Þjóðviljinn - 23.06.1978, Qupperneq 11
Föstudaguv 23. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Gestkvæmt í Fjalakettinum
Nýkjörinni borgarstjörn var i
fyrradag boðiö til slðdegis-
drykkju I Fjalaköttinn við Aðal-
stræti. Var borgarfulltrúunum
sýnt þetta mikla hús, sem árum
saman hefur verið i megnustu
niðurniðslu sökum skorts á við-
haldi.
Kom fram hjá gestgjöfum, sem
eru eigendur hússins og fleiri
húsa i Grjótaþorpi að i meira en
40 ár hefur staðið til að húsið yrði
rifið, ýmist sökum nýs eða
breytts skipulags. t eina tið stóð
t.d. til að breikka Aðalstrætið, en
þá var Morgunblaðshöllin reist og
var þá horfið frá þvi ráði. Þá
bjuggust menn við að öll húsa-
lengjan við Aðalstræti yrði rifin
og ný hús i hallarstilnum reist i
staðinn, en ekkert hefur orðið af
þvi. Sökum vafa um hvaö gera
mætti á lóðinni öll þessi ár hefur
engu verið kostað til viðhalds
hússins, og er ljóst að ekki má
lengur við svo búið standa, ef
Reykvikingar vilja á annað borð
halda i þessa merku byggingu,
þarsem t.d. fyrsta bióið i Reykja-
vik var rekið.
1 gær lét Þorkell Valdimarsson
þau orð falla við borgarfulltrúa
að hann hefði hug á að gefa borg-
inni húsið, en þó með þeim skil-
málum að það yrði flutt af lóðinni
fyrir áramót.
Þeim borgarfulltrúum sem
Þjóðviljinn náði tali af i gær bar
saman um að nauðsynlegt væri að
taka framtið Fjalakattarins fyrir
hið fyrsta og reyndar framtið
Grjótaþorpsins i heild.
—AI
Fjalakötturinn, — húsið sem hefur verið dauðadæmt áratugum saman vegna sifelldra breytinga á
skipulagi Reykjavikur. Tekst að bjarga þvi? Ljósm. Leifur
Séð niður i portið með glerþakinu,
en það er i miðju hússins. Ljósm.
Leifur
Sjúkra-
liðar hjá
ríkinu
óánægð
ir með
kjör sín
Sjúkraliðar á rikisstofnunum
héldu fund i fyrrakvöld, þar sem
fjallað var um kjaramál. Kom
fram mikil óánægja með það
hversu mjög sjúkraliðar hafa
dregist afturúr öðrum hliðstæð-
um stéttum i launum. Var sam-
þykkt að krefjast þess að kjara-
nefnd féllist á að sjúkraliðar á
sérdeildum væru i hærra launa-
flokki en aðrir sjúkraliðar, en nú-
verandi skilgreining kjaranefnd-
ar er mjög loðin. Fer þetta mál
væntanlega fyrir kjaranefnd nú
þegar.
Banka-
blað
Ot er komið Bankablaðiö, 1.
tbi., 1978. Af efni þess skal nefnt:
Visitöluskerðingin og vinnu-
friðurinn, eftir Solon R. Sigurðs-
son, Bjarni G. Magnússon skrifar
um 50 ára afmæli Félags starfs-
manna Landsbankans og
minningargrein um Orn Arnljóts-
son, bankaútibússtjóra. Grein er
um ráðstefnu NBU I Bergen. Sagt
er frá ráðstefnu SIB um vinnu-
staðinn, birt erindi, sem þar voru
flutt og niðurstöður starfshópa
ráðstefnunnar. Guðjón Reynisson
ritar um námskeið norska banka-
mannasambandsins. Auk þessa
eru i ritinu fréttir o.fl.
Abyrgðarmaður blaðsins er
Sólon R. Sigurðsson, en það er
unnið af Gunnari Eydal og Björgu
Arnadóttur.
—mhg.
Þingholtsstrœti 27:
Lyftu húsinu af grunni og
fluttu það yfir götuna
Litið er eftir annaö en grindin, en húsið verður gert upp i sinni upprunalegu mynd að utapverður.
Nýi grunnurinn er fremst til vinstri á myndinni. Ljósm. Leifur.
Það er þó liklega ofmælt að
kalla þetta „hús”, þvi litið er eftir
af þvi annað en grindin eftir brun-
ann i hitteðfyrra. Eigandi hússins
Björn Traustason fékk leyfi til að
byggja á ný á þessari lóð, með þvi
skilyrði að húsið yrði ekki rifið
heldur flutt yfir á lóð borgarinnar
hinum megin götunnar.
Nanna Hermannsson borgar-
minjavörður kannaði húsið á ár-
inu 1975, þegar fjallað var um
byggingaleyfi og taldi hún i
skýrslu sinni til umhverfismála-
ráðs aö húsið hefði mikið varð-
veislugildi, bæði eitt sér og sem
hluti af litt. spilltri götumynd
Þingholtsstrætis.
Það var fyrsta tilhöggna timb-
urhúsið sem flutt var til Reykja-
vikur frá Noregi árið 1897 og gerði
það Jón Jensson háyfirdómari,
sem bjó i húsinu árum saman.
Siðan keypti það Davíð Scheving
læknir við Farsóttarhúsið sem er
næsta hús númer 25 við Þing-
holtsstræti.
Húsið mun verða gert upp i
sinni upprunalegu mynd að utan,
en engin ákvæði um verndun inn-
volsins voru I skilmálum bygg-
ingaleyfisins.
—AI.
S.l. mánudagskvöld var húsið grunni sinum yfir á nýjan grunn
við Þingholtsstræti 27 flutt af hinum megin götunnar.
og kran-
Fjögur bönd I stoðir, sem reknar voru þvert i gegnum húsið,
inn lyftir húsinu léttilega. Ljósm. Leifur.
Veiðitil-
raunir á
kol-
munna
í sumar
A s.l. tveimur árum hefur sjáv-
arútvegsráðuneytið beitt sér
fyrir tilraunaveiðum á kol-
munna, bæði fyrir Austurlandi
og Dohrnbanka, en til þessara
tilraunaveiða leigði ráðuneytiö
b/v Runólf SH og Guömund
Jónsson Gk.
Nú hefur sjávarútvegsráöu-
neytið ákveðið að gerðar verði i
sumar eftirfarandi tilraunir til
veiða á kolmunna.
1. Um næstu helgi munu hefj-
ast tilraunir til kolmunnaveiðar
með tveggja báta vörpu. Hefur
ráðuneytið fengið tvo 300 lesta
báta til þessarra tilrauna. Til
þess að þessar tilraunir megi
takast sem .best, hafa skipin
verið búin ýmsum tækjum svo
sem höfuölinumæli og sérstakri
vindu fyrir flotvörpu. Ennfrem-
ur hefur ráðuneytið fengið frá
Danmörku skipstjóra, sem van-
ur er veiðum með tveggja báta
vörpu og veröur hann skipstjór-
um bátanna til aðstoðar. Til-
raunir þessar eiga að fara fram
á Dohrnbanka i 2 vikur, en fáist
ekki reynsla á þetta veiðarfæri
þar, munu skipin reyna það fyr-
ir Austurlandi.
2. I byrjun júli mun rann-
sóknaskipið Baldur halda til
kolmunnaveiða með flotvörpu
fyrir Austurlandi, en á þessum
tima var mjög góð veiði s.l. tvö
ár á kolmunna fyrir Austur-
landi.
Mun Magni Kristjánsson, sem
er skipstjóri á m/b Berki NK 122
stjórna þessum veiðitilraunum.
Til flutnings á afla hefur ráðu-
neytið tekið á leigu tvo báta,
sem hvor um sig ber u.þ.b. 500
lestir af kolmunna. Eiga þessir
bátar að dæla afla úr poka r/s
Baldurs og flytja aflann siðan til
hafnar. Eru slikar veiðar stund-
aðar með góðum árangri t.d. i
Norðursjó og viðar.
Er það von ráðuneytisins að
þessar tilraunir verði til þess að
sanna að hægt sé fyrir fiskiskip
almennt að stunda þessar veið-
ar.