Þjóðviljinn - 23.06.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júnl 1978 phyris snyrtivörurnar verða , sifellt vinsælli. phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða phyris fyrir viðkvæma 1 húð phyris fyrir allar húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Kosninganóttin veröur ennþá meira spenn- andi ef hand- bókin er viö KOSNINGA- HANDBÓK FJÖLVÍSS ÓMISSANDI Á KOSNINGA- NÓTTINA! • Allar upplýsingar um úrslit undanfarinna alþingiskosninga — og siðustu sveitar- stjórnakosninga. • Verðlaunagetraun þar sem lesendur fá að spreyta sig á heildaratkvæðatölum og þingmannafjölda flokkanna. • Fæst i flestum bókaverslunum, söluturn- um og á mörgum kosningaskrifstofum flokkanna. Einnig á afgreiðslu Fjölviss, Siðumúla 6, Reykjavik. Leitin að veðurbaujunni Herinn gefst upp Þessa veðurbauju hefur setuliðið á tslandi ekki getað miðað út með allri sinni tækni þrátt fyrir mikla fyrirhöfn I vetur. Stendur þó trjóna hennar töiuvert upp úr sjó. Hvernig skyidi setuliðinu ganga að miða út sovéska kafbáta sem aldrei reka trjónuna úr kafi? Um nokkurra ára skeið hefur verið haldið uppi samvinnu milli veðurþjónustunnar norsku og Veðurstofu tslands um veður- athuganir á norð-vestur Atlants- hafi, eins og viðar á Norður Atlantshafi. Einn liður f þessari samvinnu er að Norðmenn lána Veðurstofu tslands mjög full- komna og dýra veðurathugunar- bauju sem sendir frá sér upplýs- ingará 3ja tima fresti allan sólar- hringinn. Svona baujur gefa upplýsingar um loftþrýsting, vind, lofthita og sjávarhita. t lok nóvembermánaöar s.l. var ein sllk bauja sett út mjög djúpt suð-vestur af Reykjanesi. Svo illa vildi til að skömmu siöar slitnaði hún upp og tók að reka. Veður- stofa tslands fékk þá tæki lánuö frá Noregi til að reyna að miða baujuna út, en að sögn Hlyns Sigtryggssonar veöurstofustjðra mun baujan hafa veriö komin of langt í burt til að unnt reyndist að miða hana út. Baujuna mun hafa rekiö fyrst noröur á hafið milli tslands og Grænlands, en þá tekið aöra stefnu ogrekiö aftur i suður með austurströnd Grænlands og mun nú vera komin djúpt suður af Hvarfi. Fljótlega eftir að veður- fræðingar Veðurstofunnar uppgötvuðu að ekki var allt með felldu I sambandi við baujuna, þá reyndu þeir ekki aðeins sjáifir að miða tækið út með hinum norska útbúnaði, eins og fyrr getur heldur var leitaö til danskra veðurfræðinga á Grænlandi. Þeirra tilraunir til að finna baujuna reyndust árangurslausar. Veðurstofan haföi þó fleiri járn I eldinum, þvl þess var farið á leit við Banda- rlkjaher á Keflavlkurflugvelli að hann notaði sina tækni til aö miða tækið út. Útkoman úr þeim miöunartilraunum var ekki árangursrik. Amerikanarnir úrskuröuðu staðsetninguna allt frá miðjum Grænlandsjökli til Vestmannaeyja. Miöanirnar voru ekki nákvæmari en það. Þjóöviljinn spuröi Flosa Hrafn Sigurbjörnsson veöurfræðing hvernig stæði á þessu, að herinn hefði ekki getaö miðað baujuna út. Hann kvaöstekki vilja fullyrða neitt um hversu fullkominn tækjaútbúnað herinn heföi; tók það jafnframt fram að það væri erfitt aö miða út svona baujur, þar sem þær gæfu merki I mjög stuttan tima I einu á 3ja tima fresti. Það væru þvl ýmsir tækni- legir örðugleikar sem hömluðu þvi að slik miöun gæti verið árangursrik. Núna allra slðustu dagana eru rannsóknarskip, bæði kanadisk og bandarfsk, að svipast um eftir bau junni góöu, svo og Grænlands- för. Veðurfræðingar Veðurstof- unnar gera sér þvi góöar vonir um að hún finnist nú. Ekki refsi- miðar á alla Verkamaður viö Reykjavikur- höfn hafði samband við blaðið i fyrradag og hélt þvi fram aö lög- reglan mismunaði fólki. Hann benti á að i fyrrdag þegar skipað var upp úr einni „ánni” hafi lögreglan komið og sett refsi- miða á bila sem stóðu við hús á Grandagarði. Þó hefðu ekki verið sett refsimerki á „forstjórabil- ana”. Þeir þekkja sina, sagöi verkamaðurinn. Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum það, en birtum þessa mynd sem tekin var samkvæmt þessari ábendingu. Nýtt verð á hráefni til mjölvinnslu Yfirnefnd Verölagsráðs sjávar- útvegsins ákvað á fundi 19. júni s.l. eftirfarandi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. júni til 30. september 1978: a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöövum til fiskimjöls- verksmiöja: Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagð- ur, hvertkg.............kr. 7.60 Karfabein og heill karfi, hvertkg.............kr. 11.00 Steinbitsbein og heill steinbítur, hvertkg.............kr. 4.95 Fiskslóg.hvertkg ... kr. 3.45 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, sem ekki er sérstak- legaverðlagöur, hvertkg.............kr. 6.90 Karfi.hvertkg.......kr. 10.00 Steinbltur, hvert kg... kr. 4.50 Veröiö er miðaö við, að seljendur skili framangreindu hráefni I verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið aöskildum. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. Þá ákvað yfirnefndin eftirfarandi lágmarksverð á lifur frá 1. júní til 30. september 1978: Lifur (bræðsluhæf, seld frá veiöiskipi til lifrarbræðslu): 1. Lifur, sem landaö er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornafjarðar, hvertkg.............kr. 45.00 2. Lifur, sem landað er á öörum höfnum, hvertkg.............kr. 35.00 Lifrarverðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda, en fulltrúar kaupenda greiddu ekki atkvæöi. lyfimefndinniáttu sæti/ ölafur Davlðsson, sem var oddamaður nefndarinnar Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar ólafsson af hálfu kaupenda og Eyjólfur Martinssonoglngólfur Ingólfsson af hálfu seljenda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.