Þjóðviljinn - 23.06.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júní 1978 Rætt við frambjóðendur Alþýðubandalagsins: Þjóðviljinn reyndi i gær að ná sam- bandi við efstu menn á framboðslistum Alþýðubandalagsins i kjördæmum úti á landi. Það var hins vegar ekki auð- hlaupaverk að ná sambandi við þá, þvi þeir voru á miklum þeytingi um kjör- dæmin þessa siðustu daga. Framboðsfundir voru alls staðar af- staðnir, en viða voru Alþýðubandalags- menn með kosningahátiðir siðustu kvöldin fyrir kjördag. Það var einkenn- andi að m'ikill sóknarhugur var i fram- bjóðendum Alþýðubandalagsins. Sóknarhugur um allt land NORÐURLAND VESTRA Ragnar Amalds: Kratinn vill forðast átök Þaö er ákaflega áber- andi að talsmenn stjórn- arflokkanna hafa haldið uppi litlum vörnum fyrir hennar verk, sagði Ragn- ar Arnalds f Norðurlandi vestra. Sumir frambjóð- endur Framsóknar hafa jafnvel sagt það upphátt að þessi stjórn verði ekki við völd eftir kosningar. Við höfum bent á það að kjós- endur hafa enga tryggingu fyrir þvi að svo verði ekki, —nema að stjórnarflokkarnir tapi veru- legu fylgi. Það er auðvitað helst Ólafur Jóhannesson sem reynir að verja stjórnina, en hann talar ekki siður hlýlega um verk vinstri stjórnarinnar og það er enginn vafi á þvi að meirihluti kjósenda hans vill fá slika stjórn aftur. Alþýðuflokksmenn hafa ákaf- lega litið rætt um málefna- grundvöll stefnu sinnar. Þeir hlaupa i kringum helstu og við- kvæmustu mál þessara kosn- inga eins og kettir i kring- um heitan graut. Frambjóðandi þeirra hér hefur forðast að lenda i átökum við frambjóð- endur annarra flokka, og lætur sér nægja að visa til þess að búið sé að yngja flokkinn upp, og ræðir svo um rósina og hnefann og annað af þvi tagi. >að fer hins vegar ekkert n/illi mála að þeir stefna að þvi að ná fylgi frá Sjálfstæðis- flokknum og þeir hafa áreiðan- lega möguleika á þvi. Ég er sannfærður um það að ef Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur fá eftir þessar kosningar starfs- hæfan meirihluta þingmanna, þá mynda þeir viðreisnarstjórn. Hitt er annað mál að fram- bjóðanda þeirra hér dytti ekki i hug að vekja athygli á slikum möguleika, þvi á timum við- reisnar var hér hið mesta at- vinnuleysis- og eymdartimabil sem yfir þetta kjördæmi hefur gengið. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar reyndu i byrjun að belgja sig út yfir sigr- inum i landhelgismálinu, en beir eru eiginlega alveg hættir þvi. Þeir finna, að þeim trúir Ragnar Arnalds ekki nokkur maður. Menn eru ekki búnir að gleyma tilboöi Geirs Hallgrimssonar til Breta árið 1975 um 2ja ára samning og 120.000 tonna veiðiheimild. Ef Bretar hefðu ekki verið svo vit- lausir að hafna þessu og halda að þeir myndu vinna okkur með atfylgi NATO-flotans, hefðum við fyrst losnað við þessa samn- inga siðast liðinn vetur. Annars er afar gott hljóð i mönnum hér. Við verðum alls staðar varir við aukinn stuðn- ing, en samt er erfitt að átta sig á þvi hvaða hreyfingar verða hér I kjördæminu. Það hefur verið æði kuldalegt um að litast i islenskum stjórn- málum og efnahagsmálum að undanförnu og hér i Skagafirð- inum hefur verið slydda og snjó- koma undanfarna daga. Við vonum og trúum reyndar ekki öðru en að nú fari loksins að vora. —AI. NORÐURLANDEYSTRA Stefán Jónsson „Bústu við hinu góða 55 Þetta er greinilega létt- ara fyrir okkur heldur en áður, sagði Stefán Jóns- son. Það er geysileg óánægja út í stjórnar- flokkana, en hvert sú hreyfing leiðist er ómögulegt að segja til um. Ég held að bæði Framsókn og ihald séu hrædd og búist við hinu versta, kannski vegna þess að þeim finnst þeir eiga það skilið. Þó verja þeir rikisstjórnina og fara fram á aö fá umboð kjós- enda til að halda áfram að berj- ast gegn verðbólgunni eins og þeir hafi gert s.l. fjögur ár. Nú heita kaupránslögin tekjujöfn- unarlög, og launajöfnunar- stefna, og á fundum hér lugu Framsóknarmenn þar til hann fór að snjóa. 1 fyrsta skipti i 19 ár voru nú haldnir sameiginlegir fram- boðsfundir flokkanna i þessu kjördæmi. Aðsókn á þá flesta var sæmileg, en mikil óánægja rikti meö fundarformið, sem ekki gaf kjósendum kost á að koma með fyrirspurnir eða taka til máls. Ég sé ekki annað en nauðsynlegt sé að gerbreyta Stefán Jónsson fundarforminu t.d. á þá lund að frambjóðendur sitji fyrir svör- um, eftir að hafa haldið stutta framsögu, þannig að kjósendur komist að þeim á einhvern hátt. Mér hefur þótt kratarnir tala nokkuð málefnalega á þessum fundum. Arni Gunnarsson hefur að visu svifiö á fannhvitum vængjum nýheiðarleikans, og deiltá flokkana sem slika, alveg eins og hann væri alls ekki i neinum flokki og hefði aldrei verið i framboði fyrir Alþýðu- flokkinn i borgarstjórn i Reykjavik. Það var auðvitað ekkert rætt um peysufatasjóð- inn i Gaggó-Aust, eða þegar Friðrik Jörgensen var geröur ut til fjárafla, og enn siður minnst á þaö aö alþingi neyddist til að setja lög til að banna krötum að þiggja mútur erlendis frá. Þeir höfða aðallega til óánægðra Sjálfstæðisflokks- Framhald á 18. siöu SUÐURLAND Garðar Sigurðsson: Viðreisnar- tónn í krötum Kosningabaráttan hef- ur gengið nokkuð vel, að mati okkar Alþýðubanda- lagsmanna, sagði Garðar Sigurðsson þegar Þjóð- viljinn náði tali af honum í Vestmannaeyjum i gær. Þetta er nú nokkuð ihaldsamt kjördæmi og oft hafa Sjálf- stæðisflokks- og Framsóknar- menn haft 5 af 6 þingmönnum, og stundum alla, en nú finnur maður að unga fólkið sérstak- lega bæði i sveitum og þorpum kemur iauknum mæli til liðs við Alþýðubandalagið. Við erum þvi hóflega bjartsýnir á úrslitin hér, sagði Garðar. Hörðustu talsmenn rikis- stjórnarinnar hafa verið þessir tveir Framsóknarmenn og hafa þeir jafnvel varið kaupránið meö þvi að það hafi verið vörn gegn verðbólgunni! Sjálfstæðís- flokksmenn eru ekki fyrirferðar AUSTURLAND Helgi Seljan: Þurfum að herða róðurinn Hér hafa veriö haldnir 14 sameiginlegir fram- boösfundir um allt kjör- dæmi og nú erum við með 7 kosningafundi G-listans í fullum gangi, sagöi Helgi Seljan á Djúpavogi í gær. Staðan er ákaflega óljós. Framsókn hefur hér ákaflega fast fylgi og heldur þvi ákaflega vel. Þeir hafa i sinum áróðri lagt áherslu á að ef Halldór verði felldur væri Austfirðingar að missa 1 af 6 mönnum kjör- dæmisins af þingi. Hins vegar hefur nokkuð skort á að menn geri sér grein fyrir þvi að upp- bótarsætið mitt geti flogið, sér- staklega með breyttu fylgi flokksins um allt land. Annars er þetta að breytast töluvert núna siðustu dagana, og um úrslit vil ég helst engú spá. Viö höfum talið að Alþýðu- flokkurinn ætti hér um 400 at- kvæði, og e.t.v. nær hann 500 með óánægjuatkvæðum frá Sjálfstæðisflokknum og' Fram- sókn. Bjarni Guðna talar ein- göngu eins og hann vildi vinstri stjórn, en það hefur vakið at- hygli að hann hefur hvorki blak- að hendi gegn erlendum her né erlendri stóriðju. Hann leggur helst áherslu á Helgi Seljan sóðaskap og spillingu I þjóðfé - laginu, vitnar til nýs og endur- nýjaðs flokks sem sé i sókn, og þvi hljóti hann að bæta töluvert viö sig. Um Samtökin vitum við ekki neitt, en Sjálfstæðisflokksmenn eru greiniiega hræddir við að þeirra atkvæði fari yfir til Hall- dórs og leiðari Morgunblaðsins i morgun er i þeim dúr. Ég hef þá trú miðað við undir- tektir að við höldum fyllilega okkar prósentu hér og vel það. Baráttan hér stendur milli okk- ar og Framsóknarmanna, og þar er mikil sóknarhugur i mönnum. Ég er jafnvel hræddur um að menn séu of bjartsýnir, og tel að nú þurfi aö herða róð- urinn slðustu dagana fyrir kosn- ingarnar. —AI. Garðar Sigurösson miklir, enda er mikil óánægja meðalþeirra vegna listans, sem boðinn er fram. Alþýðuflokks- menn ræða mest um kjarasátt- málann sinn, sem flestir vita nú Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.