Þjóðviljinn - 23.06.1978, Síða 3
Föstudagur 23. júnl 1978 ‘ ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3
Bœjarstjórnarmeirihlutinn í Hafnarfirði:
Hafnar kjara-
leiðréttingu
Á bæjarstjórnarfundi i Hafnar-
firöi sl. þriöjudag lagöi meirihluti
Sjálfstæöisflokksins og Óháöra
fram málefnasamning þar sem
þess er hvergi getiö aö ganga eigi
til samninga viö verkafólk um
greiöslu óskertra vísitölubóta.
Ægir Sigurgeirsson, annar
bæjarfulltrúa Alþýöubandalags-
ins, lagði til að bæjarstjórn
Hafnarfjarðar virti gerða samn-
inga og gerði um það samkomu-
lag við starfsfólk bæjarins. Þetta
var fellt og fengust fulltrúar
meirihlutans ekki til aö taka af-
stöðu til málsins, en sögðu ein-
ungis að máliö þyrfti aö athuga
eftir kosningar. —ekh.
Nýr meiri hlutí
í Kópavogi
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn hefur aflaö sér tókst i
gær samkomulag i viðræöum
Alþýöubandalags, Alþýöuflokks
og Framsóknarflokks um
meirihlutamyndun f Kópavogi.
Bæjarstjórn Kópavogs kemur
saman til fundar i dag og mun þá
verða kynntur samstarfssamn-
ingur fyrrgreindra flokka. Jafn-
framt verður kosið í nefndir og
trúnaðarstöður. Ný stjórn mun
þvi leysa samstjórn Ihalds og
framsóknar af hólmi i Kópavogi
eftir átta ára hægri stjórn. Nýi
meirihlutinn hefur sjö af ellefu
bæjarfulltrúum.
JENS OTTO
KRAG
LÁT-
INN
Undir hans
leiðsögn gengu
Danir í EBE
Jens Otto Krag.
22/6 — Jens Otto Krag, fyrrum
forsætisráöherra Danmerkur og
leiötogi danskra sósíaldemókrata
lést snögglega i dag, og mun
banamein hans hafa vcriö hjarta-
bilun. Krag var 63 ára aöaldri.
Krag komst ungur til frama i
stjórnmálum, varð viðskipta-
málaráðherra aðeins 33 ára.
Hann var forsætisráðherra Dana
1962—68 og aftur 1971—72. Hann
beitti sér kappsamlega fyrir þvi
að Danmörk gengi i Efnahags-
bandalag Evrópu en sagði af sér
embætti daginn eftir að þvi hafði
fengist framgengt með þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Siðan hefur hann
litinn þátt tekið i stjórnmálum og
opinberum málum og lengst af
búið I kyrrþey úti á Jótlandi.
Krag viröist alltaf hafa litið á
sig sem sósialista. og eftir að hann
lét af forsætisráðherraembætti
sagði hann i blaðaviðtali, að það,
sem hann harmaði mest er hann
liti yfir liðna ævi, væri að sér
hefði ekki auðnast aö gera Dan-
mörk að sósialisku riki. Sem
stjórnmálamaður var hann talinn
kænn og yfirvegaöur, en ekki
þótti sópa að honum.
Inngangan i EBE olli heiftar-
legum deilum I Danmörku og
virðast þau átök nú færast mjög I
aukana. Krag hefur hlotiö bæði
frægð og óvild fyrir afskipti sin af
þeim málum. 1966 voru honum
veitt svokölluð Karlamagnúsar-
verðlaun fyrir framlag sitt til
„einingar Evrópu,” en fyrir
tveimur árum var nektarstytta af
honum sýnd á myndlistarsýningu
i Kaupmannahöfn ásamt textan-
um: „Maöurinn sem seldi okkur
EBE.”
Krag var tvikvæntur og enduðu
hjónaböndin bæði meö skilanði.
Hótað árásum á ferða-
menn á Kanaríeyjum
22/6 — Talsmaöur samtaka, sem
vilja Kanarieyjar sjálfstæöar og
eru þekktust undir skammstöfun-
inni MPAIAC, sagöi I dag aö liös-
menn samtakanna gætu nú gert
árásir hvar og hvenær sem þeir
vildu á eyjunum. Sagöi tals-
maöurinn aö auk stööva spænska
hersins á Kanarieyjum myndu
liösmenn hreyfingarinnar ráöast
aö spænskum stórfyrirtækjum
þar og túrismanum, sem er helsta
tekjulind eyjanna.
Talsmaðurinn sagðist ennfrem-
ur eiga von á þvi, að Einingar-
samtök Afriku (OAU) veittu
MPAIAC opinbera viðurkenningu
á leiðtogaráðstefnu sinni i
Kartúm, höfuðborg Súdans, i
næsta mánuði, Myndi það verða
samtökunum mjög til styrktar,
þannig að þau gætu senn „frels-
að” hluta af Kanarieyjum. Tals-
maöurinn kvaðst vona að
spænska stjórnin léti undan kröf-
um samtakanna um sjálfstjórn
eða sjálfstæði til handa
Kanarieyjum áður en til
blóðsúthellinga kæmi.
t góöviðrinu á Lækjartorgi i gær kL 18.15 meöan Geir Hallgrimsson hélt ræöu sina. Ljósm. Leifur.
20 þúsund Sjálístæöis-
menn á Lækjartorgi
Ert þú búinn að
tippa?
sagði Pétur Sigurðsson
1 góöa veðrinu i gær söfnuöust
Sjálfstæöismenn i Reykjavik á
Lækjartorg aö hlýöa á boðskap
Geirs Hallgrimssonar, annars
manns á D-listanum i höfuöborg-
inni.
Pétur Sigurðsson flutti einnig
ræðu á útifundinum og sagði m.a.
að úr þvi að Þjóðviljinn hefði sagt
að 7 þúsund manns hefðu verið á
fundi herstö'ðvaandstæðinga á
Lækjartorgi (það var raunar
Dagblaðið sem birti þá tölu,
Þjóðviljinn hafði engar talna-
gátur uppi — ath. Þjv.) þá væru
að minnsta kosti 20 þúsund manns
á kosningafundi Sjálfstæðis-
flokksins i aftansólinni. Umferð
um Lækjartorg truflaðist ekki af
völdum fundarins og allt fór vel
fram.
V
Myndin er tekin frá sjónar-
horni ljósmyndara Morgunblaðs-
ins á útifundum vinstri manna á
Lækjartorgi, ofan af svölum
Útvegsbankahússins.
—ekh.
Ert þú búinn að ,,tippa“ á þingmannafjölda flokkanna
í kosningagetraun okkar?
Hún getur fært þeim sem ,,tippa“ réttast góðan vinning
-okkur gerir hún kleift að hjálpa öðrum.
Getraunamiða færðu í bönkunum, flestum apótekum,
kvöldsölum, og verzlunarmiðstöðvum.
Auk þess hjá Rauða krossinum.
Verið með
+ RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR