Þjóðviljinn - 23.06.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Qupperneq 15
Föstudagur 23. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA iS ( lok maímánaðar kom út tölublað af málgagni Framsóknarmanna hér í kjördæminu, Magna. Blað þetta er að öllu leyti helgað landbúnaðarmálum. Ber þar mest á afrekalista landbúnaðarráðherra. Ósjálfrátt hvarflaði að mér eftir lestur blaðsins, að Framsóknarmenn mætu vigstöðu sína nú svo, að Halldór E. Sigurðsson sé í baráttusæti hjá þeim í kosningunum, og má vel vera að það sé rétt mat þeirra. Þeir hafa þá ef til vill um leið minnst yfirlýs- inga hans um, að hann legði þingsætið að veði vegna ágætis málmblend- isins, hvortsem það nú var meðan verið var að semja við Union Carbide. Veröur væntanlegt uppgjör I Islenskum stjórnmálum til aö stórbæta kjör Islenskra bænda? Halldór E. veröur fyrst og fremst ásakaöur fyrir þaö sem hann hef- ur látiö ógert. JÓN VIÐAR JÓNMUNDSSON KENNARI Á HVANNEYRI: Pólitískur barnaskapur Halldórs £. Sigurðssonar Greinilegt er eftir lestur blaös- ins, að þeir Framsóknarmenn eiga eitt stórum meira áhugamál en eigin stefnu I landbúnaðarmál- um, og er það aö sjálfsögöu stefna Alþýöubandalagsins i þeim mál- um. Slikum áhuga ber að sjálf- sögðu að fagna, sérstaklega ef þeir gætu nokkuð af henni lært, þó að greinilegt sé að enn hafa þeir náð litlum tökum á efninu. t þessu greinarkorni er ekki mögulegt að fjalla um þau vanda- mál sem við islenskri bændastétt blasa i lok ráöherraferils Halldórs E. Sigurðssonar, til þess er ekki nokkurt rúm hér. Ég vil þó aöeins undirstrika það að Halldór E. Sigurösson veröur tæpast svo mjög gagnrýndur fyrir það sem hann hefur gert i landbúnaðar- málum, heldur fyrst og fremst fyrir það sem hann hefur látið ógert og er þar af stórum meiru að taka. t viðtali við Halldór i blaöinu fer hann nokkrum orðum um lög- gjöfina um Framleiðsluráö land- búnaðarins. Kennir hann Alþýðu- bandalaginu mest um að ekki fengust lagfæringar á þeirri lög- gjöf á vinstri stjórnar árunum. Aldrei hefur neitt verið upplýst opinberlega um ástæður þess að breytingar fengust ekki fram þá. Full ástæða er þó til að minna á að i þingliöi Framóknar eru þing- menn sem á sinum tima voru kosnir á þing ekki litið vegna and- stöðu við kjarnfóöurskatt. Vitað er af öllum, sem til þekkja, að ákvæði um þetta hafa verið mjög umdeild i fyrirhuguðu frumvarpi. Gæti þvi hugsast að andstaða i eigin flokki hafi verið ráðherran- um þyngst i skauti, þó að ekki sé hann að segja kjósendum frá þvi? Einnig virðist það nokkuð hafa vafist fyrir Halldóri að fá þessi lög samþykkt eftir að hann, að eigin mati, komst i nýtt og betra stjórnarsamstarf. Ætli skýringin sé ekki önnur en hann vill láta i veðri vaka? Ráðherra lýsir þeirri skoðun sinni að sexmannanefndarkerfiö hafi gengið sér til húðar. Hefði veriö vel að hann hefði komist að raun um þetta heldur fyrr. Þaö hefur verið stefnumál Alþýöu- bandalagsins frá stofnun flokks- ins, aö tekin yrði upp annar hátt- ur I samningum bænda um kaup sitt og kjör. Bændur semdu beint viö rikisvaldið. Það mun nú vera orðin nokkuð almenn skoðun bænda að þetta sé það eina rétta. A þennan hátt skapast möguleik- ar á mun viðtækari samningum, og kjarabótum má ná eftir öðrum leiöum en beint i gegnum verö framleiðslunnar. En þó að ráð- herra hafi dæmt núverandi form þessara mála óhæft, er hann að- eins kominn i næsta dálk viðtals- ins (og er þó að vanda fremur langoröur), þegar hann fer aö fara stórum orðum um forystu A.S.l. fyrir að vilja ekki taka þátt i þessu ,,úr sér gengna kerfi”. Þarna gerist rökfræðin á betri bæjum slík, að ég fæ ekki botn I hlutina. Litil tilraun er gerð i blaðinu til að fjalla um stöðuna i fram- leiðslumálum landbúnaðarins I dag og þann stórfellda vanda sem við blasir, enda slik vandamál að þeirra mati betur geymd nokkra daga framyfir kosningar. Helst örlar þar á gagnrýni á tillögur Alþýðubandalagsins i þeim mál- um. Nú eru þær nánast það eina, sem frá stjórnmálaflokkunum Jón Viöar Jónmundsson. hefur komið um þessi mál. Margt i þeim tillöguflutningi byggir beint á samþykktum Stéttarsam- bandsfundanna, t.d. um niður- fellingu á söluskatti af kjöti- og kjötvörum. Að mlnu mati er vandinn að visu stærri en svo að tillögur Alþýöubandalagsins heföu nægt til lausnar honum, en þær hefðu þó dregiö verulega úr honum. En það vandamál er einfaldlega hluti af alrangri stjórnarstefnu sem ráöið hefur hér á landi siðustu fjögur ár og fyrsta skilyrði til lausnar vand- ans er að þar veröi breyting á. Meðan sá pólitiski barnaskapur, sem fram kemur i viðtalinu við Halldór, ræður ferðinni, aö alveg sé sama hver sé samstarfsaöili Framsóknar i rikisstjórn er tæp- ast von á góöu. I forystugrein blaösins er þó viöurkennt, aö hin ágæta núver- andi stefna i landbúnaðarmálum þurfi verulegrar endurnýjunar við. Það virðist hafa verið ráð- herra mikið kappsmál að eigna sér þessa stefnu, sem mér hefur ætið þótt óþarfi og óviturlegt af honum. I forystugreininni er réttilega undirstrikaður stór og ómetanlegur þáttur samvinnu- félaganna og búnaöarfélagsskap- arins ieflinguislensks landbúnað- ar. í lok greinarinnar kemur samt fram sama hugsun og I öll- um pólitiskum viðtölum i blaðinu, aðeins mun hnitmiðar oröað eins og höfundar er von og visa. Þar segir að hina nýju landbúnaöar- steínu verði að móta innan Framsóknarflokksins. Þarna kemur mjög skýrt fram hin dæmigerða forræöishugsun Framsóknarflokksins i þessum málum. Landbúnaðarmálin eru okkar mál og aðrir skulu gott og vel láta þau i friði eða samþykkja það sem við segjum. Ég verð aö segja aö þessi hugsunarháttur er ætiö i minum eyrum mjög keim- likur samfylkingartali Einingar- samtaka kommúnista. Þú mátt hafa skoðun á minum forsendum, annars kemur þú hvergi nærri. Ef bændastéttin nær ekki að vara sig á og snúa baki við þess- um hugsunarhætti er grunur minn að illa fari. Ég vil fara um þetta örfáum oröum. Okkur er stundum gjarnt að lita til annarra landa og reyna að draga lærdóma af þvi sem þar gerist. Islenskir bændur hafa nokkuö vitnað til þess aö stéttar- bræðrum þeirra i Noregi hafi á siðustu árum orðið stórum betur ágengt I sinni kjarabaráttu en þeim sjálfum. Þar sem ég tel mig af fleiri ástæðum þekkja nokkuö meir til þeirra mála, en margir aðrir hér á landi, vil ég benda á ákveðin atriði. Það er sennilega öllum vel kunnugt að i upphafi þessa áratugar uröu i Noregi mestu stjórnmálasviptingar sem orðið hafa á Norðurlöndum á þessum áratug i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna um að- ild Norðmanna að Efnahags- bandalaginu. Þar var tekist á um tvær mjög skýrt markaðar stjórnmálastefnur. I forystu hinna þjóðlegu stefnu, sem barð- ist gegn aðild og fór með sigur af hólmi, voru bændur og launa- menn. 1 kjölfar þessa varö um- talsverö vinstri sveifla I norskum stjórnmálum. Með þessari bar- áttu varð almenningi þar i landi ljósari en áöur staða og hlutverk landbúnaðarins og skilningur á vandamálum landbúnaðarins óx stórum og i kjölfar þess náðist umtalsverður árangur i kjara- baráttu. Hér á landi eru nú að minu mati framundan ekki ólik átök um skýrt markaöar þjóðmálastefn- ur. Þar ber Alþýðubandalagið fram islenska atvinnustefnu gegn erlendri forsjárstefnu hægri flokkanna. Með Islenskri atvinnu- stefnu er hvatt til samfylkingar allra vinnandi stétta til sjávar og sveitar um að taka höndum saman gegn gróöaöflunum i þjóð- félaginu i þjóðlegri uppbyggingarstefnu. Það er vafalaust bændum ljósara nú en nokkru sinni, aö nú skiptir öllu að takist að skapa almennan skiln- ing á stöðu og vandamálum land- búnaðarins. Þvi aðeins verður hans vandi leystur aö slikt takist. Þann skilning verður að skapa með alþýðu þessa lands og aöeins þaðan hefur bændastéttin von um stuðning, þvi að það eru einu öfl þjóöfélagsins, sem hún á samleiö með. Tækifærið er i Alþingiskosn- ingunum 25. júni, að skapa sam- stöðu vinnandi fólks til sjávar og sveitar, i dreifbýli og i þéttbýli. Bændur bráð felld Framsóknarflokknum? A framboðsfundi i sjónvarps- sal á sunnudaginn var vakti það mikla athygli að Halldór E. Sig- urðsson landbúnaðarráðherra og efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins i Vesturlands- kjördæmi Hkti bændum við bráð sem felld hefði verið Fram- sóknarf lokkuuin og aðrir fiokkar ættu ekki að skipta sér af þvi hræi. Þótti þeim, sem á hlýddu, þessi orð ráðherrans ósmekkleg i hæsta máta og litilsvirðandi I garð bænda. Llk- lega kemur i þeim fram hið rétta viðhorf framsóknarfor- kólfanna til bændastéttarinnar þrátt fyrir fagurgala öðrum stundum. Og sannast hér hið fornkveðna: Oft ratast kjöft- ugum satt á munn. Fram- sóknarflokkurinn telur sig nefnilega eiga bændur með húð á hári og reynir að liggja á þeim eins og vargur á bráð. Þvi ernú sannarlega kominn timi til að bændur fari aö vakna til aö hrista af sér Framsóknar- fjötrana og finni sér starfsvett- vang á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið þeirra eru virt og þar sem hlustað er á þá. Flokkur verkalýöshreyfingar- innar, Alþýðubandalagið, hefur mótað sér stefnu I landbúnaöar- málum og býður bændur vel- komna til starfa innan vébanda hans. Þar geta þeir barist viö hlið annarra alþýðustétta gegn auðvaldi og erlendri ásælni. Þar eiga þeir heima. Ekkiverður þvi mótmælt að Framsóknarflokkurinn var upphaflega stofnaður til aö berjast fyrir hagsmunum bænda en ráðamenn flokksins eru nú svo gjörsamlega firrtir upphafi hans aö sú barátta er einungis minnisvaröi yfir forn afrek. Orö Halldórs E. Sigurðssonar i rikisútvarpinu á sunnudag er munnleg tjáning þess hvernig komið er fyrir Framsóknar- flokknum. Hann sagöi stefnu Al- þýðubandalagsins i land- búnaöarmálum tekna beint úr stefnuskrá Framsóknarflokks- ins. Siöan sagði hann orðrétt: ,,Má þar segja að þar sé verið að verki sem fyrr, að verma sitt hræ við annarra eld, að eigna sér bráð sem öörum var felld.” xG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.