Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. júnl 1978 Sverrir Hólmarsson skrifar um /eikhús AUSTURLANDSMÓT í sveitakeppm í brídge Um hvltasunnuna var haldiö á Egiisstööum Austurlandsmót i sveitakeppni I bridge. Keppt var um veglegan farandbikar sem Aðalsteinn Jónsson fram- kvæmdastjóri á Eskifirði gaf til keppninnar. Ellefu sveitir mættu til leiks og voru fyrst spilaðár2 umferöir meö hraðsveitarkeppnisformi en siðan spiluðu 4 efstu sveitir til úrslita. Þessar sveitir komust áfram i úrslit: 1. Sveit Kristjáns Kristjánssonar 1259 stig. 2. Sveit Aðalsteins Jónssonar 1181 stig. 3. Sveit Þórarins Hallgrimssonar 1153 stig. 4. Sveit Bergs Sigurbjörnssonar 1089 stig. I úrslitum sigraði siðan sveit Aöalsteins með 45 stig, sveit Kristjáns hlaut 38 stig og sveit Þórarins 37 stig. Spilararnir i sigursveitinni eru: Aðalsteinn Jónsson, Sölvi Sig- urðsson, Kristmann Jónsson, Bogi Nilsson og Kristinn Jónsson. Úr Hunangsilmi: Þórir Steingrimsson (Peter), Kristln A. ólafsdóttir (Jo) og Sigurveig Jónsdóttir (Helen). Helmsókn að norðan Eins og á siðustu listahá tið eru þeir norðanmenn komnir i heimsókn til að sýna okkúr afrakstur af starfi sinu I vetur. Heimsóknir sem þessar eru einkargagnlegar, bæði til þess að sýna Reykvikingum að þeir fyrir norðan geta gert alveg eins vel og þeir fyrir sunnan þegar sá gállinn er á þeim, og einnig er lærdóms- rikt fyrir leikarana aö norðan að leggja list sina undir dóm höfuð- borgarinnar. Um sýningu LA á Hunangsilmi hef ég þegar ritað hér I blaðið og læt mér því nægja að árétta að þettaer mjög vel unnin, lifandi og skemmtilega leikin sýning sem enginn leikhúsáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Galdraland hafði ég hins vegar ekki sé fyrr en nú á sunnudaginn, en það var frumsýnt I mars og hefur verið sýnt mörgum sinnum bæði á Akureyri og annars staðar norðanlands við góðar undirtekt- ir. Þetta verk er ekki leikrit I venjulegum skilningi heldur sam- an safn af göldrum, brellum, trúðleiksatriðum og uppákomum af þvi tagi sem sýnt er i sirkusum og fjölleikahúsum. Hér hefur Baldur Georgs gripið til langrar og viðtækrar reynslu sinnar af sliku skemmtiefni og sett saman syrpu sem er vel til þess fallin að skemmta bæði börnum og fullorðnum, þar sem flest atriðin einkennast af hugkvæmni og smekkvisi og litiö ber á þeirri aulafyndni og groddaskap sem oft vilja setja mark sitt á efni af þessu tagi. Það fer hreint ekki illa á þvi aö setja upp sýningu af þessu tagi. Sjónhverfingar og trúðleikur eiga sér forna hefð og tryggan sess i sögu leikhússins og i þessari sýn- ingu er vel haldið á framsetningu af hálfu leikaranna þriggja.Aöal- steins Bergdal, Gests E. Jónas- sonar og Asu Jóhannesdóttur. Úr Galdralandi: Trúðarnir. Þau leika hefðbundin skophlut- verk, Aðalsteinn er heimski og hressi trúðurinn, Asa er virti og dapri trúðurinn og Gestur er „alvarlegi” maðurinn. Þau fara öll vel með sinn hlut, en Aðalsteinn Bergdal ber þó af hvaö snertir tækni i hreyfingum og raddbeitingu, og hefur að visu úr mestu að spila. 1 heild er þessi sýning ágætis skemmtun sem óhætt er að mæla með fyrir alla fjölskylduna. Svérrir Hólmarsson. Stefna Fylkingarinnar Oplnn kosnlngafundur í Alþýðuhúskjallaranum í kvöld kl. 8.30 Umræðuefni: Sósialisminn og baráttumál dagsins. Stuttar framsögur: Jósef Kristjánsson Tómas Einarsson Frjálsar umræður Þetta er 4. umræðu- fundurinn á 4 vikum um stefnu Fylkingar- innar með tilliti til al- þingiskosninganna. Fundirnir hafa tekist vel, fundarsókn og um- ræða farið vaxandi. Við vonumst eftir frjóum og uppbyggilegum um- ræðum i kvöld. Komið stundvislega til fundar i kvöld, stuðningsmenn og gagnrýnendur. Öllum opið, orðið er iaust — Fylkingin Trésmiðafélag Reykjavíkur Mótmælum við kjörborðið A þirðjudaginn samþykkti félagsfundur I Trésmiðafélagi Reykjavikur ályktun þar sem verkafólk er hvatt til þess að veita ekki fulitrúum núverandi rikisstjórnar brautargengi i komandi alþingiskosningum. Til- lagan sem samþykkt var með öll- Enn ógna þurrkar Sahel-ríkjum Þrjú rikjanna i Sahel-beltinu i vestanverðri Afriku, Sjad, Mali og Niger, eru mjög illa stödd vegna mikilla þurrka, og mat- vælahjálp frá Vesturlöndum til rikja þessara er ófullnægjandi, að sögn Sir Dawda Jawara, forseta Gambiu. Segir Gambiuforseti að Sahel-löndin þurfi 700.000 smá- lestir af hjálparkorni á þessu ári. Auk nefndra þriggja rikja, þar sem ástandið er verst, teljast Grænhöfðaey jar, Senegal, Máritania, Efra-Volta og Gambia til Sahel-landa. um greiddum atkvæðum á fundmum er svohljóðandi: Félagsfundur i Trésmiðafélagi Reykjavikur, haldinn þriðjudag- inn 6. júni 1978, mótmælir harðlega bráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar, frá 24. mai s.l., þar sem endurtekin er laga- setning, sem riftir löglega gerð- um kjarasamningum verkalýðs- félaga og atvinnurekenda. Þessi siðari lagasmið rikisstjórnarinnar felur m.a. i sér, að álög vegna yfirvinnu eru verulega skert frá þvi sem samningar kveða á um og einn- ig er um að ræða skeröingu á orlofi og lifeyrisgreiðslum frá ákvæðum kjarasamninga. Þessum ákvæöum bráðabirgöa- laganna vill fúndurinn sérstak- lega mótmæla, auk hinnar al- mennu kjaraskerðingar, sem i lögunum felst, Þessari endur- teknu árás rfkisstjórnarinnar á samningsrétt verkalýðs- hreyfingarinnar og yfirlýst áframhaldandi kjaraskerðing, verði þessir ríkisstjórnarflokkar áfram viö völd, veröúr verkaíólk aömæta með þvi að veita fulltrú- um þessarar rikisstjórnar ekki brautargengi i komandi alþingis- kosningum.” Laugalækjarskóli í Reykjavik: 210 nemendur í framhaldsdeildum Laugalækjarskóla I Reykjavik var slitið 31. mai sl. Um 500 nem- endur stunduðu þar nám I vetur, þar af 210 I framhaldsdeildum. Nemendur framhaldsdeilda voru flestir á viðskiptakjörsviði og luku 55 þeirra almennu versl- unarprófi eftir tveggja ára nám að loknum grunnskóla. Hæsta einkunn á almennu verslunarprófi hlaut Róbert Har- aldsson, 8,57. Tuttugu og fjórir þeirra nem- enda, sem luku almennu versl- unarprófi siðastliðið vor, héldu áfram námi við skólann og luku nú sérhæföu verslunarprófi eftir þriggja ára nám, en þetta er i fyrsta sinn, sem nemendur út- skrifast með þessa menntun. Þessir nemendur geta svo bætt við sig eins árs námi til stúdents- prófs. Gert er þó ráð fyrir, aö i framtiöinni fari margir út á vinnumarkaðinn að loknu þessu þriggja ára námi, þar sem það á að veita nemendum góða sér- menntun á sviði verslunar- og skrifstofustarfa. t þessu sam- fellda námi er aðaláhersla lögö á bókfærslu og reikningshald, fyrirtækjafræði, hagfræði og sölufræði, vélritun og vélreikn- ing. Stórstúkuþingi nýlokið Stórstúkuþing var sett i Templarahöliinni I Reykjavfk sl. fimmtudag kl. 5. Samþykkt voru kjörbréf 53 fulltrúa. Umræöur voru miklar og ýmsar ályktanir gerðar. A laugardag fóru þingfulltrúar austur i Galtalæk, þar sem templarar eiga sumarheimili. A sunnudag var þingfundum haldið áfram, kl. 11 hlýddu þing- fulltrúar messu i Háteigskrikju, hjá sr. Karli Sigurbjörnssyni. A sunnudag fóru svo fram kosning- ar og þingslit. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.