Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 14
1:4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júní 1978 ,,Ekki er laust við að nýju andlit Alþýðu- flokksins minni mig á ævintýri H. C. Andersens Nýju fötin keisarans” ,,Það verður ekki kosið um andlit á sunnudaginn kemur. Það verður kosið um málefni” ,,Það er staðreynd að vaxtabyrði margra fyrirtækja nemur hærri fjárhæðum en öll laun sem viðkomandi greiða” „Gamli Alþýðuflokkurinn var 1 samstjórn með Sjálfstæðisflokknum um 11 ára skeið, svo náin var samvinnan að með fullum rétti var hægt að tala um pólitíska Síamstvíbura” Utlánsvextimir, unga fólkið og nýju andlit Alþýðuflokksins HAUKUR HELGASON, hagfræðingur Eg lét nýlega þau orö falla i Þjóöviljagrein, aö vaxtahækkanir rikisstjórnarinnar og stjórnar Seölabankans heföu veriö hiö mesta glapræöi. Skulu nú færö fram rök fyrir þessari skoöun. Athugum fyrst hverjar breyt- ingar hafa orðiö á útlánsvöxtum f tiö núverandi rikisstjórnar. Þegar hún tók viö völdum fyrir fjórum árum voru forvextir af al- mennum vixlum 11 til 11.75% á ári. Nú eru þessir vextir 23.5%. Þeir hafa meö öörum oröum veriö tvöfaldaöir. Fyrir fjórum árum voru vextir af fasteigna- og handveösiánum 13% en eru nú 26%. Þeir hafa llka veriö tvöfaldaöir. Fyrir fjórum árum voru for- vextir af lánum vegna útflutnings afuröa 9% en í dag eru þeir 18%, hafa einnig tvöfaldast. Dráttarvextir voru fyrir fjórum árum 1.5% en eru nú 3%. Einnig þeir hafa veriö tvöfaldaöir. Vaxtaaukalán komu til sögunn- ar I tið núverandi rikisstjórnar og eru þau lán nú oröin mjög stór þáttur i heildarskuldum alls almennings. Vextir af þessum lánum voru i upphafi 22.5% en hafa veriö hækkaöir upp i 33%. Viö þessa vexti má svo bæta um þaö bil 1 prósenti eöa vel þaö til greiöslu á þjónustu, lántökugjaldi o.fl. Eftirfarandi tafla sýnir saman- burð á forvöxtum af almennum vixlum hér á Islandi og nokkrum af helstu viðskiptalöndum okkar: tsland ................. 23.5% Danmörk .................. 9.0% Noregur .................. 7.0% Sviþjóö .................. 7.0% Bretland ................. 7.5% Vestur-Þýskaland ......... 3.0% Bandarikin ............... 6.5% (Heimild: Ekonomisk revy, mai 1978. Útg. Svenska Bankförening- en). Rök rikisstjórnarinnar og sérfræöinga hennar fyrir þessum gifurlegu vöxtum hafa veriö þessi: t fyrsta lagi að sparif jármynd- un landsmanna heföi fariö minnkandi. Þessvegna þyrfti aö hækka innlánsvextina en af þvi leiddi aftur aö hækka þyrfti út- lánsvextina i ööru lagiaö hærri útlánsvextir mynau draga úr veröbólgunni, vextir væru mjög þýöingarmikiö hagstjórnartæki og þeim mun hærri sem þeir væru þeim mun betur myndi takast að vinna bug á verðbólgunni. Við þessar rökfærslur vil ég gera þessar athugasemdir: Þaö er alveg rétt að sparifjár- myndun landsmanna hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Haukur Helgason En ástæöan er ekki sú, að innláns vextir hafi verið lágir. Það er sjaldnast nokkurt samband á milli vaxtarfótar og innláns- aukningar, eins og Magni Guðmundsson, hagfræöingur, hefur margoft bent á og sannaö. Hinn almenni sparifjáreigandi er i lang-flestum tilfellum jafn- framt maður sem vinnur á vinnu- markaöinum. Þannig eru innlánsvextir yfirleitt litill hluti af heildartekjum hans. Auövitaö eru til undantekningar frá þessari reglu, þaö eru til manneskjur sem sakir aldurs eða örorku eru ekki þátttakendur á vinnumarkaöin- um, en þeirra hlut veröur aö bæta á annan hátt en aö hækka hina venjulegu vexti. Astæðurnar fyrir minnkandi sparnaöi eru fyrst og fremst þær, að vegna sivaxandi dýrtiöar þarf fólk aö verja meir og meir af tekj- um sinum sér og sinum til fram- færslu og i annan staö hefur rikisstjórnin og þá undir forystu fjármálaráöherrans gerst skæður keppinautur innlánsstofnana um sparnað landsmanna. Allskonar skuldabréf rikisins hafa veriö gefin út fyrir tugi miljaröa króna, þessi bréf hafa veriö keypt af al- menningi fyrir fé sem ella hefði aö verulegu leyti veriö sett inn i banka eöa sparisjóöi. Dýrtiöin — hækkun verölags, sem mælist i framfærsluvisitölu úr 297 stigum I 1044 stig — er framar öllu sök rikisstjórnar- inn/ir. Hinir átta ráöherrar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hafa alla tiö haft rangar hugmyndir um eöli og orsakir veröbólgunnar. Rikis- stjórnin og sérfræöingar hennar hafa taliö aö frumorsök veröbólg- unnar hafi veriö of mikill kaup- máttur. Þessvegna hefur mark- miðiö alltaf veriö aö rýra þennan kaupmátt og öllum hugsanlegum hagstjórnartækjum hefur veriö beitt til aö ná þessu marki. Rikisstjórnin hefur gripiö til gengissigs, til gengislækkana, til hækkunar á söluskatti, sett á sjúkratryggingargjald, hirt i rikissjóð viölagasjóðsgjaldiö sem sett var á vegna jaröeldanna i Heimaey, hirt i rikissjóö mestan hluta oliugjaldsins, beinlinis svik- ið geröa kjarasamninga og svo mætti lengi telja. Með vaxtahækkunum hefur rikisstjórnin og sérfræðingar hennar látist vera að verja hags- muni sparifjáreigenda, en hafa jafnframt I rikum mæli rýrt hags- muni þessara sömu sparifjáreig- enda meö þvi að beita hag- stjórnartækjum sinum. Svo dæmi sé tekið: Sparifjármagn mun nú vera um þaö bil 70 miljaröar króna. Meö gengislækkuninni siö- ustu — 15% lækkun krónunnar — skerti rikisstjórnin meö einu pennastriki kaupmáttargildi 70 miljaröanna um hvorki meira né minna en um 10 miljarða króna. 1 þessu eina dæmi sem tekiö er af mörgum sýndi rikisstjórnin hina raunverulegu „umhyggjusemi” fyrir sparifjáreigendum. Svo er það þessi furöulega kenning rikisstjórnarinnar og sérfræöinga hennar, að meö þvi aö hækka vexti sé verið aö draga úr veröbólgunni. Ég segi eins og er: Ráöherrunum og sérfræöing- um þeirra er ekki sæmandi aö bera á borö fyrir þjóöina slika kenningu. tslendingar eru ekki skyni skroppinn þjóöflokkur sem hægt er aö bjóöa hvaö sem er. Þegar vörur hækka i veröi — þá vex verðbólgan. Þegar rafmagn, hitaveituvatn, póst- og simagjöld hækka i verði — þá vex verðbólgan. Þegar 18% vörugjald er sett á og þegar söluskattur er hækkaöur — þá vex verðbólgan. Þegar vextir eru hækkaðir — þá vex veröbólgan. Af þeirri einföldu ástæöu, aö allar þessar hækkanir og margar aörar ótaldar hækkanir fara út i verölagið, ég undirstrika lika vaxtahækkanirnar. Þá skulum viö drepa á af- leiðingar hinna geysiháu vaxta. Aö sjálfsögöu draga þeir úr þjóöarframleiöslunni. Fyrirtæki éöa einstaklingar sem viö fram- leiöslu fást berjast i bökkum eöa leggja upp laupana. Þaö er staö- reynd aö vaxtabyröi margra fyrirtækja nemur hærri fjárhæöum en öll launin sem viðkomandi greiða. Hversu þungur er ekki vaxtabagginn á sjávarútvegi landsmanna, á innlendum iönaöi og á bændastéttinni? Allt ber aö sama brunni. Vaxta- okriö sligar aila þessa aöila. Og svo eru þær tugþúsundir af ungu fólki, sem er aö koma sér þaki yfir höfuöiö. Þetta unga fólk sem hefur eöa er i þann veginn aö stofna heimili á i feikna miklum öröugleikum vegna hinna háu vaxta. Yfirleitt leggur þetta fólk á sig mikla vinnu, vinnur hörðum höndum myrkranna milli, gengur I milli lánastofnana i leit aö fjár- magni — og gengur oft bónleitt til búöar. Gera stjórnarherrarnir sér ekki grein fyrir hvaö þeir eru aö gera gagnvart þessu unga fólki sem á að taka viö landinu? Gera þeir sér ekki grein fyrir aö m.a. vegna hinna háu vaxta er þetta fólk aö binda sér bagga sem þaö getur ekki losaö sig við nema meö óskaplegu striti um langt árabil —einmitt á bestu árum ævinnar? • Ég þarf ekki að eyða mörgum oröum I sambandi við hin nýju andlit Alþýðuflokksins, en þar sem ég var að skrifa um útláns- vexti kemst ég ekki hjá þvi að minnast á þau — að gefnu tilefni. Gamli alþýöuflokkurinn var I samstjórn meö Sjálfstæöisflokkn- um um 11 ára skeið, svo náin var samvinnan aö meö fullum rétti var hægt að tala um pólitiska SI- amstvibura. Stjórn gamla flokksins geröi samþykkt um aö Island geröist aöili aö Efnahagsbandalaginu, stóð aö samningi um aö viö færö- um ekki út fiskveiöilögsöguna nema með samþykki dómstólsins i Haag, stuölaöi að hrörnun is- lenskra atvinnuvega en geröi samninga viö útlendinga um stór- iöju. Þessi gamli flokkur segist nú vera orðinn nýr flokkur. Rétt er þaö aö á sjónvarps- skerminum birtast ný andlit, Vilmundur, Arni, Eiður, Jóhanna og ekki er þvi að neita að andlitin koma vel fyrir. En þaö verður ekki kosiö um andlit á sunnudaginn kemur. Þaö veröur kosiö um málefni, þaö veröur kosiö um stefnuna i cfna- hagsmálum sem fariö veröur eft- ir næstu f jögur árin, þaö er i raun og veru kosið um efnalegt og pólitiskt sjálfstæöi þjóöarinnar. Þegar kosið er um svo þýðingarmikil málefni þá þýöir ekki að tala tveim tungum. Skoöum þetta nánar. Jóhanna Sigurðardóttir sagöi um daginn i sjónvarpinu aö viö yröum aö hafa her I landi, annars yröi ísland varnarlaust land. Gunnlaugur Stefánsson, þriðji maöurinn á lista Alþýöuflokksins i Reykjaneskjördæmi, er hins- vegar virkur hernámsand- stæöingur — og þökk sé honum fyrir þaö. Arni Gunnarsson talaði grát- klökkur I sjónvarpinu um hlut unga fólksins sem væri að koma sér þaki yfir höfuöiö. Hann talaði I svipuöum dúr og ég sagði hér að ofan: Háir vextir og pislarganga I milli lánastofnana. Hinsvegar hefur Vilmundur Gylfason lýst þvi yfir aö hann sé talsmaður hárra vaxta. „Lægri vextir þýöa, aö hér veröur bjálaö efnahagsástand um langa framtið”, sagöi Vilmundur i Dag- blaöinu 9. júni siöastliöinn. Ég spyr: Hvernig er hægt aö koma þessu heim og saman? Vera meö her i landi og vera á móti her í landi. Vera meö háum vöxtum og vera á móti háum vöxtum. Og raunar: Hver veit um stefnu þessa fólks meö nýju andlitin i aöalmáli kosninganna, efnahags- málunum? Ekki er laust viö aö nýju andlit Alþýðuflokksins minni mig á ævintýri H.C.Andersen: Nýju föt- in keisarans. Eitt er sameiginlegt meö þessu hvorutveggju: Keisarinn taldi sig vera i skrautklæðum og mennirnir meö nýju andlitin telja sig vera i pólit- iskum skrautklæðum. Hvorttveggja var og er imynd- un. Keisarinn var ekki i neinum fötum eins og barniö i ævintýrinu sagöi; keisarinn var berstripaöur. Alþýðuflokkurinn er ekki nýr flokkur, hann er og veröur samur við sig, nákvæmlega eins og hann var á viðreisnarárunum. Haukur Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.