þvi meira
sem við höfum af hreinskilnisleg-
um umræöum um stjórnmála-
ágreining okkar samherjanna,
þeim mun sterkara afl verða
samtök okkar, þeim mun meira
mun þau sópa til sin fylgi
fjöldans, þeim mun fyrr og betur
vinnst sigurinn.
BERGLJÓT KRISTJANSDÓTTIR: Ávarp til Keflavíkurgöngu í Hafnarfirði:
Heildarsamhengið og
það sem mestu varðar
Félagar
Ilér stöndum við þá enn. Hér
stönduni við þá enneinusinni eft-
ir aðhafa gengið sunnan frá Mið-
nesheiði til að árétta kröfu okkar
um brottflutning bandariska
hersins og úrsögn þjóðarinnar úr
Nató.
t þjóðlifi okkar er allt á ferð og
flugi. Sveitarstjórnarkosningar
eru nýlega afstaðnar, alþingis-
kosningar eru framundan og
verkalýðshreyfingin heyr harða
baráttu fyrir lágmarksmannrétt-
indum. t fjölmiðlunum glymja við
háværar umræður um efnahags-
og kjaramál. Og öll höfum við
eflaust heyrt i seinni tið óminn af
röddum sem hafa sagt:
„Herstöðvamálið er ekki mál
málanna á tslandi i dag, heldur
efnahags- og launamálin. Hvers
vegna i ósköpunum er fólk að
eyða timanum i Keflavikurgöngu
núna?”
En hér stöndum við nú samt.
Og viðskulum gera mönnum ljóst
að það er ekki vegna þess að við
látum okkur efnahagsmál þjóðar-
innar lítlu varða, það er ekki
vegna þess að við séum áhugalitil
um kjör islenskrar alþýðu.heldur
vegna hins að við viljum horfa á
þetta tvennt og allt annað, jafnt i
islensku þjóðlifisem alheimsmál-
um í heildarsamhengi og gleyma
aldrei þvt sem mestu varðar.
Fyrir u.þ.b. þrjátiu árum sagði
Halldór Laxness I einni greina
sinna. ,,A tsland að vera áfram
útlend herstöð eða ekki? Onnur
mál eru hégómi. Þetta eitt eru
islensk stjórnmál”. A sama hátt
gætum við sagt i dag: A að frelsa
mannkynið úr fjötrum hervalds
og auðvalds i tæka tið eða ekki?
öll önnur mál eru hégómi. Það
eitt eru stjórnmál samtimans.
— Nú á áttunda tug tuttugustu
aldar stöndum við nefnilega
frammi fyrir staðreynd sem
flestum var ókunn eða a.m.k.
fjarlæg fyrirnokkrum áratugum:
Vexti ýmissa fyrirbæra hér á jörð
eru takmörk sett. Jörðin er bara
reikistjarna af afmarkaðri stærð,
auðlindir hennar eru ekki óþrjót-
sndi, vöruframleiðslan getur ekki
vaxið endalaust, mannkynið
sjálft ekki heldur. Og það sem
meira er, takmörk vaxtarins eru
nær i tima en fólk gerir sér
almennt ljóst. Niðurstöður vis-
indamanna hvarvetna um heim
sýna að þau eru fyrirsjáanleg,
jafnvel á næstu öld. 1 kjölfar
þeirra mun fylgja meiri eða
mínni eyðing mannlegs lifs ef
ekki verður sem fyrst hafist
handa um að mæta þeim á raun-
hæfan hátt:
Visindamenn telja að það verði
aðeins gert
með afnámi vigbúnaöarkapp-
hlaupsins,
með jafnri skiptingu lifsgæða
milli jarðarbúa
með skipulagðri og skynsam-
legri vöruframleiðslu
með hóflegri nýtingu á auö-
lindum mannkynsins.
Eða í sem stystu máli sagt:
Með þvi einu að brjóta a uðvald
heimsins á bak aftur og her-
afla þess allan.
Framundan biður þvi ærið
verkefni. Viöasthvar um heiminn
eru herir auðvaldsins að verki
eða reiðubúnir að ganga til verka.
Bergljót Kristjánsdóttir flytur
ávarp I Hafnarfirði.
Þeir eiga að tryggja að fram-
hald verði á misskiptingu
jarðargæða.
Þeir eiga að halda ibúum
heilla heimsálfa á stigi alls-
leysis örbirgðar og hungurs-
neyðar svo að gróðinn safnist
enn á hendur fámennrar auð-
stéttar.
Þeir eiga að vernda sivaxandi
rányrkju og röskun lifri'kisins
Þeir eiga að færa mannkynið
sifellt nær takmörkum vaxt-
arins en standa jafnframt
dyggilega i vegi fyrir að þeim
sé mætt sem skyldi.
Bandariski herinn á Miðnes-
heiði er ekkert annaö en brot af
alþjóðaherafla auövaldsins. Hon-
um er ætlað nákvæmlega sama
hlutverk og öðrum herjum þess.
Og aldrei ætti það að hafa verið
mönnum ljósara en einmitt nú
þegar fjölþjóðaauðhringar kepp-
ast um að fá að hreiðra um sig i
skjóli hans.
— En vegna alls þessa stöndum
við nú hér og höldum þvi fram að
herstöðvamáliö sé mái málanna á
islandi i dag og muni-verða það
uns her auðvaldsins hefur yfir-
gefið landið fyrir fullt og allt og
þjóðin sagt sig úr hernaðrar-
bandalagi auðstéttanna.
GUÐSTEINN ÞENGILSSON: Ávarp tU Keflavíkurgöngu í Kópavogi:
Þessvegna göngum við
,v -
glgjlL
Það var einhvers staðar á tún-
unum hérna syðst i bænum, að sá
atburður varð fyrir röskum 3 öld-
um, að frammámenn islendinga
undirrituðu samning um utan-
ríkismál. Þessi samningur varð
afdrifarikur fyrir islensku
þjóðina, þvi að með honum cftir-
iétum við dönskum cinvaldskóngi
það siðasta sem við áttum eftir af
réttindum okkarsem þjóð. Sagan
segir, að einn hinn ágætasti af
valdamönnum okkar hafi siðast-
ur ritað undir þennan samning,
sem kailaður er erfðahylling, og
hafi hann gert það grátandi.
Það kostaði islensku þjóðina 7
alda undirgefni og áþján að
höfðingjar hennar treystu ekki
sjálfum sér né hver öðrum að lifa
óstuddir með fólki sinu. Það var
lika margt freistandi, sem þá var
i boði. Síglingar og samgöngur
voru að dragnast niður, og Isl.
fengu gott tilboð um að þessu yrði
kippt i lag. Það er ekki eins ljóst,
hvað við áttum að fá i aðra hönd
við Nató-samninginn 1949, og
landsafsalið 1951, en ekki hefur
þaðenn veriö á letur fært, að einn
einasti af landsforráðamönn-
um, sem aö þeirri samningagerö
stóðu með undirritun, hafi fellt
svo mikið sem eitt tár af þvi til-
efni. Aftur á móti var i snatri búin
til dularfull þjóðsagnapersóna,
Rússagrýlan, og þaö átti að verja
okkur fyrir henni. Ilún hefur dug-
að alllengi, en virðist nú vera að
gefast upp á rólunum, eins og
sagt var umfyrirrennara hennar
og hálfnöfnu.
Það er ekki nema eitt kjörtima-
bil rúmt, siðan vissir áhugamenn
skriðu saman i hóp og báðu fólk
að biðja um, að það yrði passað
áfram fyrir þessari Grýlu. Var
gengið að þessum leik með gifur-
legri áfergju og vafasömum að-
ferðum við að hafa áhrif á undir-
ritun þessarar ótrúlegu bæna-
skrár. Það kom greinilega fram,
að helstu hvatamenn hennar voru
eitthvaö óánægðir með sjálfa sig,
forsendur bænaskrárinnar eða þá
sjálfa smiði hennar, nema allt
þetta hafi komið til. Hin hastar-
leguviðbrögð þeirra við nokkurri
gagnrýni á undirskriftasöfnunina
báru þess vott, að andlegt jafn-
vægi var i' molum, samviskan i
sárum. Aðgerðir þeirra eru
óskýranlegar á annan hátt. Síðan
þetta gerðist hefur yfirdreps-
skapurinn i öllu varnarskrafinu
komið svo berlega i ljós, einkum
með afstöðu Nato i landhelgis-
deilunni, að flestir skildu, sem
vildu skilja.
En i kjölfar hersetunnar hafa
siglt erlend auðfélög, sem eru nú
að læsa klóm sinum i nýfengnar
auðlindir okkar, orkuna. Stas-
sjónir hafa verið reistar eða eru
að risa og fá orku með kjörum,
sem aðeins gerast i nýlendum. Og
mitt i öllum þessum nýlendudómi
erum við að vakna upp við þann
vonda draum, að fjárhagur okkar
sem þjóðar er i þvilikum ólestri,
að um raunverulegt fjárhagslegt
sjálfstæði getur ekki veriö aö
ræða. Og enn lengra siður á við
er stefnt. Það koma fram menn
sem segja, að við eigum að fara
aö selja það sem eftir er af okkur
Guðsteinn Þengilsson
fyrir beinharöa peninga. t æöis-
gengnu kapphlaupi um leika og
brauð er okkur talið hollast að
gleyma þvi að viö séum fólk. Og
eins og til aö undirstrika þetta er
nú samið um nýjar framkvæmdir
á Miðnesheiðinni.
Það er ekki að ófyrirsynju, að
viðhöfum gengið þessa leið idag,
og þaðenn einu sinni. Við gerum
það til að sýna i verki hvilikan
voða við teljum bera að höndum :
Við viljum endurheimta full
yfirráð yfir hverjum einasta
fermetra landsokkar. Þess vegna
göngum við.
Við viljum ekki selja þennan
rétt okkar fyrir neinn pening.
Þess vegna göngum við.
Við viljum sporna viö þvi að
erlent fjármagn þenji sig út um
allar grundir og sölsi undir sig
auðlindir landsins. Þess vegna
göngum við.
Við viljum sjálfstæða pólitik og
umfram ailt ómengað land og
óflekkaða islenska menningu. Við
viljum tsland úr Nató og herinn
burt. Þess vegna höfum við geng-
ið alla þessa leið.
KeHavikurgangan á milli Vogarstapa og Kúagerðis.
Gangan á leið niður Miklubraut
A Lækjartorgi. tslenska fánann ber Þór Vigfússon. M.a. má greina á myndinni Jón Hnefil Aðalsteinsson
og Jón Hannesson, göngustjóra. Ljósm. Leifur.