Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. júnt 1978 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 7 r I staö þess að studla að haldgódri vitneskju um málnotkun núlifandi íslendinga hefur Halldór kosið ad berja höfðinu við steininn og býsnast yfir „málfari götunnar”, sem hann þekkir aðeins af afspurn að eigin sögn Gisli Pálsson Fávísir fordildarmenn 55 55 Drög að gagnrýni á málveirufræði Halldórs Halldórssonar prófessors „Samræming framburðar i verulegum mælimundi... stuðla að því að gefa félagslegum hlcypidómum byr undir báða vængi. Það gefur auga leiö, að litið yrði niður á þá, sem ekki notuðu samræmdan framburö. Þeir yrðu taldir tala óvandaö mál, oft e.t.v. að ástæðulausu. Islenskur bóndi, sem kynni is lensku margfalt betur en' skólagengin reykvisk búðar- loka, yrði af fávisum fordildar- mönnum talinn tala óvandað mál, af þvi að hann færi ekki eftir einhverjum fyrirskipunum um rikisframburð” (Halldór Halldórsson, tslensk málrækt, bls. 84). Hinn aldni prófesor, sem skráði framangreind orð árið 1955, var á margan hátt fram- sýnn. Ef marka má grein hans i Þjóðviljanum 25. mai s.l. (Islensk tunga er alltaf i hættu) virðist hann hafa séð fyrir örlög sin. f greinasafni Halldórs, islensk málrækt, sem geymir gamla og nýja þanka höfundar um málrækt, er að finna sæg af tilvitnunum sem renna stoðum undir þær hugmyndir sem ég setti fram i grein minni ,,Ó- göngur bókstafstrúarinnar” og Haildór sá ástæðu til að mót- mæla i áðurnefndri grein. Skyn- samleg málpólitik, byggð á fé - lagslegum sjónarmiðum, hefur hins vegar snúist uppi ar- istókratiskan yfirdrepsskap. Prófesorinn hefur m.ö.o. orðið fávisinni og fordildinni að bráð eftir þvi sem aldurinn hefur færst yfir hann eins og ég mun leiða rök að i þessu greinar- korni. Margir hafa fundið sig knúða til að andmæla greinum minum um málvöndunarskólann. Þó er varla hægt að segja að um al- varlega rökræðu hafi verið að ræða, ef undan eru skildar greinar Kristjáns Arnasonar og Halldórs Armanns Sigurðarson- ar. Hér er ekki unnt að svara allri þeirri gagnrýni sem grein- ar minar hafa sætt. Ég held hins vegar að gagnrýnið mat á hug- myndum Halldórs Halldórsson- ar leiði einkar vel i ijós pólitiskt inntak málvöndunarinnar. Flótti frá veruleikan- um Meginhugmynd min er sú að hugmyndafræði málspeking- anna, sem Halldór hefur átt drjúgan þátt i að móta, sé reist á úreltri sveitarrómantik, hug- myndum sem taka ekki miö af þjóðfélagsbreytingum siðustu áratuga. Jafnframt held ég þvi fram að vanda móðurmáls- kennaranna, sem Halldór Lax- ness, Halldór Armann Sigurðs- son og Kristján Arnason hafa lýst býsna skilmerkilega á sið- um Þjóðv. að undanförnu, megi að nokkru leyti rekja til hefðar- speki Halldðrs Halldórssonar. I greininni „Ógöngur bók- stafstrúarinnar” leiddi ég rök að þvi, m.a. með því að visa til breyttra samskiptahátta hér 1 þéttbýlinu, að nauðsyn bæri til aðendurskoða hefðbundna mál- pólitik íslendinga. Halldór gætir þess að sniðganga rökin i and- svari sinu og kanski er ekki við öðru að búast þar sem hann hef- ur unnið ötullega að þvi undan- farin ár að festa hina forneskju- legu málpólitik i sessi. Menn skyldu heldur ekki búast við þvi að „virtir” fræðimenn séu til- búnir að skoða viðfangsefni sin i nýju ljósi þegar réttmæti þeirra forsenda, sem fræði þeirra og frami byggist á, er dregið i efa. Gagngert endurmat á eigin starfi er vitanlega sársaukafullt og þvi er rétt að minna jafn- framt á það sem vel hefur farið þegar starf Halldórs er brotið til mergjar. Enginn efast um aö Halldór hefur verið hagur ný- yrðasmiður. Enginn efast held- ur um einlægan áhuga hans á is- lensku máli, þar sem fáir núlif- andi menn hafa ritað meira um tunguna en hann. Auk þess er mér ljóst, eins og ég gat um að framan, að i fyrri ritsmiöum Halldórs gætir viða félagslegra sjónarmiða, sem ég sakna i sið- ari greinum hans og skrifum margra yngri manna. Fræöi- mennskan hefur hins vegar orð- ið að láta I minni pokann smátt og smátt um leið og hleypidóm- ar Halldórs hafa fengiö aukið svigrúm. Halldór minnir t.a.m. á það í fyrri ritum sfnum að þaö mál sem þorri fólks talar hljóti aö teljast „rétt”, en á síðustu árum hefur Halldór gengið i hóp þeirra sem vilja hafa vit fyrir fjöldanum hvað sem það kostar, Ihóp „ábyrgra manna I málleg- um efnum” eða þeirra sem tald- ir eru hafa bestan málsmekk og mest skynbragð bera á mál” eins og hann kemst að orði I grein sem hann ritaði i Morgun- bl. 28.NÓV. 1971. Þar lagði Hall- dór einnig til að þátturinn „Daglegt mál” yröi lagður nið- ur þar sem þátturinn þjónaöi ekki lengur þvi hlutverki sem hann ætlaöi honum. Meginkenning Halldórs er sú að á Islandi sé „eitt málsam félag”. Orð hans sýna þó, án þess að um verði villst, að hann hefur komist að raun um hið gagnstæðaeinsogég vík að sið- ar. En i stað þess að leita að skynsamlegri málpólitik, sem taki mið af veruleikanum, legg- ur hann kapp á að fjarlægja um- merkin i þeirri von að einhvern tima muni hann geta sagt sagt sigri hrósandi: Sjá! Kenningin var rétt. Slik viðleitni er dæmd til að mistakast á sama hátt og „lækning”, sem aðeinsmiðar að þvi að fjarlægja sjúkdómsein- kenni, hróflar ekki við sjálfum sjúkdómnum.Hitterþó verstað i þessu tilviki hefur lyfið skað- legar aukaverkanir; það ýtir undir þá viðtæku kúgun sem al .þýöufólk sætir i stéttaþjóðfé - lagi. Likingar sem þessar eru alls ekki úti hött. Halldór og fylgis- menn málvöndunarskólans ræða nefnilega oft um málræna kvilla (sbr. orðið þágufalls- sýki). Helgi J. Halldórsson likir m.a.s. flámæli við „lús i höfði” i grein sinni „Málvöndun, bókstafstrú og þjóöfélag” (Þjóðv.19. maií.Þaðerþvi ekki úr vegi að nefna speki málvönd- unarmanna „málveirufræði” og er orðinu hér með komið á framfæri við Orðabókina. En Halldór á fleiri eftirlætisorð: Hann talar um „hljóð villu”, . „linjunenni”, „skril”, „málfar götunnar”, o.s.frv. Orð þessi eru hlaðin gildismati og hleypi- dómum og engan vegin samboð- in málfræðingiogþvi er ekki við þviaðbúastað niðurstöður hans séu hlutlægar og fræðilegar. (Með nákvæmlega sama rétti gæti ég haldið þvi fram að að- gerðir málspekinganna væru skrilslæti og óvitaháttur, að móðurmálsverndararnir væru linjulegir nesjamenn o.s.frv., en ekkert er mér fjærri). 1 formála að greinasafni Halldórs um málrækt segir Baldur Jónsson að Halldór hafi „fjallað um is- lenska málrækt á fræðilegri hátt en flestir aðrir.”.Ekki skal ég draga það i efa, en ætli fræði- mennskan sé þá ekki vandfund- in hjá hinum? Halldór kann aö segja sér til afsökunaraöeitt sé málvisi, þar sem menn verða að svara kröf- um fræðanna, og annað mál- vöndun, þar sem mönnum leyf- ist að hafa sina sérvisku. Þó skyldimaður ætla að hér ætú að vera um náinn skvldleika að ræða, aö skynsamleg málboð-- un ætti að vera reist á traustum fræðilegumrannsóknum. Þar sem „þekking manna á islensku nútimamáli er i molum”, eins og Kristján Arnason benti á á þessum vettvangi, ratar mál- vöndunin þvi skiljanlega i ó- göngur. En hvernig stendur á þvi að þekkingu okkar er ábóta vant i þessum efnum? Hefur Halldór beitt sér fyrir þvi að kannaðir yrðu eiginleikar „skrilmálsins”, sem hélt vöku fyrir honum fyrir u.þ.b. 15 ár um, höfundar þess og örlög þeirra? Ekki er mér kunnugtum það, en sjálfur lýsir hann þvi yfir i Þjóðv. að hann „þekki fáa sem tala þetta mál.” I stað þess að stuðla aö hald- góðri'vitneskju um málnotkun núlifandi tslendinga hefur hann kosiðað berja höfðinu við stein- inn og býsnast yfir „málfari götunnar”, sem hann þekkir aö- eins af afspurn aö eigin sögn. I greininni „Ógöngur bók- stafstrúarinnar” vitnaði ég til greinar Halldórs, þar sem hann sagði: „Ég geri mér ljóst, að hér f Reykjavik er i uppsiglingu skrflmál, en það nær til lægstu laga þjóðfélagsins i menningar- legum efnum. Mér þykir vafa- samt að þessu böli verði með öllu afstýrt. En hitt skiptir máli, að þeir, sem meira mega sin andlega, láti ekki óvitana móta málfar sitt.” Ég benti á aö þessi orð væru til marks um tak- markalausa fyrirlitningu á mál- fari alþýðufólks. „Túlkun” min ærði bersýnilega óstöðugan pró- fessorinn: „Ég held að (Gisli) skiljihvorki orðið skrillné óviti, en hvernig sú meinloka hefir komist inni hann að tengja þessi orð alþýðufóki, er mér hulin ráðgáta...Samkvæmt túlkun G.P. á ég, sem sé, að hafa sagt frammifyrir alþjóðárið 1963, að islenskalþýða væri menningar- laus skrill... Mér virðist einsætt, að G.P. verði að fara heim og læra betur sitt móðurmál.” Ég skil vel að gamla manninum sárni „túlkun” min og læt þvi hroka hans eins og vind um eyru þjóta. Ég hef hins vegar enga á stæðu tíl aö gera Halldóri upp skoðanir. I skrifum hans eru nægilegar sannanir fyrir þvi að „túlkun” min hafi verið rétt. (Þess skal getið að leturbreýt- ingar eru ætið greinarhöfund- ar). Halldór hefur að visu gætt þess vandlega — sennilega af ótta við gagnrýni — að nota illa skilgreind hugtök eins og „skrill”, „óvitar”, „lægstu lög samfélagsins i menningarleg- um efnum” o.s.frv. Rit hans eru þvi oft eins og jöfnur með mörg- um óþekktum stærðum. Enþeg- ar jöfnurnar eru bornar saman, ræðst merking óþekktu stærð- annaliðfyrir lið.l ljós kemur að fyrirlitning Halldórs á „skriln- um” og „málfari götunnar” er i rauninni fyrirlitning á alþýðu- fólki og málfari þess. I áðurnefndri Morgunblaðs- grein (28. nóv. 1971) amaðist Halldór yflr málpólitlk Jóhanns S. Hannessonar, en sá siðar- nefndi annaöist um nokkurt skeið þáttinn „Daglegt mál”. Einkum fann „sá ábyrgi” Jó- hanni það til foráttu að hann neitaði að flokka „þágufalls- sýki” og „hljóðvillu” sem „rangt” mál. I grein sinni segir Halldór m.a.: „Hlutverk mál- vöndunar er að lyfta þeim sem ekki hafa átt nógu góðan „pabba og mömmu” yfir mál- stig foreldranna... Tilgangurinn er, sem sé, að kenna þeim sem minna mega sin, málnotkun sem talin er standa á hærra stígi. Hér er i rauninni verið að draga úr stéttamun...” Halldór heldur þvi m.ö.o. fram að mál- notkun sé stéttbundin og tungu- tak alþýðufólks („þeirra sem minna mega sin” og ekki eru „nógu góöur pabbi og mamma”) sé frábrugðið mál- fari annarra stétta, og það sem meira er, að málnotkun alþýð- unnar sé á lægra stigi. Varla er hægt að skilja orö hans öðru visi, þar sem hann talar um að málvöndunin „dragi úr stétta- mun.” 1 sömu grein segir Hall- dóreinnig: „Égskilvelað sum- ir óttist að félagsleg aðstaða fólks kunni að mótast hér eins og viða um lönd af málfari þess. Hjá þessu verður að visu aldrei sneitt Þekking og vald á máh eru öllum nauðsynleg ef þeir vilja komast uppúr lægstu lög- um samfélagsins.” Fjórða des- ember 1976 ritar Halldór enn i Moggann um hugðarefni sitt og skýrist þar enn betur hvað hann ávið: „...Þá vaða enn uppi alis- lenskar málvillur, sem þarf að útrýma. Mér er að visu ljóst að götumál verður aldrei að fullu upprætt. En það þyrfti að tak- markast við þröngan hóp og skyni bornum mönnum innrætt, að þeir eiga að bera virðingu fyrir tungunni, enda sé það þeim sjálfum virðingarauki.” Af framansögðu er ljóst að „skrilmálið” og „götumálið” er i huga Halldórs málfar alþýðu- fólks. Jafnframterljóst að hann telur að börn alþýðufólks verði að tileinka sér framandlegt málfar til þess að koma sér á- fram og öðlast virðingu. Halldór hefur, sem sé, fært veigamikil rök gegn sinum eigin fullyrðing- um um að á Islandi sé „aðeins eitt málsamfélag” og „reglurn- ar um málvöndun (séu) að miklu leytí sóttar i alþýðumál- ið”(Þjóðv. 25.mai). Ef prófess orinn getur samræmt þessi sjónarmiö i huga sinum er eitt- hvað meira en litið bogið við hann. Illt er að standa i ritdeil- um við aðraen þó er hálfu verra að eiga i útistöðum við sjálfan sig. Skýringin á tviskinnungi próf- essorsins er að minu mati sú — og það er hartað þurfa að segja það um merkingarfræðing — að hann skilur ekki lengur orðið „alþýöa”; hann hefur ekki tekið eftir þvi' að merking þess hefur breyst eftir að bændasamfé - lagið leið undir lok. I bókinni ts- lensk málrækt segir hann (bls. 219): ,,... hér á landi hefur al- drei verið munur á alþýðumáli og rikismáli. Hér er það alþýðu- málið, einkum mál sveitafólks, sem er til fyrirmyndar.” Les- endum til fróðleiks skal enn vitnað I sömu bók (bls. 19): „Menning heimilanna er áreið- anlega i rénun hér á íslandi. Það litur að minnsta kosti þann- ig út, aö fólk þurfi meira að sækja sér ánægju út fyrir heim- ili sin, hafa ekki yndi af þvi að sitja heima og hafa um hönd þjóölegar bókmenntir, kveða rimur og lesa þjóðsögur eða fornsögur heima hjá sér.” Hall- dór Armann bendir réttilega á hvaö draumur sveitamannsins H.H. felur I sér er hann segir i greininni „Enn um tungu i tim- ans straumi” (Þjóðv. 17.mai): „Of stif fastheldni i gamlar máldyggðir leiðir til sundrung- ar málsamfélagsins i samræmi við stéttaskiptingu þess.” Ekki veröur hjá þvi komist aö álykta aösveitarómantik prófessorsins sé timaskekkja, þar eða skýrsl- ur Hagstofunnar bera meö sér aö sveitafólkið er nú i miklum minnihluta. Og þessu fær Hall- dór ekki breytt enda þótt hann sé vafalaust allur af vilja gerö- ur, nema honum takist aö smiða timavélina sem H.G.Wells lagði drög að á sinum tima. Skrillinn og götustrákarn- ir, sem Halldóri er tiðrætt um, eru nefnilega alþýða nútimans. Fordild prófessorsins stafar m.ö.o. af þvi að hann hefur ekki fylgst með þjóðfélagsbreyting- um siðustu áratuga. Málspeki og mannfyr- irlitning Það er einlæg ósk min að Halldór leggi til hliðar yfir- drepsskapinn, sem sett hefur svip sinn á skrif hans undanfar- in ár, og snúi sér að þvi aö kanna hleypidómalaust málfar verkalýðsins i landinu. Þótt benda megiá að ályktunarhæfni prófessorsins (eins og hún mældist i Þjóðv. um daginn) sé ekki uppá marga fiska, hef ég trú á þvi að hann yrði margs visari ef hann tileinkaði sér málfar „skrilsins” og héldi á vit „götunnar.” Ég er sannfærður • um að hann kæmist að raun um aö málfar alþýðunnar er jafn gott tjáningartæki og dauð- hreinsaöa islenskan sem mál veirufræöingarnir hafa lagt kapp á að innræta mönnum meö ærnu erfiði. Halldór lýkur grein sinni „Is- lensk tunga er alltaf i hættu” á hugleiðingum um hvað sé i- haldssöm málpólitik: „Arás á málrækt myndi leiða...betur i ljós þá ihalds- og afturhalds- stefnu sem (Gisli) boðar. (Hann) gætieinssagt islenskum bændum aö hætta að rækta tún sin og segja íslendingum að hætta að rækta mál sitt.” óliku er nú saman að jafna, eða eru tún félagsverur að mati Hall- dórs? Samt er likingin gagnleg. A sama hátt og málveirufræðin ýtir undir vanmáttarkennd al- þýðufólks hefur óhófleg notkun tilbúins áburðar i för meö sér uppskerubrest og eyðingu rækt- unarlands þegar til lengdar læt- ur. Meinloka Halldórs stafar einkum af þvi að hann gefur sér að menning „götuskrilsins” sé ómerkileg („á lægra stigi”) og málfar hans ófullkomið („á lægra stigi”) . Þvi er eðlilegt að málpólitik hans sé borgaraleg og ihaldssöm. Málveirufræðingarnir gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að maðurinn er gæddur frjórri sköpunargáfu. Krafa þeirra um að „ábyrgir” menn hafi vit fyrir fjöldanum ætti að þoka fyrir lýðræðislegri málpólitik. Sömu- leiðis mætti umhyggja þeirra fyrir tungunni („bæði sérhljóð- um og samhljóðum” einsog Helgi J.Halldórsson kemst að orði i grein sinni!) vikja fýrir niannúöaistefnu. Er það annars einber tílviljun að margnefnd „hætta” sem steðjar að tung- unni varö til um svipað leyti og tslensk fræði? Hitt er þó ljóst að ef „ábyrgir menn i mállegum efnum” hefðu verið viðstaddir þegar hinn frumstæði maður tók að hreyta út úr sér hljóðtáknum i árdaga hefði tegundin Homo sapiens —hinn viti borni maður— kafn- að i fæðingu. Reykjavik, á hátlðisdegi sjó- manna. Gisli Pálsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.