Þjóðviljinn - 23.06.1978, Page 1
UOÐVIUINN
Föstudagur 23. júni 1978 —43. árg. —130. tbl.
Sjá 13. síðu
Samstaðan
nú og í fyrra
Viðtal við Guðmund J.
Guðmundsson um ársafmæli
sólstöðusamninganna
GLÆSBLEGUR BARÁTTUFUNDUR
í LAUGARDALSHÖLLENNI í GÆR
G-listinn í Reykjavík efndi til baráttugleði í Laugardalshöll í gærkvöld
og var þar flutt vönduð dagskrá af fjölda listamanna, auk þess sem
efstu menn listans ávörpuðuðu samkomugesti sem fylltu sæti og
bekki upp í efstu sætaraðir stúkunnar.
Svavar Gestsson, efsti maður G-listans, í ræðu á baráttufundinum í gærkvöld
j Nú ræður starfið úrslitum
Félagar!
• í kosningunum 28. maí kom í Ijós að staða
| Alþýðubandalagsins er sterk um allt land,
ekki síst hér i höfuðstað landsins, Reykja-
| vík. Hér munu og ráðast úrslit alþingis-
J kosninganna. Sigur Alþýðubandalagsins
vannst vegna þess að það nýtur stuðnings
unga fólksins, það nýtur stuðnings verka-
lýðshreyf ingarinnar. Eina leiðintil þess að
fella ríkisstjórn íhaldsins er að launamenn
fylki sér um Alþýðubandalagið. Það þarf að
skapa á íslandi sterkt þjóðfélagsaf I sem
bæði faglega og pólitískt getur boðið fiokki
| auðstéttarinnar og bandamönnum hans
byrginn. Reynslan sýnir að Framsóknar-
I flokkur og Alþýðuf lokkur duga ekki
J • Styrkur flokks er mikill vegna þess að
þúsundir og aftur þúsundir liðsmanna eru
L......................
reiðubúnir til þess að leggja á sig þrotlaust
starf í þágu hugsjóna og sameiginlegs mál-
staðar. Á þessum liðsmönnum veltur allt.
Þegar þessum f undi lýkur, þá takið þið við.
• Nú þurfa liðsmennirnir að heyja barátt-
una. Þeir þurfa að ræða við fólk á vinnu-
stöðum, heimilum, við vini, skyldfólk og
kunningja, alla þá sem ætla má að hugsan-
lega veiti Alþýðubandalaginu stuðning. Það
ánægjulega við úrslit borgarstjórnarkosn-
inganna var það að hver og einn gat vegna
þess hve litlu munaði tekið sigurinn til sin
persónulega. Það eru ekki hinir svokölluðu
forystumenn sem halda ræður og skrifa
greinar sem valda straumhvörf unum. Það
er fólkið í heild og starf þess.
• Við skulum gera okkur Ijóst að nú eru
meiri möguleikar til þess en nokkru sinni
fyrr til að breyta þjóðíélaginu í grundvall-
aratriðum í þágu jafnréttis, lýðræðis og só-
sialisma. Við skulum muna að kosningaúr-
slit hér á landi hafa hjakkað næstum alveg í
sama farinu í 36 ár. En hlekkir vanans eru
að bresta. Og það er ekki víst að nokkurn
tíma á þessari öld gefist okkur annað eins
tækifæri til þess að koma málstað launa-
fólks áleiðis. Sá sem á eld í huga, heitt blóð í
æðum, þrótt, þrek og kjark i brjósti, hann
nýtir nú hverja stund til þess að stuðia að
þáttaskilum í sögu islenskra launamanna.
Við sjáum nef nilega hilla undir tímamót; ef
vel er unnið munu þessir sumardagar árs-
ins 1978 siegnir bliki i sögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar, sigurbiiki!
• Það eru þrír sólarhringar tii stefnu.
• Fram til starfa, fram til sigurs!
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
J